Morgunblaðið - 10.10.1997, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ALÞJOÐLEGI GEÐHEILBRIGÐISDAGURINN
Af síðara verkinu sést
hvernig hið fyrra var unnið
Nokkrar staðreyndir um stöðu barna- og- unglingageðlækninga á íslandi
BARNA- og ungl-
ingageðlækningar er
sérgrein innan iæknis-
fræðinnar sem sinnir
geðrænum vanda
barna og ungmenna
hvað varðar hugsun,
hegðun og lundarfar.
Ýms þroskaröskun
fellur einnig að mikl-
um hluta undir sér-
greinina en þar er þó
oft veruleg skörun við
almennar barnalækn-
ingar og ýmsar undirs-
érgreinar þeirra. Sam-
starfsfólk barna- og
unglingageðlækna
kemur úr ýmsum sérgreinum: sál-
fræðingar, talmeinafræðingar og
talkennarar, sjúkra- og iðjuþjálfar
auk hjúkrunarfræðinga og annarra
sérfræðinga úr læknastétt svo ein-
hvetjir séu nefndir. Vegna þess
aldurshóps sem sérgreinin sinnir
eru kennarar/sérkennarar og
skólastjórnendur nauðsynlegir
samstarfsaðilar.
Tími fordóma gagnvart þeim er
eiga við geðræn vandamál að etja
virðist nú að líða hjá en það eimir
enn eftir af honum. Án þess að ýta
undir slíka fordóma er þó vert að
ítreka að börn og ungmenni í geð-
rænum vanda eru oftast ekki geð-
veik eða sjúk í þeirri merkingu sem
felst í almenningsskilningi þess
orðs. Hvar sem borið er niður í
heiminum þar sem faraldsfræðileg-
ar rannsóknir hafa verið fram-
kvæmdar blasir við sama niður-
staða: 20-25% barna á aldrinum
0-18 ára eiga einhverntíma á því
aldursskeiði við það mikinn geð-
rænan vanda að stríða að þörf er
á sérfræðiaðstoð. Þessar niðurstöð-
ur eru að miklu leyti óháðar menn-
ingu, kynþætti, litarhætti og
stjórnarfari svo dæmi séu nefnd.
íslenskar rannsóknir
eru fyrir hendi og eru
samhljóma erlendum
niðurstöðum. Rann-
sóknir leiða einnig í
ljós að allt að 6%
barna þurfi á hveiju
ári sérfræðiaðstoð. Þó
svo að geðrænn vandi
barna sé oftast annars
eðlis en fullorðinna er
það samt ljóst að horf-
ur eru ekki alltaf góð-
ar og að vanda fullorð-
insára má oft rekja til
æskuára. Vert er að
muna að íslenska
þjóðin er ung að árum:
um það bil 34% þjóðarinnar er á
aldursbilinu 0-18 ára, hafa ekki
kosningarétt né sterkan stuðnings-
hóp (þrýstihóp) til að fylgja málum
sínum eftir eins og glöggt má sjá
af mörgum öðrum dæmum sem
ekki verða rakin hér.
í ljósi þessara staðreynda er
vert að rifja upp hvernig málum
er háttað hér á Islandi. Lesendum
blaðsins mun eflaust vera í fersku
minni fjölmiðlaumræða frá sl. vori
þegar þáverandi yfirlæknir barna-
og unglingageðdeildar sagði upp
störfum þar sem hann taldi sér
ekki siðferðilega stætt á að fara
fyrir starfseminni undir þeim
kringumstæðum sem réðu. Þar má
meðal annars nefna að athuganir
sýna að á Islandi fá einungis
0,1-0,2% barna og ungmenna með
geðrænan vanda læknisfræðilega
aðstoð. í grannlöndum okkar er
stefnan að á hveijum tíma sé
möguleiki á að sinna 2% hópsins
með vitund um að sennilega er það
allt að 5% barnanna sem þurfa
aðstoð. Augljóslega ber hér mikið
á milli og er það algjörlega óásætt-
anlegt og í engu samræmi við heil-
brigðislöggjöf landsins. Undir slík-
um kringumstæðum sagði læknir-
inn starfi sínu lausu.
Á alþjóðadegi geðsjúkra sem að
þessu sinni er helgaður börnum er
okkur hollt að staldra við og íhuga
þessar staðreyndir og um leið
hvernig við getum stutt betur við
þau börn og unglinga sem eiga við
geðrænan vanda að stríða, fjöl-
skyldum þeirra og umhverfi.
