Morgunblaðið - 10.10.1997, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÓLAFUR JÓHANN
JÓNSSON
+ Ólafur Jóhann
Jónsson verk-
stjóri fæddist á
Húsavík 1. febrúar
1957. Hann lést á
Sjúkrahúsi Þingey-
inga á Húsavík hinn
5. október síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Jón Svein-
björnsson, f. 1910,
d. 1996, frá Þórs-
höfn í Þórshafnar-
lireppi, og Guðrún
Jóhannsdóttir, f.
1932, d. 1980, frá
tvö, Sigurður Jó-
hannes Jónsson, f.
1939, og Ólöf, f.
1941.
Ólafur kvæntist
eftirlifandi eigin-
konu sinni Kristj-
önu Sólveigu Sæv-
arsdóttur frá
Vopnafirði hinn 3.
júlí sl. Börn þeirra
eru þríburarnir
Arnar Már, Sævar
Guðmundur og
Gunnar Jón, fædd-
ir 16. maí 1994.
Útför Ólafs fer
Tunguseli í Þórs-
hafnarhreppi. Alsystir Ólafs
er Lilja Jónsdóttir, f. 1952.
Hálfsystini Ólafs samfeðra eru
fram frá Húsavíkurkirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
16.
Með þessum orðum langar mig
að minnast frænda míns, Óla í
Norðurhlíð, eins og hann var jafn-
an kallaður.
Svo háttaði til að á mínum upp-
vaxtarárum var heimili frænda í
Norðurhlíð sem mitt annað heim-
ili. Við vorum systrasynir og sam-
gangur milli heimilanna mikill,
án^kærir foreldrar Óla, Guðrún og
Jón, gengu mér í móður- og föður-
stað er ég dvaldi þar langtímum
saman í fóstri í fjarveru einstæðrar
móður minnar er daglangt var úti-
vinnandi. Nú á þessum tímamótum
hrannast minningar æskuáranna
upp sem eðlilegt má vera því sam-
vistir okkar frændanna voru miklar
á þessum árum. Norðurhlíð til-
heyrði hinu svokallaða „rauða
torgi“ en svo er hverfi á Húsavík
daglega nefnt. Óli var sannur
„«á$rgari“ og daglangt og iðulega
fram til sólseturs leiddi hann stór-
an hóp leikfélaga, til alls konar
leikja; til lontuveiða í Skógargerð-
islæknum; til knattspymuiðkunar
á „torgaravellinum“; til göngu-
ferða og leikja að Botnsvatni svo
einhvers sé getið. Óli var vinsæll
á meðal leikfélaganna og kjörinn
til forystu. Hann hafði þann hátt-
inn á að „kalla út“ félagana til
leiks með háværu blístri sem allir
þekktu og heyrðist um torgið allt.
Er knattspyrna var iðkuð á torg-
aravellinum var skipt upp í lið,
tveir valdir til þess og kastað upp
um það hver mætti byija. Er ég
minnugur þess að þá er óli var
ekki annar tveggja til þess að velja
var hann gjarnan valinn fyrstur í
lið, t.a.m. af Arnóri Guðjohnsen,
þeim fræga húsvíska knattspyrnu-
kappa. Ber það vott um það hversu
hæfileikaríkur hann var, tækni
hans var viðbrugðið, hann var
skotviss og ekki vantaði baráttuna.
Á æskuárum stundaði Óli einnig
skíðaíþróttina töluvert og þótti efni
í góðan skíðamann. Því miður
auðnaðist Óla ekki að stunda
íþróttir þessar að æskuárunum
gengnum. Hefði hann gert það er
ég þess fullviss að hann hefði náð
miklum afrekum.
Að afloknum unglingsárum
starfaði Óli sem verkamaður hjá
Húsavíkurkaupstað; hann var
kokkur á vertíðarbát eina vetrar-
vertíð og hann starfaði um tíma
sem sendibílstjóri hjá Kaupfélagi
Þingeyinga. Frá tvítugsaldri hófst
samfellt starfstímabil Óla hjá
Húsavíkurkaupstað, fyrstu árin
sem verkamaður, síðar vélstjóri á
þungavinnuvélum og nú hin síðari
ár sem verkstjóri. Óli var mikill
dugnaðarforkur, ósérhlífinn, sam-
viskusamur en umfram allt var
hann mjög lífsglaður maður og sá
gjarnan hinar skoplegu hliðar
mannlífsins, gerði oft grín að sjálf-
um sér og öðrum. Þessir eiginleik-
ar gerðu það að verkum að hann
gekk með léttleika í gegnum verk
sín og hreif samverka- sem og
aðra samferðamenn sína með sér.
