Morgunblaðið - 10.10.1997, Side 20

Morgunblaðið - 10.10.1997, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEINIT VERÐLAUNAPENINGUR fyrir Nóbelsverðlaun. Á framhlið- inni er vangamynd af Alfred Nobel. Bandaríkjamenn gagnrýna Nóbelsverðlaun Segja þau skað- leg vísindunum ÞRATT fyrir að engir hafi unnið til eins margra Nóbelsverðlauna og Bandaríkjamenn, eru uppi háværar raddir í Bandaríkjun- um, um að leggja beri verðlaun- in niður, að því er segir í Aften- posten. Röksemdir gegn verð- laununum eru m.a. þær að þau skekki veruleika vísinda og séu stórlega ofmetin. Einn þeirra sem lagt hafa til atlögu gegn Nóbelsverðlaunun- um er Daniel Greenberg, vís- indaritstjóri Science and Government Repoit, en hann segir að verðlaunin afbaki ekki aðeins veruleika vísinda, heldur séu þau beinlínis skáðleg þeim. Endurspegla ekki nútímavísindi Gagnrýni á Nóbelsverðlaunin er ekki ný af nálinni í Bandaríkj- unum, hún skýtur iðulega upp kollinum þegar dregur að til- kynningum um verðlaunahafa ársins. Gagnrýnin hefur þó einkum beinst að friðarverð- launahöfum og þeim sem veita verðlaunin. Þá telja maiigir það augljóst að bókmenntáverðlaun- in falli þeim einum i skaut sem séu póltískt rétt staðsettir í aug- um sænsku akademíunnar. Greenberg beinir spjótum sín- um einkum að verðlaunum - til vísindamanna sem hann segir stórlega ofmetin auk þess sem fjölmiðlar láti hæglega blekkj- ast. Verði verðlaunin lögð niður, verði það vísindarannsóknum til góða auk þess sem það kunni að auka áhuga á vísindum. „Verðlaunin endurspegla ekki nútímavísindi. Japanir eiga afar fáa verðalaunahafa þrátt fyrir að þeir standi framarlega í nú- tímarannsóknum. Stóra-Bret- land á óvenjumarga verðlauna- hafa þrátt fyrir að iðnaður og tækni í landinu séu á vonarvöl," segir Greenberg. Þá hefur verið gagnrýnt hversu seint verðlaunin eru veitt. Blaðamaðurinn Lawrence Alt- man hefur bent á að að með- altali líði 10-15 ár frá því að vísindamaður tilkynni uppgötv- un sína, þar til að hann fái Nóbelsverðlaunin. Eitt grófasta dæmið sé læknirinn Peyton Rous, sem Altman segir hafa mátt bíða í 55 ár eftir því að fá viðurkenningu Nóbelsnefndar- innar fyrir krabbameinsrann- sóknir sínar. Velferðarflokkurinn í Tyrklandi Erbakan boð- ar nýjan flokk Ankara. Reuter. NECMETTIN Erbak- an, leiðtogi íslamska Velferðarflokksins í Tyrklandi, kvaðst í gær ætla að stofna nýjan flokk ef stjórn- lagadómstóll landsins legði bann við flokki hans. „Það er ekki hægt að banna flokka í lýð- ræðisríkjum. Ef einn flokkur er bannaður verður annar stofnað- ur daginn eftir,“ hafði dagblaðið Hurríyet eftir Erbakan. „Engin atkvæði fara annað.“ Stjómlagadómstóllinn er að íhuga beiðni um bann við Velferðarflokkn- um á'þeirri forsendu að hann stefni stjómarskránni í hættu þar sem hann hafí það að markmiði að stofna íslamskt ríki. Gert er ráð fyrir að niðurstaða dómstólsins verði til- kynnt á næstu mánuðum. Velferðarflokkurinn er stærstur á þinginu og missti völdin í júní þegar Er- bakan lét af embætti forsætisráðherra vegna þrýstings frá hemum, sem vill standa vörð um verald- arhyggjuna sem stjórnarskráin byggist á. Erbakan varð fyrsti leiðtogi íslamsks