Morgunblaðið - 10.10.1997, Síða 47

Morgunblaðið - 10.10.1997, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 „47 BRÉF TIL BLAÐSINS Frá Önundi Ásgeirssyni: ISLENZKIR stjórnmálamenn, og einkum ráðherrar, eru vanir því að vasast í alls konar málum sem koma stjórnsýslunni ekkert við. Þeir stjórna með tilskipunum eins og gert er í Rúss- landi og giiti jafnt fyrir embættis- menn zarsins, sovétsins og nú lýðveldis Jeltsíns, og heitir þar í landi „úkas“. Þekktasta nýlegt dæmi hér er „útk- ast“ Alberts Guðmundssonar, en hann kom standandi niður, stofn- aði sinn eigin flokk á viku, mætti tvíefldur til næsta þings og stillti fyrri flokki sínum upp við vegg. Stjórnsýslan getur vérið margbrot- in. Ætli ísland sé ekki miðstýrð- asta land heims nú utan Kína? Mismunandi miðstýring Við sjáum tvö dæmi um mis- munandi miðstýringu þessa dag- ana. Annars vegar er hið glæsilega afrek samgönguráðherrans með byggingu Hvalfjarðarganganna, sem gert er án kostnaðar fyrir rík- issjóð, þar sem allir græða á ágæt- um verkfræðilegum framkvæmd- um. Verkið er unnið í samstarfi við verkfræðinga Vegagerðar rík- isins, sem jafnframt hefir tekið að sér aðlögun og frágang á vegakerf- inu að jarðgöngunum, sem nú er Tómlæti stjórn- sýslunnar að mestu iokið og kosta um 800 milljónir króna. Hins vegar höfum við til saman- burðar „Monsterið" við snjóflóða- varnir á Flateyri. Þar tók miðstýr- ingin völdin, bannaði verkfræðing- um Vegagerðarinnar að koma þar nærri og með valdboði fyrirskipaði hinar mislukkuðu framkvæmdir í Eyrarfjalli þar, án þess að fram færu nauðsynlegar athuganir á forsendum þeirra eða öðrum mögu- leikum, sem þar voru til staðar og voru miklum mun hagstæðari. Nú, þegar líður að lokum byggingar varnargarðanna, er þegar komið í Ijós, að hér er um stófelld verk- fræðileg mistök að ræða við hönn- un þeirra. Sennilega eru þetta mestu verkfræðilegu rnistökin, sem unnin hafa verið á íslandi. Hvers vegna fer engin athugun fram á þessum mistökum? Aðalhönnuðir veksins, NGI í Ósló, neita að svara um hver beri ábyrgð á hönnun- armistökum þeirra. Er hönnunar- vinna þeirra unnin af einstökum verkfræðingum þar, eða er kannske norska ríkið ábyrgt fyrir vinnu stofnunarinnar? Það vantar Meira um dulmálið í Biblíunni Frá Þórarni Árna Eiríkssyni: FÖSTUDAGINN 3. október birti Morgunblaðið bréf frá lesanda um bókina The bible Code eftir blaða- manninn Michael Drosnin, en hún fjallar um dulmál í Biblíunni. í bréfinu er vitnað í kynningarorð á kápusíðu bókarinnar, en þar segir meðal annars: „Dulmálið var leyst af ísraelskum stærðfræðingi sem kynnti niðurstöður sínar í þekktu vísindariti. Þær hafa síðan verið staðfestar af kunnum stærðfræð- ingum víða um heirn." Og síðar segir: „Drosnin átti líka viðtöl sér- fræðinga í Bandaríkjunum og víðar og eyddi mörgum vikum í rann- sóknir með hinum heimskunna stærðfræðingi dr. Eliahu Rips sem fyrstur uppgötvaði dulmálið. Hann hitti líka fræga stærðfræðinga við Harvard- og Yale-háskólana og Hebreska háskólann." Af ofangreindum tilvitnunum mætti draga þá ályktun að mál- flutningur Drosnins væri í sam- ræmi við álit allra helstu stærð- fræðinga heims. Því er ástæða til að birta hér, í lauslegri þýðingu, hluta af athugasemdum Shlomo Sternbergs við þessa dulmálsum- ræðu, en hann er prófessor í stærð- fræði við Harvard-háskóla. Grein hans er í nýju september-hefti Notice of the American Mathe- matical Society. The Bible Code eftir