Morgunblaðið - 10.10.1997, Síða 18

Morgunblaðið - 10.10.1997, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Dario Fo hlýtur bókmennta- verðlaun Nóbels Húrrahróp er tilkynnt var um ver ðlaunahafann Mílanó. Rcuter. HIÐ heimsþekkta ítalska leik- skáld Dario Fo hlýtur bókmennta- verðlaun Nóbels í ár og er það í fyrsta sinn svo árum skiptir, sem þekktur og viðurkenndur rithöf- undur hlýtur verðlaunin. Gaman- leikrit Fos hafa verið flutt um allan heim, fjölmörg þeirra hér- lendis og nýtur hann mikilla vin- sælda á meðal leikhúsgesta. „Ég er auðvitað óskaplega glöð yfir því að Dario Fo skuli fá þessi verðlaun og það kemur mér í raun ekki svo mjög á óvart,“ segir Vala Þórsdóttir leikkona en hún kynntist Fo á Ítalíu fyrir nokkrum árum og sótti í framhaldi af því leiklistarnámskeið hjá honum í Kaupmannahöfn. „Það er mikilvægt fyrir list- ina að maður á borð við Fo fái bókmenntaverð- laun, hann er róttækur og verk hans full af samfélagsgagnrýni þótt hún sé sett fram á gamansaman hátt,“ segir Vala. Vörpuðu öndinni léttar Fo er 71 árs, kvæntur leikkon- unni Frönku Rama, og hefur ver- ið áberandi í evrópsku leikhúslífið undanfarna þijá áratugi. í Aften- posten segir að heyra hafi menn varpa öndinni léttar er Sture Allen, forseti Sænsku akadem- íunnar tilkynnti um verðlaunahaf- ann þetta árið. Húrrahróp fylgdu svo í kjölfar- ið en akademían hefur sætt mik- illi gagnrýni fyrir að veita ítrekað algerlega óþekktum höfundum Nóbelsverðlaunin. Þá eru fá leik- skáld í hópi verðlaunahafa, síðast voru þau veitt leikskáldi árið 1969 er írinn Samuel Beckett hlaut þau. Var Fo enda furðu lostinn er honum var tilkynnt um bók- menntaverðlaunin í gær. Fo er sjötti Italinn sem hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum og fetar þar með í fótspor ekki ómerkari manna en Luigis Piran- dellos sem hlaut verðlaunin árið 1934 en þeir tveir eru taldir í hópi merkustu leikskálda Ítalíu. „Hirtir yfirvöld" í greinargerð sænsku akadem- íunnar segir að Fo hljóti verðlaun- in fyrir hæfileika sinn til að „semja texta sem skemmti, heilli og opni nýjar víddir“. Ennfrem- ur fyrir að „líkja eftir hirðfíflum miðalda með því að hirta yfírvöld og viðhalda virðingu þeirra sem hafa orðið undir í lífsbaráttunni,“ en Dario Fo hefur sinnt hinni gömlu ítölsku Commedia dell’arte leiklist- arhefð af alúð og hefur kynnt, hana víða um heim. Vinsæll hérlendis Fo er vinstrimaður og róttækur í skoðunum. Með verkum sínum hefur hann komið á framfæri skarpri ádeilu, og hefur dregist inn í fjölmargar deilur við fulltrúa rík- is, lögreglu og Páfagarðs en þeir síðastnefndu sögðu Fo hafa unnið tjón á trúarlífi ítala. Árið 1980 var Fo ennfremur neitað um vega- Fyrsti þekkti verðlaunahaf- inn ílangan tíma Reuter ÍTALSKA leikskáldið Dario Fo hlýtur bókmenntaverðlaun Nó- bels í ár fyrir hárbeitta þjóðfélagsádeilu sem hann hefur fært í gamansaman búning. bréfsáritun til Bandaríkjanna vegna stjórnmálaskoðana sinna. Verk Fos njóta mikilla vinsælda á íslandi en fyrsta verkið sem sýnt var eftir hann hérlendis voru einþáttungarnir „Þjófar, lík og falar konur“, í Iðnó árið 1963. Þá hafa verkin „Steldu bara millj- ón, Hassið