Morgunblaðið - 10.10.1997, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 19
ERLENT
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Strassborg
Ahersla á mannréttindi og
félagslega uppbyggingu
Ráðstefnuborgin Strassborg í Frakklandi er í hátíðarbúningi vegna
fundar fjörutíu leiðtoga Evrópuráðsríkja í dag og á morgun.
í grennd við höfuðstöðvar ráðsins úir og grúir af öryggisvörðum
o g blaðamönnum og fánar blakta yfír lokuðum götum. Þórunn
Þórsdóttir hefur fylgst með aðdraganda fundarins og segir hér
frá upphafi hans.
FUNDUR pólitískra leiðtoga Evr-
ópuráðsríkja hefst í Strassborg í
dag og stendur fram á miðjan
morgundag. Gestgjafinn, Jacques
Chirac Frakklandsforseti, er
fyrstur á mælendaskrá og Davíð
Oddsson forsætisráðherra er sjö-
undi ræðumaður af hátt í fjörutíu
forystumönnum.
Undir kvöld talar Jacques Sant-
er formaður framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins og líklegt
þykir að samskipti stofnananna
tyeggja verði mikið til umræðu.
Útlit er hins vegar fyrir að ekki
takist að nota tækifærið fyrir
boðaðan fund leiðtoga EFTA-ríkj-
anna með forystumönnum ESB.
Á morgun munu forsetar ríkja
er sótt hafa um aðild ávarpa þing-
ið, forsetar Armeníu, Azerbajdz-
an, Bosníu-Herzegóvínu og Ge-
orgíu. Skilyrði fyrir aðild Bosníu
voru sett af þingi ráðsins um
mánaðamótin og meðal skilyrð-
anna er virðing stjórnvalda fyrir
úrskurðum alþjóðadómstólsins í
Haag, mannréttindum þegnanna
og frelsi fjölmiðla. Jafnframt að
flóttafólk geti snúið aftur til síns
heima og að Dayton-samkomu-
lagið sé virt í samskiptum við
grannlöndin.
Fulltrúar ÖSE, Bandaríkjanna,
Japans og Páfagarðs verða enn-
fremur á fundinum, sem lýkur
með ávarpi Lionels Jospins, for-
sætisráðherra Frakka. Þeir fara
nú með forystu í ráðherranefnd
ráðsins og hafa síðustu mánuði
gert mikið úr vináttu við Rúss-
land, eins og fram kom í heim-
sókn Chiracs þangað í september-
lok. Leiðtogafundurinn endur-
speglar þetta, önnur Austur-Evr-
ópuríki njóta góðs af og næsta
víst er að rætt verði um samspil
Evrópuráðsins, ESB og Atlants-
hafsbandalagsins, einnig hvað
varðar Rússa.
Um þúsund fréttamenn eru í
Strassborg og gríðarleg öryggis-
gæsla vegna leiðtoganna. Lokað
var fyrir hótelpantanir þessa daga
fyrir ári og hafa allar bókanir
þurft að fara gegnum nálarauga
franska innanríkisráðuneytisins.
Yfir þúsund manna starfslið Evr-
ópuráðsins fékk vinsamleg til-
mæli um að taka sér frí, enda
þyrftu öryggisverðir á skrifstof-
unum að halda. Verslanir eru
opnar lengur en venjulega, með
Evrópufána í gluggum og út-
færsla af honum í tilefni fundar-
ins blaktir víða. Hótelin Hilton
og Sofitel hafa verið gerð upp
fyrir fundinn og starfsfólki
margra hótela verið fjölgað þessa
daga. Eitt hótel lét sérsmíða 2,20
metra langt rúm fyrir Rússlands-
forseta og í þriggja stjörnu veit-
ingastaðnum Buerehiesel standa
nú 40 kokkar yfir pottum sem
ausið verður úr í kvöld. Þannig
er einn kokkur á leiðtoga, en hann
má hafa sig allan við því aðrir
embættismenn þurfa að fá mat
sinn líka en alls verða 160 gestir
í veislunni.
Aðgerðir til styrktar
lýðræð-
Fyrsti leMlogafundur Evrópu-
ráðsins frá stofnun þess 1949 var
haldinn í Vín fyrir fjórum árum
að tillögu Francois Mitterrands
þáverandi Frakklandsforseta. Til-
efnið var ör þróun í álfunni og
stækkun ráðsins. Þetta er annar
fundur leiðtoganna og sem fyrr
mun hver þeirra flytja ávarp um
þau mál væntanlega, sem brýnust
þykja í skjali sem ráðherranefndin
hefur undirbúið. Það skjal verður
síðan að lokayfirlýsingu fundarins
með breytingum eða viðbótum
leiðtoganna. Skjalið er annars
vegar stefnuyfirlýsing og hins
vegar áætlun um aðgerðir á
næstu árum á þeim sviðum sem
ráðið telur brýnt að beita sér á.
EVRÓPUHÖLLIN í Strassborg, aðsetur Evrópuráðsins.
í uppkasti _að áætluninni eru
fjórir kaflar. I kafla um lýðræði
og mannréttindi er að finna
ákvæði um nýjan Mannréttinda-
dómstól Evrópu, sem sameinar
núverandi Mannréttindanefnd og
-dómstól og mun starfa án þeirra
hléa sem nú eru. Stefnt er að því
að hann taki til starfa seint á
næsta ári. Embætti umboðs-
manns mannréttinda verði einnig
stofnað við Evrópuráðið, til að
leiðbeina einstaklingum og sam-
tökum. Mikið er lagt uppúr því
að öll ríkin standi við'skuldbind-
ingar sínar, virði Mannréttinda-
sáttmálann og þá aðra sem þau
hafa staðfest og gefi reglulega
greinargóðar upplýsingar um
stöðuna.