Michael Drosnin byggir á blekkingu, sem tveir ísraelsmenn, E. Rips og D. Witztum, halda fram. Þeir fullyrða að skilaboð um framtíðina séu fal- in í hebreskum texta Biblíunnar á dulmáli sem aðeins sé hægt að t'áða með tölvum. Auðvelt er að gefa gagnorða skýringu á því að þetta er blekking. I fyrsta lagi; forsenda „ráðning- ar“ þessara „duldu skilaboða" er að núverandi rafræn (Koren) út- gáfa Biblíunnar sé „hinn uppruna- legi hebreski texti" stafréttur. Svo er þó ekki og er þar ekki um trúar- atriði að ræða, heldur staðreynd. Strangtrúaðir gyðingar hafa Talm- úð sannarlega í hávegum. En allir þeir sem lesa Talmúð af gerhygli vita að þar eru margar tilvitnanir í Hebresku Biblíuna sem gefa til kynna að texti hennar hafi verið öðruvísi en _sá sem við höfum nú í höndum. í Mósebókunum fimm eru um hundrað staðir þar sem ósamræmis gætir. í fimmtu Móse- bók einni má finna fjörutíu og eitt dæmi þess að einu elsta handriti Biblíunnar, Leningrad codex (frá árinu 1009) (sem líka er til á raf- rænu formi), ber ekki saman við Koren-útgáfuna, sem Rips og Witztum notuðu. Raunar var staf- setning Hebresku Biblíunnar ekki samræmd fyrr en á sextándu öld þegar prentuð útgáfa varð grunnur að samræmdum texta, sem var fáanlegur víða um lönd. í öðru lagi; „dulin skilaboð" af sama tagi og þau sem Drosnin, Rips og Witztum telja upp, má fá úr hvaða texta sem er, ef hann er nógu langur og það hefur reynd- ar verið gert. Brendan Mckay, tölvunarfræði- skor Þjóðarháskóla Ástralíu, birtir einnig athugasemd í sama hefti fyrrnefnds tímarits. Hann segist hafa beitt aðferðum Drosnins á enska útgáfu skáldsögunnar Moby Dick og fundið þar „dulda spá- dóma“ um morðin á Trotsky, Gandhi og Robert Kennedy. Brend- an Mckay segir einnig að í skáld- sögunni sé að finna „dulda spá- dóma“ um tíu önnur morð, meðal annars á Michael Drosnin. ÞÓRARINN ÁRNI EIRÍKSSON, stærðfræðingur. t FRYSTIKISTUR /¥nniMnmiiiiiiniittiwk 234 Itr. 2 köríur 39.990 stgr. 348 Itr. 3 körfur 45.990 stgr. 462 Itr. 4 körfur 53.990 stgr. 576 Itr. 5 körfur 68.380 stgr. Góðir greiðsluskilmálar. [ImtsI VISA og EURO raðgreiðs ur án útb. Fyrsta flokks frá /rOniX HATUN Í>A - SIMI 552 4420 Vinsamleg kveðja ogábendingar til Skífunnar svör við spurningunni, en þau fást ekki nema fram fari verkfræðileg skoðun á fyrirbrigðinu. Upphafleg- um hönnunartillögum hefir verið gjörbreytt. Ákveðið hefir verið að lækka varnargarðana, sem voru ákveðnir 20 m efst í Eyrarfjalli. Um þetta sagði NGI: „Vollene og kanalen maa være saa store som forslaget foreskriver.“ Sjá bréf NGI 20.08.96. Það var enginn „kanal“ í tillögum þeirra. Nú á að grafa 200.000 rúmmetra af jörð burt úr Hryggnum ofan varnar- garðsins til að gera slíkan „kanal.“ Hafa þeir skipt um skoðun? Eru þeir trúverðugir? Framkvæmdastjóri VST hefir bannað starfsmönnum sínum að gefa upplýsingar um verkið. Er slíkt samþykkt af stjórnsýslunni? Sjálfur hefir hann skriðið úr skjól- inu til að atyrða mig, en það hefir engin áhrif á snjóflóð eða varnir á Flateyri. Hvaða tryggingu setti VST fyrir réttri hönnun verksins gagnvart stjórnsýslunni? Það reyn- ir á þetta nú, þegar tillögunum hefir verið breytt í miðjum klíðum. Hver samþykkti breytingarnar? Umhverfisráðuneytið hefir tekið að sér að greiða allan kostnað af framkvæmdum vegna varna á Flateyri með opinberu fé. Þetta verður sennilega um 800 milljónir, þegar upp er staðið. Þessu verði keyptu þeir samþykki ísafjarðar- bæjar. En