Morgunblaðið - 10.10.1997, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUK ÍO. OKTOBER 1997
39
QO
MINNINGAR
ODDNYJONA
KARLSDÓTTIR
+ Oddný Jóna
Karlsdóttir var
fædd í Hænuvík 23.
janúar 1906. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 26. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Karl Hinrik
Kristjánsson, f. á
Kvígindisfelli í
Tálknafirði 27.11.
1874, d. á Patreks-
firði 14.11.1956, og
Mikkalína Guð-
bjartsdóttir, f. í
Kollsvík, 29.9.
1870, d. á Patreksfirði 29.4.
1956. Karl og Mikkalína bjuggu
fyrst í Vesturbotni, þá i Hænu-
vík en frá 1907-1950 á Stekkj-
armel í Kollsvík. Systkin
Oddnýjar voru: Andrés Teitur,
f. 1901, bóndi og sjómaður,
fyrst í Kollsvík síðar á Patreks-
firði, Anna Halldóra, f. 1903,
saumakona í Kópavogi, Líka-
frón, f. 1904, dó ungbarn, og
Matthías, f. 1908, verkamaður
í Keflavík. Öll eru systkinin
látin.
Oddný giftist 11.3. 1928 Þór-
arni Guðmundi Benediktssyni
sjómanni, f. 8.6.1904 á Patreks-
firði, d. 7.10. 1966 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Benedikt
Sigurðsson, skipstjóri á Pat-
reksfirði, f. í Vesturbotni, og
Elín Sveinbjarnardóttir, f. í
Tungu í Tálknafirði. Oddný og
Guðmundur bjuggu
allan sinn búskap á
Patreksfirði. Síð-
ustu 12 árin dvaldi
Oddný á Hrafnistu
í Reykjavík. Börn
Oddnýjar og Guð-
mundar: Ingibjörg,
f. 13.1. 1929, búsett
í Reykjavík, gift
Ólafi D. Hansen.
Eiga þau fjögur
börn, sex barna-
börn og eitt barna-
barnabarn. Krist-
ján Jens, f.18.7.
1930, búsettur i
Reykjavík, giftur Solveigu Mar-
gréti Þorbjarnardóttur. Eiga
þau tvö börn og sex barnabörn.
Benedikt Erlingur, f. 23.9.
1939, búsettur á Akranesi, gift-
ur Sigurlaugu Jónsdóttur. Eiga
þau þrjú börn og fjögur barna-
börn. Fósturdóttir er Kristín
Henríetta Andrésdóttir, f. 21.2.
1949, búsett í Reykjavík, gift
Ingimundi Jónssyni. Eiga þau
fjögur börn og tvö barnabörn.
Oddný og Guðmundur voru
lengi með búskap sem Oddný
annaðist mest. í áratugi, fram
undir áttrætt, vann hún í frysti-
húsum á Patreksfirði. Hún var
einn af stofnendum Slysavarna-
deildarinnar Unnar og var þar
heiðursfélagi.
Útför Oddnýjar Jónu fer
fram frá Áskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Það er aðeins eitt sem við getum
verið viss um í þessum heimi og
það er að eitt sinn skulu allir menn
deyja og einmitt í dag er hún amma
mín kvödd í síðasta sinn. Eftir 91
farsælt ár hefur hún yfirgefið þetta
tilverustig og fagnar eflaust að
hitta afa aftur. Þeir sem eftir lifa
eru fullir söknuðar en vita vel að
svefninn langi var það sem hún
beið eftir í lokin.
Ég hafði lítil samskipti við hana
ömmu þegar hún bjó á Patreks-
firði, en eftirvæntingin var því meiri
er hún flutti loks að Hrafnistu í
Reykjavík fyrir 12 árum. Sú eftir-
vænting sveik mig ekki því þarna
eignaðist ég góða vinkonu sem allt-
af var gaman að heimsækja og
þiggja hjá súkkulaði og kók eða
shenytár.
