Morgunblaðið - 11.10.1997, Side 6

Morgunblaðið - 11.10.1997, Side 6
6 E SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 MORGUNB LAÐIÐ Daihatsu Charade TX 1,3 1.128.000 kr. DAIHATSU Charade var einn mesti seldi smábíllinn á ís- landi fyrir nokkrum árum. Hann kom fyrst á markað 1978 og var þá kjörinn bíll ársins í Japan. Charade er nú enn betur búinn með rafdrifnum rúðum, samlæsingum og líknarbelg. Bíllinn er með vökvastýri og 1,3 lítra, 16 ventla vél og hann er einnig fáanlegur CX fimm dyra og kostar þá 1.178.000 kr. Sjálfskipting kostar 120.000 kr. aukalega. • Vél: 1,3 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 84 hö við 6.500 snúninga á mínútu. • Tog: 105 Nm við 5.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 375/162/139 sm. 830 kg. • Eyðsla: 8,1 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Bein fjölinnsprautun. • Umboð: Brimborg hf., Reykjavík. 160 km/lckt I4,5sek 13,75 kg/ha 6,51 FIAT Punto var valinn bíll ársins í Evrópu 1995. Punto er fáanlegur í ýmsum útgáfum. Hér á landi er hann boðinn með miklum búnaði, m.a. hemlalæsivörn, tveimur líknar- belgjum, beltastrekkjurum, rafmagni í rúðum, vökva- stýri, samlæsingum, og eins og aðrir bílar frá Fiat með 8 ára ryðvarnarábyrgð á gegnumtæringu. Þriggja hurða útgáfan kostar 1.072.000. • Vél: 1,2 lítrar, 8 ventlar, 4 strokkar. • Afl: 60 hö við 5.500 snúninga á mínútu. • Tog: 96 Nm við 3.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 377/163/145 sm, 825 kg. • Eyðsla: 6,5 I í blönduðum akstri. • Eidsneytiskerfi: Bein innsprautun. • Umboð: ístraktor ehf., Garðabæ. I3l km/klst 19,4 sek 19,5 kg/ha 6I DAIHATSU Move er nýstárlegur borgarbíll með mikilli flutningsgetu. Hann er byggður á grind smábílsins Cu- ore og jafnlangur, 3,31 m, en er mun rúmbetri. Vélin er þriggja strokka, 0,9 lítrar og skilar 42 hestöflum. Þetta er því lítill og sparneytinn bíll sem gæti hentað litlum fyrir- tækjum eða fjölskyldum. • Vél: 0,9 lítrar, 3 strokkar, 6 ventlar. • Afl: 42 hö við 5.300 snúninga á mínútu. • Tog: 67 Nm við 3.800 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 331/139/169 sm. 820 kg. • Hleðslurými: Minnst 225 I. Mest 560 lítrar. • Eyðsla: 6,4 I míðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Bein fjölinnsprautun. • Umboð: Brimborg hf., Reykjavík. Fiat Punto 75 ELX 3 d 1.150.000 kr. 170 km/klst 12,0 sek 11,66 kg/ho 6,71 FIAT Punto mætti kalla lúxus-smábíl. Hann er með sama búnaði og SX gerðin og eins og aðrir bílar frá Fiat með 8 ára ryðvarnarábyrgð á gegnumtæringu. Búnaður umfram SX er auk öflugri vélar samlit hurðahandföng og speglar, þokuluktir og fjarstýrðar samlæsingar. Einnig er fáanleg gerðin 85 Sporting sem er með sömu vél nema hvað hún er 16 ventla og hefur sportsæti og álfelgur. Kostar sú gerð 1.190.000 kr. • Vél: 1,2 lítra, 8 ventlar, 4 strokkar. • Afl: 75 hö við 6.000 snúninga á mínútu. • Tog: 106 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 377/163/145 sm, 875 kg. • Eyðsla: 6,7 I í blönduðum akstri. • Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun. • Umboð: ístraktor ehf., Garðabæ. Fiat Cinquecento Sporting 890.000 kr. 150 km/klst 13,8 sek 13,9 kg/ha 6,21 FIAT Cinquecento er vel útbúinn þriggja hurða smábíll og er meðal hinna ódýrustu á markaðnum. Er þetta sá minnsti í Fiat-fjölskyldunni. Innifalið í 890 þúsund króna verðinu eru m.a. líknarbelgur í stýri, rafdrifnar rúður, samlæsingar, álfelgur, snúningshraðamælir, leðurstýri og gírstöng sportsæti, þjófavörn og 8 ára ryðvarnará- byrgð á gegnumtæringu. • Vél: 1,1 lítri, 8 ventlar, 4 strokkar. • Afl: 54 hö við 5.500 snúninga á mínútu. • Tog: 86 Nm við 3.250 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 322/148/143 sm, 725 kg. • Eyðsla: 6,2 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Bein innsprautun. • Umboð: ístraktor ehf., Garðabær. 