Morgunblaðið - 11.10.1997, Side 10

Morgunblaðið - 11.10.1997, Side 10
10 E SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ 165 km/klst 13,7 sek 14,83 kg/ha 6,71 PEUGEOT 106 er á svipuðu verði og í fyrra. Þá kom bíllinn örlitið breyttur í útliti. Þessi minnsti bíll Peugeot er lítill, léttur og hagkvæmur borgarbíll sem er fáanlegur einnig með sjálfskiptingu. Hann er þó án vökvastýris. Vélin er 1,1 lítra, 60 hestafla. Bíllinn er framhjóladrifinn. Fimm dyra útfærslan kostar 1.095.000 kr. • Vél: 1,1 lítri, 4 strokkar, 8 ventlar. • Afl: 60 hö við 6.200 snúninga á mínútu. • Tog: 88 Nm við 3.800 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 368/159/138 sm. 890 kg. • Eyðsla: 6,7 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Bein innsprautun. • Umboð: Jöfur hf., Kópavogur. 170 km/klst E.u. 10,47 kg/ha 6,61 SUZUKI Baleno er sá stærsti sem Suzuki smíðar í fólks- bílaflokki. Á þessu ári hafa selst kringum 200 bílar af öll- um gerðum Baleno. Tveir líknarbelgir eru staðalbúnað- ur. GL er einnig fáanlegur fernra dyra stallbakur. Hann er með sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum. Þrennra dyra beinskiptur kostar hann 1.140.000 kr., 1.240.000 kr. sjálfskiptur. • Vél: 1,3 lítra, 16 ventlar, 4 strokkar. • Afl: 85 hö við 6.000 snúninga á mínútu. • Tog: 106 Nm við 3.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 3ra dyra: 387/168/139 sm, 890 kg. • Eyðsla: 5,6 I á 90 km hraða; um 8 I í bæjarakstri. • Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun. • Umboð: Suzuki bílar hf., Reykjavík. 157 km/klst 16,3 sek 16,7 kg/ho 6,61 VW Golf er einn mesti sölubíll allra tíma en hann kom fyrst á markað 1974. Bíllinn sem nú er boðinn er af þriðju kynslóð. Framleiddir hafa verið yfir 17 milljónir Golf bíla frá 1974. Golf hefur verið vel tekið hér á landi og þótt ódýr í rekstri og áreiðanlegur. Golf CL 1400 er framhjóladrifinn og er aðeins fáanlegur 3ja dyra. • Vél: 1,4 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. • Afl: 60 hö við 5.200 snúninga á mínútu. • Tog: 107 Nm við 2.800 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 402/169/142 sm. 1.075 kg. • Eyðsla: 5,4 I miðað við jafnan 90 km hraða og 6,6 I innanbæjar. • Eldsneytiskerfi: Rafstýrð fjölinnsprautun. • Umboð: Hekla hf., Reykjavík. 155 km/klst 15 sek 9,70 kg/ha 6,21 RENAULT Clio kom fyrst á markað 1991 breyttist 1997 og er árgerð 1998 óbreytt frá fyrra ári. Bíllinn hefur hlot- ið fjölda verðlauna, var kjörinn bíll ársins í Evrópu þegar hann kom fram og hefur einnig hlotið Gullna stýrið í Þýskalandi. Bíllinn er m.a. með fjarstýrðum samlæsing- um, fjarstýrðu útvarpi, samlitum stuðurum og loftpúða í stýri. Clio er með styrktarbitum í hurðum. • Vél: 1,2 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. • Afl: 60 hö við 6.000 snúninga á mínútu. • Tog: 85 Nm við 3.500 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 371/163/139 sm. 825 kg. • Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun. • Umboð: Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Reykjavík. Renault Twingo 978.000 kr. RENAULT Twingo vakti mikla athygli þegar hann kom fyrst á markað 1993. Hann er afar óvenjulegur í formi, smábíll með óvenjumiklu innanrými. Verðið er með þeim hætti að yngri sem eldri gætu ráðið við það. Bíllinn kem- ur nú með loftpúða í stýri, rafdrifnum framrúðum og speglum og fjarstýrðri samlæsingu. • Vél: 1,2 