Morgunblaðið - 11.10.1997, Side 12
12 E SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Fólksbíll með bensínvél, 1.600 rúmcm. eða minni, eða dieselvél, 2.100 rúmcm. eða minni
Dæmi um skiptingu
Hlutur framleiöandans,
43%
Flutningur o.fl.,
10% '
bílverðsins?
Ríkið,
35%
Innkaupsverð 43% 559.000
Flutningur, vátrygging, vextir, skráning 10% 130.000
Ríkið, þ.e. vörugjald og virðisaukaskattur 35% 455.000
Hlutur umboðs, álagning, ábyrgð, frágangur 12% 156.000
SAMTALS 100% 1.300.000
Umboöið,
12%
Daihatsu Gran Move CX 1.5 1.398.000 kr.
16S km/Klst i'Lísek ll,B3kg/fto /,6I
DAIHATSU Gran Move kom á markað á þessu ári og
hefur selst mjög vel í heimalandinu, Japan. Gran Move
er stóri bróðir Move. Hann er byggður á grind Charade
en er nokkru lengri. Gran Move gæti verið valkostur við
ýmsar langbaksgerðir bíla. Hann er boðinn með 90
hestafla vél.
• Vél: 1,5 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar.
• Afl: 90 hö við 6.200 snúninga á mínútu.
• Tog: 119 Nm við 3.600 snúninga á mínútu.
• Mái og þyngd: 406/164/158 sm. 1.065 kg.
• Hleðslurými: Minnst 400 I. Mest 850 lítrar.
• Eyðsla: 7,6 I miðað við blandaðan akstur.
• Eldsneytiskerfi: Bein fjölinnsprautun.
• Umboð: Brimborg hf., Reykjavík.
180 km/klst 10,9 sek 12,5 kg/ho 7,61
FIAT Brava er fimm dyra útfærsla á bíl ársins 1996 í Evr-
ópu og hefur hann sama staðalbúnað og þriggja hurða
Bravo SX 1,6. Er það m.a. hemlalæsivörn, tveir líknar-
belgir, rafmagn í framrúðum, samlæsingar, hæðarstilling
á ökumannssæti og fimm hnakkapúðar. Sjálfskiptur bíll
með spólvörn í skiptingunni kostar 1.490.000 kr.
• Vél: 1,6 lítrar, 16 ventlar, 4 strokkar.
• Afl: 103 hö við 5.750 snúninga á mínútu.
• Tog: 144 Nm við 4.000 snúninga á mínútu.
• Mál og þyngd: 403/176/142 sm, 1.050 kg.
• Eyðsla: 7,6 I blönduðum akstri.
• Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun.
• Umboð: ístraktor ehf., Garðabæ.
Fiat Bravo SX 1,4
—,----—
1.250.000 kr.
——
170 km/klsl I3,8sek 12,5 kg/ho 7,01
FIAT Bravo heitir þriggja hurða útgáfan í þessari línu en
fimm hurða gerðin nefnist Brava. Meðal staðalbúnaðar í
þriggja hurða gerðinni eru hemlalæsivörn, tveir loftpúð-
ar, samlæsingar, vökvastýri, rafmagn í rúðum, fimm
hnakkapúðar og hæðarstilling á ökumannssæti. Átta ára
ryðvarnarábyrgð er á gegnumtæringu. í hurðum eru
styrktarbitar.
• Vél: 1,4 lítrar, 12 ventlar, 4 strokkar.
• Afl: 80 hö við 6.600 snúninga á mínútu.
• Tog: 112 Nm við 2.750 snúninga á mínútu.
• Mál og þyngd: 403/176/142 sm, 1.000 kg.
• Eyðsla: 7,0 I í blönduðum akstri.
• Eldsneytiskerfi: Bein innsprautun.
• Umboð: ístraktor ehf., Garðabæ.
185 km/klst 11,0 sek 11,16 kg/ho 7,81
FIAT Marea Weekend er nýjasti meðlimurinn í Fiat fjöl-
skyldunni og kom hingað til lands í febrúar. Hér er um
að ræða stóran langbak í millistærðarflokki. Eins og í
öðrum Fiat bílum, nema Cinquecento, er hemlalæsivörn
staðalbúnaður og tveir líknarbelgir, hæðarstilling á öku-
mannssæti, veltistýri, þakboga og útvarp. ELX gerðin
kostar 1.550.000 kr., hefur meiri búnað og fæst einnig
með sjálfskiptingu og kostar þá 1.670.000 kr.
• Vél: 1,6 lítrar, 16 ventlar, 4 strokkar.
• Afl: 103 hö við 5.750 snúninga á mínútu.
• Tog: 144 Nm við 4.000 snúninga á mínútu.
• Mál og þyngd: 449/174/151 sm, 1.150 kg.
• Eyðsla: 7,8 I blönduðum akstri.
• Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun.
• Umboð: ístraktor ehf., Garðabæ.
Fiat Bravo SX 1,6 1.339.000 kr.
Fiat Punto GT 130 Turbo 1.490.000 kr.
7,9 sek 7,3 kg/ho 7,7
FIAT Punto GT mætti kalla draumabíl áhugamanna um
sportbíla enda er hann með 130 hestafla vél með for-
þjöppu og millikæli. Staðalbúnaður er ríkulegur eins og í
öðrum gerðum Punto en að auki vindskeiðar á hliðum,
leður á stýri og gírstöng, upphitaðir og rafstýrðir hliðar-
speglar og upplýsingatölva. Þá er vökvastýrið hraða-
tengt í þessum sprækasta bíl Punto-línunnar.
• Vél: 1,4 lítrar, 8 ventlar, 4 strokkar.
• Afl: 130 hö við 5.600 snúninga á mínútu.
• Tog: 200 Nm við 3.000 snúninga á mínútu.
• Mál og þyngd: 377/163/145 sm, 950 kg.
• Eyðsla: 7,7 I í blönduðum akstri.
• Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun.
• Umboð: ístraktor ehf., Garðabæ.
184 km/klst 10,5 sek 9,95 kg/ha 7,41
FIAT Bravo/Brava var valinn bíll ársins í Evrópu í fyrra.
Meðal staðalbúnaðar má nefna hemlalæsivörn, tveir
loftpúðar, samlæsingar, vökvastýri, rafmagn í rúðum,
fimm hnakkapúðar og hæðarstilling á ökumannssæti.
Átta ára ryðvarnarábyrgð er á gegnum tæringu. í hurð-
um eru styrktarbitar. Bravo með 1,6 lítra vélinni hefur
breiðari hjólbarða umfram þann með 1,4 lítra vél.
• Vél: 1,6 lítrar, 16 ventlar, 4 strokkar.
• Afl: 103 hö við 5.750 snúninga á mínútu.
• Tog: 144 Nm við 4.000 snúninga á mínútu.
• Mál og þyngd: 403/176/142 sm, 1.025 kg.
• Eyðsla: 7,4 I í blönduðum akstri.
• Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun.
• Umboð: ístraktor ehf., Garðabæ.