Morgunblaðið - 10.10.1997, Side 27

Morgunblaðið - 10.10.1997, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 27 ALÞJÓÐLEGI GEÐHEILBRIGÐISDAGURilMIM Barnið í fjölskyldunni í DAG þann 10. októ- ber er hinn alþjóðlegi geðheilbrigðisdagur sem í ár er tileinkaður geðheilbrigði barna. Þá er ekki úr vegi að beina sjónum að því hvaða máli fjölskylda barnsins skiptir fyrir afkomu þess á lífsleiðinni og hvað er til ráða þegar erfiðleikar steðja að. Mikilvægi fjölskyldunnar íjölskyldan nærir, annast og styður fjöl- skyidumeðlimina þann- ig að þeir komast af í flóknum heimi. Fjölskyldan er það athvarf þar sem grunnþörfum manneskjunnar er sinnt og þar sem grunnurinn er lagður að mótun ein- staklingsins. Áhrif fjölskyldunnar verða aldrei útmáð í lífi hvers manns. Barnið fær ákveðið hlutverk í barnæsku sem hefur afgerandi áhrif á möguleika þess til þess að takast á við lífið. Einstaklingurinn nýtir í miklum mæli það sem hann hefur lært í barnæsku til þess að takast á við það sem mætir honum síðar meir á lífsleiðinni þó svo að sú reynsla sem til kemur á síðari skeiðum hafi að sjálfsögðu áhrif. Á þann hátt má segja að frumreynsla barnsins sé einskonar arfleifð þess. Upprunafjölskylda hvers og eins skiptir því höfuðmáli varðandi það hvernig honum gengur síðar í eigin kjarnaflölskyldu og í lífinu almennt. Sem dæmi um áhrif úr uppruna- fjölskyldu má nefna að einstakling- ur sem lent hefur í þeirri reynslu í æsku að foreldrarnir hafa gengið í gegnum sáran skilnað getur átt erfitt með að stofna eigin Qöl- skyldu. Hann hefur haft reynslu af því hversu sárt það getur verið að bindast öðrum sterkum tilfinninga- böndum sem síðan er skorið á. Mikilvægt er að skilja hversu miklu máli sú næring, umönnun og stuðningur sem fjölskyldan veitir meðlimum sínum skiptir fyrir líf hvers einstaklings og fyrir það sem hann leggur af mörkum til samfé- lagsins. Því er mikilvægt að sam- félgið stuðli að örvun þess styrks sem býr með Qölskyldunni. Ráðgjöf og meðferð Hér áður fyrr var það undir hælinn lagt hvernig fjölskyldum reiddi af. í dag eru þær sjálfar farn- ar að gera meiri kröfur um gott líf og meta lífsgæði sín í meira mæli eftir því hvernig til- finningalegu lífi er háttað. Ein leið til þess að takast á við erfiðleika í fjölskyldum er að leita sér aðstoðar hjá fagfólki sem hefur kynnt sér sérstaklega slík málefni og þjálfað sig til þess að verða um tíma leiðbeinandi fjölskyldunnar. Slík þjónusta þarf að grundvallast á heildarsýn á ijölskyld- unni. Ekki er hægt að líta á einstakling- inn einan og sér held- ur sem hluta af stærri heild. Fjöl- skyldan er heldur ekki eyland held- ur er um stöðug gagnkvæm áhrif að ræða milli þjóðfélagsins og henn- ar. Hver fjölskylda fyrir sig er sér- stök. Leiðbeinandinn þarf að skilja lífsform hennar, félagsleg tengsl, í dag er hinn alþjóðlegi ffeðheilbrigðisdagur. Af iví tilefni beinir Þuríð- ur Hiálmtýsdóttir sjónum að því hvaða máli fjölskylda barnsins skiptir fyrir afkomu þess á lífsleiðinni. hlutverk innan hennar, hvernig fjöl- skyldan hefur nálgast þann vanda sem hún leitar aðstoðar með og hvar hana hefur rekið í vörðurnar. Hver einstaklingur innan fjölskyld- unnar er samverkandi heild sál- fræðilegra, líkamlegra, félagslegra og andlegra þátta. Það sem skiptir máli í ráðgjöfínni eru þættir eins og nálægð, virðing og umhyggja fyrir fjölskyldunni. Ráðgjafinn tekur að sér að ganga götuna með fjölskyldunni um tíma og hlusta eftir rödd hennar og nota þann