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. • Afl: 55 hö við 5.300 snúninga á mínútu. • Tog: 90 Nm við 2.800 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 343/163/142 sm. 810 kg. • Eldsneytiskerfi: Bein innsprautun. • Umboð: Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Reykja- vík. Suzuki Swift GLS 165 km/klst 13,0 11,16 kg/ho 5,91 SUZUKI Swift GLS er minnsti bíllinn í Suzuki fjölskyld- unni en hún hefur stækkað og breyst talsvert síðustu ár- in. Þriggja hurða Swift er líka einn ódýrasti bíllinn á markaði en hefur samt tvo líknarbelgi sem staðalbúnað. Hann er með 1,3 lítra vél sem skilar 68 hestöflum og er með sjálfstæðri MacPherson gormafjöðrun. Hann fæst aðeins með fimm gíra handskiptingu. • Vél: 1,3 lítrar, 8 ventlar, 4 strokkar. • Afl: 68 hö við 6.000 snúninga á mínútu. • Tog: 99 Nm við 3.500 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 374/159/135 sm. 780 kg. • Eyðsla: 4,8 I á 90 km hraða, um 7,8 I í bæjarakstri. • Eldsneytiskerfi: Bein innsprautun. • Umboð: Suzuki bílar hf., Reykjavík. 165 km/klst 13,0 11,16 kg/ha 5,91 SUZUKI Swift GLS er minnsti bíllinn í Suzuki fjölskyld- unni en hún hefur stækkað og breyst talsvert síðustu ár- in. Fimm hurða Swift er örlítið dýrari en þriggja hurða út- gáfan en samt sem áður einn ódýrasti bíllinn á íslensk- um bílamarkaði. Meðal staðalbúnaðar eru tveir líknar- belgir. Hann er með 1,3 lítra vél sem skilar 68 hestöflum og er með sjálfstæðri MacPherson gormafjöðrun. Hann fæst aðeins með fimm gíra handskiptingu. • Vél: 1,3 lítra, 16 ventlar, 4 strokkar. • Afl: 68 hö við 6.000 snúninga á mínútu. • Tog: 99 Nm við 3.500 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 384/159/135 sm. 810 kg. • Eyðsla: 4,8 I á 90 km hraða; um 7,8 I í bæjarakstri. • Eldsneytiskerfi: Bein innsprautun. • Umboð: Suzuki bílar hf., Reykjavík. VW Polo 1400 5 dyra 1.099.000 kr. VW Polo Fox 1000 988.000 kr. I5l km/klst 18,5 sek I9,l kg/ha 6,61 NÝ og fersk hönnun einkennir Polo, sem klæddur var í nýjan búning árið 1995. Hann er nú orðinn straumlínu- lagaðari og rúmbetri en áður. Eins lítra vélin, sem áður skilaði 45 hestöflum, er nú orðin 50 hestöfl og munar miklu um það. Þá er vökvastýri orðinn staðaibúnaður. Polo hlaut hin virtu verðlaun Gullna stýrið árið 1995 og 2. verðlaun í kjöri um Bíl ársins í Evrópu sama ár. • Vél: 1,0 lítrar, 8 ventlar, 4 strokkar. • Afl: 50 hö við 5.000 snúninga á mínútu. • Tog: 86 Nm við 3.000-3.600 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 371/165/142 sm. 955 kg. • Eyðsla: 6,6 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Bein innsprautun. • Umboð: Hekla hf., Reykjavík. 160 km/klst 14,9 sek 16,33 kg/ho 6,31 VW Polo 1400 fæst bæði 3ja dyra og fimm dyra. Staðal- búnaður í Polo 1400 er vökvastýri. Vélin er öllu snarpari en í Polo 1000, eða 60 hestöfl á móti 50 og togið meira eða 107 Nm við 2.800 snúninga miðað við 86 Nm. Polo var í öðru sæti í kjöri um Bíl ársins í Evrópu í 1995. Bíll- inn er 8 sm breiðari og 7,5 sm hærri en fyrri kynslóð. Þriggja dyra útfærslan kostar 1.050.000 kr. • Vél: 1,4 lítrar, 8 ventlar, 4 strokkar. • Afl: 60 hö við 5.200 snúninga á mínútu. • Tog: 107 Nm við 2.800 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 371/165/142 sm. 980 kg. • Eyðsla: 6,3 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Rafstýrð innsprautun. • Umboð: Hekla hf., Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.