Ég man ekki þau jól eða afmæli
að ekki væru hosur eða vettlingar
ásamt súkkulaðimola í einum
pakka. Síðar nutu dætur mínar
þeirrar ánægju að opna slíka pakka
og minnast þær þess oft. Er þær
tóku að eldast fóru þær sjálfar til
ömmu löngu á Hrafnistu til að
panfa sokka í réttum litum og
stærðum. Seinni árin saumaði hún
líka út og voru þau handverk ekki
síðri en ptjónaskapurinn.
Á Hrafnistu líkaði henni vistin
vel. Hún var ánægð með allan þann
aðbúnað sem hún bjó við. Ekki síst
félagsskapinn sem hún hafði lengst
af í handavinnustofunni sem og
öðrum stöðum. Þegar hún varð ní-
ræð átti öll fjölskyldan ánægjulegan
dag saman í Keflavík. Þarna var
stór og myndarlegur hópur saman
kominn til að heiðra ömmu.
Á jólum og páskum var hefð fyr-
ir að amma, fjölskylda mín og Þór
bróðir með sína fjölskyldu hittumst
heima hjá mömmu og pabba og
gerðu þessar eftirminnílegu stundir
þessara fjögurra ættliða sérstak-
lega nánar. Hún amma var ekkert
allt of ræðin á sínum efri árum en
þær sögur sem hún sagði voru
hnyttnar og skemmtilegar. Hún
hafði valdsmannslega framkomu
sem vakti virðingu fólks.
Elsku amma, ég kveð þig nú með
söknuð í hjarta og vona að þér líði
vel þar sem þú ert. Alltaf er erfitt
að sjá á eftir ástvini en ég veit að
þinn tími var kominn.
Hve undur hægt vaggast bátur þinn
við landsteina eigin bemsku.
í mjúkum silkispegli,
bak við langa ævi,
horfist þú í augu við litla telpu,
slegið hár hverfist í leik smárra fiska,
í sólskini fljúga þeir á gullnum vængjum
inní laufgrænan skóg.
(Jón úr Vör.)
Þrúður Jóna.
Elsku amma.
Nú ertu farin frá okkur. Ein-
hvern veginn fínnst mér að þú haf-
ir átt að vera endalaust með okkur
hér í þessu lífi. Þú sem alltaf hefur
verið svo fastur punktur í lífi mínu
að það er erfitt að hugsa framtíðina
án heimsókna til þín á Hrafnistu
þar sem þú hefur búið undanfarin
12 ár.
Mér finnst svo stutt síðan þú
fluttir suður og ég kom fyrst að
heimsækja þig. Við fórum þá saman
í bæinn, þú 80 ára og ég 24 ára,
fórum á búðarrölt og svo að fá
okkur pizzu á eftir. Það var ekki
. seinasta bæjarferðin okkar saman
og ailtaf var ég jafn stolt af að eiga
ömmu sem gaman var að fara og
gera ýmislegt með og ekki var kyn-
slóðabilinu fyrir að fara.
Þegar ég var lítil var það ósjald-
an að ég sagðist vorkenna þér svo
að sofa „ein“ um jólahátíðina, um
páska og helgar að ég fékk að sofa
hjá þér. Það var nú ekki vorkunn-
semin ein sem rak mig til þess. Ég
er hrædd um að ég hafi bara notið
þess svo að vorkunnsemin hafi ver-
ið notuð sem yfirskin. Þú varst
heill hafsjór af fróðleik og ég held
ég hafi bara verið 8-9 ára þegar
ég var búin að lesa allar Aldirnar
hjá þér. Mest þótti mér gaman að
lesa Öldina okkar og spjalla svo við
þig um þá atburði sem þú gast
sagt mér meira um. Þá varstu í
essinu þínu sem oftar þegar þú
gast miðlað af reynslu og minning-
um liðinna atburða.
Mér þótti heldur ekki slæmt að
fá bita af brúnu súkkulaðikökunni,
sem ég finn núna bragð af kreminu
á 5 munninum, fyrir háttinn. Fá
að lesa eins lengi og ég vildi eða
gat og sofa svo út daginn eftir.
