Morgunblaðið - 10.10.1997, Side 31

Morgunblaðið - 10.10.1997, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ í sam- Morgunblaðið/Jim Smart ian, nýtti tímann í gær til að slá ellinum í Grafarholti. legar við en nú. Afleiðingar þess urðu þó smávægilegar, heimsóknum nokk- urra ráðherra var aflýst, hætt var við samstarf um umbætur á kínverska réttar- og fangelsiskerfinu og danskt fyrirtæki varð af stórum samningi um útflutning við Kína. Á sama tíma voru lögð drög að öðrum ráðherra- heimsóknum, samstarfssamningum og nokkrir viðskiptasamningar gerðir. Nú, hálfu ári síðar, er ekki að merkja að deilur Kína og Danmerkur hafi haft varanlegar afleiðingar. Óvenju stormasamur fundur Engu að síður er fullyrt að fundur íslenska sendiherrans og fulltrúa kín- verska utanríkisráðuneytisins hafi verið óvenju stormasamur en sendi- herrann sagði íslenskum íjölmiðlum að fundurinn hefði verið „sá óþægileg- asti sem hann hefði átt á 21 árs starfsferli sínum í utanríkisþjón- ustunni". Þá er framkoma kínverska sendiherrans í íslenska utanríkisráðu- neytinu sögð hafa verið óvenju hvöss. Þegar Morgunblaðið spurði Shen Guofang hvort það hefði verið meðvit- að er kínversk yfirvöld nefndu ísland ekki á nafn er þau fordæmdu „nokkur evrópsk ríki“ á þriðjudag fyrir að taka á móti varaforseta Tævans, sagði hann svo vera. Bætti því ennfremur við að kvöldverðarboð íslenska forsæt- isráðherrans hefði orðið tii þess að Kínveijar hefðu ekki átt annars kost- ar völ en að fordæma aðgerðir ís- lenskra stjórnvalda. „Þetta er greini- leg tilraun ákveðinna afla á Tævan til að koma inn þeirri hugmynd að til séu „tvö Kína“ eða „eitt Kína og eitt Tævan“ og að skaða þau góðu tengsl sem eru á milli Kína og þeirra landa sem við eigum í stjórnmálasamskipt- um við,“ sagði Shen. Fær mikla umfjöllun fjölmiðla Allt þar til í gær höfðu kínverskir fjölmiðlar látið nægja að birta hina opinberu yfirlýsingu um að „nokkur evrópsk lönd“ hefðu veitt Lien Chan vegabréfsáritun, þrátt fyrir að þeim hefði verið ráðið frá því vegna hags- muna ríkjanna er tengdust samskipt- um þeirra við Kína. Fjölmiðlar í Hong Kong, kínversku- og enskumælandi, hafa hins vegar fjallað mikið um heimsókn tævanska varaforsetans til íslands og viðbrögð Kínveija. Hafa íjölmiðlarnir jafnframt harmað að stjórnvöld á Tævan reyni markvisst að eitra það góða andrúms- loft sem hafi verið í viðræðum Tævan og Kína en það hafi ekki verið betra frá árinu 1949. Tævönsk fyrirtæki fjárfesta fyrir milljarða króna á hveiju ári í framkvæmdum í Kína, hundruð þúsunda Tævana heimsækja Peking á ári hveiju og í vor var komið á beinu skipasambandi á milli Kína og Tævan, í fyrsta sinn frá því að stjórn Tævans lýsti yfir sjálfstæði árið 1949. Þá standa nú yfir samningar um fjar- skipti og póstflutninga á milli land- anna, sem hingað til hafa farið um Hong Kong. Tævanskir íjölmðlar, sem hafa ljallað mikið um íslandsför Liens og móttökurnar sem hann hefur fengið hjá Davíð Oddssyni, hafa gefið til kynna að heimsóknin hafi verið skipu- lögð með aðstoð „nokkurra alþingis- manna" sem hafi áður heimsótt Tæ- van. Ekki velkominn til Spánar Ætlunin var að koma við á Spáni í Evrópuförinni en spænska stjórnin hefur nú komið þeim skilaboðum áleiðis til Tævans að varaforsetinn sé ekki velkominn, og sé þar farið að tilmælum Kínveija. Tævanar hafa enn ekki gefið upp nákvæma ferðaáætlun Liens en hann heldur frá íslandi í dag. Þó er talið að hann og tuttugu manna fylgdarlið hans muni að minnsta kosti koma við í Austurríki og Singapore á leið heim til Tapei. r fundinn með Davið Oddssyni verja á byggð mánudag ásamt konu sinni, Lien Fang Yui, og 17 manna fylgdarliði. Að sögn Daniels Tangs, starfsmanns upplýs- ingaskrifstofu Tævans í Danmörku, sem