Morgunblaðið - 10.10.1997, Side 17

Morgunblaðið - 10.10.1997, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 17 ÚRVERINU íslenskar sjávarafurðir kaupa Tros Vilja taka þátt í ferskfisk- útflutningi STJÓRN íslenskra sjávarafurða hf. samþykkti á stjórnarfundi í gær að kaupa meirihluta hlutafjár í fisk- vinnslufyrirtækinu Tros í Sandgerði af Loga Þormóðssyni, fiskverkanda og stjórnarformanni Fiskmarkaðs Suðurnesja. Að auki hefur það orðið að samkomulagi að Logi Þormóðs- son, eigandi og stofnandi Tros, verði áfram við stjórnvölinn sem fram- kvæmdastjóri í fyrirtækinu, sem verða mun í meirihlutaeigu IS. Sam- komulag varð milli aðila um að gefa ekki upp kaupverð. Heildarferskfisk- sala fyrirtækisins nemur um 400 milljónum króna á ári. „Við ætlum að reka fyrirtækið áfram á svipuðum nótum og verið hefur í góðri samvinnu við viðskipta- menn félagsins bæði hér heima og erlendis. Hinsvegar mun ÍS væntan- lega nota sína aðstöðu til þess að styrkja ferskfiskútflutninginn enn frekar,“ sagði Benedikt Sveinsson, forstjóri ÍS, í samtali við Verið í gær. Stefnt að uppbyggingu meiri viðskipta Starfsemi Tros er tvíþætt. Ann- ars vegar er hún fólgin í kaupum á fiski, vinnslu og pökkun og hins- vegar er fyrirtækið í samvinnu við önnur fyrirtæki á Reykjanesi um að kaupa og pakka fiski undir hand- leiðslu Trosmanna, sem sjá svo um að flytja fiskinn út og selja hann. Aðspurður af hverju Tros hafi orðið fyrir valinu, sagði Benedikt: „1 fyrsta lagi teljum við að Tros sé mjög gott fyrirtæki í þessum bransa. í öðru lagi teljum við að Logi og hans fólk hafi unnið feikn- arlega gott starf. í þriðja lagi tel ég að staðsetningin nálægt flugvell- inum sé mjög mikilvæg." Að sögn Benedikts liggja ekki enn sem komið er fyrir áætlanir um heildarútflutning í magni þó vissu- lega sé stefnt að því að byggja upp meiri viðskipti í kringum Tros en sem nemur því sem er í dag. „Við tökum nú við féiaginu með 400 miiljóna króna veltu og munum að sjálfsögðu stefna að því að auka hana á næstu tveimur til þremur árum. Við erum búnir að vera að skoða ferskfiskút- flutning og erum á því að í þeim geira séu niikil tækifæri. Það hefur verið vöxtur í þessu og við viljum fara upp á vagninn og ferðast með,“ sagði forstjóri ÍS, en hingað til hefur ferskfiskútflutningur á vegum ÍS aðeins verið stundaður í mjög litlum mæli. Snæfell kaupir hluta af eignum Njarðar „ Viljum koma sterkar inn í loðnu- veiðar og vinnslu“ SAMKOMULAG er um að sjávarút- vegsfyrirtækið Snæfell hf. kaupi stærstan hluta af eignum Njarðar hf. í Sandgerði. Með kaupunum eignast Snæfeli nótaveiðiskipið Dag- fara ásamt loðnukvóta 1,83% af heildarloðnukvótanum, 150 tonna rækjukvóta, gamla mjölverksmiðju í Sandgerði og aðra nýja verksmiðju, sem stendur ennþá óuppsett. Sú verksmiðja ætti að geta afkastað um 600 tonnum af loðnu á sólar- hring, en ennþá hafa forsvarsmenn Snæfells ekki tekið ákvörðun um hvar nýja verksmiðjan kemur til með að verða á landinu. Kaupverð fæst ekki upp gefið. Viðræður um kaupin hafa staðið stutt yfir eftir að ákveð- ið var að fella sameiningu Njarðar og Búlandstinds. Njörður hf. heldur eftir tveimur skipum, togbátnum Þór Péturssyni fjölveiðiskipinu Heiðrúnu ásamt nokkrum