stjórnmálaflokks til að gegna embættinu í nútímasögu Tyrk- lands. Borgarstjóri dæmdur Tyrkneskur dómstóll dæmdi í gær borgarstjóra Kayseri, Sukru Karatepe, í árs fangelsi fyrir að „beita trúnni til að -kynda undir hatri og sundrungu". Borgarstjór- inn hafði lýst því yfir að það væri aðeins spurning um tíma hvenær íslamskt ríki yrði stofnað í Tyrk- landi. Necmettin Erbakan LISTIR Bókastefnan í Frankfurt Pessoa leggur undir sig Frankfurt Portúgal er að þessu sinni fremst í sviðsljósi á Bókastefnunni í Frankfurt sem sett verður á þriðjudaginn og stendur til mánu- dagsins 20. október. Jóhann Hjálmarsson leiðir hugann að portú- gölskum rithöfundum, þátttöku íslendinga og segir frá því helsta sem venjulega einkennir þessa stærstu bóka- stefnu heims. BÓKASTEFNAN í Frankfurt verður sett þriðjudaginn 14. október. Þetta er 49. stefn- an í röðinni og að þessu sinni er Portúgal í brennidepli. Við opnunina tala foi'sætisráðheira Portú- gals, António Guterres; rithöfundurinn Eduai-do Lourenco og Jacques Santer, forseti Evi'ópusambandsins. Mikill fjöldi gesta kemur á bóka- stefnuna, 300.000 er hin opinbera tala, enda er hún álitin sú stærsta í heimi. Bókaútgefendur, bóksalar, rit- höfundar, gagnrýnendur, blaðamenn og fólk sem á einhvern hátt tengist bókum er í meirihluta, en síðustu tvo dagana er stefnan opin almenningi. Bókastefnunni lýkur 20. október. Meðal helstu viðburða stefnunnar er afhending Friðarverðlauna þýskra útgefenda og bóksala. Þau verða afhent við hátíðlega athöfn í Páls- kirkjunni í Frankfurt sunnudaginn 19. október. Verðlaunin fær nú tyrk- neski rithöfundurinn Yasar Kemal, höfundur skáldsögunnar Mehmed mjói — Sögu um uppreisn og ást sem kom út í íslenskri þýðingu Þórhildar Ólafsdóttur 1985. I eftirmála segir þýðandinn m.a.: „Stíll hans er undir sterkum áhrifum bæði frá sagna- hefðinni gömlu og einnig frá daglegu talmáli bændafólks í Suður-Tyrk- landi. Frásagnarleikni hans hefur aukist og stíllinn orðið persónulegri og sérstæðari með hverri nýrri sögu.“ Kemal er einn þeirra tyrknesku rithöfunda sem hafa mátt þola fangavist og ofsóknir heima fyrir. Portúgal í fyrirrúmi Poitúgalskar bókmenntir eru í hugum margra fyrst og fremst skáld- ið Fernando Pessoa (1888-1935) sem var í raun mörg skáld því að hann orti undir ýmsum nöfnum og kom fram í ólíkum gervum. Meðal helstu dulnefna hans eru Alberto Caeiro, Ricardo Reis og Alvaro de Campos. Menn eru þó yfirleitt sammála um að það sem hann orti undir eigin nafni gnæfi hæst. Stundum orti hann á ensku. í Lissabon ritstýrði Pessoa tíma- riti módernista, Orfeusi. Hann fékkst við þýðingar viðskiptabréfa á daginn, en eftir skrifstofutíma fékk hann sér í glas, oftast fleiri en eitt, á ein- hverri vínkránni. Ofdrykkja spilíti heilsu hans. Hann var sagður fá- skiptinn og mannfælinn einfari. Hann náði ekki frægð í lifanda lífi, en þegar farið var að huga að þvi sem hann lét eftir sig fundust margar ljóðabækur og önnur verk sem umbyltu portúgölskum bók- menntum. Hann er nú nefndur í sömu andrá og ýmis höfuðskáld Evrópu, meðal þeirra Arthur Rimbaud og FERNANDO Pessoa er höfuðskáld Portúgala. Á málverkinu sem er eftir Almada-Negreios situr