Morgunblaðið - 22.10.1997, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fundur með frambjóðendum í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna borgarstjórnarkosninga
GÓÐ mæting var á framboðsfund Hvatar í fyrrakvöld.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mikilvægar kosningar
fyrir sjálfstæðismenn
Frambjóðendur í prófkjörí sjálfstæðismanna
í Reykjavík kynntu sig og stefnumál sín á
fundi hjá Hvöt í fyrrakvöld. Hörð gagnrýni
kom fram á fundinum á framgöngu R-list-
ans við stjórn borgarinnar á kjörtímabilinu.
PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna
vegna borgarstjómarkosninganna í
Reykjavík fer fram um næstu helgi.
í fyrrakvöld efndi sjálfstæðis-
kvennafélagið Hvöt til fundar með
öllum frambjóðendum í prófkjörinu.
Góð mæting var á fundinum. Frarn-
bjóðendur gerðu stutta grein fyrir
sjálfum sér, stefnumálum sínum og
viðhorfum til komandi kosninga. I
máli margra kom fram að kosning-
arnar í vor yrðu mikilvægustu kosn-
ingar sem flokkurinn hefði gengið í
gegnum á seinni árum.
Inga Jóna Þórðardóttir borgarfull-
trúi sagði að í þeim mikilvægu kosn-
ingum, sem fram færu í vor, gæti
prófkjörið ráðið úrslitum. Hún sagð-
ist telja að það væri mjög nauðsyn-
legt fyrir flokkinn að breyta til og
tefla fram nýrri forystu. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði á síðasta landsfundi
gert jafnréttismál að einu af megin-
málum fundarins undir kjörorðinu,
einstaklingsfrelsi er jafnrétti í reynd.
Hún sagðist ekki vilja láta draga
fólk í dilka. Meta ætti fólk að verð-
leikum. Nú hefði flokkurinn hins
vegar tækifæri til að sýna viljann í
verki. Inga Jóna minnti á að skoðan-
akannanir sýndu að flokkurinn stæði
höllum fæti meðal kvenna. Af hverj-
um tíu kjósendum flokksins væru
aðeins íjórar konur. Eitt af því sem
þyrfti að gerast til að breyta þessu
væri að fela konum meiri ábyrgð og
völd.
Skattar hækkaðir
Arni Sigfússon borgarfulltrúi
sagði að reynsla borgarbúa af
vinstristjórn staðfesti það sem áður
var vitað að vinstrimenn hækkuðu
alla skatta. Fyrir kosningarnar 1994
hefði Morgunblaðið varað við skatta-
stefnu vinstrimanna og ekki að
ástæðulausu. R-listinn hefði staðið
að miklum skattahækkunum á síð-
ustu þremur árum, svo mikium að
nú væri Kópavogur orðinn að skatta-
paradís. Árni sagðist hafa öðlast
dýrmæta reynslu af borgarmálum
eftir að hafa starfað að þeim í 11
ár. Reynslan af því að leiða Sjálf-
stæðisflokkinn í minnihluta væri
ekki síður mikiivæg. Aðeins 10 vik-
um fyrir síðustu borgarstjórnarkosn-
ingar hefði honum verið falið það
erfiða hlutverk að veita flokknum
forystu. Hann sagðist vera reiðubú-
inn tii að leiða flokkinn til sigurs í
næstu kosningum.
Jóna Gróa Sigurðardóttir borgar-
fulltrúi sagði að borgarbúar hefðu
kynnst því á kjörtímabilinu að loforð
R-listans væru lítils virði. R-listinn
hefði lýst því yfir að hann myndi
standa og falla með atvinnumálum.
Árangurinn þar væri lítill. Það sama
ætti við um málefni aldraðra. Þrátt
fyrir loforð R-listans hefði fjölgað á
biðlistum eftir hjúkrunarrýmum úr
150 í 220 á kjörtímabilinu. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði byggt 130
hjúkrunarrými frá 1990-1994, en
R-listinn 80. Skuldir hefðu aukist
um 3,5 milljarða á kjörtímabilinu
þrátt fyrir að skattar hefðu verið
auknir um 3,5 milljarða. Stjórnkerfið
hefði ekki verið einfaldað eins og
R-listinn hefði lofað og markmiðið
um að útrýma biðlistum eftir leik-
skólaplássum hefði ekki náðst.
Skýr og einföld stefnumið
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg-
arfulltrúi sagði að borgarstjómar-
kosningamar í vor væru einhveijar
þær miklilvægustu kosningar sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefði tekið þátt
í. Hann sagði að það sem myndi
leggja grunn að sigri flokksins væri
sterk málefnastaða flokksins, sterkur
framboðslisti og slök frammistaða
R-listans. Vilhjálmur sagði að flokk-
urinn ætti að gefa fá en skýr mark-
mið í kosningnum. Hann ætti að lofa
að afnema holræsagjaldið, gera átak
í málefnum aldraðra, leggja aukna
áherslu á innra starf grunnskólans
og bæta fjármálastjórn borgarinnar.