efnivið sem hún leggur til. í stað þess að einblína á vandann eru málefnin skoðuð í víðara ljósi. Styrkleikar ijölskyldunnar er skoð- aðir en oft virðist vandinn svo yfir- þyrmandi að allur sá styrkur sem íjölskyldan á til að bera fellur í skuggann. Það skiptir máli að líta á líf fjöl- skyldunnar sem samfelldan feril en kippa ekki einstaka æviskeiði úr Þuríður Hjálmtýsdóttir samhengi, þó svo unnið sé með það yfir ákveðið tímabil. Einnig er mik-. ilvægt að mæta fjölskyldunni þar sem hún er stödd á lífsferli sínum hveiju sinni. Sem dæmi má taka skilnað hjóna. Líta má á skilnað sem breytinga- kreppu sem kastar meðlimum fjöl- skyldunnar inn í hringiðu glundroða í um það bil eitt til þijú ár áður en hún nær jafnvægi á nýjan leik. Almer.nt verður skilnaður erfiðari ef fjölskyldan er lokuð og á erfitt með að tala saman, nýtur lítils stuðnings utanfrá, hefur undirbúið skilnaðinn illa og ef deilur eru mikl- ar á milli hjónanna. Börn bregðast mismunandi við skilnaði foreldra. Þar skiptir m.a. máli á hvaða aldri þau eru. Það sem skiptir höfuðmáli með heill barna í huga í meðferð skilnaðarmála er að beina sjónum að tilfinningatengslum makanna. Til þess að fjölskyldumeðlimirnir geti haldið áfram með lífið þarf að eiga sér stað tilfinningalegur skiln- aður foreldranna. Þetta feiur í sér að syrgja endalok hjónabandsins og þessarar fjölskyldu, skoða eigin þátt í erfiðleikum hjónabandsins og hvernig hægt sé að halda áfram án þess að bera með sér skaða eða slíta tengsl við fortíðina. Á hátíðlegum stundum er oft sagt að fjölskyldan sé hornsteinn samfé- lagsins. I því felst djúpur sannleik- ur. í okkar litla landi sem er ekki ijölmennara en gata í stórborg er hver einstaklingur, hvert líf svo mik- ils virði. Því ber að hlúa að hveiju barni og styrkja það til stórræða sjálfu sér og þjóðinni til heilla og frama. Þar kemur til kasta fjölskyld- unnar. En eins og foreldrar eru stýri- menn í stafni fjölskyldunnar eru ráðamenn stýrimenn í stafni þjóðar- skútunnar. Því er það þeirra hlut- verk að draga upp rammann utan um fjölskylduna þannig að hún geti sem best gegnt hlutverki sínu. Vitund stjómvalda hefur aukist um að það þurfi að vera til staðar ákveðin fjölskyldustefna og einhver formleg leið sem flölskyldur geti farið þegar þær rekur í vörðurnar á mismundi grýttri leið sinni. Sem dæmi um þessa auknu vitund má nefna það framtak Reykjavíkur- borgar og Mosfellsbæjar að koma í sameiningu á fót fjölskylduráðgjöf- inni Samvist á haustmánuðum 1996. Þangað geta fjölskyldur leitað millil- iðalaust á eigin forsendum. Meta ber að verðleikum þá ábyrgð sem Reykjavíkurborg og Mosfellsbær axla í verki með stofnun Samvistar. Von okkar sem störfum hjá Samvist er sú að þjónusta okkar megi stuðla að betra tilfinningalegu heilbrigði barna og íjölskyldna þeirra og betri möguleikum til þess að takast á við flókinn og síbreytilegan veruleika framtíðarinnar. Höfundur starfar hjá fjölskyldurdðgjöfinni Samvist og er sálfræðingur nieð sérmenntun í fjölskyldumeðferð. Sinnum geð- heilsu barnanna ALÞJÓÐLEGI geð- heilbrigðisdagurinn hefur unnið sér fastan sess og er haldinn 10. október ár hvert. Áhersla dagsins í dag er á geðheilsu barna okkar. Foreldrar eiga yfirleitt ekki í vandræð- um með að átta sig á ef barn þeirra er með háan hita. Erfiðara er að greina andlega vanlíðan hjá barninu. Einkenni geta verið fjölmörg eins og óró- leiki, truflun á einbeit- ingu, depurð, kvíði, lystarleysi auk margra annarra. Talið