er hluti af fylgdarliði varaforset- ans, eru engir ráðherrar með í för. Með honum er hins vegar Hsu Li-teh, háttsettur ráðgjafi Lees Teng-huis, forseta Tævans, og maður og kona úr starfsliði forsætisráðherra Tævans, Chu Wan-chin og Li Te-wu. Að sögn nefndi Lien að á síðasta ári hefði hann rætt við Vaclav Havel, forseta Tékklands, og Vaclav Klaus forsætisráðherra. Þeir hefðu ekki að- eins lýst yfir stuðningi við Tævana, heldur einnig að þeir fengju aðild að Sameinuðu þjóðunum. Þau mál voru samkvæmt frásögn- um Davíðs og Liens ekki rædd á kvöld- fundinum, en Björn Bjarnason menntamálaráðherra fjallaði um þau í grein, sem birtist í Morgunblaðinu í janúar 1995. Þar skrifaði Björn að íslendingar hefðu „augljósan hag af því, að Tævan gerðist aðili að Alþjóða- viskiptastofnuninni" og ættu að leggja því lið. „Við eigum einnig að taka undir með þeim, sem vilja ekki útiloka Tævan frá Sameinuðu þjóðunum, þótt ljóst sé, að umræður um aðild kunni að taka mörg ár, ef ekki áratugi," skrifaði Björn og bætti við síðar í greininni: „Ég er þeirrar skoðunar að við íslendingar eigum að móta stefnu gagnvart Tævan sem tekur mið af óskum stjórnvalda þar um verðuga viðurkenningu á alþjóðavettvangi.“ Fjöldi blaðamanna frá Tævan er staddur hér á landi vegna heimsóknar Liens og hefur mátt heyra á þeim að þeir bjuggust við því að kvöldverði Davíðs og Liens yrði aflýst allt þar til hann hófst skömmu fyrir klukkan sjö á miðvikudagskvöld. Menn eiga ekki von á því að hann hitti jafn hátt- setta embættismenn eða stjórnmála- menn á öðrum viðkomustöðum í ferð sinni. Fjölmiðlar í Hong Kong sögðu í gær að samkvæmt heimildum í Taipei hefðu Kínveijar rift tveimur samning- um um sjávarafurðir við íslendinga. Dagblaðið Hong Kong Standard full- yrti í gær að Kínveijar hefðu tilkynnt að „fyrirhugaðri efnahagsráðstefnu" hefði verið aflýst. Ekkert af þessu hefur fengist staðfest hér á landi. FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 31 .* ..... " ..—'gg" Er norsk-íslenski síldarkvótinn 20 milljarða virði? NÚ er útséð með að allur kvóti íslendinga úr norsk- íslenska síldarstofninum náist á þessari vertíð. ís- lensk skip hafa veitt um 220 þúsund tonn af síld frá því í vor en sá hluti sem kom í hlut Islendinga við skipt- ingu veiða úr stofninum í ár nam 233 þúsund tonnum. Sama var uppi á teningnum í fyrra að allur kvótinn náðist ekki. Nánast allur kvótinn er fenginn utan íslensku efnahagslög- sögunnar, annað hvort í efnahagslög- sögu Færeyja og Jan Mayen eða á alþjóðlega hafsvæðinu milli íslands og Noregs. Auk íslendinga eiga Norðmenn, Færeyingar, Rússar og ríki innan Evrópusambandsins rétt til veiða úr stofninum. Ríkin náðu samkomulagi sín á milli í vor um skiptingu kvótans í ár. Samkomulagið er á þá leið að Norðmenn mega veiða 854 þúsund tonn, Rússland 192 þúsund tonn, Færeyingar 82 þúsund tonn og ríki Evrópusambandsins 125 þúsund tonn. 148 tonn í íslensku lögsögunni Einungis 148 tonn fengust í ís- lensku efnahagslögsögunni, tæp 90 þúsund tonn á alþjóðlega hafsvæðinu milli íslands og Noregs, 101 þúsund tonn í færeysku lögsögunni og tæp- lega 21 þúsund tonn í lögsögu Jan Mayen. Þá máttu Islendingar nú á haustmánuðum veiða 10 þúsundtonn af síld innan norsku efnahagslögsög- unnar, þ.e.a.s. að 12 mílna mörkun- um, og hafa veiðst tæp 8 þúsund tonn. 13 skip fengu heimild til veiða innan norsku lögsögunnar og nýttu 12 sér það. Veiðum er nú lokið og landaði síðasti báturinn á Akranesi í vikunni. 