aflaheimildum. „Við erum að kaupa þessar eignir til þess að styrkja Snæfell hf., sem ég tel að muni verða eitt öflugasta félagið í sjávarútvegi í framtíðinni," segir Ari Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Snæfells. Hann segir kaupin vera í samræmi við stefnu fyrirtækisins. „Við viljum koma mun sterkar inn í loðnuveiðar og vinnslu heldur en við höfum gert fram að þessu. Við erum að eignast loðnu- verksmiðju nú í fyrsta skipti, en átt- um '/:■ loðnukvóta fyrir og þijá síld- arkvóta. Stefna okkar er að vera í dreifðum rekstri til að geta jafnað út afkomuna í félaginu." Einhugur virðist ríkja um fyrirhugaðar sameiningar Gert er ráð fyrir því að sameining- arferli nokkurra fyrirtækja í Snæ- fell hf. verði lokið um áramót, en Snæfell samanstendur nú af land- vinnslu á Dalvík og í Hrísey. Gengið verður frá sameiningu Utgerðarfé- lags Dalvíkinga við Snæfell á hlut- hafafundi í dag. Auk þess koma Gunnarstindur _á Stöðvarfírði og Snæfellingur í Ólafsvík til með að sameinast Snæfelli og á þeim sam- einingum að verða lokið fyrir ára- mót. „Það er auðvitað hluthafafunda að ákveða slíkar sameiningar endan- lega, en miðað við stærstu hluthaf- ana, finnst mér að menn séu ein- huga um þetta mál,“ segir Ari. Höfuðstöðvar fyrirtækisins verða á Dalvík. Rekstur á bolfiskvinnslu verður á Dalvík. Pökkunai'verk- smiðja er úti í Hrísey þaðan sem verslunum úti í Evrópu er sinnt og hefur sú verksmiðjan í Hrísey ein og sér samninga við erlendar versl- unarkeðjur upp á 650 milljónir króna á ári. Rækjuverksmiðja er í Ólafsvík og síld- og loðnuvinnsla verður á Stöðvarfirði þó óvíst sé enn hvar nýja mjölvinnslan verður sett niður. Snæfell gerir út frystitogarann Björgvin, ísfiskskipið Björgúlf sem sér frystihúsinu á Dalvík fyrir hrá- efni, nótaveiðiskipin Kambaröst og Dagfara og rækjufrystitogarann Snæfell. Stefnt er að því að selja tvo ísfisktogara frá félaginu sem búið er að taka úr rekstri og leggja. Það eru togararnir Már og Kambaröstin gamla. Snæfell stefnir á almennan hlutabréfamarkað Ekki liggur enn ljóst fyrir hversu stór eignaraðild Kaupfélags Eyfirð- inga verður að afloknum samrunan- um, en nú er unnið að því að meta eignarhlutana. Ljóst er að KEA muni eiga verulegan hlut í hinu sam- einaða félagi þegar það verður kom- ið saman þó enn sé ekki ákveðið hversu stóran hlut það ætlar sér í framtíðinni. Stefnt er að því að Snæ- fell verði sett á almennan hlutabréfa- markað upp úr áramótum eða þegar sameiningarferlinu verður að fullu lokið, að sögn Ara. ERLENT Reuter Tilnefningu Kims fagnað NORÐUR-Kóreumenn flykkt- ust út á götur dansandi af gleði er tilkynnt var um tilnefningu Kim Jongs-il sem flokksleið- toga, að sögn rússnesku frétta- stofunnar Tass. Mikil gleði braust út í bænum Nampo og veifar mannfjöldinn heillaóska- borðum og fánum af fögnuði. Þjóðverjar hækka vexti vegna Frankfurt. Reuter. ÞÝZKI seðlabankinn varð fyrstur seðlabanka nokkurra Evrópulanda til að hækka vexti til að halda verðbólgu í skefjum og hefjast handa um samræmingu vaxta áður sameiginlegum gjaldmiðli og myntbandalagi (EMU) verður komið á fót. Seðlabanki Þjóðveija sagði skilið við þá stefnu að lækka vexti, sem hún hefur fylgt í fimm ár, og til- kynnti