Stjórn R-listans hefði einkennst af
auknum skattaálögum, fjölgun emb-
ættismanna, stirðara borgarkerfi,
aukinni skuldasöfnun og sviknum
loforðum.
Ólafur F. Magnússon, læknir og
varaborgarfulltrúi, sagði mikilvægt
að heilbrigðismálin færðust í vax-
andi mæli til sveitarstjórnanna.
Hann sagðist leggja áherslu á fjögur
meginatriði, umferðaröryggi, um-
hverfisvernd, velferð aldraðra og að
fjölskyldan yrði sett í öndvegi. Hann
sagðist óska eftir umboði frá flokks-
mönnum til að fylgja þessum málum
eftir innan borgarstjórnar.
Helga Jóhannsdóttir, húsmóðir og
varaborgarfulltrúi, sagði að búið
væri að svíkja aldraða illa í tíð R-list-
ans. Það þyrfti að nýta hæfileika
og orku aldraðra. Leggja þyrfti
áherslu á að bæta heimaþjónustu svo
aldraðir gætu eytt ævikvöldinu með
reisn. Hún lagði einnig áherslu á að
sveitarfélögin stæðu vel að málefn-
um fatlaðra þegar sá málaflokkur
færðist til sveitarfélaganna.
Persónulegar kosningar
Kjartan Magnússon, blaðamaður
og varaborgarfulltrúi, sagði að í
störfum sínum að borgarmálum
hefði hann fylgt hagspeki hinnar
hagsýnu húsmóður, en jafnframt
lagt áherslu á að aðstoða þá sem
stæðu höllum fæti. Hann sagði að
skattar í Reykjavík væru of háir.
Borgin þyrfti að nýta sér stærðar-
hagkvæmni sína og lækka Bkatta.
Borgin þyrfti að ná fram meiri hag-
kvæmni í rekstri með gerð þjónustu-
samninga. Kjartan sagði að fram-
undan væru erfiðar kosningar. Bú-
ast mætti við því að þær yrðu per-
sónulegar því þegar vinstrimenn
væru komnir í rökþrot gripu þeir til
persónulegra árása. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði þó þegar náð þeim
árangri að hrekja R-listann í vörn.
Bryndís Þórðardóttir félagsráð-
gjafi sagði að veija þyrfti meiri fjár-
munum til skólamála. Auknir íjár-
munir í skólamál væri eyðsla í sparn-
að. Gott uppeldi og góður skóli legði
grunn að heilbrigðu samfélagi og
skapaði þannig kjöraðstæður fyrir
sterka einstaklinga og sköpun-
arkraft þeirra. í skólamálum þyrfti
þó einnig að sýna ráðdeild í rekstri.
Bryndís benti á að kosnaður borgar-
innar í félagsmálum hefði vaxið um
66% á árunum 1990-1996. Þrátt
fyrir þetta hefði ekki náðst góður
árangur í þessum málaflokki undir
stjórn R-listans. Atvinnuleysi væri
mikið og svo virtist sem hópur fólks
væri að festast í viðjum félagsmála-
kerfisins.
Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri
sagði að borgin þyrfti að setja
menntamál á oddinn. Menntamál
væru mikilvægur þáttur í jafnréttis-
málum og atvinnumálum. Hann
sagði að Reykjavík væri í samkeppni
við útlönd um fólk. Aðeins Sjálfstæð-
isflokkurinn gæti aukið samkeppnis-
hæfni borgarinnar. Reynslan sýndi
að R-listinn með sitt kvótakerfi við
röðun á lista gæti það ekki.
Svikin loforð R-listans
Friðrik Hansen Guðmundsson
verkfræðingur sagði að í komandi
kosningum þyrfti að sýna borgarbú-
um fram á svikin loforð R-listans.
Benda þyrfti kjósendum á að á þessu
kjörtímabili hefðu nágrannasveitarfé-
lögin náð forystunni af Reykjavíkur-
borg. Þar hefði verið stöðnun og
hnignun. Fyrirtæki væru að flytja
úr borginni. Fasteignaverð væri
hærra í Kópavogi en Reykjavík. R-
listinn hefði komist til valda með
pólitískum blekkingum og það þyrfti
að svipta hulunni af þeim.
Guðlaugur Þór Þórðarson út-
varpsstjóri sagði að í sínu pólitíska
starfi hefði hann lagt áherslu á að
stöðva skuldasöfnun og lækka
skatta. Jafnframt hefði hann sinnt
mikið húsnæðismálum og jafnrétt-
ismálum. Dugnaður, ráðdeild og
sparsemi væru þau gildi sem hann
legði mesta áherslu á. Skattakerfið
mætti t.d. ekki refsa öldruðu fólki
fyrir ráðdeild. Guðlaugur sagði að
R-listanum hefði tekist það ómögu-
lega. Á tímum góðæris og þrátt fyr-
ir skattahækkanir hefði R-listanum
tekist að auka skuldir borgarinnar.