Þess má meðal annars geta að
ráðherranefnd Evrópuráðsins
beindi því í vikunni til aðildarríkja
að setja á fót sjálfstæða mann-
réttindastofnun í hverju landi, til
lagalegrar aðstoðar við stjórnvöld
og einstaklinga, til að upplýsa
nemendur og almenning um
mannréttindi og stunda rann-
sóknir á þessu sviði.
í kafla um félagsmál er rætt
um samræmingu milli landa, að-
hald og aðstoð við lagasetningu,
í menntamálum og fleiru við þau
lönd sem þurfa. Ahersla var lögð
á félagsmálin í undirbúningi fund-
arins vegna nýrra ríkja Evrópu-
ráðsins í austurhluta álfunnar.
Þing ráðsins hefur lagt til að þessi
málaflokkur fái sama vægi hjá
ráðinu og mannréttindamál og
Félagsmálasáttmáli ráðsins verði
jafnvel sameinaður Mannrétt-
indasáttmála þess. Þá segir í
áætluninni að efla eigi Þróunar-
sjóð Evrópu, sem er félagsleg
lánastofnun ráðsins með höfuð-
stöðvar í París.
í kafla um öryggi borgaranna
er hvatt til að baráttan gegn
skipulagðri glæpastarfsemi verði
efld. Rússar beittu sér fyrir því
við undirbúning áætlunarinnar að
vinnuhópur gegn spillingu_ tæki
til starfa við Evrópuráðið. Áfram
sé unnið gegn eiturlyfjanotkun
og átak gert í barnavernd. Þess
er óskað, að tillögu Belga, að
löggjöf verði hert í löndunum til
að koma í veg fyrir hvers kyns
misnotkun barna. Loks er að
áeggjan Frakka og Spánverja
hvatt til aukins samstarfs ríkj-
anna um aðgerðir og refsingar
vegna hryðjuverka.
I kafla um lýðræði og menn-
ingu er rætt um lýðræðismennt-
un, einkum í þágu Austur-Evr-
ópuríkja, og efld nemendaskipti
tilgreind sérstaklega.
Bondevik
spáir stjórn-
armyndun í
næstu viku
Ósló. Reuter.
KJELL Magne Bondevik, leiðtogi
Kristilega þjóðarflokksins í Noregi,
og forsætisráðherraefni miðflokk-
anna, segist reiðubúinn að mynda
stjórn á þremur til fjórum dögum
eftir að hann fær umboð til stjórnar-
myndunar í hendur. Það gerist að
líklega á mánudag en þá hyggst
Thorbjorn Jagland forsætisráðherra
segja af sér eftir að stjórn hans
hefur lagt fjárlagafrumvarp sitt
fram.
Jagland mun ganga á fund Har-
aldar Noregskonungs um hádegi á
mánudag og tilkynna afsögn sína.
Fullvíst er talið að konungur muni
boða Bondevik á sinn fund síðdegis
sama dag. Flokkur hans, Miðflokk-
urinn og Venstre (ftjálslyndir) hafa
átt fjölda funda um væntanlegt
stjórnarsamstarf að undanförnu og
verður enn einn fundur haldinn í
dag um málið. Þess er þó ekki vænst
að hann leiði til niðurstöðu og sjálf-
ur gerir Bondevik ráð fyrir að sam-
starfssamningur flokkanna liggi
fyrir eftir viku.
Miðflokkastjórn verður í minni-
hluta á þingi og henni hefur ekki
verið spáð langlífi, þar sem listi
þeirra mála sem kunna að fella
hana er langur. Þar á meðal eru
Evrópumálin; aðild Noregs að
Schengen, og fyrirhugað gasorku-
ver. Miðflokkarnir eru andvígir báð-
um málunum en meirihluti er fyrir
þeim á þinginu.
• 200 MHz MMX örgjörvi
• ISDN spjald m/faxhugbúnaði
BYLTING
.900
Kr. 139
eða 137.700 m/mótaldi í staðinn fyrir ISDIM
í s@mskiptum
Risatölva með ISDN korti, Microsoft Explorer 4,
einn kynningarmánuður á netinu o.fl. o.fl.
Vissirðu að þú getur haft samband
við vini og kunningja erlendis fyrir
aðeins nokkrar krðnur með þvi að
nota tölvupóst, net- eða
myndsíma. Hið geysiöfluga forrit
Microsoft Intemet Explorer 4 gerir
þér kleift að hafa samskipti við
vini og kunningja á auðveldari
hátt en áður. Það er ekki nðg að
vera með ISDN tengingu ef tölvan
er ekki nðgu öflug og hröð.
Könnuðurinn er útbúinn öflugum
örgjörva, miklu geymslurými og
ótrúlegu vinnsluminni. Þess vegna
hentar hún afar vel við leik og
störf á netinu sem og annars
staðar.
. . .?> ■
Könnuðurinn
• 3.8 6B harður diskur
• ET 6000 4MB skjákort
• 15" lággeisla skjár
• 20 hraða geisladrif
• Soundblaster 16
• 200 w hörkuhátalarar
I
+ einn mánuður frir á netinu
• 6 íslenskir leikir
Sama vél nema með mótaldi í
stað ISDN korts
• 33.6 bás mótald
• Fjórir mánuðir fríir á netinu
ODYRT
ORUGGT
■■ ai m am
Tolvur
Grensásvegi 3 • Simi 588 5900 • Fax 588 5905
Opið virka daga 10-19 • Laugardaga 10-16 • wwi/u.bttolvur.is