Morgunblaðið - 10.10.1997, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ÞJOÐAREIGN OG
RÉTTLÆTI
AÐ ÞVÍ hlaut að koma að reiði fólks vegna þróunar
kvótakerfisins leitaði í ákveðinn farveg. Með stofn-
un Samtaka um þjóðareign er gerð tilraun til þess, en
að sjálfsögðu á eftir að koma í ljós, hvernig til tekst
og hvort samtökin verða sá vettvangur, sem margir
hafa beðið eftir að yrði til.
Á undanförnum árum hefur það smátt og smátt orðið
sameiginleg skoðun verulegs meirihluta þjóðarinnar,
miðað við niðurstöður skoðanakannana, að ekki væri
hægt að una við núverandi kvótakerfi óbreytt. Enginn
dregur í efa, að kvótakerfið hefur átt mikinn þátt í að
tryggja verndun og endurreisn fiskistofnanna. Og það
hefur vafalaust einnig átt mikinn þátt í þeirri hagræð-
ingu, sem orðið hefur í sjávarútvegi á þessum áratug.
Á hinn bóginn hefur öllum almenningi verið herfilega
misboðið með þeirri gífurlegu tilfærslu fjármuna til til-
tölulega fámenns hóps útgerðarmanna og eigenda sjáv-
arútvegsfyrirtækja, sem framkvæmd hefur verið í skjóli
kvótakerfisins. Þessi tilfærsla hefur komið betur og
betur í ljós með hverju árinu sem líður og íbúar fá-
mennra sjávarútvegsplássa víðs vegar um land hafa
ekki sízt orðið vitni að henni vegna þess návígis, sem
augljóslega er í því fámenni.
Ríkisstjórnin hefur að undanförnu sýnt ákveðna við-
leitni til þess að mæta þessari reiði. Hún hefur boðað
frumvai’p um þak á kvótaeign, frumvarp, sem er ekki
mikilvægt vegna efnis þess, eins og Morgunblaðið hefur
áður bent á, heldur vegna hins að það gefur vísbendingu
um að ríkisstjórn og stjórnarflokkar geri sér grein fyrir
því, að ekki verður búið við óbreytt ástand. Hið sama
má segja um þá yfirlýsingu sjávarútvegsráðherra, að
hann vilji beita sér fyrir því, að afskriftir vegna kvóta-
kaupa verði ekki leyfðar.
Með stofnun Samtaka um þjóðareign hefur almenning-
ur eignast vettvang, sem gæti haft umtalsverð áhrif á
þróun þessara mála. Á hinn bóginn er ljóst, að vandi
forystumanna samtakanna er mikill. Þótt mikill meiri-
hluti þjóðarinnar sé andvígur óbreyttu kvótakerfi og
sömuleiðis fylgjandi veiðileyfagjaldi fer ekki á milli
mála, að margar og mismunandi skoðanir eru uppi í
hópi andstæðinga óbreytts kvótakerfis um það, hvað við
skuli taka. Það mun byggjast mjög á því, hvernig for-
ystumönnum samtakanna tekst að samræma ólík sjónar-
mið, hvort þau verða raunverulegt og áhrifaríkt baráttu-
tæki almennings gegn óbreyttu kerfi.
En jafnframt verður að ætla, að forystumenn allra
stjórnmálaflokka geri sér grein fyrir því, að kvótakerfið
og veiðileyfagjald verða eitt af helztu átakamálum í
þingkosningunum, sem fram fara vorið 1999. Þess vegna
má búast við, að umræður um þessi málefni verði miklar
á næstu mánuðum og misserum.
Þróun kvótakerfisins er komin býsna langt. Á undan-
förnum misserum hefur töiuverður hópur þeirra, sem í
upphafi fengu úthlutað kvóta endurgjaldslaust leyst
þessa „eign“ til sín með sölu hlutabréfa í fyrirtækjum
sínum á opnum markaði. Til marks um þá gífurlegu
eignaaukningu, sem orðið hefur vegna kvótans má nefna
tölur, sem komu fram í Morgunblaðinu í gær. Á aðeins
fjórum árum hefur verðmæti hvers síldarkvóta, sem
heimilað er að veiða á ári af íslenzku suðurlandssíldinni
aukizt úr 10 milljónum í 80-100 milljónir króna. Fyrir
fjórum árum var hvert kíló af þorski í kvóta selt á 180
krónur en nú á 620 krónur.
Miðað við þessar tölur er talið að verðmæti þess kvóta,
sem íslenzk fiskiskip koma til með að veiða úr norsk-
íslenzka síldarstofninum á næsta ári muni nema um 20
milljörðum króna. Það gefur augaleið, að slík verðmæti
er ekki hægt að afhenda endurgjaldslaust.
