Morgunblaðið - 11.10.1997, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 11.10.1997, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 E SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 200 km/klst 10,1 sek 10,22 kg/ha 9,11 215 km/klst 9,1 sek 8,48 kg/ha 171 198 km/klst 9,9 sek 10,30 kg/ha 7,91 HONDA Accord hefur verið kjörinn bíll ársins í Japan og 6andaríkjunum og fengið Gullna stýrið í Þýskalandi. Bíllinn er fáanlegur með nokkrum stærðum bensínvéla og einnig með dísilvél. 2ja lítra vélin er 131 hestafl og innifalið í verðinu að ofan er sjálfskipting, ABS-hemla- kerfi, tveir liknarbelgir, 15“ álfelgur, fjarstýrðar samlæs- ingar og rafdrifnar rúður og speglar. • Vél: 2 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 131 hö við 5.400 snúninga á mínútu. • Tog: 178 Nm við 4.800 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 469/172/138 sm. 1.340 kg. • Eyðsla: 9,1 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: PGM-Fi tölvustýrð innsprautun. • Umboð: Honda á íslandi, Reykjavík. HONDA Legend er flaggskipið í fólksbílaflota Honda. Þetta er lúxusbíll sem keppir á sama markaði og Mercedes-Benz E, BMW 5 og Lexus GS300. Hann er þó lengri en þeir allir og einnig breiðari. Að innan er hann klæddur mjúku leðri og hann er með flestum þeim bún- aði sem prýðir nútíma bíla. • Vél: 3,5 lítrar, 6 strokkar, 24 ventlar. • Afl: 205 hö við 5.200 snúninga á mínútu. • Tog: 297 Nm við 2.800 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 498/181/143 sm. 1.740 kg. • Eyðsla: 17 I miðað við bæjarakstur. • Eldsneytiskerfi: PGM-Fi tölvustýrð innsprautun. • Umboð: Honda á ísiandi, Reykjavík. MAZDA 626 GLX 2,0 er eins og 1,8 lítra bíllinn fáanlegur sem fernra dyra stallbakur eða fimm dyra hlaðbakur en þessi gerð kom ný til landsins nú síðla sumars. Bíllinn er meira búinn en LX gerðin og af umframbúnaði má nefna hemlalæsivörn, spólvörn, upphituð framsæti og þoku- Ijós i framstuðara. Fimm dyra GLX hlaðbakurinn kostar frá 2.145.000 kr. • Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 115 hö við 6.000 snúninga á mínútu. • Tog: 173 Nm við 4.500 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 457/171/143 sm. 1.185 kg. • Drifbúnaður: Framhjóladrif. • Eyðsla: 6,4 I á 90 km hraða, 10,6 í bæjarakstri. • Umboð: Ræsir hf., Reykjavík. 213 km/klst 9,4 sek 7,85 kg/ho 8,91 MAZDA 323 GT með þessari tveggja lítra vél er sá sprækasti í 323 linunni enda með 6 strokka 147 hestafla vél. Þessi vél er aðeins í boði í F-gerðinni og er hér um fimm hurða hlaðbak að ræða. Meðal helsta búnaðar má nefna vökvastýri, fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúður, rafdrifnir og rafhitaðir speglar, hemlalæsivörn, tveir líknarbelgir, læsingu milli öxla, vindskeið og þoku- Ijós að framan og fleira. • Vél: 2,0 lítrar, V6 strokkar, 24 ventlar. • Afl: 147 hö við 6.000 snúninga á mínútu. • Tog: 183 Nm við 5.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 433/169/142 sm. 1.155 kg. *£> Eyðsla: 8,9 I miðað við blandaðan akstur. • Umboð: Ræsir hf., Reykjavík. • Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 136 hö við 5.500 snúninga á mínútu. • Tog: 190 Nm við 3.700 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 449/172/142 sm. 1.365 kg. • Eyðsla: 7,2 I við þjóðvegaakstur, 13,1 I í bæj- arakstri. • Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun. • Umboð: Ræsir hf., Reykjavík. Mazda 626 GLX 2,0 2.455.000 kr. 208 