er að á milli 10 og 20% barna þurfi einhvern tíma á einhvers konar hjálp að halda vegna slíkra einkenna. Á hinn bóginn eru alvarlegir geðsjúkdómar sjaldgæfir hjá börnum og óalgengir á fyrstu unglingsárunum. Ollum er ljóst að geðheilbrigði barna er mikilvægt. Meðal annars má benda á að ómeðhöndlaðir geð- sjúkdómar barna valda ekki aðeins þjáningu og skerða möguleika þeirra til heilbrigðs þroska, heldur eru fjölskyldur þeirra oft undir Nýlega var gert sam- komulag um stefnumót- andi tillögur varðandi geðheilbrigðismál. Tómas Zoega telur þær lýsa neikvæðu við- horfi til geðsjúkra. verulegu álagi. Ómeðhöndlaðir geðsjúkdómar og óleyst vandamál barna og unglinga halda oft áfram með vaxandi þunga fram á fullorðinsár og því er mikil- vægt að sinna þessum aldurshópi vel. Allir, sem koma nálægt uppeldi og uppvexti barna, hafa hlutverki að gegna við að efla og bæta geð- heilbrigði þeirra. Hér á landi eru margir sem sinna þessum málum. Auk fjölskyldu koma til starfsmenn ráðuneyta mennta-, félags- og heil- brigðismála. Sveitarfélögin láta þennan málaflokk sig miklu varða sem eðlilegt er. Mörg félög aðstand- enda og áhugamanna sinna málum þessum af krafti. Nefnd sem heilbrigðismálaráð- herra skipaði til þess að vinna að stefnumótun í geðheilbrigðismálum, skilar í dag tillögum þar sem m.a. kemur fram að nauðsynlegt er að styrkja og auka starfsemi Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Hún sinnir innan við 0,5% barna og unglinga. í nágrannalöndunum er talið eðlilegt að slík deild sinni allt að 2% þeirra sem eru 18 ára og yngri. Gert er ráð fyrir að því marki verði náð á fáum árum með fleira starfsfólki, meiri tengingu við Barnasp- ítala Hringsins og því að flytja hluta starfseminnar á Landspítalalóð. í tillögunum kemur einnig fram nauðsyn þess að sameina eða sam- hæfa alla aðila sem starfa að þess- um máiaflokki á vegum ríkisins undir stjórn eins ráðuneytis. Með því móti má fá betri yfirsýn, tryggja betri nýtingu fjármuna og bæta þjónustuna. Á alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi verður ekki hjá því komist að nefna stefnumótandi tillögur og sam- komulag sem tveir ráðherrar og borgarstjóri gerðu með sér nýlega. Kjarninn í þeim tillögum er að flytja eigi móttökudeild geðdeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur úr aðal- byggingu í húsnæði endurhæfingar á Grensásdeild. Einnig er lagt til að þjónusta geðdeildar Landspítala verði aukin án þess að fjárveitingar breytist. Tillögur þessar eru gerðar án nokkurs samráðs við stjórnendur geðdeildanna í Reykjavík og í beinni andstöðu við þá. Ekki hvarflaði að neinum að leita álits ráðherraskip- aðrar nefndar er vinnur að stefnu- mótun í geðheilbrigðismálum. Afdrifaríkar tillögur sem þessar lýsa neikvæðu viðhorfi til geð- sjúkra, skerða þjónustu við þá og minnka stórlega möguleika annarra deilda Sjúkrahúss Reykjavíkur til þess að njóta þjónustu geðdeildar. Áætlanir um fjárhagslegan sparnað af aðgerðum þessum eru algerlega óraunhæfar og kostnaður sem að- gerðirnar hafa í för með sér er stór- lega vanmetinn, svo nemur tugum milljóna króna. Lífsnauðsyn er að stjórnvöld taki tillögur þessar aftur áður en frek- ari skaði hlýst af, ekki síst með hagsmuni barna og unglinga í huga sem kunna að veikjast af alvarleg- um geðsjúkdómum í framtíðinni. Höfundur er formaður Geðverndarféiags íslands. Tómas Zoéga Geðheilbrigðisþj ónusta við börn og unglinga 10. OKTOBER er alþjóðlegur geðheil- brigðisdagur og