51 skip stundaði síldveiðarnar í sumar. Veiðarnar eru ekki bundnar kvóta á einstök skip og gat hvert það skip sem sótti um leyfi fengið að stunda veiðar. Það skip sem mest hefur fengið hefur veitt rúm 8 þús- und tonn og eitt skip til veiddi rúm 7.400 tonn. Afli sex skipa til viðbót- ar var yfir sex þúsund tonnum og önnur átta skip veiddu yfir fimm þúsund tonn. Önnur skip veiddu minna og var afli þeirra tveggja báta sem minnst fengu innan við þúsund tonn. Norsk-íslenska síldin eða íslands- sildin eins og hún er stundum nefnd til aðgreiningar frá suðurlandssíld- inni, sem er alfarið hér við land, gerði vart við sig hér aftur á árinu 1994 eftir rúmlega aldarfjórðungs- hlé. Á því ári veiddust rúmlega 21 þúsund lestir og fór allur aflinn í bræðslu. Árið eftir veiddist til muna meira eða 174 þúsund lestir og fór einnig nánast allur aflinn í bræðslu. í fyrra var aflinn litlu minni eða um 165 þúsund lestir. Þá stunduðu 53 skip veiðarnar og var afli þeirra flestra á bilinu 2 þúsund til rúmlega 5 þúsund tonna. Hægt að kvótasetja á næstu vertíð Samkvæmt lögum um veiðar utan lögsögu Islands, sem sett voru rétt fyrir síðustu áramót, er hægt að kvótasetja veiðarnar á næsta ári og er það á valdi sjávarútvegsráðherra að gera það. Ekkert liggur hins veg- ar fyrir um það ennþá hvort það verði gert eða hvort hafður verður sami háttur á veiðunum og undanfar- in ár að leyfðar verða óheftar veiðar á þejm heildarkvóta sem kemur í hlut íslendinga, enda eiga þær þjóðir sem rétt eiga á veiðum úr stofninum eftir að semja um veiðarnar á næsta ári. í 5. grein laganna segir að sé tek- in ákvörðun um að takmarka heildar- íslendingar máttu veiða 233 þúsund lestir úr norsk-íslenska síldar- stofninum í ár, Um mikil verðmæti er að ræða að því er fram kem- ur í samantekt Hjálmars Jónssonar. Verðmæti hvers 1.100 tonna síldar- kvóta hér við land hefur verið metið á 80-100 milljónir króna. afla úr stofni sem samfelld veiði- reynsla sé á skuli aflahlutdeild ein- stakra skipa ákveðin á gi'undvelli veiðireynslu þeirra miðað við þijú bestu veiðitímabii þeirra á undan- gengnum sex veiðitímabilum. Veiði- reynslan teljist samfelld hafi ársafli íslenskra skipa úr viðkomandi stofni a.m.k. þrisvar sinnum á undangengn- um sex árum svarað til að minnsta kosti þriðjungs þess heildarafla sem til ráðstöfunar sé af hálfu íslenskra stjórnvalda. Þannig er því ekkert til fyrirstöðu formlega að norsk-íslenska síldar- kvótanum verði úthiutað á skip á næstu vertíð, enda er það skilningur íslenska sj ávarútvegsráðuneytisins, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, að báðar leiðirnar séu fyrir hendi, að ákveða einn heildarkvóta eða að úthluta kvóta á hvert skip. Verðmætið tífaldast á fjórum árum í Morgunblaðinu í gær er frá því sagt að verðmæti kvóta til að veiða íslensku suðurlandssíldina sé metið á 80-100 milljónir króna og hefur verðmæti kvótans tífaldast á undan- förnum fjórum árum. Einn síldar- kvóti er á yfirstandandi fiskveiðiári 1.109 tonn, en var 1.220 tonn í fyrra. Um er að ræða rúmlega 1,1% af þeim heildarkvóta sem heimilaður er, en hann er 100 þúsund tonn í ár. Ef þessar tölur eru framreiknaðar og yfirfærðar á heildarkvótann má áætla að verðmti alls síldarkvótans sé 8-9 milljarðar króna. Ef þær töl- ur eru síðan áfram yfirfærðar beint á hlutdeild íslendinga í norsk- íslenska síldveiðistofninum er um að ræða nálægt 20 milljarða króna verð- mæti. Við slíka útreikninga verður þó auðvitað að hafa ýmsa fyrii'vara. í fyrsta lagi fylgir því meiri tilkostnað- ur að veiða norsk-íslensku síldina en suðurlandssíldina, meðal annars vegna þess að lengra þarf að sækja til að veiða hana. í öðru lagi hefur það hráefni sem skipin hafa verið að fá við veiðarnar verið miklu verra en það sem fæst við veiðar úr stofni suðurlandssíldarinnar og hefur þvi aflinn á undanförnum árum að lang- mestu leyti farið í bræðslu. Þetta kann hins vegar að breytast ef norsk- íslenska síldin tekur upp fyrri háttu og hefur hér vetursetu eins og