Morgunblaðið - 11.10.1997, Side 23

Morgunblaðið - 11.10.1997, Side 23
MORGUNB LAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 E 23 195 km/kbt 10,2 11,16 kg/ha 8,01 TOYOTA Corolla Wagon hefur slegið í gegn á íslandi. Þetta er rúmgóður bíll, með miklum staðalbúnaði á sér- lega hagstæðu verði. Kraftur, góð hljóðeinagrun, fegurð og rými eru einkunarorð þessa bíls. Hemlalæsivörn og tveir loftpúðar eru staðalbúnaður í þessum bíl. Nú fæst Corolla Wagon einnig sjálfskipt og kostar þá 1.599.000 kr. • Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 110 hö við 6.000 snúninga á mínútu. • Tog: 145 Nm við 4.800 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 427/169/139 sm. 1.185/1.205 kg. • Hleðslurými: 308 I og stækkanlegt. • Eyðsla 8,0 lítrar í blönduðum akstri. • Eldsneytiskerfi: Bein innsprautun. • Umboð: P. Samúelsson ehf., Kópavogi. VW Golf Joker 1400 fæst þriggja og fimm dyra og sama vél er í honum og 3ja dyra CL bílnum, þ.e. 60 hestafla vél en hann er betur búinn að öðru leyti. Bíllinn er hent- ugur til nota innanbæjar en dugar líka vel til lengri akst- urs. • Vél: 1,4 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. • Afl: 60 hö við 5.200 snúninga á mínútu. • Tog: 107 Nm við 2.800 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 371/165/142 sm. 980 kg. • Eyðsla: 5,4 I miðað við jafnan 90 km hraða og 8,2 I innanbæjar. • Eldsneytiskerfi: Rafstýrð fjölinnsprautun. • Umboð: Hekla hf., Reykjavík. 188 km/klst 11,5 sek 10,99 kg/ho 9,41 VW Golf GL 1600 er hægt að fá í þremur útfærslum, þ.e. 3ja dyra bílinn sem kostar 1.356.000 kr., 5 dyra bílinn sem kostar 1.398.000 kr. og 5 dyra sjálfskiptan sem kostar 1.495.000 kr. Það er 42.000 kr. verðmunur á 3ja og 5 dyra bílnum og spuming hvort það sé upphð sem eigi að setja fyrir sig því víst kjósa margir sér heldur 5 dyra bílinn. GL bíllinn er ágætlega búinn og 1600 vélin spræk og þýð. • Vél: 4 strokkar, 8 ventlar. • Afl: 101 hö við 5.800 snúninga á mínútu. • Tog: 140 Nm við 3.500 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 402/169/142 sm. 1.110 kg. • Eyðsla: 5,8 I miðað við jafnan 90 km hraða og 9,4 I innanbæjar. • Eldsneytiskerfi: Rafstýrð fjölinnsprautun. • Umboð: Hekla hf., Reykjavík. VW Golf Joker Variant 1400Í 1.420.000 kr. 154 km/klst 17 sek 19,33 kg/ha 8,21 VOLKSWAGEN Golf langbakur kemur nú í nýrri út- færslu, svokallaður „Joker“. Joker er vel útbúinn en meðal staðalbúnaðar eru fjarstýrðar samlæsingar, hvítir mælar í mælaborði, sérstakt „Joker“ áklæði, toppbogar á þaki, útvarp/segulband og margt fleira. Joker er með frísklegt og sportlegt útlit. • Vél: 1,4 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. • Afl: 60 hö við 5.200 snúninga á mínútu. • Tog: 116 Nm við 2.800 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 434/169/143 sm. 1.160 kg. • Hleðslurými: Minnst 466 lítrar, mest 1.425 lítrar. • Eyðsla: 5,4 I miðað við jafnan 90 km hraða og 8,2 I innanbæjar. • Eldsneytiskerfi: Rafstýrð fjölinnsprautun. • Umboð: Hekla hf., Reykjavík. 175 km/klst 12,8 sek 11,48 kg/ha 9,71 VW Golf GL 1600 langbakurinn kom á markað um ára- mótin 1993-1994 og er hann fimm dyra eins og 1400 bíllinn og með sömu mál. Vélin er hins vegar töluvert kraftmeiri, 101 hestöfl á móti 60, og togið sömuleiðis. Verðmunurinn milli 1400 og 1600 bílsins er 76.000 kr. Bíllinn fæst einnig sjálfskiptur og kostar þá 1.596.000 kr. • Vél: 4 strokkar, 8 ventlar. • Afl: 101 hö við 5.800 snúninga á mínútu. • Tog: 140 Nm við 3.500 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 434/169/143 sm. 1.160 kg. • Hleðslurými: Minnst 466 lítrar, mest 1.425 lítrar. • Eyðsla: 5,6 I miðað við jafnan 90 km hraða og 9,7 I innanbæjar. • Eldsneytiskerfi: Rafstýrð fjölinnsprautun. • Umboð: Hekla hf., Reykjavík. VW Vento kom fyrst á markað 1993 og leysti VW Jetta þá af hólmi. Vento er fjögurra