Er Óli lenti í þeim aðstæðum að
vera í hópi manna sem voru ósam-
mála eða upp kom ágreiningur eða
rifrildi í, var eftir því tekið að hann
dró sig jafnan til hlés; hann tók
ekki þátt í slíkum orrahríðum.
Ekki var það þó svo að Óli hefði
ekki skoðanir á hlutunum, hann
hafði sterka réttlætiskennd og var
illa við hvers konar misrétti sem
birtist honum með einum eða öðr-
um hætti. Óli var með afbrigðum
greiðvikinn maður og sinnti ávallt
kalli ef hann gat við komið. Þetta
fékk ég oft að reyna og ég þykist
þess fullviss að svipað sé ástatt
með aðra.
Óli dreifði ekki kröftum sínum
vítt og breitt í félagsmálum en
þeim sem hann tók að sér sinnti
hann af kostgæfni. Hann starfaði
um tveggja ára skeið sem nefndar-
maður í skemmti- og ferðanefnd
Starfsmannafélags Húsavíkur-
kaupstaðar. Um árabil var hann
liðsmaður í Slökkviliði Húsavíkur-
kaupstaðar, þar af eitt ár sem
slökkviliðsstjóri.
Er Óli var liðlega tvítugur fjár-
festi hann í húsnæði á Garðars-
braut 40 á Húsavík; húsi sem flest-
ir þekkja betur sem Melstað. Er
þetta hús byggt árið 1921. Árin
1986 og 1987 réðst Óli í meirihátt-
ar viðhald á húsnæðinu og byggði
bílskúr á lóð þess. Var þetta verk
unnið að mestum hluta af Óla sjálf-
um og ber vitni þess hagleiks-
manns sem hann hafði að geyma,
rétt eips og hann átti kyn til því
faðir Óla var kunnur völundur til
smíðaverka. Fyrir þetta viðhalds-
verkefni og þessa uppbyggingu
Melstaðar ávann Óli sér verðlaun
frá umhverfisnefnd Húsavíkur-
kaupstaðar. Afkomendur Rósu og
Siguijóns, þeirra er byggðu Mel-
stað í upphafi, báru líka hlýtt hug-
arþel til Óla því þeim þótti vænt
um Melstað og glöddust yfir því
hve vel tókst til hjá frænda.
í júní 1986 kynntist Ólafur eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Kristjönu
Sólveigu Sævarsdóttur frá Vopna-
firði og felldu þau hugi saman. Þau
hófu búskap 1. desember 1987.
16. maí 1994 var mikill hamingju-
dagur í lífi þeirra en þá eignuðust
þau þríburana Arnar Má, Sævar
Guðmund og Gunnar Jón. Þetta
eru fyrstu þríburarnir sem Húsavík
hefur alið og var upp á það haldið
með margvíslegum hætti, t.a.m.
af Húsavíkurbæ og með blaðavið-
tölum.
Við svo ríkulega fjölgun í fjöl-
skyldunni varð ljóst að Melstaður
var of lítill og að stærra húsnæði
þyrfti. Hugur Ólafs og Kristjönu
hneig fyrst að viðbyggingu við
Melstað en að lokum varð úr að
hann var seldur og fjölskyldan
festi kaup á einbýlishúsinu á Upp-
salavegi 19, í júnímánuði 1995.
Eftir atvikum var frændi ánægður
með nýju húsakynnin en ég minn-
ist þess að hann leit til ákveðins
húss á „torginu" sem því miður
var ekki falt og Uppsalavegurinn
varð fyrir valinu enda nærri æsku-
slóðunum. Á Uppsalavegi bjuggu
þau hjónin drengjunum sínum fal-
legt heimili og virtist sem fram-
undan væri gjöfult blómaskeið í
lífi þeirra í faðmi drengjanna.