hann á uppáhaldskrá sinni í Lissabon, Irmaos Unidos. ANTÓNIO Lobo Antunes er kunn- asti yngri höfund- urinn i Portúgal. TYRKNESKI rit- höfundurinn Yasar Kemal fær Friðar- verðlaunin. JOSÉ Saramago er höfundur sögunn- ar um Baltasar og Biimundu. T.S. Eliot. Pessoa er persóna í einni kunnustu skáldsögu ítalans Antonios Tabucchi. Dagskrár og sýningar í Frankfurt verða helgaðar honum. Portúgalskir skáldsagnahöfundar hafa nokkrir orðið heimskunnir og er þar fremstur í flokki José Sara- mago (f. 1922), höfundur Baltasars og Blimundu og fleiri sagna. Hann er skáldsagnahöfundur í anda frá- sagnar og búrlesku, svokallaðra grallarasagna og ofarlega á lista væntanlegra Nóbelshöfunda. Meðal hinna yngri er António Lobo Antunes (f. 1942) einna kunnastur, en ein skáldsaga hans, Handbók rannsókarréttardómarans, hefur að undanförnu birst sem framhaldssaga í stórblaðinu þýska Frankfurter All- gemeine Zeitung. Þríleikur sem ger- ist í Benfica-borgarhlutanum í Lissa- bon, lýsir nöturlegum, aðstæðum og lífsháttum á ystu nöf hefur einnig aukið hróður hans. Sögur Antunes lúta ekki hefð- bundnum reglum og eiga sér stað samtímis á ýmsum timaskeiðum. Það er Portúgölum metnaðarmál að.vera í fararbroddi í Frankfurt, en næsta sumar verður heimssýningin mikla, Expo 1998, haldin í Lissabon. Aðal bókakaupstefnan íslendingar munu sem áður láta að sér kveða á sýningarsvæðinu. Mál og menning, Forlagið og Vaka- Helgafell hafa sérstaka sýningar- bása og sýna þar og kynna bækur sínar og höfunda. Eins og fyrr verða aðrir íslenskit' útgefendur á svæðinu þó þeir taki ekki beint þátt í sýning- unni, en til þess þarf töluvert bol- magn. Erindi þeirra er m.a. að kaupa réttindi til útgáfu bóka í islenskum þýðingum og hyggja að fjölþjóða- prenti. Stóru íslensku forlögin bæði kaupa og selja réttindi til útgáfu. Vilborg Harðardóttir, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bóka- útgefenda, sagði aðspurð að margir færu á bókastefnuna. Bókaútgefend- ur telja að hennar sögn Frankfurt- stefnuna „aðal bókakaupstefnu í heiminum". Vilborg sagði að þótt bókastefnan væri kannski alltof stór og mikil fyrirhöfn að taka þátt i henni og sækja hana heim þætti út- gefendum nauðsynlegt að láta' hana ekki fram hjá sér fara. Hún sagði að í hugum útgefenda kæmi bókastefn- an í Bologna (einkum barnabóka- stefna) á Italíu næst á eftir Frank- furt- og Gautaborgarstefnunum. Nokkrir útgefendur færu einnig á bókastefnur í London. Félag íslenskra bókaútgefenda tók þátt í bókastefnu í Leipzig í mars í samvinnu við norræna útgefendur. Þar komu fram margir íslenskir rit- höfundar í tengslum við norræna bókmenntakynningu víðs vegar um Þýskaland. Rafrænt teygir úr sér Rafrænir miðlar, ekki síst marg- miðlunin, fær æ stærra svæði á Bókastefnunni í Frankfurt án þess þó að vera á kostnað bókanna. Áug- lýsingamennska og dýrkun metsölu- höfunda heldur væntanlega áfram. En þeir sem áhuga hafa á bókmennt- um eiga engu að síður erindi á bóka- stefnuna. Ekki síst á sýningarsvæði Þjóðveija sjálfra er margt að finna sem lýsir áhuga á bókmenntum en þjónar ekki aðeins duttlungum mark- aðarins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.