Morgunblaðið hefur í skrifum sínum um kvótakerfið
lagt höfuðáherzlu á það sjónarmið, að það væri ekkert
réttlæti í því, að svo mikil verðmæti, sem hér er um að
ræða, væru afhent fámennum hópi þjóðarinnar án endur-
gjalds. Vonandi tekst Samtökum um þjóðareign að skapa
þá samstöðu um breytingar, sem nauðsynleg er til þess
að knýja fram nýja stefnu í þessu mikilvæga máli.
„ Óhj ákvæmilegt ac
starf ríkjanna ska
Kínveijartelja nú óhjákvæmilefft að samstarf
íslands og Kína verði fyrir skaða vegna ferð-
ar varaforseta Tævans til íslands. Niels Pet-
er Arskog, fréttaritarí Morgunblaðsins í Pek-
ing, fylgdist með viðbrögðum kínversku stjórn-
arinnar við heimsókninni.
NU VERÐUR ekki hjá því
komist að samstarf ríkj-
anna skaðist," sagði tals-
maður kínverska utanrík-
isráðuneytisins við fréttaritara
Morgunblaðsins í Peking. Hann lét
þessi orð falla eftir að ljóst var að
íslenska stjórnin yrði ekki við tilmæl-
um Kínveijum um að binda enda á
heimsókn Liens Chans, varaforseta
Tævans, og banna íslenskum embætt-
ismönnum að ræða við hann. Ríkis-
stjórnin ákvað að sinna ekki mótmæl-
um Kínveija og Davíð Oddsson for-
sætisráðherra neytti kvöldverðar með
Lien í forsætisráðherrabústaðnum á
Þingvöllum á miðvikudagskvöld eins
og ráðgert hafði verið.
Sú ákvörðun mun hafa alvarlegar
afleiðingar, að sögn Shens Guofangs,
talsmanns kínverska utanríkisráðu-
neytisins.
Stjórn Islands sögð bera
ábyrgðina
Heimsókn tævanska varaforsetans
til íslands var aðalmálið á blaða-
mannafundi utanríkisráðuneytisins í
Peking í gær og skýrt var frá ummæl-
um talsmannsins í kvöldfréttatíma
kínverska sjónvarpsins.
„Stjórn Islands hefur þrátt fyrir
ráðleggingar kínversku stjórnarinnar
leyft Lien Chan að heimsækja landið
og boðið honum til opinberrar mót-
töku,“ sagði Shen. „Þar með hefur
hún gerst sek um afskipti af innanrík-
ismálum Kína, íslendingar hafa sært
stjórnina í Peking og kínvepsku þjóð-
ina og spillt samskiptum íslands og
Kína. Kínverska stjórnin hefur reynt
að semja við stjórn íslands um málið
en án árangurs og íslenska stjórnin
þarf nú að bera ábyrgð á afleiðingum
óvinveittra athafna sinna í garð
Kína.“
Talsmaðurinn lagði áherslu á al-
vöru málsins með því að skýra frá
því að kínverska stjórnin hefði ákveð-
ið að loka ræðismannsskrifstofu Lí-
beríu í Hong Kong eftir að Afríkurík-
ið samþykkti að taka upp stjórnmála-
samband við Tævan, sem stjórnin í
Peking lítur á sem uppreisnarhérað í
Kína.
Fréttaritari Morgunblaðsins bað
Shen Guofang um að útskýra nánar
hvaða afleiðingar ákvörðun Islendinga
myndi hafa, en talsmaðurinn kvaðst
ekki geta svarað því. „Islendingar
verða að bíða og sjá til.“
Telja heimsóknina opinbera
Shen Guofang sagði að það skipti
engu máli hvort íslendingar litu á
„varaforsetann svokallaða" sem
„ferðamenn", sem væri á eigin vegum
á íslandi, því kínverska stjórnin liti á
ferðina sem opinbera heimsókn þar
sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar hefði
átt viðræður við hann.
„Og við það getum við ekki unað,“
bætti talsmaðurinn við. „Þetta mun
skaða tvíhliða samstarf Kína og Is-
lands á nokkrum sviðum, jafnvel þótt
íslenska stjórnin hafi áréttað og lagt
áherslu á jákvæða stefnu sína gagn-
vart Kína.“
Deilan kom upp á mjög óhentugum
tíma. íslenska sendiráðinu í Peking,
sem er aðeins tveggja ára gamalt,
hefur tekist að byggja upp mjög góð
samskipti milli landanna, þæði á sviði
viðskipta og menningar. Ymis íslensk
fyrirtæki hafa þegar náð samningum
um viðskipti og samstarf við Kínveija
og óttast er að Kínveijar bindi enda
á þá þróun.
Sendiherrann kallaður heim?