Hinn 1. febrúar sl. kallaði Óli
til veislu í tilefni fertugsafmælis
síns. Þar geislaði af honum gleðin
og hafði hann gamanmál í ræðum
sem aldrei fyrr. En skjótt skipast
veður í lofti. Hinn 14. febrúar
greindist Óli með illvígan sjúkdóm,
kirtlakrabbamein. Þetta var' að
sönnu mikið áfall en rétt eins og
frænda var líkt náði hann fljótt
áttum og lagði á það áherslu að
þó svo væri komið þyrfti lífið að
halda áfram og Óli lagði mikið upp
úr því að daglegt lífsform fjölskyld-
unnar yrði fyrir sem minnstum
breytingum. Eftir þessu þema vann
frændi eftir því sem honum var
frekast unnt. Hann var staðráðinn
í því allt til loka að hafa vinning-
inn, barátta var honum eðlislæg
og það sem mest var um vert;
hann hélt persónueinkennum sín-
um fram á dánarstundina. Hann
létti okkur sem með honum geng-
um þessa þrautagöngu meðvitað
eða ómeðvitað með gamanmálum
og hnyttnum tilsvörum. Ég fyrir
mitt leyti hefði ekki trúað því að
óreyndu að það stæði í mannlegu
valdi að takast á við svo lífshættu-
legan sjúkdóm af þeirri reisn og
þeim dug sem hann gerði. Reglu-
lega bárust tíðindi úr þessari rann-
sókninni eða hinni, myndir hér og
myndir þar og oft var niðurstaðan
á verri veginn. Frændi brást gjarn-
an við með því að segja: „Það þýð-
ir lítið að mála skrattann á vegg-
inn.“ Hann tók fastar um sverð
sitt og skjöld og hugðist hefja
gagnsókn. En frændi, því miður
tapaðir þú þessu stríði. Það var
við slíkan ógnarandstæðing að etja
að vinningur mun aldrei hafa verið
í stöðunni. En fyrir hólmgöngu
þína ert þú hetja og það mikil hetja.
I hinu daglega lífi leggur mann-
fólkið gjarnan fyrir gátur sér til
gamans og eru svörin ljós þeim er
fram setja en þraut fyrir þá er
eiga að leysa. Alltaf eru samt svör-
in til. En þegar gátur almættisins
eru annars vegar liggja svörin ekki
+ Viktor Björns-
son fæddist á
Akranesi 4. nóvem-
ber 1901. Hann and-
JSðist á Hrafnistu í
Hafnarfirði 4. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Björn Hannesson á
Litlateig, f. 6. apríl
1872, d. 12. júní
1958, og kona hans,
Katrín Oddsdóttir,
f. 4. apríl 1859, d.
25. apríl 1937.
Bræður Viktors
voru Ólafur B., f.
6. júní 1895, og Oddur, f. 7.
nóv. 1898. Hálfsystkini sam-
mæðra voru Þóra Ólafsdóttir,
f. 12. okt. 1882, Bjarni Ólafs-
,Sjpn, f. 28. feb. 1884, Oddgeir
Olafsson, f. 9. júní 1885, og Jón
Ólafsson, f. 25. ágúst 1886.
Viktor kvæntist 9. júní 1923
Friðmeyju Jónsdóttur f. 14.
sept. 1904, d. 15. maí 1986.
Hennar foreldrar voru Jón Ól-
afsson, sjómaður frá Ólafsvöll-
um, f. 10. jan. 1876, d. 27. nóv.
1908, og Ágústa Hákonardóttir,
f. 1. ágúst 1880, d. 1. sept. 1963.
Börn yiktors og Friðmeyjar:
1) Jóna Ágústa, f. 8. júní 1924,
gift Ólafi J. Elíssyni netagerð-
armanni, f. 27. nóv. 1925.
'’Þeirra börn Sigurður Gunnar,
Elías Viktor, Friðrik og Ólína.
2) Björn húsasmiður, f. 27. júní
1925, d. 11. ágúst 1990, giftur
Sigríði Pétursdóttir, f. 26. okt.