að vextir af skuldabréfum í endursölu yrðu hækkaðir í 3,30% úr 3% í næstu viku. Hollendingar fóru strax að dæmi Þjóðveija og hækkuðu seðlabanka- vexti í 3,30 af hundraði úr þremur. Samræmdar aðgerðir Önnur aðildarlönd Evrópusam- bandsins gengu ekki alveg eins langt, enda efnahagsaðstæður ólíkar eftir löndum, en greinilega var um samræmdar ráðstafanir að ræða. Belgíski seðlabankastjórinn, Al- fons Vei-plaetsem, sagði að sam- komulag hefði tekizt um aðgerð- irnar fyrirfram. „Samstaða hafði EMU náðst um undanfara samræmdra ráðstafana, sem verða nauðsynleg- ai- þegar efnahags- og myntbanda- lag tekur til starfa í Evrópu í jan- úar 1999,“ sagði hann. Frakkar hækkuðu viðmiðunar- vexti um 0,20% í 3,30%. Belgar hækkuðu helztu vexti sína í 3,30% úr þremur. Danir hækkuðu vexti af banka- bréfum í 3,75% úr 3,50 og Austur- ríkismenn sögðu að að vextir af skuldabréfum í endursölu yrðu 3,2% miðað við 3% nú. Michael Portillo á flokksþingi brezka íhaldsflokksins Segir hroka og spillingu hafa valdið ósigrinum MICHAEL Portillo, fyrrverandi varnannálaráðherra í ríkisstjórn Johns Majors og einn af umdeild- ustu mönnum flokksforystu brezka íhaldsflokksins, stal senunni á flokksþingi brezka íhaldsflokksins í Blackpool í gær með óvæginni gagnrýni á flokksfélaga sína, sem hann sagði hafa tapað þingkosnig- unum í vor vegna eigin hroka og spillingar. Hann hvatti til þess að íhaldsflokkurinn tæki upp um- hyggjusamari stefnu til að endur- heimta fylgi. Taldir standa fyrir græðgi „íhaldsmenn voru tengdir við hörku, talið að þeim stæði á sama um atvinnuleysi, fátækt, lélegar íbúðir, fötlun og einstæða for- eldra,“ sagði Portillo í ræðu sinni á þinginu. „Við vorum taldir standa fyrir græðgi og tillitslausa gróða- sókn á hinum fijálsa markaði með því viðhorfi að „fjandinn hirði þá sem heltast úr lestinni“,“ sagði Portillo, sem sjálfur missti þing- sæti sitt í kosningunum og varð þar með að gera hlé á ferli sínum sem stjórnmálamanns. Hann hafði Routcr MARGARET Thatcher, barónessa og fyrrverandi for- sætisráðherra Bretlands, hlýðir á ræður á þriðja degi flokksþings brezka Ihalds- flokksins, sem sumar hverjar innihéldu óvægna gagnrýni á hegðun flokksmanna fyrir síðustu kosningar. I forgrunni er núverandi leiðtogi flokks- ins, William Hague. verið talinn einn líklegasti arftaki Johns Majors í flokksleiðtogasæt- inu. Þessi ræða hans þótti stinga nokkuð í stúf við margar sem hann hélt fyrir kosningarnar, en í þeim veittist hann meðal annars að er- lendum námsmönnum, sem hann sagði „kaupa sér prófgráður" í Bretlandi, og hann vakti reiði margra innan flokks sem utan með ógætilegum ummælum um Evr- ópumál og fleira. „Fólk þarf hvíld frá okkur" Reiði Portillos á flokksþinginu í gær beindist einkum að flokksfé- lögum sem hann taldi hafa svikið allan trúnað, sýnt hroka með því að láta sig raunveruleg áhyggju- efni kjósenda lítið varða og með því að blandast í spillingarmál. „Fólk þarf á hvíld frá okkur að halda og við þurfurn tíma til að hugsa okkar gang, hlusta og skilja hvert annað betur en við liöfum gert að undanförnu," sagði Port- illo, og gekkst jafnframt við að hafa gert mörg mistök á eigin ferli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.