í ár er hann helgaður þjón- ustu við börn og ungl- inga. Með þessu á að minna okkur á að geð- heilsa barna í landinu varðar allt samfélagið. Á það hefur oft ver- ið bent, að töluvert skortir á að geðheil- brigðisþjónusta við börn hér á landi sé nægjanleg. Þetta á við hvort sem litið er á eftirspurn eftir þjón- ustu hér á landi eins og hún birtist í lengd biðlista eða við berum okkur saman við nágrannalönd. Það er til að mynda talið eðlilegt í Noregi að um 2% barna þurfi þjón- ustu eins og þá sem veitt er á barna- og unglingageðdeild, hér á landi fá tæplega 0,2% slíka þjónustu. Það er löngu orðið ljóst að barna- og unglinga- geðdeild er of lítil og að hún annar illa öllum þeim málum sem þang- að berast. Of löng bið hefur verið eftir fyrsta viðtali. Mál eru lengi í vinnslu ekki síst vegna þess að oft er ekki hægt að útskrifa börn þar sem fáir eru til að taka við þeim eftir út- skrift. Það skortir tilfinnanlega úr- ræði fyrir þau börn og ungljnga sem þurfa langtímameðferð. Á barna- Það skortir tilfinnanlega úrræði fyrir þau börn, segir Sólveig Ásgríms- dóttir, og unglinga sem þurfa langtímameðferð. og unglingageðdeild er ekki sjúkra- og iðjuþjálfun eins og á geðdeildum fullorðinna og enginn talmeina- fræðingur er við stofnunina. Þetta er mjög bagalegt þar sem töluverð- ur hópur þeirra barna sem leitað er með tií deildarinnar á við að stríða seinkaðan málþroska eða slaka hreyfifærni. Þá verður ekki litið framhjá því að geðheilbrigðisþjónustu við fatl- Sólveig Ásgrímsdóttir aða, t.d. þroskahefta, er mjög ábótavant hér á landi þrátt fyrir að geðrænir kvillar séu afar algeng- ir meðal þeirra og börn með lang- vinna líkamlega sjúkdóma eiga oft engan kost á sálfræðilegri eða geð- læknisfræðilegri þjónustu. Uppbygging úrræða hefur oft einkennst af upphlaupum, þar hafa verið sett á laggirnar úrræði fyrir einstaka áberandi hópa en aðrir hafa gleymst. Sem dæmi má nefna að svo virðist sem ekki hafi verið gert ráð fyrir því að börn og ungl- ingar ættu við önnur vandamál að stríða en hegðunarerfiðleika og vímuefnaneyslu. Þessi málaflokkur hefur einnig liðið fyrir það að hinar ýmsu stofn- anir, ríkis og sveitarfélaga hafa ekki haft skýra verkaskiptingu. Breytingar á einu sviði hafa aukið álag á öðru án þess að því hafi verið mætt á viðunandi hátt. Of oft hafa fagleg sjónarmið orðið að víkja fyrir stjórnunarlegum og fjárhags- legum. Ef bæta á geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga þarf verulegt átak. Ekki aðeins að efla barna- og unglingageðdeild svo nauðsynlegt sem það þó er. Skólarnir þurfa að vera betur búnir til að taka við börn- um, þótt þau eigi við tilfmningaleg eða hegðunarleg vandamál að stríða. Til þess verður að auka sveigjanleika í skólastarfí og efla sérkennslu og sérfræðiþjónustu skólanna. Betri þjónusta felst ekki aðeins í því að búa til ný úrræði heldur ekki síður í því að nýta betur þau sem til staðar eru. Ekki aðeins að leggja meira fé til þessa málaflokks heidur að nýta fjánnagnið betur. Það verð- ur best gert með því að samræma mun betur en nú er gert þá þjón- ustu sem fyrir hendi er nú. Tengja þarf betur félagsþjónustu sveitarfé- laganna við heilbrigðis- og skóla- kerfi og ekki síst þarf að styrkja betur en nú er gert fagleg tengsl milli þessara þriggja höfuðkerfa vel- ferðarþjónustunnar. Höfundur cr sálfræðingur á barna- og unglingageðdeild Landspítala og formaður Sálfræðingafélags tslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.