Morgunblaðið - 10.10.1997, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 25
AÐSENDAR GREINAR
Bóknám og
starfsnám
ÍSLENSKA skólakerfið hefur
með réttu verið gagnrýnt fyrir það
hve hlutur starfsnáms er þar rýr.
Hér verður leitað skýringa á þessu
og bent á leiðir til úrbóta.
Efling handmennta í Evrópu
Víða í Evrópu þróuðust á miðöld-
um gildi, samtök manna í ýmsum
greinum handverks. Gildin settu
sér eigin lög og efldu á ýmsan
hátt veg og virðingu þeirra er að
greininni stóðu (alþjóðahreyfing
frímúrara rekur dæmis rætur til
gilda steinkirkjusmiða á miðöld-
um), tryggðu löggildingu þeirra til
að vinna í faginu og studdu fjöl-
skyldur þeirra þegar á móti blés.
Síðast en ekki síst sáu gildin sonum
félaga sinna fyrir starfsþjálfun.
Jafnframt þróuðust í Evrópu
háskólar sem urðu miðstöðvar æðri
menntunar og rannsókna. Með því
að tryggja afkomu, virðingu og
menntun handverksmanna stuðl-
uðu gildin að jafnvægi milli bók-
lærðra og verkþjálfaðra manna.
Þjóðfélag bænda og
fiskimanna
Allt til loka 19. aldar var ís-
lenska þjóðfélagið aftur á móti að
mestu í sömu skorðum og verið
hafði öldum saman. Feður kenndu
sonum sjósókn eða búskap (eða
hvort tveggja) og dætur námu
heimilisstörfin af mæðrum sínum.
Önnur handverk gengu einnig í arf
á heimilunum.
Loks er þess að geta að læsi
varð snemma útbreiddara hér en í
nágrannalöndunum og menn báru
með réttu virðingu fyrir þeim ein-
stæðu miðaldabókmenntum sem
hér urðu til. Vera má að þessi virð-
ing eigi enn í dag þátt í þeirri
áherslu sem lögð er á bóknámið.
Svo mikið er víst að átaks er þörf
í skólamálum til að auka vægi verk-
náms, án þess þó að nokkurri rýrð
sé kastað á bóknámið.
Æðri menntun embættismanna
Fram á þessa öld takmarkaðist
formlegt skólanám hérlendis að
mestu við presta, sýslumenn og
lækna. Framan af námu prestling-
ar við stólsskóla á Skáiholti og
Hólum. Hólavallaskóli í Reykjavík
var í þessu hlutverki skamman tíma
kringum aldamótin 1800, en síðan
tók Bessastaðaskóli við 1805-
1846. Formlegur prestaskóli var
svo stofnaður í Reykjavík 1847.
Læknakennsla hófst á Islandi 1872
og hefur staðið óslitið síðan, en
Alþingi samþykkti lög um lækna-
skóla 1875. Þingið setti lög um
lagaskóla 1904 og endurskoðaði
þau 1907, en kennsla hófst ekki
fyrr en 1908.
Þegar Háskóli íslands var stofn-
aður 1911 urðu þessir þrír embætt-
ismannaskólar deildir hans. Hin
fjórða var heimspekideild.
Aukin almenn menntun
Síðan hefur háskólinn þróast í
átt frá hreinum embættismanna-
skóla yfir í fjölþætta kennslu- og
rannsóknastofnun í tengslum við
atvinnulíf landsins. Verður sú saga
ekki rakin hér. Annar háskóli er
risinn á Akureyri og ýmsir sérskól-
ar, á framhalds- og háskólastigi
sinna margvíslegri starfsþjálfun.
Þar eru meðal annars iðnskólar
(sumir raunar eldri en Háskóli ís-
lands) sem veita réttindi í löggilt-
um iðngreinum, og fer námið
ýmist allt fram í skólunum eða að
hluta hjá meisturum í viðkomandi
grein. Loks má benda á það að
flestir framhaldsskólar sem stofn-
aðir hafa verið eftir 1970 eru fjöl-
brautaskólar, þar sem auk bóklegs
náms til stúdentsprófs eru í boði
aðrar námsbrautir, þar á meðai í
mörgum þessum skólum brautir
er veita kennslu í löggiltum iðn-
greinum.
Starfsmenntunin er hornreka
En hvers vegna er aðsókn að
starfsnámi hérlendis jafnlítil og
raun ber vitni? Til þess virðast
mér, auk máttar hefðarinnar, eink-
um liggja tvær ástæður:
Annars vegar er takmarkað
framboð á verklegu námi í grunn-
skólum. Aðstaða til kennslu í smíði
Það þarf ekki síður að
leita að verklegri og list-
rænni talentu en hæfni
••
til bóknáms, segir Orn-
ólfur Thorlacius, ef
nota á samræmd próf
til að stýra nemendum
inn á tilteknar brautir í
framhaldsnámi.
og annarri handavinnu er rýr í
mörgum þeirra, þótt hún sé að vísu
breytileg eftir skólum. Því miður
virðist mér að nýir skólar séu síst
betur búnir í þessu efni en hinir
eldri.