Fyrirtækið Silfurtún varð fyrst fyr-
ir barðinu á viðbrögðum Kínveija við
ákvöt'ðun íslensku stjórnarinnar. Fyr-
irhuguðum samningafundum þess í
Peking var aflýst þegar í stað.
Næsta skref kann að vera að ís-
VARAFORSETI Tævans, Lien C1
nokkrar holur á golfv
lenskum fiskútflytjendum verði mein-
uð þátttaka í stórri sjávarútvegsráð-
stefnu sem halda á í Peking 4.-6.
nóvember, en gert er ráð fyrir að 27
þjóðir taRi þátt í henni, þeirra á með-
al Tævanar.
Enn alvarlegri verða afleiðingarnar
í samskiptum Islands og Kína _ef Kín-
vetjar kalla sendiherra sinn á íslandi,
Wang Jiangxing, heim til „skrafs og
ráðagerða" en þa<3 er ekki útilokað.
Gerist það, verða íslendingar að kalla
sendiherra sinn í Peking, Hjálmar
W. Hannesson, heim. Ragnar Baldurs-
son, sendirráðsritari, er í Reykjavík
um þessar mundir, en það tengist
þessu máli ekki.
Það virðist þó mat manna í Peking
að ekki muni koma til þessa. í vor
er leið, þegar Danir fóru í farat'broddi
þjóða sem kröfðust þess að mannrétt-
indanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf
fordæmdi ástand mannréttindamála í
Kína, brugðust Kínvetjar enn harka-
Lien Chan ræddi við tævanska blaðamenn efti
Yiðbrögð Kín
misskilningi ]
LIEN Chan, varaforseti Tæ-
vans, sagði er hann ræddi
við tævanska blaðamenn
eftir kvöldverð sinn með
Davíð Oddssyni forsætisráðherra á
miðvikudag að viðbrögð Kínvetja við
heimsókn sinni væru á misskilningi
byggð. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins sagði Lien að búast mætti
við stirðum samskiptum við Kína ef
þar yrði ekki stefnubreyting. Tævanar
yrðu að fá að heimsækja önnur lönd
og kynna sér það, sem þar færi fram,
og ætlunin væri ekki að valda neinum
skaða.
Talsmaður kínverska utanríkis-
ráðuneytisins, Shen Guofeng, sagði á
blaðamannafundi í Peking í gærmorg-
un að heimsókn Liens Chans, varafor-
seta Tævans, til íslands og kvöldverð-
ur hans með Davíð Oddssyni forsætis-
ráðherra mundi hafa alvarlegar afleið-
ingar.
„Þessi athafnasemi mun valda sam-
skiptum Kína og íslands verulegu
tjóni,“ sagði Guofeng.
Davíð Oddsson hefur ítrekað sagt
að yfirlýsingar Kína og viðvaranir
séu íhlutun í íslensk innanríkismál
og ákvað að hitta Lien þrátt fyrir
mótmæli Kínverja. Lien hefur ekki
rætt við íslenska blaðamenn en hann
hélt óformlegan fund með tævönsk-
um blaðamönnum, sem hér eru
staddir, á Hótel Sögu eftir kvöldverð-
inn á Þingvöllum á miðvikudags-
kvöld.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins sagði hann þar að viðbrögð
Kínvetja hlytu að vera á misskilningi
byggð. „Við getum ekki einfaldlega
haldið kyrru fyrir á Tævan og látið
vera að fara til annarra landa,“ var
haft eftir Lien. „Kínveijar verða að
endurskoða afstöðu sína. Annars má
búast við ágreiningi í framtíðinni."
Haft var eftir Lien að ferðin hingað
væri óopinber og móttökur hefðu allar
verið mjög vinsamlegar. Tilgangurinn
væri að skoða landið og afla upplýs-
inga.
Heimildamaður Morgunblaðsins
hafði eftir Lien að viðræður hans við
Davíð á miðvikudagskvöld hefðu verið
almenns eðlis. Rætt hefði verið um
ferðamál, fiskveiðar, orkumál ogjafn-
vel skiptinema í sjávarútvegsfræðum.
Lien hefði bent á að árlega færu sex
milljónir tævanskra ferðamanna til
Kínverjar halda áfram
að mótmæla heimsókn
Liens Chans, varaforseta
Tævans, til íslands. Lien
segir viðbrögð Kínverja
á misskilningi byggð.
Karl Blöndal fylgdist
með deilunni.
útlanda. Þar af færu 20% til Evrópu,
en aðeins 5.000 til íslands. Viðskipta-
skrifstofu hefði borið á góma og hefði
Lien sagt að ætti að auka viðskipti
íslands og Tævans yrði að vera til
einhver farvegur til þess.
Lien, sem er staddur í fimm daga
heimsókn á íslandi, kom hingað á