km/klst 9,6 sek 9,33 kg/ho 8,l I MAZDA 626 GLX er einnig fáanlegur með enn öflugri tveggja lítra vél, þ.e. 136 hestafla og er hann enn betur búinn en tveggja lítra GLX gerðin með minni vélinni, Mazda 626 hefur sópað að sér ekki færri en 30 verð- launum allt frá árinu 1982 þegar hann kom fyrst á mark- að. • Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 136 hö við 5.800 snúninga á mínútu. • Tog: 181 Nm við 4.500 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 457/171/143 sm. 1.270 kg. • Drifbúnaður: Framhjóladrif. • Eyðsla: 6,4 I á 90 km hraða, 10,6 í bæjarakstri. • Umboð: Ræsir hf., Reykjavík. Mercedes-Benz C 200 2,0 3.360.000 kr. 203 km/klst 11,0 sek 10,03 kg/ho 9,41 MERCEDES-Benz C línan er boðin í einum átta gerðum með ýmsum vélastærðum, bæði sem stallbakur og lang- bakur. Hann hefur tekið örlitlum breytingum frá í fyrra, m.a. hefur hliðarsvuntan verið fjarlægð og eru hliðarnar nú heilmálaðar. Meðal staðalbúnaðar eru hemlalæsivörn, tveir líknarbelgir, litað gler, fjarstýrð samlæsing með þjófavörn, rafdrifnir og rafhitaðir útispeglar og fleira. 218 km/klst 9,5 sek 8,35 kg/ha I0,0l MERCEDES-Benz C línan er boðin í átta gerðum með ýmsum vélastærðum, bæði sem stallbakur og langbak- ur. C-línan hefur breyst, m.a. hefur hliðarsvuntan verið fjarlægð og eru hliðarnar nú heilmálaðar. Meðal staðal- búnaðar eru hemlalæsivörn, tveir líknarbelgir og ör- yggispúðar í hurðum, rafdrifnar rúður, fjarstýrð samlæs- ing með þjófavörn, rafdrifnir og rafhitaðir útispeglar. Vél: 2,4 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 170 hö við 5.900 snúninga á mínútu. • Tog: 225 Nm við 3- 5.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 449/172/142 sm. 1.420 kg. • Eyðsla: 7,5 I við þjóðvegaakstur, 14,3 I í bæj- arakstri. • Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun. • Umboð: Ræsir hf., Reykjavík. > Mercedes-Benz C 220 D 3.015.000 kr. 175 km/klst 16,3 sek 20,0 kg/ha 7,41 MERCEDES-Benz C línan hefur m.a. sem staðalbúnað hemlalæsivörn, tvo líknarbelgi, litað gler, fjarstýrða sam- læsingu með þjófavörn, rafdrifna og rafhitaða útispegla, hæðarstillingu framsæta og ökuljósa og mæli fyrir úti- hita. Meðal aukabúnaðar sem er fáanlegur er spólvörn, rafstýrt framsæti, rafdrifnar rúður og jafnhæðarbúnaður. Langbaksútgáfan kostar 3.195.000 kr. Ódýrasta útgáfan í C-línunni er 180 gerðin. • Vél: 2,2 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 95 hö við 5.000 snúninga á mínútu. • Tog: 150 Nm við 3100-4500 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 449/172/142 sm. 1.400 kg. • Eyðsla: 8,3 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun. • Umboð: Ræsir hf., Reykjavík. Mercedes-Benz E 200 2,0 3.645.000 kr. MERCEDES-Benz E línan, sem kynnt var fyrir rúmu ári, hefur sama staðalbúnað og C línan, þ.e. hemlalæsivörn, tvo líknarbelgi og öryggispúða í framhurðum, fjarstýrða samlæsingu með þjófavörn, rafdrifna og rafhitaða útispegla og ökuljós mæli fyrir útihita og fleira. Að auki er E línan m.a. búin spólvörn, rafdrifnum rúðum og upp- hitaðri rúðusprautu. Langbaksgerðin kostar 3.945.000 kr. • Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 136 hö við 5.500 snúninga á mínútu. • Tog: 190 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 479/180/143 sm. 1.440 kg. • Eyðsla: 8,2 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun. • Umboð: Ræsir hf., Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.