Það eru óteljandi fætur og hend-
ur sem hafa fengið hlýju frá vetti-
ingunum og sokkunum sem þú
hefur pijónað í gegnum árin. Eg
minnist þín alltaf með pijónana
alla tíð þegar stund gafst til að
taka þá upp. Alltaf voru þeir með
í töskunni þegar þú fórst út, ef ske
kynni að þú stoppaðir einhvers
staðar mátti ekki minna vera en
að nota tímann til að pijóna. Núna
seinni árin fórstu svo að sauma
púða sem við í fjölskyldunni erum
stolt af að eiga.
Þú varst vinnusöm og í dag eiga
eflaust margir erfitt með að
ímynda sér sjálfa sig vinna í frysti-
húsi til 77 ára aldurs, en svona
varst þú alla tíð, alltaf að.
Lífsbaráttan hjá þér hefur
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
INGVELDUR ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR,
Grund,
Hringbraut 50,
veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni mánu-
daginn 13. október kl. 13.30.
Gísli Guðmundsson, Hulda Ragnarsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir, Klemenz Jónsson,
Jóhann Guðmundsson, Laufey Hrefna Einarsdóttir,
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓNAS GEIR JÓNSSON
fyrrv. kennari,
Húsavfk,
verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugar-
daginn 11. október kl. 10.30.
Olga Jónasdóttir,
Gunnur Jónasdóttir,
Bergsteinn Karlsson
og barnabörn.
Heimir Danfelsson,
Guðjón Bjarnason,
eflaust verið hörð eins og hjá mörg-
um af þinni kynslóð, það sýndi allt
þitt fas. Ég naut þeirra forréttinda
sem barn að kynnast mjúku hlið-
inni á þér og þakka fyrir það. Alla
tíð minnist ég þín gefandi, maður
fór aldrei tómhentur frá þér. Ekki
um annað að ræða en þiggja eitt-
hvert smáræði, annaðhvort eitt-
hvað í svanginn, sokkapar eða
vettlinga. Núna seinustu árin hefur
hún Aida mín alltaf byijað að nefna
það að hún væri svöng um leið og
við komum í heimsókn til þín, vit-
andi af sælgætisskálinni og ískex-
inu inni í ísskáp. Þú vissir alltaf
hvað klukkan sló og rauða skálin
var dregin fram og við nutum gest-
risni þinnar.
Það er sárt að kveðja þá sem
manni þykir vænt um, en ég held
að hvíldin hafi verið kærkomin hjá
þér, skrokkurinn orðinn lélegur og
þú ekki sú manngerð sem maður
sér rúmliggjandi ósjálfbjarga.
Það eru ekki nema tvær vikur
síðan ég og Alda komum til þín
og þú spurðir hana hvort hún væri
ekki að verða 7 ára í næstu viku.
Svona varstu alltaf, fylgdist með
stórum og smáum atburðum af
miklum áhuga.
Elsku amma mín, ég þakka fyr-
ir allt sem þú hefur verið mér í
lífinu og kveð þig stolt fyrir að
bera nöfnin ykkar afa.
Þín,
Guðný.
Eitt er það sem enginn getur
flúið, það er dauðinn. Hann er eins
sjálfsagður og lífið sjálft. Ekki ótt-
aðist hún amma mín dauðann, tal-
aði reyndar lítið um hann, sagðist
taka honum eins og sjálfsögðum
hlut þegar þar að kæmi. Hún naut
bara lífsins, hélt góðri heilsu nán-
ast fram á síðasta dag þótt hún
væri komin á 92. aldursár.
Amma ólst upp í Kollsvík i stór-
brotinni náttúru og hefur það sjálf-
sagt mótað hana mikið. Þegar hún
var að alast upp var margmenni í
Kollsvík og flestir náskyldir svo
fólkið þar var eins og ein stór fjöl-
skylda. Ég held að óvíða hafi fólk
verið tengt jafnsterkum böndum
sem aldrei rofnuðu, þegar verið var
að tala um nágranna og frændfólk
var eins og verið væri að tala um
systkin. Þarna blómstraði menn-
ing og fólk óvenju víðiesið.
