Morgunblaðið - 10.10.1997, Side 48

Morgunblaðið - 10.10.1997, Side 48
48 -föstudagur 10. október 1997 MORGUNBLAÐIÐ Domus Medica 551 8519 Kringlunni 568 9212 Verð: 3.995,- Tegund: Ciao Bimbi 711 Svart og brúnt leður Mikið úrval af barnaskóm í stærðum 23-30 STEINAR WAAGE Kópavogs apótek, Hamraborg 1 1, Kópavogi, sími 554 0102 I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Til íhugunar STUNDUM velti ég því fyrir mér hvort maður er kominn af íslenska aðlin- um hans Þórbergs eða ekki. Við erum fámenn þjóð, meira og minna skyld innbyrðis, í mörgum | tilfellum án þess að vita það. Nema hvað - íslend- ingum á íslandi í dag er búið að skipta í þijá hópa, lágstétt, millistétt og há- stétt. Hástéttin, valda- stéttin, er nokkurs konar mafía, sem hefur flölda óveðursguða í sinni þjón- ustu, til að lækka rostann í sauðsvörtum almúgan- um, sem lifir ekki af laun- unum sínum. Hástéttin, hún hefur sko allt til alls og leyfir sér allt í skjóli valdsins. Þarna trónir til að mynda Seðlabankahús- ið, svarti kassinn, í óþökk borgaranna, svo nokkrir útvaldir geti ótruflaðir notið útsýnisins til Esj- unnar - við hin stöndum á lækkuðum Arnarhól. Nú, nú, valdastéttin hirðir þvílíka skattapró- sentu af kaupi afa og ömmu þjóðfélagsins að lít- ið er eftir, burtséð frá því hvort forsjónin standi fyrir skuld sinna afkomenda. Þetta eigum við að þakka lánskjaravísitölunni, sæll- ar minninar, sem komið hefur ijölda af heiðvirðu fólki á vonarvöl og ekkert er gert enn í dag til að stöðva þennan lögvernd- aða vaxtaþjófnað. Og plokkið heldur áfram, því margt smátt gerir eitt stórt. Nú þyrfti Rauði krossinn að efna til nám- skeiðs fyrir almenning, þó ekki væri nema til að kenna honum að taka gifs af brot/ium útlim, því ef það kostar fjögur þúsund kall fyrir þolandann, já, dýr verður Hafliði allur. Guðrún Jacobsen, Bergstaðastræti 34. Fyrirspurnir GRÉTA hafði samband við Velvakanda og var hún með tvær spurningar sem hana langar til að fá svar við: Mig langar að vita hvar þeir fást þessir uppskrift- arbæklingar með kart- öfluréttum frá kartöflu- bændum. Eins hvort einhver viti hvar fást sultur fyrir syk- ursjúka. Upplýsjngar fylgi með bréfum til birtingar AÐ GEFNU tilefni vill Velvakandi benda fólki á að til að fá birtingu í dálk- inum þarf að fylgja með bréfum fullt nafn, heim- ilisfang og sími. Tapað/fundið Gleraugu týndust á Laugavegi GLERAUGU í brúnu hulstri týndust á Lauga- vegi 7. okt. milli kl. 17-18. Finnandi vinsamlegast hringið í síma 588-9533. Árnað heilla Ljósmyndarinn - Lára Long. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. júní í Lágafellskirkju af sr. Gunnari Kristjánssyni Sigrún Bjarnadóttir og Ólafur Magnússon. Heimili þeirra er að Ásgarði, Kjós. Ljósmyndarinn - Lára Long. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst í Laugar- neskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Steingerður Sigþórsdóttir og Friðrik Höskuldsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Ljósmyndarinn - Lára Long. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. ágúst í Bústaða- kirkju af sr. Pálma Matthí- assyni Ragna Jakobsdótt- ir og ívar Gunnarsson. Heimili þeirra er í Reykja- vík. Ljósmyndarinn - Lára Long. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. desember ’96 í Há- teigskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Kolbrún Gísladóttir og Reynir H. Jónsson. Heimili þeirra er að Sigtúni 33, Reykjavík. Ljósmyndarinn - Lára Long. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 23. ágúst í Sel- jakirkju af sr. Valgeiri Ástr- áðssyni Sigríður Anný Axelsdóttir og Júlíus Rafn Júlíusson. Heimili þeirra er að Dalseli 33, Reykjavík. Ljósmyndarinn - Lára Long. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst í Dómkirkj- unni af sr. Jakobi Hjálmars- syni Sigríður Harðardótt- ir og Unnar Hermanns- son. Heimili þeirra er í London, Englandi. Víkveiji skrifar... SKATTURINN er einskonar and- litslaus stofnun sem virðist- stundum lúta öðrum lögmálum en aðrar þær stofnanir sem fólk þarf að eiga samskipti við. Þannig hugs- aði Víkveija að minnsta kosti þegar hann varð fyrir því í sumar að skatt- urinn bætti við skattstofn hans tekj- um, sem hann hafði talið fram þó með óbeinum hætti væri. Hann leit- aði leiðréttingar en var tjáð að hann þyrfti að kæra álagninguna. Þetta þýddi að Víkveiji fékk ekki jafn háa endurgreiðslu í ágúst og hann hafði áætlað, og því riðluðust fjárhagsáætlanir hans nokkuð. Vík- verji taldi sig þó ekki þurfa að grípa til sérstakra ráðstafana, þar sem mál hans væri ekki flókið og því þyrfti varla að bíða niðurstöðunnar lengi. En vikurnar liðu og komið var fram í október án þess að nokk- uð fréttist. Víkveiji hafði þá samband við skattstofuna og spurðist fyrir um hvað kærunni liði. Þá kom í ljós aö hún hefði lent í kærufiokki sem ekki væri farið að líta á enn og engin svör fengust um hvenær það yrði gert. Þó sagði starfsmaður að ætlast væri til þess að kærur væru afgreiddar innan þriggja mánaða frá því kærufrestur liði, en svo yrði að koma í ljós hvort það tækist, enda hefðu embættinu borist um 5.000 kærur! Annar starfsmaður hafði raunar góð orð um að mál Víkveija yrði skoðað eins fljótt og auðið væri. xxx VIÐ íslendingar þurfum kannski ekki að kvarta yfir okkar skatti, í ljósi frétta sem ný- lega bárust frá Bandaríkjunum. Þar hefur komið í Ijós, að skatt- heimtan hefur beitt fölsunum og ofsóknum til að fylla upp í skatt- heimtukvóta. Þannig hefði skattur- inn m.a. elst við lágtekjufjölskyldur og aðra þá sem auðvelt yrði að hafa undir, þar sem stjórnendur hefðu sett ákveðin markmið um það hve mikið fé yrði innheimt, og þannig knúið starfsmenn til að of- sækja saklaust fólk. Samt finnst Víkveija að íslenski skatturinn mætti vel hafa mann- eskjulegra yfirbragð. Það hafa ýms- ar stofnanir tekið miklum stakka- skiptum á undanförnum árum. Vík- veija dettur t.d. í hug bílaskoðun. Þar hefur viðhcrfið til viðskiptavina hefur gerbreyst eftir að ríkið missti einkarétt á þeirri starfsemi og bíla- skoðunarfyrirtæki fóru að keppast um hylli bíleigenda. Ef aðeins væri nú hægt að koma á samkeppni í skattinum!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.