í dag er kvaddur hinstu kveðju
elskulegur afí, Viktor Björnsson,
viirkstjóri. Þegar^ég hugsa um afa
1928. Þeirra börn
Viktor, Helga, Pétur
og Björn Vignir. 3)
Þóra, f. 30. apríl
1929, gift Úlfari
Kristmundssyni
kennara, f. 30. ágúst
1929. Þeirra börn
Halldór og Þóra. 4)
Alfreð húsasmiður,
f. 10. sept. 1932, gift-
ur Erlu Karlsdóttur,
f. 1. okt. 1932. Þeirra
börn Pálína, Friðrik,
Karl og Alfreð Þór.
5) Lilja, f. 23. maí
1936, d. 11. apríl
1997, gift Guðmundi Einarssyni
verkfræðingi, f. 22. ágúst 1925.
Þeirra barn Fríða. Börn Guð-
mundar af fyrra hjónabandi
Jón, Einar, Guðlaug, Karólína
og Guðmundur.
Meðan Viktor bjó á Akranesi
starfaði hann allan sinn starfs-
feril hjá Þórði Ásmundssyni.
Fyrst sem sjómaður, síðan sem
vélstjóri í frystihúsi, en lengst
af sem verkstjóri í Heimaskaga.
Árið 1958 fluttu Viktor og Frið-
mey til Reykjavíkur og starfaði
hann lengst af hjá Umbúðamið-
stöðinni, eða þar til hann var
orðinn yfir 80 ára gamall. Vikt-
or bjó einn í raðhúsi við Boða-
hlein í Garðabæ í 12 ár, síðasta
árið dvaldi hann á sjúkradeild
Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför Viktors fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.00.
minn streyma minningarnar fram.
Allt frá því að ég var lítiil drengur
á Akranesi var ég í mikilli nálægð
við afa Viktor og ömmu Friðmey.
Þau áttu heima á miðhæðinni við
Háteig 4 og ég á loftinu. Það man
ég fyrst eftir þeim að ég fékk að
fara með í laxveiði, farið var í Laxá
í Leirársveit og tjald haft með.
Ekki man ég nú hvort veiðin var
mikil en þetta var mikið ævintýri
fyrir ungan dreng. Síðan, þegar ég
fór að eldast, fékk ég stundum að
fara með afa niður í Heimaskaga
en þar var hann verkstjóri, einnig
var farið inn á Kamp að breiða
saltfísk og inn á Höfða að pakka
skreið. Minningar frá þessum tíma
eru mér ómetanlegar.
Afi vann alla tíð mikið, en þó
gaf hann sér tíma til að sinna
áhugamálum sínum, t.d. sat hann
í sóknarnefnd Akraness frá 1940
til 1959, einnig starfaði amma mik-
ið í Akraneskirkju og sat lengi í
kirkjunefnd. Árið 1958 fluttu afi
og amma til Reykjavíkur og var það
mér mikill söknuður, en á móti kom
að þangað fór ég oft í heimsóknir
og var þar stundum marga daga.
Þegar ég fór til náms í Reykjavík
dvaldi ég í þijá vetur hjá þeim. Og
svo seinna þegar ég bjó á Akranesi
en starfaði í Reykjavík dvaldi ég
hjá þeim í eitt ár. Fyrir þennan tíma
og alla þá ástúð og hjálp sem þau
veittu mér er ég innilega þakklátur.
Afi og amma ferðuðust mikið,
mest innanlands, og það voru ekki
margir staðir sem þau höfðu ekki
komið á, ef á annað borð var bíl-
fært. Á þessum ferðalögum hafði
afi alltaf veiðistöngina með og
renndi fyrir silung þegar færi gafst.
Núna síðustu vikurnar sem hann
lifði spurði hann mig oft hvort ég
hefði komið á þennan eða hinn stað-
inn og lýsti ótrúlega vel þeim stöð-
um sem um var rætt í það skiptið.
Um nokkur ár bjó ég ásamt fjöl-
skyldu minni við Búrfellsvirkjun.
