Morgunblaðið - 10.10.1997, Síða 38

Morgunblaðið - 10.10.1997, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir>afi og langafi, KRISTÓFER S. SNÆBJÖRNSSON bifreiðastjóri frá Hellu, Hellissandi, sem andaðist á heimili sínu, Jökulgrunni 6, Reykjavik, miðvikudaginn 1. október, verður jarðsunginn frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 11. október kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á slysavarnadeildina Björg á Hellissandi. Svanhildur Snæbjörnsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur faðir okkar, MAGNÚS INGIMUNDARSON járnsmiður frá Patreksfirði, til heimilis í Æsufelli 2, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni fimmtu- dagsins 9. október. AXEL HEIÐDAL EYJÓLFSSON + Axel Heiðdal Eyjólfsson var fæddur á Seyðis- firði 25. maí 1916. Hann andaðist á Droplaugarstöðum 4. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Eyjólf- ur Jónsson, banka- stjóri og ljósmynd- ari, f. 31.10. 1869, d. 30.5. 1944, og Sigríður Jensdótt- ir, ljósmyndari, f. 9.6. 1881, d. 4.8. 1956. Systkini hans fjögur talsins eru: Haukur, f. 14.3. 1915, d. 7.11. 1963, Hulda Heiðrún, f. 30.5. 1919, Ólöf Hrefna, f. 13.5. 1921, Garðar, f. 13.5. 1923, d. 5.6. 1975. Hinn 23.10. 1948 kvæntist Axel Jónu Jensen, f. 16.2. 1921, börn þeirra eru : 1) Sigríður Jensen, f. 29.10. 1946, eigin- maður hennar Ingvar Hauks- son. Börn þeirra eru Jóhanna Ingvars- dóttir, sambýlis- maður hennar er Kristján Ari Einars- son og barn Jó- hönnu er Daníel Ingvar Jensen. Axel Ingvarsson, unn- usta hans er Jó- hanna Asdís Magn- úsdóttir. 2) Níls Jens, f. 5.2. 1949, eiginkona hans er Hólmfríður Sigur- jónsdóttir, börn þeirra eru Níls Ósk- ar Nílsson og Aron Nílsson. Axel var við verslunarstörf á Seyðisfirði á sínum yngri árum, siðar starfaði iiann hjá Vélsmiðjunni Héðni þar til hann fór á eftirlaun. Axel Heiðdal Eyjólfsson verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 10:30. Guðbjörg Magnúsdóttir, Hrafnhildur Magnúsdóttir, Ragnhildur Magnúsdóttir, Ingimundur Magnússon, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur, mágkonu og ömmu, GUÐRÚNAR ÁGÚSTU GEIRSDÓTTUR, Leifsstöðum, Austur-Landeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Lundar, Hellu. Margrét Eygló Birgisdóttir, Hrönn Leifsdóttir, Auðunn Leifsson, Lára Leifsdóttir, Þórunn Geirsdóttir, Gísli Konráð Geirsson, Lilja Jónsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengda- faðir, •■r FRFMF7EQ b. ÁSGEIRSSON forstjóri, andaðist á Landakotsspítala miðvikudaginn 8. október. Vertu sæll, við sjáumst aftur, seg þá kemur húm: Drottins undra elskukraftur öllum gefur rúm. (Matthías Jochumsson) Á kveðjustund leitar hugurinn víða. Upp koma ljúfar nrinningar, söknuður og hlýja. Fyrir 24 árum kom ég inn á heim- ili ykkar Bíbíar, aðeins 18 ára göm- ul. Aila tíð síðan reyndist þú mér vel. Strax við fyrstu kynni varst þú einstaklega viðræðuhlýr en þó léttur í máli og frásagnargáfa þín var þitt aðalsmerki. Þú hafðir unun af því að lesa góðar bækur og þó sérstaklega ef eitthvað var skrifað um Austfirði og sögur þínar frá Seyðisfirði voru skemmtilegar og fróðlegar. Barnabörnin áttu stóran sess í hjarta þínu. Við Níls Óskar vorum að i'ifja upp þann tíma þegar hann í heilan vetur kom til þín eft- ir skóla á fimmtudögum. Þá var ýmislegt brallað, reiknuð nokkur dæmi, farið í fiskbúðina og keyptur hákarl eða harðfiskur, ekki má gleyma góða matnum sem þú varst svo laginn við að elda. Þessar stund- ir munu alltaf verða Níls Óskari ómetanlegar. Þú hafðir sérlega gaman af fim- leikum enda fimleikamaður á þínum yngFi afUHi, íórsi létt íneð að dansa kósakkadans á stofugólfinu á Sól- vallagötunni. Heilsan hefur verið að gefa sig síðustu árin, undanfarin 2 ár hefur Axel verið á Droplaugarstöðum þar sem hann fékk góða umönnun. Þrátt fyrir fyrir veikindin var alltaf stutt í brosið þegar Aron sagði þér frá afrekum sínum í skólaskákinni eða fótboltanum sem eiga hug hans þessa dagana, enda kunnir þú svo vel að hlusta. Elsku Bíbí, stöðug umhyggja þín var honum ómetanleg í veikindum hans. Einlægar þakkir fyrir allt og far þú í friði, elsku Axel. Þín tengdadóttir, Hólmfriður. Skilafrest- ur minning- argreina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og Iaugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Ebba Thorarensen, Jónína Ebenezerdóttir, Böðvar Valgeirsson, Ragnheiður Ebenezerdóttir, Stefán Friðfinnsson, Ásgeir Ebenezersson, Guðlaug Jónsdóttir. t BENÓNÝ MAGNÚSSON húsgagnasmíðameistari, Mýrargata 28, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 9. október. Útförin auglýst siðar. Aðstandendur. t Ástkær eiginkona mín, GUÐRÚN SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Brautarholti 1, Ólafsvfk, lést í Ólafsvík miðvikudaginn 8. október. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurdór Steinar Eggertsson. Y t Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, JOSEP LOUIS MIOLLA, andaðist í Norfolk, Bandaríkjunum, miðvikudaginn 8. október. Sigríður Miolla, Óli Miolla, Guðný Miolla. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐBJÖRNJÓHANNESSON fyrrv. fangavörður, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, föstudaginn 10. október, kl. 15.00. Ingigerður Guðbjörnsdóttir, Robert Berman, Jóhannes S. Guðbjarnarson, Guðmundur R. Guðbjarnarson, Elísabet Þ. Ólafsdóttir, Skúli Guðbjarnarson, Sigrún Jóhannsdóttir og barnabörn. Afmælis- og minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningar- greina birtist daglega í Morg- unblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftir- farandi tekið fram um lengd gi'eina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvern einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálks- entimetrar í blaðinu). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinun- um. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er Iögð á að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í text- amenferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í sím- bréfi - 569 1115 - og í tölvu- pósti (minning@mbl.is). Vin- samlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. KRINGLUNNI S: 588 99H MEG frá ABET UTANÁ HÚS FYRIRLIGGJANDI PP &CO Þ. PORGRÍMSSON & CO ARMULA 29 • POSTHOLF 8360 • 128 REYKJAVIK SlMI 553 8640 568 6100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.