Með vaxandi efnahagsbata
skapast ytri aðstæður til að endur-
skoða hvort við höfum vilja til að
gera betur. Brennandi spurning er:
Viljum við að einungis 1 af hveijum
10-20 þurfandi (varlega áætlað)
fái þá aðstoð sem nauðsynleg er
og tryggð er í orði með heilbrigðis-
Á alþjóðadegi geðsjúkra
er vert að staldra við,
segir Páll Tryggvason,
og íhuga hvernig við
getum stutt betur við
þau börn og unglinga
sem eiga við geðrænan
vanda að stríða.
löggjöf landsins en ekki á borði?
Sé vilji til aðgerða er tími til kom-
inn og nóg að gera en málið flókn-
ara en svo. Aðgerðarleysi og skipu-
lagsleysi sl. 20-30 ára skilur eftir
sig ástand sem ekki verður byggt
á. Hér þarf algjöra nýsköpun ef
eitthvað gagn á að gera. Sem
dæmi má nefna að í allan þann
tíma sem að barna- og unglinga-
geðdeild hefur verið starfrækt á
Islandi hefur hún verið undir yfir-
stjórn fullorðinsgeðdeildar Land-
spítala. Mál er til komið að deildin
fái að spreyta sig sjálf og sýna
hvað í henni raunverulega býr.
Innan stofnunarinnar er margt
hæft fólk með sérgreinar á ýmsum
sviðum. Það ætti að vera sjálfsögð
fagleg krafa að barna- og ungl-
ingageðlækningar verði undir fullri
stjórn þeirra sem til slíks hafa
lært með stuðningi annarra stétta
sem hafa sérhæft sig í viðeigandi
meðferð og greiningu barna. Ann-
að dæmi sem vert er að vekja at-
hygli á er að enn hefur ekki verið
stofnaður við læknadeild Háskóla
íslands formlegur kennslustóll inn-
an sérgreinarinnar. Hingað til hafa
allar kennslustöður innan geð-
lækninga af ráðandi aðilum verið
settar undir fullorðinsgeðlækning-
ar og lítil von er á að stofnað verði
til prófessorsstóls innan HI. Áður
en slíkt gerist undir ríkjandi við-
horfum þarf spilafíkn landsmanna
í spilakössum æðstu menntastofn-
unar þjóðarinnar að aukast og gefa
skólanum meiri arð eða að það ríði
fram á sjónarsviðið einhver „spons-
or“ eins og það nú heitir. Því mið-
ur á ég ekki von á slíkum „spons-
or“ og blóðpeninga er illt að þiggja.
Hér þurfa þvi að koma bein fram-
lög úr ríkissjóði merkt með slíkum
hætti að ekki verði um villst hver
sé vilji ríkisvaldsins um notkun
þeirra fjármuna.
Hingað til hefur ekki verið til
nein opinber stefnumörkun um
hvernig og hveijir skuli sinna þess-
um hópi. Meðan grannþjóðir okkar
skoða slík mál reglulega hefur ekk-
ert verið aðhafst á íslandi en ráð-
gjafaraðilar tala stundum eins og
álfar út úr hól og telja vandann
leysanlegar. með fullorðinsgeð-
læknum innan barna- og unglinga-
geðdeildar. íslendingar vilja gjarn-
an líta á sig í því víkingalega sögu-
lega samhengi er forfeður okkar
og formæður fóru um ókunn höf
Páll Tryggvason
-
til landafunda, á konungsfund og
til að sækja heim vitneskju um
veröldina í kring um okkur. I sög-
um okkar deildum við þessari vitn-
eskju og annari með öðrum. Enn
í dag er farið á vit hins ókunnuga.
íslenskt menntafólk hefur víða
komið við. Landafundir og kon-
ungsfundir ekki algengir en ný.