Að alast upp í slíku samfélagi
er gott vegarnesti fyrir lífið enda
var amma ósérhlífin og vandvirk.
Hún ólst upp við venjuleg störf,
sat yfir kvíaám í Hænuvík,
suður til Reykjavíkur í vist og í
fiskvinnu á Patreksfjörð, þar sem
leiðir ömmu og afa lágu saman.
Eftir að ég varð fullorðinn fór
ég margar ferðir með ömmu á
æskuslóðirnar þar sem hún upplifði %
sín æskuár og lét mig njóta í frá-
sögn sinni. Þar var hún í essinu
sínu, gleymdi sér í sögum frá
skautaferðum, spilum, leikjum og
hápunkti alls, undirbúningnum fyr-
ir jólin og jólaskemmtuninni í Koll-
svík. Stekkjarmelur er í miðri vík-
inni og þar var síminn og þar var
útvarpið svo fólk safnaðist oft sam--
an þar. Ekki voru auðæfi á Stekkj-
armel en aldrei sagðist amma hafa
verið svöng eins og svo margir á
hennar aldri voru á barnsaldri. Það
var alltaf til nóg af fiskmeti í Kolls-
vík.
í frásögnum hennar kom fram
hve eftirtektin og minnið var gott.
Hún sagði mér frá ferðalagi sem
hún fór á Rauðasand til að heim-
sækja frænkur sínar sem ungling-
ur. Hún gat lýst öllu í smáatriðum
og rakið smtöl sem hún hlustaði á
í ferðinni, enda var þetta stórt
ferðalag í hennar huga. Hún fór
ekki að ferðast neitt fyrr en hún •
flutti suður.
Ég naut þeirra forréttinda aó J~
kynnast ömmu betur en flestir þar t
sem ég var hjá henni á veturna
eftir að afi dó. Hún sýndi ekki oft
tilfinningar sínar og var lítið fyrir
að veita blíðu en þó naut ég henn-
ar, einnig húmorsins sem hún hafði
nóg af. Amma skuldaði aldrei nein-
um neitt, átti helst ekki ógreiddan
reikning heima yfir nótt og svaraði
vel fyrir sig og lítilmagnann ef
henni fannst að þeim vegið. Hún
naut þess frekar að gefa en þiggja.
Ótal minningar hrannast újf^r,
margt sem hún trúði mér fyrir, en
eftir stendur minningin um ömmu
sem mundi allt, lét sig varða allt
sem snerti náttúruna og umhverf-
ið, ömmu sem fylgdist vel með öllu
sínu fólki og var stolt af því, ömmu
sem var ánægð með allt og lifði í
sátt og samlyndi við alla.
Blessuð sé minning hennar.
Daníel.
J
■1
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlý-
hug og samúð við andlát og útför eiginmanns
mins, föður okkar, tengdaföður og afa,
GÍSLA WfUM HANSSONAR,
Holtsgötu 12,
Sandgerði.
Sigurlína Sveinsdóttir,
Sveinn Hans Gíslason, Helga Hrönn Ólafsdóttir,
Jónfna S. Gísladóttir, Ragnar Antonsson,
Daði Gíslason
og barnabörn.
+
Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar,
VALBORGAR HJÁLMARSDÓTTUR
fyrrum húsfreyju
á Tunguhálsi.
Sérstakar alúðarþakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Skagfirðinga, deildar II,
fyrir frábæra umönnun. ,
Auður Guðjónsdóttir,
Garðar V. Guðjónsson,
Guðsteinn V. Guðjónsson,
Hjálmar S. Guðjónsson,
Stefán S. Guðjónsson,
Guðbjörg Felixdóttir,
Sigurlaug Gunnarsdóttir,
Björk Sigurðardóttir,
Þórey Helgadóttir,
María Ásbjörnsdóttir,
barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.