hennar mömmu“, „Sá sem stelur fæti er heppinn í ást- um“ „Félegt fés“ og nú síðast „Við borgum ekki, við borgum ekki“ verið sýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Það síðastnefnda var frumflutt hérlendis hjá Al- þýðuleikhúsinu árið 1978. Þá sýndi Alþýðuleikhúsið „Stjórn- leysingi ferst af slysförum" og „Kona“ og Þjóðleikhúsið sýndi „Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði“. Á meðal þeirra sem þýtt hafa farsa Fos á íslensku eru Sveinn Einarsson, Stefán Bald- ursson, Ingibjörg Briem og Guð- rún Ægisdóttir. Alls hefur Fo samið um 70 verk og nýjast þeirra er „II dia- volo von le zinne“ (Djöfullinn með bijóst) en það var frumsýnt í Messina á Sikiley í ágúst sl. Réttarhöld yfir fyrrverandi frönskum ráðherra fyrir aðild að stríðsglæpum Mælt með flutningi Papons á sjúkrahús Bordeaux. Reuter, The Daily Telegraph. FRANSKIR læknar mæltu með því í gær að Maurice Papon, hinn 87 ára gamli fyrrverandi fjárlagaráð- herra sem réttarhöld eru hafín yfir vegna þáttar hans í samstarfi við nazista á tímum síðari heimsstyij- aldar, yrði látinn dvelja á sjúkra- húsi á meðan á réttarhöldunum stæði en ekki í fangelsi. Papon, sem var lögreglustjóri í Bordeaux á tímum Vichy-stjórnarinnar og hersetu Þjóðveija í Frakklandi 1940-1944, er sakaður um að hafa gerzt sekur um glæpi gegn mannkyninu með því að koma fleiri en 1.500 frönskum gyðingum, þar á meðal 200 börnum, í hendur nazista, sem fluttu þá flesta til Auschwitz. Við upphaf réttarhaldanna í fyrradag fór veijandi Papons fram á að hann yrði látinn laus úr fang- elsi vegna þess að hætta væri á að hann dæi þar. Papon er hjart- veikur. Yfirdómarinn við réttarhöldin, Jean-Louis Castagnede, las í gær upp skýrslu tveggja sérfræðinga í hjartasjúkdómum, sem skoðuðu Papon að beiðni dómarans. í skýrslunni segir að sakborningur- inn, sem gekkst undir hjartaskurð- aðgerð fyrir ári, liði undan hjarta- sviða og þyrfti á stöðugu eftirliti læknis að halda, sem ekki væri að fá í fangelsinu. Dómarinn frestaði ákvörðun um hvort orðið yrði við beiðni veijandans fram á daginn í dag. Veijandi Papons, Jean-Marc Varaut, hvatti réttinn til að taka ekki tillit til ráðgjafar læknanna og láta skjólstæðing sinn lausan gegn tryggingu. Hann sagði Papon ekki geta skipulagt málsvörn sína í varðhaldi, ekki heldur á sjúkra- húsi. Varaut kvartaði einnig undan „ómannúðlegum" aðbúnaði í Grad- ignan-fangelsi við Bordeaux, þar sem Papon - áður fyrr einn af mestu áhrifamönnum Frakklands - hefur dvalið frá því i fyrradag. Hann væri vakinn margsinnis á nóttu auk þess sem niðrandi hróp samfanga héldu fyrir honum vöku. „Fortíð sem ekki vill líða“ Þessi réttarhöld, sem haldin eru 52 árum eftir stríðslok og 16 árum eftir að Papon var fyrst ákærður, eru almennt álitin sönnun þess að Frakkar hafa langt frá því lokið uppgjöri við þann hluta þjóðarsög- unnar sem snýr að samstarfi við þýzk hernámsyfirvöld á árunum 1940-1944 - „fortíð sem ekki vill líða,“ eins og þessi kafli franskrar sögu hefur verið kallaður af sagn- fræðingum. Gert er ráð fyrir að þetta séu síðustu réttarhöldin sem haldin eru í Frakklandi vegna stríðsglæpa í síðari heimsstyijöld. Búizt