Morgunblaðið - 11.10.1997, Side 24

Morgunblaðið - 11.10.1997, Side 24
24 E SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Fóiksbíll með bensínvél, 1.601 - 2.500 rúmcm., eða dieselvél, 2.100 - 3.000 rúmcm. Hlutur framleiðandans, Flutningur o.fl., Dæmi um skiptingu bílverðsins? Umboðið, 10% Ríkið, 37% Innkaupsverð 46% 828.000 Flutningur, vátrygging, vextir, skráning 7% 126.000 Ríkið, þ.e. vörugjald og virðisaukaskattur 37% 666.000 Hlutur umboðs, álagning, ábyrgð, frágangur 10% 180.000 SAMTALS 100% 1.800.000 215 km/klst 8,4 sek 8,5 kg/ho 8,01 ALFA Romeo er nú aftur fáanlegur hérlendis eftir all- langt hlé. Hann hefur ýmislegt uppá að bjóða umfram aðra og þýðir svokölluð Twin Spark útfærsla að tvö kerti eru á hverjum strokki og er því eidsneytisblandan nýtt betur. Þá er hann með tölvustýrðan knastás með breyti- legum opnunartíma ventla. Alfa Romeo 146 er með hemlalæsivörn, tveimur líknarbelgjum og fleiru. Einnig er 1,6 lítra vél í boði og er verðið 1.520.000 kr. • Vél: 2,0 lítrar, 16 ventlar, 4 strokkar. • Afl: 150 hö við 6.200 snúninga á mínútu. • Tog: 187 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 426/171/142 sm, 1.275 kg. • Eyðsla: 8,0 I blönduðum akstri. • Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun. • Umboð: ístraktor ehf., Garðabæ. AUDI A3 er nýjasta afurð Audi verksmiðjanna. A3 er styttri en A4 en jafnbreiður. Hann fæst nú einungis 3ja dyra. Til stendur þó að framleiða hann 5 dyra innan skamms. A3 höfðar til yngri kaupenda Audi bifreiða sem sportlegur og fallegur lúxusbíll. Meðal staðalbúnaðar í A3 er ABS hemlakerfi, öryggispúðar fyrir ökumann og farþega og fleira. A3 er fáanlegur 5 gíra eða sjálfskiptur og þá er verðið 1.942.000 kr. • Vél: 1.6 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. • Afl: 101 hö við 5.600 snúninga á mínútu. • Tog: 145 Nm við 3.800 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 415/173/143 sm. 1090 kg. • Eldsneytiskerfi: Rafstýrð fjölinnsprautun. • Umboð: Hekla hf., Reykjavík. AUDI A4 1,6 er að öllu leyti eins búin og A4 með 1,8 lítra vélinni. Hér er því á ferðinni ódýrari A4 með minni en jafn- framt snarpri vél. 1,6 lítra A4 kostar 1.990.000 kr. og er með þessu búið að stækka kaupendahóp Audi nokkuð. A4 með þessari vél fæst eingöngu beinskiptur, 5 gíra. Meðal staðalbúnaðs er ABS bremsukerfi, öryggispúðar fyrir ökumann og farþega, rafknúnar rúðuvindur og fl. • Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. • Afl: 101 hö við 5.300 snúninga á mínútu. • Tog: 140 Nm við 3.800 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 448/173/141 sm. 1.160 kg. • Eyðsla: 5,6 I miðað við jafnan 90 km hraða og 9,7 I innanbæjar. • Eldsneytiskerfi: Rafstýrð fjölinnsprautun. • Umboð: Hekla hf., Reykjavík. Chrysler Neon LE 2.0 SOHC1.780.000 kr. 200 km/klst 8,8 sek 9,50 kg/ho 7,81 CHRYSLER Neon var frumkynntur í Evrópu á bílasýn- ingunni í Frankfurt 1993 og vakti hönnun hans strax mikla athygli, ekki síst framendinn með niðurhallandi vélarhlíf og kringlóttum framlugtum. Meðal staðalbún- aðar má nefna fjarstýrðar samlæsingar, hraðastilli, loft- kælingu, loftpúða í stýri og fyrir farþega, vönduð hljóm- flutningstæki og margt fleira. Verðið miðast við sjálf- skiptan bíl. • Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 132 hö við 6.000 snúninga á mínútu. • Tog: 174 Nm við 5.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 436/171/137 sm. 1.110 kg. • Eyðsla: 7,8 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Rafstýrð fjölinnsprautun. • Umboð: Jöfur hf., Kópavogur. Chrysler Neon LX 2,0 DOHC1.980.000 kr. 193 e.u. 7,16 kg/ha e.u. I CHRYSLER Neon fæst einnig með öflugri 2ja lítra vél sem er með tveimur yfirliggjandi knastásum, DOHC, og skilar 155 hestöflum. Meðal staðalbúnaðar í þessum bíl má nefna fjarstýrðar samlæsingar, hraðastilli, loftkæl- ingu, loftpúða í stýri og fyrir farþega, vönduð hljómflutn- ingstæki og margt fleira. • Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar, DOHC. • Afl: 155 hö við 6.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 436/171/137 sm. 1.110 kg. • Eyðsla: e.u. I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Rafstýrð fjölinnsprautun. • Umboð: Jöfur hf., Kópavogur. 193 km/klst 9,5 sek 9,51 kg/hu 7,71 FIAT Bravo GT 1,8 er tveggja hurða sportbíll með sama staðalbúnaði og 1,6 gerðin en hefurað auki 15“ álfelgur, sportsæti, samlita spegla og samlita vindskeið á aftur- hlera. Þá er hann búinn rafmagni og hita í speglum og þokuljósum í framstuðara. Eins og aðrar gerðir Fiat er hann boðinn með átta ára ábyrgð á gegnumtæringu. • Vél: 1,8 lítrar, 16 ventlar, 4 strokkar. • Afl: 113 hö við 5.800 snúninga á mínútu. • Tog: 154 Nm við 4.400 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 403/176/142 sm, 1.075 kg. • Eyðsla: 7,7 I blönduðum akstri. • Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun. • Umboð: ístraktor ehf., Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.