dyra stallbakur búinn afl- stýri og -hemlum. Hann er fáanlegur hérlendis með nýrri 1,6 lítra vél, 101 hestafla. Farangursrýmið tekur 550 lítra en auka má það í 885 lítra. Vento er fáanlegur sjálfskipt- ur og kostar þá 1.580.000 kr. • Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. • Afl: 101 hö við 5.800 snúninga á mínútu. • Tog: 140 Nm við 3.500 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 438/169/142 sm. 1.180 kg. • Eyðsla: 5,8 I miðað við jafnan 90 km hraða og 9,4 I innanbæjar. • Eldsneytiskerfi: Rafstýrð fjölinnsprautun. • Umboð: Hekla hf., Reykjavík. Hvað er hvarfakútur? HVARFAKÚTNUM er ætlað að eyða því 1% af útblæstrinum sem hættulegastur er. ÚTBLÁSTURSKE RFI bfls þjón- ar margvíslegum tilgangi. Kerfíð leiðir útblástursloft frá vél framhjá farþegarými bílsins, deyfir vélar- hljóð, veitir vélinni viðnám og hreinsar eiturefni úr útblæstrinum, þ.e.a.s. ef bfllinn er með viður- kenndan hvarfakút. Útblásturskei'fi er þannig upp- byggt að fremst er rör sem tengist beint á soggreinina. Á rörinu er skynjari sem greinir efnasamsetn- ingu útblásturs frá vélinni. Næst kemur hvarfakúturinn. Hitinn á kútnum fer upp í 600-800 gráður og er því nauðsynlegt að hafa hita- hlíf á honum. • I janúar á næsta ári verður skylt að hafa hvarfakúta í öllum fólksbíl- um í Suður-Evrópu. Þar verða tekn- ar upp mælingar á koltvísýringi í útblæstri og þar kemur skynjarinn á framrörinu í góðar þarfír. Þegar útblástursloftið kemur í hvarfakútinn hreinsast eiturefnin úr því. Einn hængur er þó á þessu. Hvarfakúturinn framleiðir nefni- lega koltvísýring sem er eitt þeirra efna sem hvað mestan þátt eiga í að auka gróðurhúsaáhrifin. Endurvinnsla hvnrfakúfa Hvarfakútum hefur farið fjölg- andi í bílum undanfarin ár. En vita- skuld ganga þeir úr sér og eyði- leggjast. Þegar skipt er um kúta er sá gamli fullur af eiturefnum og honum má alls ekki fíeygja með öðru rusli. Það er til litils að minnka mengun á einum stað og auka hana síðan á öðrum með slíku háttalagi. Einn stærsti framleið- andi hvarfakúta, Walker, er með útibú í Danmörku. Þar hefur nú verið komið á endurvinnslukerfi. Samviskusamir bifvélavirkjar geta komið með gömlu hvarfakútana þangað og þurfa ekkert að greiða fyrir afhendinguna. Þar er kútun- um safnað saman og þeir endur- unnir til góða fyrir umhverfið. Útblásturloft bifreiðar er 71% köfnunarefni, 18% koltvísýringur, 10% vatn og 1% eru eiturefni sem hvarfakúturinn eyðir. Þar af eru 85% kolsýringur sem myndast við ófullnægjandi brennslu kolefna og er mjög eitraður. Kolsýringur get- ur gengið í samband við rauðu blóðkornin og hindrað að þau taki til sín súrefni. 8% eiturefnanna er köfnunarefnisoxíð. Sé því andað að sér getur það valdið lömun í mið- taugakerfinu. 5% efnanna er óbrunnið bensín sem talið er krabbameinsvaldur. Þau 2% sem eru ótalin eru föst efni, sót og ryk. Yfirborðið eins og knattspyrnuvöllur Þetta litla 1% af öllum útblæstr- inum er það sem þarf að hreinsa burt og það gerir hvarfakúturinn. Ysta lag hans er bolur úr ryðfríu stáli, alfóðraður með sveigjanlegri einangrun til verndar sjálfum kjarnanum. Kjarninn er oftast úr brenndum leir. Hann er einna lík- astur býflugnabúi, alsettur mjóum göngum sem loftið þrýstist út um. Yfirborðið sem útlbásturinn snert- ir er hafður sem allra stærstur og væri hann lagður út sem einn flöt- ur yrði hann á stærð við knatt- spyrnuvöll. Allt yfirborð kjarnans er húðað með virkum efnum, ródí- um og platínu. Virknin felst í því að efnin ásamt hitanum hreinsa eða efnabreyta eiturefnunum þanning að út í andrúmsloftið fara loks nánast óskaðleg efni. Eini gallinn er sá að hvarfakúturinn sjálfur framleiðir ögn af koltvísýr- ingi. Engu að síður er hvarfakút- urinn besta lausnin enn sem kom- ið er í baráttunni gegn menguðum útblæstri bílvéla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.