þekking er sótt heim í sívaxandi
mæli. Gott er að læra af þeim er
kann og hefur prófað. Þetta nefni
ég hér því í næsta nágrenni við
okkur í Svíþjóð, þangað sem marg-
ur hefur sótt menntun sína, er löng
hefð fyrir barnageðlækningum og
uppeldisfræðilegri ráðgjöf eins og
það hét í fyrstu. Þar varð sérgrein-
in sjálfstæð og aðskilin sem slík
frá öðrum lækningum 1951, fyrsta
prófessorsembættið í sérgreininni
var stofnað 1954 og árið 1971
höfðu öll sjúkrahússvæðin í landinu
skipulagða starfsemi í barna- og
unglingageðlækningum. Af mikl-
um metnaði hafa málefni barna-
og unglingageðlækninga verið í
stöðugri endurskoðun. Síðast 1985
og nú aftur var með stjórnvalds-
ákvörðun frá vori 1995 ákveðið að
setja á fót nefnd til að rannsaka
heilbrigðisþjónustu og stuðning við
börn og ungmenni með geðræn
vandamál. Nefndin skilaði áfanga-
skýrslu í febrúar 1997 og mun
leggja fram lokaskýrslu um næstu
áramót. Þetta eru vinnubrögð sem
má læra af. Það er eindregin ósk
undirritaðs að leitað verði eftir
reynslu og kunnáttu þeirra sem
hafa hana og að ekki verði kastað
til höndunum. Langt uppbyggingar-
starf er fyrir höndum en það verður
ekki vel unnið nema til komi vinnu-
hópur fagmanna sem fær það verk-
efni að skoða umfang vandans nán-
ar en hingað til hefur verið gert,
skilgreina hann með tilliti til þess
að móta stefnu í heilbrigðismálum
barna og ungmenna og gera tillög-
ur um leiðir til að ná settum mark-
miðum. Tengdamóðir mín, vitur
kona að vestan, hafði það oft á
orði að það sæist í síðara verkinu
hvernig unnið hefði verið í því fyrra.
Það á vel við hér sem áður.
Höfundur er sérfræðingur í
almennum barnalækningum og
barna- og unglingageðlækningum,
og formaður félags íslenskra
barnageðlækna.
Unglingar -
áfengi og önnur
vímuefni
FLESTIR unglingar
hafa einhveija reynslu
af áfengi og vímuefn-
um. Sumir byija í til-
raunaskyni og hætta
eða halda áfram að
nota áfengi af og til
án þess að lenda í
vanda. Aðrir unglingar
nota áfengi reglubund-
ið en mismikið og mis-
munandi oft. Sumir fá
líkamleg, tilfinninga-
leg og félagsleg vanda-
mál en aðrir ekki. Þeir
unglingar sem verða
háðir áfengi og skaða
oftast sjálfa sig, sumir
í mörg ár, aðrir deyja
og enn aðrir geta orsakað andlát
annarra. Margir unglingar vaxa
upp úr áfengis- og vímuefnanotkun.
Þar sem engin örugg leið er til að
gefa til kynna hvaða unglingar þróa
með sér alvarleg vandamál þykir
ráðlegt að líta á alla notkun áfeng-
is á unglingsárum sem hættulega.
Að segja nei við áfengi á unglingsá-
rum er aðeins ein Ieið til að ná settu
marki en það að segja aðeins nei
er sjaldnast nóg.
Sumir unglingar eru í meiri
áhættuhóp en aðrir til að þróa með
sér áfengis- og vímu-
efnafíkn. Þeir ungling-
ar sem eru í mestum
áhættuhópi eru ungl-
ingar sem hafa fjöl-
skyldusögu um áfeng-
isvanda. Olögleg vímu-
efni er kannabis eða
marijuna, amfetamín
og kókakín, heróín,
LSD, TCP, ópíum og
E-pillan. Algengustu
vímuefni sem ungling-
ar misnota hér á landi
eru áfengi og sígarett-
ur, kannabisefni og
amfetamín. Unglingar
sem byija að reykja og
drekka á yngri ungi-
ingsárum eru í sérstökum áhættu-
hópi. í kjölfar reykinga og áfengis-
neyslu kemur oft kannabisneysla
og síðan amfetamínneysla. Flestir
unglingar halda áfram að nota sín
fyrstu efni þó að þeir bæti við öðr-
um efnum til viðbótar síðar.
Aðvörunareinkenni fyrir for-
eldravarðandi neyslu unglinga eru
eftirfarandi: Áberandi þreytuein-
kenni, líkamlegar kvartanir, rauð
augu og deyfðarleg og stöðugur
hósti.
Tilfinningaleg einkenni: Breyting
Helga
Hannesdóttir
á persónuleika, skyndilegar skap-
gerðarsveiflur, óábyrgð hegðun,
lágt sjálfsmat, þunglyndi og skortur
á gleði og ánægju.
Einkenni sem tengjast skóla:
Versnandi námsárangur, einkunnir
lækka. Óreglulegar tímamætingar,
hegðunarvandamál í skóla og vax-
andi mætingarvandi.
Félagsleg vandamál: Nýir vinir
birtast sem hafa minni áhuga á
heimili og skóla, fjölskyldu og fyrri
vinum; agavandamál þróast og
breyting verður á útliti unglings.
Einnig breytist tónlistarsmekkur
unglingsins.