hún gerði. Þá er bæði um stærri og feit- ari síld að ræða en suðurlandssíldina. í þriðja lagi má nefna að ekki er ólíklegt að það hafi einhver áhrif á verðmæti síldarkvóta ef sá hluti norsk-íslenska síldarstofnsins sem kemur í hlut Íslendinga verði allui' kvótasettur, þar sem framboðið mun margfaldast frá því sem nú er. í fjórða lagi hlýtur það einnig að hafa áhrif að taki norsk-íslenski síldar- stofninn upp fyrri hegðun og verði mikið innan íslensku lögsögunnar, þá á kvóti íslendinga og hagsmunir vegna veiða á síldinni eftir að marg- faldast frá því sem nú er. Ef skipum verður úthlutað aflahlutdeild á grundvelli veiðireynslu, þannig að une tiltekna prósentu af heildarkvóta sé að ræða, er sá möguleiki fyrir hendi að þessi kvóti eigi eftir að aukast á næstu árum með breyttri hegðun síldarinnar. Aflaheimildir hafa margfaldast í verði Verðmæti varanlegra aflaheimilda hefur hækkað mjög mikið á undan- förnum árum. Það gildir ekki bara um síldina, sem hefur nær tífaldast að verðmæti frá því fyrir fjórum árum eins og fyrr sagði, heldur einn- ig aðrar fisktegundir. Þannig hefur verð á varanlegum þorskaflaheimild- um hækkað úr 180 krónum fyrir fjór- um árum í 620 krónur nú. Mikil veitb- hækkun varð á aflaheimildum milli áranna 1994 og 1995 og var algengt verð 420-480 krónur á árinu 1995. í langflestum tilvikum er um skipti á aflaheimildum að ræða, þannig að menn láta þorskaflaheimildir fyrir- síldarkvóta og öfugt. Til dæmis er ekki óalgengt, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins, að 150 tonn af þorski séu látin fyrir einn síldarkvóta. Engar einhlítar skýringar eru á þessari verðþróun og sjálfsagt eru það margir samverkandi þættir sísji ráða því að eftirspurn er miklu meiri en framboð á varanlegum aflaheim- ildum. Meðal þess sem nefnt er sem skýring er að þetta endurspegli al- mennt aukna trú á fiskveiðistjórnun- arkerfinu. Það hafi verið að festa sig í sessi á síðustu árum og menn hafi trú á að það sé komið til að vera. Þá er á það bent að með kaupum á varanlegum aflaheimildum séu menn að kaupa hlutdeild í heildar- veiðinni. Þannig muni hlutdeild hvers og eins aukast í samræmi við aukn- ingu heildarkvóta, en minnki einnig í réttu hlutfalli sé um minni veiði- heimildir að ræða. Almenn bjartsýni í þjóðfélaginu síðustu ár er talin spila inn í þetta og fleiri þætti mætti nef»a. Kvótakaup afskrifuð Á hinn bóginn er einnig bent á það að þessi verðhækkun á kvóta virðist ekki tengjast með neinum beinum hætti afkomu í einstaka greinum sjávarútvegs. Almennt hafa allar varanlegar veiðiheimildir hækk- að í verði, en þó er líklegt að veiði- heimildir í þeim greinum þar sem afkoma er góð hafi hækkað meira en hinar. Þannig er til dæmis háttað um síldar- og loðnukvóta. Hins vegar réttlætir framlegð í síldveiðum engan veginn það verð sem nú er greitt fyrir kvótann að mati kunnugra. Þá er hegðun loðnunnar undanfarnar vertíðir einnig talin hafa stuðlað'að hækkun á verði síldarkvóta hér við land. Loðnan hefur veiðst á sumrin og ekki orðið veiðanleg aftur fyrr en um eða eftir jól. Því getur það verið heppilegt fyrir mörg loðnuskip að geta farið á síld á meðan hlé er í loðnunni og þess vegna eftirspurn verið meiri eftir síldarkvóta en ella hefði verið. Þá hlýtur túlkun á afskriftarregl- um skattalaga einnig að hafa veruleg áhrif á þessa miklu eftirspurn eftir kvóta umfram framboð. Fyrirtæki sem kaupa varanlegar aflaheirpífiiir geta afskrifað þær á næstu fímm árum þaðan í frá samkvæmt dómi Hæstaréttar fyrir fáum árum. Þó eiga aflaheimildirnar eftir að gefa af sér arð miklu lengur en afskriftar- tímanum nemur eða um alla framtíð, þar sem fiskurinn endurnýjast stöð- ugt í hafinu. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.