Þangað komu afi og amma oft. Þar
gat afi veitt og saman fóru þau á
beijamó. Mér er minnisstætt að á
Þorláksmessu 1978 komu þau ak-
andi í Búrfell í snjó og kafaldsbyl,
bæði komin fast að áttræðu. Þetta
fóru þau á Volkswagninum sínum
og þótti ekki mikið. Mikil var gleði
okkar að sjá þau birtist og ekki
síst barnanna okkar að fá langafa
og langömmu í heimsókn yfir jólin.
Og ekki gleymdist nú að taka í
spil, það var mikið spilað þessi jól.
Elsku afi, að leiðarlokum viljum
við Díana og börnin þakka ykkur
ömmu fyrir allar gleðistundirnar
sem við áttum saman. Þið voruð
okkur mjög kær. Hvíl í friði.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Viktor og fjölskylda.
Mig langar að minnast með
nokkrum orðum Viktors Björnsson-
ar tengdaföður míns. Viktor hefði
orðið 96 ára í næsta mánuði og á
því að baki langan lífsferil. Ég er
ekki viss um að fólk nú á tímum
geti gert sér grein fyrir þeim bi eyt-
ingum sem orðið hafa á þessum
mörgu árum, frá aldamótum að
aldamótum nær hundrað árum
seinna. Að fæðast við skort og harð-
indi, verða að fara að vinna á barns-
aldri og enda svo ævikvöldið á
stjörnustríðsöld þar sem unga kyn-
slóðin talar saman á veraldarvefn-
um. Velferð okkar nú á tímum er
byggð upp af kynslóð þeirri sem
Viktor tilheyrði, kynslóð sem eyddi
ekki um efni fram heldur byggði
aðeins upp.
Viktor var þar engin undantekn-
ing, ég minnist frásagna hans af
því þegar hann fór aðeins 14 ára
gamall á sjó á opnum árabátum frá
Akranesi. Um það leyti kynntist
hann unglingsstúlku sem síðar átti
eftir að verða lífsförunautur hans,
Friðmey Jónsdóttur, en það var eitt
af hans mestu gæfusporum. Viktor
varð síðar verkstjóri og vélgæslu-
maður hjá útgerðarfélagi Þórðar
Ásmundssonar, sem seinna varð
Heimaskagi hf., enda var hann með
afbrigðum traustur maður og vin-
sæll til vinnu. Eftir að Viktor og
Friðmey fluttu frá Akranesi til
Reykjavíkur árið 1958, starfaði
Viktor fýrst hjá Spón hf. og síðar
Umbúðamiðstöðinni hf. þrátt fyrir
háan aldur.
Viktor var hægur maður í fasi,
grannur og Iét lítið yfir sér, en
markviss til athafna, hlýr í viðmóti
og góður félagi. Þau hjónin fluttust
að DAS í Hafnarfirði á efri árum
og nokkru síðar lést Friðmey kona
hans og var það honum mikill miss-
ir. Þrátt fyrir einveruna var hann
duglegur að fara á mannamót og
alltaf hafði hann gaman af því að
taka spil í hönd. Hann var ótrúlega
minnugur og skýr í hugsun alveg
framundir það síðasta. Eg veit að
Viktor fannst hlutverk sitt heldur
lítilfyörlegt eftir að hann varð einn
og hinn hái aldur fór að færast
yfír. Það er ekki undarlegt hjá
manni sem aldrei hafði fallið verk
úr hendi og hafði notið samvista
ástkærrar eiginkonu í áratugi. En
það er nú svo með menn eins og
Viktor að þlutverkið er oft meira
en sýnist. Ég sé það vel nú eftir á
hvað hann var Lilju eiginkonu minni
mikil stoð og stytta, enda tók hann
fráfall hennar nú í vor mjög nærri
sér. Viktor sameinaði stóra fjöl-
skyldu, fy'órir ættliðir afkomenda
syrgja nú góðan mann. Það er okk-
ur huggun að dagsverkinu var lokið
og vel er tekið á móti honum fyrir
handan.
Ég vil votta börnum Viktors og
öllum afkomendum hans samúð
mína og þakka um leið góðum fé-
laga samfylgdina þar til leiðir okkar
liggja saman á ný. Blessuð sé minn-
ing hans.
Guðmundur Einarsson.
VIKTOR
BJÖRNSSON