Morgunblaðið - 10.10.1997, Page 41

Morgunblaðið - 10.10.1997, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 41. skegginu þínu. Þvílík gleði! Oft vannstu bæði dag og nótt, ýmist við störf hjá „Strætó" eða með Benedikt á Vallá. Það var því viðburður þegar þið Bensi komuð heim í mat til mömmu glaðbeittir og sveittir eftir strangan vinnudag við malarnám á Kjalarnesinu. Seinna skemmtir þú þér konung- lega yfír rökræðum okkar um manngæði Stalíns, Leníns og Trotskí - eftir að ég var farin að stauta mig fram úr Þjóðviljanum °g Mogganum, bara fimm ára. Eg man líka mörg afrek og þrek- virki ykkar mömmu, úti í Viðey. Og það stendur mér skýrt í huga, þegar þú hlóðst bryggjusporð fram í Heimanaust, snerir niður mannýgan bola, sem var næstum orðinn mér að fjörtjóni, þegar þú kenndir okkur systkinunum að róa „Höfrungi", fyrsta skiptið sem þú leyfðir mér að stýra undir fullum seglum, þrekvirkið við að koma mömmu veikri undir læknishendur í landi í fárviðri, glæfraför okkar yfir sundið í bálviðri, til að heim- sækja mömmu í veikindum hennar. En börnin sín skyldi hún fá í heim- sókn, hvað sem raulaði og tautaði. Hversu rólegur þú varst og hve traustri hönd þú stýrðir okkur í var, gleðin þegar mamma kom heim aftur, störf okkar saman við morgunverkin í fjósi og fjárhúsum, hvernig þú kenndir okkur að bera virðingu fyrir skepnunum sem „sáu fyrir okkur og þjónuðu“, tregann og vonbrigðin við að þurfa að flytja úr „eyjunni okkar". Mörgum árum seinna kvöddumst við í Keflavík. Ég var á förum út í lönd, og vissi ekki þá að það yrðu mörg ár þar til ég sneri aftur. Þau voru ófá bréfin, og hljóðupptökur jafnvel, sem gengu á milli okkar, til íslands frá mér í Kanada, á Nýja-Sjálandi og fleiri stöðum þar á milli - og frá íslandi til mín. Hversu oft hlustaði ég ekki á ljóðið sem þú sendir mér. Hún er enn til sú upptaka, og nú þegar rödd þín er þögnuð get ég hlustað á hana aftur, aftur og aftur. Það var mik- il gleði við endurfundi, þegar ég flutti heim með fjölskyldu mína frá Kanada árið 1980. En fáum árum seinna sátum við saman við banabeð mömmu og horfðum á eftir henni inn í eilífð- ina. Þrautseigja þín gegn áföllum var ekki sú sama án mömmu, en þú barst þig þó vei. Þú beindir kröftum þínum að þeim sem þér fannst hafa orðið útundan í lífsbar- áttunni, þótt þú fengir aldrei gold- inn þann greiða til baka. Sjálfur fannstu ekki til vöntunar á verald- legum gæðum, og gladdist yfir litlu. Anægjan sem geislaði af þér við nostur á „Félaganum" var lýsandi um hversu mikilvægt það var þér að falla aldrei verk úr hendi. Það varð mikið áfall fyrir þig í vor, að veikjast og finna máttinn þverra svo hratt. Þú, sem hafðir aetíð verið svo heilsuhraustur og getað hrist af þér hina ýmsu kvilla eins og vatn, þú varðst skyndilega uiáttvana. í fyrstu skildum við þetta ekki. En þegar okkur setti hljóð fórum við að skynja áratog feijumannsins mikla, og þeim mun lengur sem við biðum og þeim mun betur sem við hlustuðum heyrðum við hann nálgast. Við töluðum aldr- ei um kveðjustundina, en þegar dró að lokum óskaðir þú eftir að fá að vera heima í lengstu lög. Við systk- inin hnepptum okkur í kringum þig, og með hjálp góðra manna var okkur gert kleift að verða við þinni hinstu ósk, og biðum með þér. Elsku pabbi minn, ég minnist þín sem stórbrotins og ástríðufulls manns, sem hafði til brunns að bera afburða karlmannleika, fríð- leika og líkamsgetu, en líka auð- mýkt og næmni sem kveikti í þér ást á ljóðum og kveðskap - og ljáði þér tungu skáidsins, þegar mikið bar við. Þökk fyrir samfylgdina, þökk fyrir allt sem þið mamma gáfuð mér og eigið eftir að gefa börnunum mínum. Ljós ykkar mun lýsa okkur fram veginn. Inga. VALBERG G UNNARSSON + Valberg Gunnarsson var fæddur á Akureyri 1. maí 1985. Hann lést al slysförum 21. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 29. september. Ég kveð þig, elsku bróðir, með söknuði, þú varst ekki bara bróðir minn heldur líka minn allra besti vinur. Manstu þegar við lágum uppi í rúmi og hlustuðum á Gauragang, eða þegar við fórum til Njarðvíkur, og við sem vorum búin að ákveða að fara í leikhús saman. Það er tómlegt að vakna á morgnana og verða að trúa því að þetta er ekki bara vondur draumur. En guð hefur valið þér annað hlutverk og æðra. Elsku Valli, mynd þín er ávallt í huga mér og ég mun aldrei gleyma góðu stundunum sem við áttum saman. Sunna. Elsku Valli, það er sorglegt til þess að hugsa að þú sért farinn frá okkur. Það er skrýtið að á sama tíma og allt er að vakna til lífsins í kringum okkur skuli dauðinn knýja dyra. Hvers vegna eiga sér stað hræðileg slys? Hvers vegna er unga fólkið sem er rétt að byija lífíð tekið burt? Mikið var gaman þegar Valli var hjá okkur austur á Djúpavogi um páskana. Við fórum í svo marga leiki og byggðum okkur kofa, Við réttum Valla spýturnar, hann sá um að negla saman og saga spýt- urnar til í passlegar stærðir. Við áttum svo skemmtilegar stundir saman bæði um páskana og í sum- ar þegar við komum suður til þín. Guð veri með þér, Valli frændi. Þínar frænkur, Sigríður Ósk Beck og Krist- björg Viglín Víkingsdætur. Elsku Valli, erfitt er að skilja hvers vegna þú varst hrifinn á brott frá okkur svona ungur. En þegar stórt er spurt er fátt um svör. Ég mun aldrei gleyma umhyggj- unni sem þú barst fyrir Garðari Breka, þú hafðir stórt hjarta sem aldrei mátti neitt aumt sjá. Þú munt ávallt eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Megir þú hvíla í friði hjá guði og er ég þess full- viss að við munum hittast þegar minn tími mun koma. Ég kveð þig með tregafullum söknuði í hjapft* og megi guð fylgja þér. Hér hvíla þeir sem þreyttir gönp luku í þagnar brag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfínn dag. Ó pðir, þér, sem örlög okkar veflð svo undarleg. Það misstu allir allt, sem þeim var gefið, og einnig ég. Og ég, sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró, hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir.'í'* eða hinn sem dó. (Steinn Steinarr.) Lena, Eiríkur og Garðar Breki. ernig líður börnunum okkar? Jákvæð umfjöllun um okkur sjálf Töröktóber 1997 ALÞJÓÐLEGUR GEÐHEILBRIGÐISDAGUR # Kynning: Huað er Fjölskyldulínan 800 5090? Huað er klúbburínn Geysir? # Kynning: Heimasíða Geðhjálpar # Tónlist: Súrefni # Kynning: Geisladiskurinn "VUho is stealing my mind? # Óuæntur endir! # Tónlist: UUiseguys, gestahljómsueit frá Englandi # 18,00 Dagskrárlok # 14,00 Opið hús: Barna- og unglingageðdeild, Dalbraut Félagsmiðstöð Geðhjálpar, Hafnarbúðum # 14,00 Myndlistarsýning gesta í athuarfinu Uin, Rauða Krosshúsinu, Efstaleiti # 16,00 Ganga frá Hafnarbúðum í Háskólabíó # 16,30 Hátíðardagsskrá í Háskólabíói # Áuörp: Pétur Hauksson, formaður Geðhjálpar Ingibjörg Pálmadóttir, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Eydís Sueinbjarnardóttir, Barna- og unglingageðdeild # Tónlist: Unglingar frá Barna- og unglingageðdeild Aöstandendur hátíðarinnar: Geðhjálp i samstarfi við Barna- og unglingageðdeild, Geðverndarfélag íslands og Rauða Kross (slands. Styrktaraðilar: Heilbrigðisráðuneytið, Félagsmalaráðuneytið, Dagskráin, Lyfjaverslun íslands Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.