er við að þeim ljúki ekki fyrr en um áramót. í aðdraganda réttarhaldanna hafði Papon verið fijáls, en hann mætti sjálfviljugur í fangelsið þeg- ar þau hófust í fyrradag í samræmi við frönsk lagaákvæði sem gera ráð fyrir að sakborningar séu í varðhaldi á meðan á réttarhaldi yfir þeim stendur. Farsi eða sögulegt uppgjör? Papon hefur lýst réttarhöldun- um yfir sér sem farsa. Hann seg- ist aðeins hafa hlýtt skipunum og reynt það sem í hans valdi stóð, á meðan hann gegndi fógetastöðu Gironde-héraðs á stríðsárunum, til að halda skaða í lágmarki. Þessi röksemd hefur ýtt undir umræðu Maurice Papon í Frakklandi um hlutverk franskra embættismanna á stríðsárunum og þá ábyrgð sem á þeim hvílir, þ.e. hvort þeir geti skotið sér á þennan hátt undan samábyrgð á stríðs- glæpum sem nazistar frömdu og nutu aðstoðar frá embættismönn- um Vichy-stjórnarinnar. Að stríðinu loknu átti Papon árangursríkan feril, sem náði há- marki með ráðherradómi hans 1978-1981, þegar hann fór með fjárlagamál í frönsku ríkisstjórn- inni. Hann neyddist til að segja af sér embættinu þegar skjöl um stríðsfortíð hans komu fram í dags- ljósið 1981. Mitterrand og fleiri áhrifarnenn lögðu síðan sitt af mörkum til að ekkert yrði af réttar- höldum fyrr en nú. Annar bíll viðriðinn Díönu- slysið FRANSKA rannsóknarlög- reglan, sem hefur unnið að rannsókn bílslyssins sem Díana prinsessa af Wales, vin- ur hennar Dodi Fayed og bílstjóri þeirra' létu lífið í 31. ágúst sl., hefur kom- izt að þeirri niðurstöðu að annar bíll kom að öll- um líkind- um við sögu er slysið varð, að því er ónafngreindur talsmað- ur lögreglunnar greindi frá í gær. Hann sagði líkur benda til að Mercedes Benz-bifreiðin, sem Díana og Dodi voru far- þegar í, hafi snert aðra bifreið áður en hún rakst á stein- steypustólpa. Vísbendingar munu vera um að hinn bíllinn hafi verið af gerðinni Fiat Uno. Vopnahlé í Kongó TALSMAÐUR Sameinuðu þjóðanna greindi frá því í gær að stríðandi fylkingar í barátt- unni um völdin í Kongó hefðu samið vopnahlé, en með því hefði tekizt að hindra að ófrið- urinn bærist yfir landamærin til Lýðveldisins Kongó, áður Zaires. IRAaf hryðjuverka- lista BANDARÍSK stjórnvöld hafa tekið um það ákvörðun að strika írska lýðveldisherinn, IRA, út af lista sem þau halda yfir hryðjuverkasamtök. Á listanum eru 30 samtök sem Bandaríkjamönnum er bannað að láta í té fé, vopn eða ann- ars konar stuðning. Samveldisríki treysta bönd FULLTRÚAR ríkisstjórna 12 fyrrverandi lýðvelda Sovétríkj- anna sem eru bundin samtök- um í Samveldi sjálfstæðra ríkja undirrituðu í gær röð samninga um efnahagssamstarf, sem vonir eru bundnar við að komi samstarfi þeirra í fastari skorð- ur, en það hefur verið frekar losaralegt fram að þessu. Ráðamenn ríkjanna 12, þar á meðal Tsjernomyrdín forsætis- ráðherra Rússlands, gengu frá 24 samningum um efnahags- samstarf á fundi í Bishkek, höfuðborg Kyrgizstans. Þotukaup samþykkt ÞÝZKA ríkisstjómin sam- þykkti á miðvikudag kaup á 180 Euro/igMe/’-orrustuþot- um, fýrir 23 milljarða marka, um 920 milljarða króna. Stjórn- arandstaðan hafði barizt hat- rammlega gegn kaupunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.