í tengslum við ársnám í kennslu-
fræðum við Háskólann í Edinborg
fyrir rúmum 20 árum sótti ég heim
nokkra skoska skóla er sinntu nem-
endum frá tólf ára aldri til loka
framhaldsnáms. Þar voru kennslu-
stofur til handíða, verkstæði fyrir
tré og málm, nokkrar skólaeldhús-
stofur og að auki að sjálfsögðu
margar sérbúnar stofur til verk-
legrar kennslu í náttúrufræðigrein-
um. Jafnt yngstu sem elstu nem-
endur skólanna höfðu aðgang að
allri þessari aðstöðu til verknáms.
íslenskur nemandi sem hyggur
á framhaldsnám eftir tíu ár í grunn-
skóla hefur mjög takmarkaða
reynslu af því hversu vel honum
henti verklegt nám. Hann er van-
astur bóknámi, og ef hann kann
því vel er þess vegna eðlilegt að
hann haldi áfram á sömu braut.
Skýringin er að sjálfsögðu, eins
og á mörgu öðru sem miður hefur
farið í íslenskum skólamálum, fjár-
skortur. Verklegt nám kallar á sér-
búnar skólastofur, ýmis kennslu-
tæki og hráefni. Skortur á fé til
framhaldsskóla á svo þátt í því að
nám í sumum iðngreinum er ekki
í boði eða erfitt að
komast þar að. Ef fé
til verknáms verður
ekki aukið svo um
munar, bæði á grunn-
og framhaldsskóla-
stigi, er tómt mál að
tala um eflingu þess.
Hin meginástæðan
fyrir takmarkaðri að-
sókn að starfsnámi er
að skólakerfið hefur
ekki leitað að efnileg-
um nemendum í þetta
nám. Unglingar hafa
frekar hafnað í iðn-
námi af því að þeir
réðu ekki við að finna
yfsiloni réttan stað í
„yfir“ eða reikna út rúmtak mi-
svíðra hitaveituröra heldur en af
því að hallamál eða hárlakksbrúsi
léki í höndum þeirra. Prófakerfið
hefur alltaf beinst að því að velja
hæfa nemendur til bóknáms. Meg-
inbrautin liggur til stúdentsprófs.
Þeim sem ekki standast þær kröfur
sem þar eru gerðar er vísað á
verknám, án tillits til áhuga þeirra
eða getu á því sviði. Sama gildir
raunar um listir. Þær eru víðast
hornreka í hinu almenna skólakerfi
og prófin ekki til þess fallin að leita
að listfengum ungmennum svo hlúa
megi að hæfileikum þeirra.
„Forgangsverkefni í
skólamálum?"
Nýlega tóku gildi lög um grunn-
og framhaldsskóla sem um margt
eru til bóta. Því miður
virðist mér þó að þau
taki ekki á þeim vanda
sem hér er fjallað um.
I öllum undirbúningi
að gerð laganna var
samt mikil áhersla
lögð á það að þau
ættu að stuðla að
auknum vegi starfs-
námsins.
í skýrslu nefndar
sem mótaði á vegum
Menntamálaráðuneyt-
is þá menntastefnu er
í nýju lögunum felst,
stendur: „Starfsnám á
fram- haldsskólastigi
verði forgangsverkefni
í skólamálum." Þessu er ég hjartan-
lega sammála og mér virðist raun-
ar að árangur þeirrar nýskipunar
í skólamálum sem stefnt er að með
lögunum standi og falli með því
hvernig þetta forgangsverkefni
verður leyst. Því miður virðist mér
að í lögunum séu enn atriði er
nánast tryggja það að bóknámi
verði sem fyrr haldið að þeim nem-
endum sem hafa vald á því.
Samræmd próf og starfsnám
Þegar landspróf miðskóla var af
lagt sem inntökupróf í menntaskóla
og sambærilega framhaldsskóla
var tekið upp samræmt próf í
nokkrum kjarnagreinum. Eins og
á landsprófínu er sama kvarða beitt
við mat úrlausna um landið allt en
ólíkt því er samræmda prófið lagt
fyrir alla nemendur í lok skyldu-
náms.
Neð gildandi lögum verður sam-
ræmdum prófum fjölgað. Þau verða
fyrst lögð fyrir í fjórða bekk, svo
í sjöunda, síðan í lok grunnskóla
og jafnvel einnig sem hluti stúd-
entsprófs. Ljóst er að eftir sem
áður verða þessi próf í bóklegum
greinum.
Leiðir til úrbóta
(1) Auka þarf til muna verklegt
nám í grunnskóla, þannig að nem-
endur geti valið milli verknáms og
bóknáms í framhaldsskóla af eigin
reynslu.
(2) Ef nota á samræmd próf til
að stýra nemendum inn á tilteknar
brautir í framhaldsnámi þarf ekki
síður að leita að verklegri og list-
rænni talentu en hæfni til bók-
náms. Ef samræmdu prófin eiga
ekki að verða til þess eins að stýra
„lakari" nemendum inn í starfs-
nám, þá verður að hafa í þeim sem
fullgildan og árlegan þátt próf í
verklegum greinum og listgreinum,
og helst ekki bara í lok 10. bekkjar
heldur líka fyrr í grunnskóla. Ann-
ars er hætt við að meginfarvegur-
inn liggi sem fyrr að stúdentsprófí
og aðrar leiðir verði einkum affall
fyrir þá sem stranda á skerjum
samræmdra prófa í bóknámsgrein-
um.
Höfundur er fyrrverandi rektor
Menntaskólans við Hamrahlíð.
Örnólfur
Thorlacius