170 km/klsl 12,7 sek 12,53 kg/ho 6,41 FORD kynnti nýjan Fiesta í haustið 1995 sem auk þess að vera gjörbreyttur í útliti er með nýrri 1.250 rúmsenti- metra léttmálmsvél. Að utan er bíllinn með sporöskju- laga grill sem einkennir alla Ford bíla, afturglugginn er stærri og afturlugtirnar breyttar. Flair er milligerð bílsins en hann er boðinn þannig hér á landi. Fiesta er t.a.m. boðin með upphitaðri framrúðu. • Vél: 1,25 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 75 hö við 5.200 snúninga á mínútu. • Tog: 110 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 383/163/132 sm. 940 kg. • Eyðsla: 6,4 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Bein fjölinnsprautun. • Umboð: Brimborg hf., Reykjavík. Hyundai Accent 1,3i LS 3 d 995.000 kr. - 170 km/klst 13,6 sek 12,93 kg/ha 6,51 HYUNDAI Accent kom nýr á markað 1994 en hann leysti af hólmi Pony. 1998 árgerðin er talsvert breytt frá fyrri gerð. Þetta er lítill og knár bíll sem gott er að aka. Með- al staðalbúnaðar er vökva- og veltistýri, litað gler, sam- litir stuðarar, útvarp/segulband og 4 hátalarar. Styrktar- bitar eru í hurðum, stillanleg öryggisbelti og fjölinn- sprautun. Bíllinn er einnig til fernra dyra stallbakur og fimm dyra hlaðbakur. 1,5 I, 90 hestafla bíllinn kostar 1.099.000 kr. • Vél: 1,3 lítrar, 4 strokkar, 12 ventlar. • Afl: 84 hö við 5.000 snúninga á mínútu. • Tog: 119 Nm við 3.100 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 410/162/139 sm. 970 kg. • Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun. • Umboð: Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Reykjavík. Hyundai Accent 1,3 5 d 1.119.000 kr. Hyundai Accent 1,3 4 d 1.119.000 kr. HYUNDAI Accent femra dyra er að mestu leyti svipaður þriggja dyra bílnum nema hvað hann er með skotti og þar af leiðandi lengri. Þetta er rúmgóður og knár bíll. Hann fæst með 1,3 og 1,5 lítra vélum og er vel búinn. Má þar nefna vökva- og veltistýri, litað gler, samlita stuðara og útvarp/segulband. Samlæsingar og rafmagn í rúðum er staðalbúnaður í 1,5 I bílnum. Hann kostar 1.189.000 kr. • Vél: 1,3 lítrar, 4 strokkar, 12 ventlar. • Afl: 84 hö við 5.000 snúninga á mínútu. • Tog: 119 Nm við 3.100 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 412/162/139 sm. 980 kg. • Eyðsla: 8 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun. • Umboð: Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Reykjavík. • Vél: 1,3 lítrar, 4 strokkar, 12 ventlar. • Afl: 84 hö við 5.000 snúninga á mínútu. • Tog: 119 Nm við 3.100 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 410/162/139 sm. 980 kg. • Eyðsla: 8 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun. • Umboð: Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Reykjavík. 170 km/klst 11,6 sek 11,6 kg/ha 8I HYUNDAI Accent fimm dyra er að mestu leyti svipaður og þriggja dyra bíllinn. Þetta er rúmgóður og knár bíll. Styrktarbitar eru í hurðum, stillanleg öryggisbelti og fjölinnsprautun. Hann fæst með 1,3 og 1,5 lítra vélum og er vel búinn. Má þar nefna vökva- og veltistýri, litað gler, samlita stuðara, útvarp/segulband. Samlæsingar og rafmagn í rúðum er staðalbúnaður í 1,5 I bílnum. Hann kostar 1.189.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.