Áðurnefnd vandamál geta einnig
verið tengd öðrum vanda unglings.
Engin örugg leið gefur
til kynna hvaða ungling-
ar þróa með sér alvarleg
vandamál, og því vill
Helga Hannesdóttir
líta á alla notkun áfeng-
is á unglingsárum sem
hættulega.
Foreldrar eiga ekki að gera sjúk-
dómsgreiningar heldur að leita til
ráðgefandi fagaðila.
Arangursrík leið fyrir foreldra
er að sýna umhyggju og aðgætni
varðandi ungiinginn, veita fræðslu,
tala af einurð og heiðarleika um
misnotkun á áfengi og vímuefnum
án þess að vera ásakandi eða ávít-
andi. Að leita sér ráða hjá lækni
til þess að meta nánar líkamlegar
orsakir og einkenni er alltaf æski-
legt og síðan í framhaldi af því að
leita sérfræðiaðstoðar til að fá nán-
ara mat á tilfinninga- eða hegðun-
arvanda og öðrum einkennupa þeim
tengdum.
Að taka ákvörðun um
vímuef nameðf erð
Mörg börn og unglingar nota
áfengi og vímuefni. Sum hver þróa
með sér alvarleg vandamál á stutt-
um tíma.
Að ráðleggja barni eða ungling
að fara í vímuefnameðferð er alvar-
leg ákvörðun. Foreldrum er ráðlagt
að Ieita sér ráða hjá faglærðu fólki
ef þeim finnst ástæða til að börn
þeirra eða unglingar fari í vímu-
efnameðferð.
Ef foreldrar eru vel upplýstir
geta foreldrar tekið árangursríkar
ákvarðanir sem leiða til þess að
börn þeirra fara í meðferð. Ef for-
eldrar spyija eftirfarandi spurninga
þegar áfengis- eða fíkniefnameð-
ferð er talin æskileg, geta foreldrar
fengið þýðingarmiklar upplýsingar
sem haf áhrif á árangur meðferðar.
1. Hvers vegna telurðu að þessi
meðferð komi til með að gagna
barni/unglingi þínum? Hvaða aðrar
tegundir meðferðar koma til greina,
göngudeildar- eða innlagnarmeð-
ferð hjá SÁÁ, unglingahópmeðferð,
AA-fundir, dagdeildarmeðferð,
meðferð á Stuðlum.meðferð á
Barna- og unglinga geðdeild, með-
ferð tengd fjölskyldudeild Félags-
málastofnunar eða etv. er ekki þörf
á neinni meðferð á þessum tíma?
2. Hver er meðferðarþekking
meðlima í meðferðarteymi? Er
barna- og unglingageðlæknir í
teyminu? Er möguleiki á læknis-
fræðilegri afeitrun meðan á innlögn
stendur? Er fjölskyldumeðferð í
boði eða hópmeðferð eða einstakl-
ingsmeðferð? Eru lyf notuð? Bygg-
ist meðferð á 12 þrepa kerfi? Eru
sjálfshjálparhópar? Er völ á félags-
aðstöðu fyrir unglinga eða hvert
er félagsstarf í boði fyrir unglinga
í tengslum við meðferð/eftirmeð-
ferð?
3. Telur þú að barn eða ungling-
ur þinn hafi önnur tilfinninga- eða
hegðunarvandamál en vímuefna-
vanda? Ef svo er, er tekið tillit til
þess í meðferð?
4. Verður haft samband við fjöl-
skylduna meðan að unglingur er í
vímuefnameðferð? T.d. er haft sam-
band við foreldra varðandi útskrift
unglings og eftirmeðferð hans?
5. Hvernig er staðið að skóla-
göngu barns/unglings þíns meðan
á meðferð stendur og í eftirmeð-
ferð?
6. Er meðferð stjórnað af læknis-
lærðu og sérmenntuðu fólki á þessu
sviði þar sem tekið er bæði tillit til
læknisfræðilegrar meðferðar með-
an á afeitrun stendur og í meðferð
eftir afeitrun?
7. Hvernig er háttað trúnaðar-
sambandi og þagnarskyldu meðan
á meðferð stendur og eftir lok með-
ferðar?
8. Hvaða möguleikar eru á fram-
haldsrneðferð og eftirmeðferð í
göngudeild eftir útskrift frá sjúkra-
húsi?
9. Ef þörf er á framhaldsmeð-
ferð í hversu langan tíma er mögu-
leiki á framhaldsmeðferð, hversu
oft og fyrir hveija úr fjölskyldu
unglings.
Höfundur er læknir og atarfar hjá
SÁÁ.