jafnframt tóku þeir á sig alla ábyrgð á kostnaði af verk- inu. Tómlæti er ekki viðurkennd stjórnsýsluaðferð. Almenningur í landinu á rétt á fullnægjandi upp- lýsingum um málið. Það er erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að bera ábyrgð á slíkri framkvæmd. Fram- sókn hefir jafnan reynzt Sjálfstæð- isflokknum erfitt bijóstabarn. ÖNUNDUR ÁSGEIRSSON, fv. forstjóri Olís. Frá Ólafi Auðunssyni: ÉG VAR að lesa í Tónlistartíðindum að nú um jólin eigi loksins að gefa út á geisla „Drög að sjálfsmorði" með Megasi. Þessu fagna ég og ör- ugglega allir hinir Megasaraðdáend- urnir því tónleikar þessir og „pró- gramm“ er með því albesta sem meistari Megas hefur gert þó að hann láti lítið yfir því sjálfur. í við- tali við mig í Gautaborg ’89 sagði hann plöturnar niðurdrepandi en ég er honum algerlega ósammála og set DAS reglulega undir nál mér til upp- lyftingar. Á þessum tónleikum spilaði frábær sveit og gerðu að mínu mati Björg- vin Gíslason og Pálmi Gunnarsson sitt besta hingað til. Björgvin tekur stórkostlegt gítarsóló í „Fatamorg- ana“ og í „Skríddu ofaní öskutunn- una“ og fleiri lögum og bassaleik Pálma er unun að hiýða á. Að hinum ólöstuðum bera þeir af. Lárus Gríms- son er góður á Hammondorgelið en hverfur svolítið bak við en líklega má kenna þar hljóðblöndun um. Guð- mundur heitinn Ingólfson spilaði á píanó og er meiriháttar, sérstaklega í laginu góða um „Grísalappalísu". Sigurður Karlsson lék á trommur og minnir mig að hann hafi fyrir þessa tónleika fjárfest í nýju setti. Siggi og Pálmi voru á þessum tíma meistarar saman á bassa og tromm- ur og þá sérstaklega á þessum plöt- um. Yfir þessu öllu saman trónaði svo Megas og þó svo ég sé búinn að sjá í Svíþjóð tónleika með Van Morrison, Pink Floyd og fleirum þá slá þeir ekki við þessum tónleikum. Tónleik- arnir með Rolling Stones 90 í Gauta- borg komast næst DAS. Enn svona að lokum. Væri ekki hægt að bæta örlitlu við af ljósmynd- um frá tónleikunum. Loftur Ásgeirs- son og Leifur Rögnvaldsson mynd- uðu og ég held fleiri. Einnig ljós- mynduðu einhverjir æfingar sem fóru fram í Hljóðrita. Á fyrri tónleikunum var einhver sem kvikmyndaði á 8 eða 16 mm og væri óborganlegt ef hægt væri að fá að sjá þá filmu í sjónvarp- inu. Og allra síðast. Væri ekki snið- ugt að safna nokkrum lögum saman með Megasi þar sem Björk syngur bakrödd og gefa út erlendis? I Sví- þjóð var maður oft spurður hvort ekki væri eitthvað slíkt til með Björk. Benti maður fólki á Gling Gló en hana var erfitt að nálgast. Ég sá einu sinni notað eintak í „safnara- búð“ í Gautaborg á 2.000 ísl. kr. Hér er tækifæri á ferð sem hik- laust á að notfæra sér. Megas má selja sem „world musik" alveg eins og Manu Dibango, Salif Keita, Mori Kante og fleiri. í Bengans, stærstu hljómplötu- verslun Gautaborgar, er stór deild með „world musik“ en ekkert ís- lenskt var þar að finna, því miður. Þarna mætti byrja á Megasi því hann er mestur og bestur og íslenskastur af öllum þeim sem hér fást við dæg- urtónlist. Með kærri kveðju og þökk til bæði Megasar og Skífunnar fyrir frábæra tónlist og útgáfu. ÓLAFUR AUÐUNSSON Garðaholti 8 B, Fáskrúðsfirði. LAUGAVEGUR 95-97 BAKATIL. S. 552 1444. S. 552 1844. herrafatnaður ÆVIHTÝRALEG VERÐ aðeíns i 1 daga lau. 10-16 sun. 11-18 Lager ONLY JEANS WEAR dömufatnaður Kemdu og gramsaðu á lagernum okkar. VERO mODA dömufatnaður J barnafatnaður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.