Sjálfstæðismenn þyrftu að losa borg-
ina út úr þessu stöðnunartímabili.
Halidóra Steingrímsdóttir snyrti-
fræðingur sagði þörf á því að bæta
rekstrarumhverfi smárra fyrirtækja
m.a. með því að lækka gjöld sem
hvíla á þeim. Hún nefndi sérstaklega
gjald til Heilbrigðiseftirlitsins, sem
R-listinn hefði hækka um 100%.
Brýnt væri að bæta aðbúnað aldr-
aðra í borginni. Auka þyrfti jafn-
rétti í launamálum borgarinnar og
hækka laun kennara.
Atvinnuleysi enn mikið
Júlíus Vífill Ingvarsson fram-
kvæmdastjóri sagðist alla tíð hafa
tekið virkan þátt í félagsmálum, á
sviði viðskipta, lista og núna í stjórn-
málum. Hann sagði að það hefði
valdið sér vonbrigðum hversu mikill
stuðningur væri við R-listann. Hann
hefði svikið þær skuldbindingar sem
hann hefði gengist inn á í síðustu
kosningum. Atvinnuleysi hefði lítið
minnkað. 1.400 konur væru atvinnu-
lausar í borginni í dag. Skattar hefðu
verið hækkaðir og þjónustugjöld
einnig. Borgarsjóður væri eins og
eyland í hinni efnahagslegu upp-
sveiflu. Skuldir borgarsjóðs á kjör-
tímabilinu hefðu aukist um 4 millj-
arða og kostnaður við stjórnsýsluna
hefði aukist um 50 milljónir.
Kristján Guðmundsson húsasmið-
ur minnti á að R-listinn hefði lofað
að útrýma atvinnuleysi í Reykjavík.
Það hefði ekki tekist því atvinnu-
leysi væri núna 3,8%. Hér væri að
vaxa upp kynslóð sem ekki hefði
tækifæri til að vinna með námi.
Hann sagði að styðja þyrfti betur
við bakið á ellilífeyrisþegum. Krafa
aldraðra um bætt kjör væri eðlileg.
Kristján sagðist vilja beita sér fyrir
því að verkmenntun yrði stórefld í
efstu bekkjum grunnskólans og að
verknám yrði jafngilt bóknámi.
Snorri Hjaltason byggingameist-
ari sagðist hafa öðlast mikla reynslu
í atvinnumálum í gegnum uppbygg-
ingu á fyrirtæki sínu. Þátttaka sín
í íþrótta- og æskulýðsmálum hefði
einnig kennt sér að íþróttir væru
afar mikilvægur þáttur í heilbrigðu
og skapandi mannlífi. Snorri sagði
að borgarbúar hefðu séð í gegnum
blekkingarleik R-listans. Þar færu
ekki saman orð og efndir.
Áhersla á menntamál
og aldraða
Svanhildur Hólm Valsdóttir nemi
sagðist leggja áherslu á mennta- og
æskulýðsmál. Með sparnaði í grunn-
skólanum væru menn að kasta krón-
unni til að spara eyrinn. Hún sagði
að R-listinn hefði staðið að hækkun
skatta og jafnframt safnað skuldum.
Með R-listanum hefðu borgarbúar
fengið athafnaleysi í stað framfara,
svik í stað efnda og ábyrgðarlausa
stjórnunarhætti þar sem sífellt öðr-
um væri kennt um, annaðhvort nú-
verandi ríkisstjórn eða fyrrverandi
meirihluta Sjálfstæðisflokksins.
Svanhildur hvatti til þess að Sjálf-
stæðisflokkurinn veitti ungu fólki
brautargengi í prófkjörinu.
Unnur Arngrímsdóttir deildar-
stjóri sagði að borgin þyrfti að gefa
málefnum aldraðra meiri gaum.
Gefa þyrfti sem flestum færi á að
vera heima með bættri heimaþjón-
ustu. Jafnframt þyrfti að fjölga
hjúkrunarrýmum. Hún benti á að
þjónustuíbúðir fyrir aldraða væru
of dýrar. Fasteignagjöld væru sömu-
leiðis of há og lækka þyrfti þau hjá
öldruðum og þeim sem hefðu misst
maka sinn.
Anna Fr. Gunnarsdóttir útlits-
hönnuður sagðist hafa hafið þátt-
töku í stjórnmálum vegna óánægju
með samgöngumál og skólamál í
Grafarvogi. Hún sagðist vera þeirrar
skoðunar að með því að koma R-list-
anum frá völdum væri hægt að þoka
þessu til betri vegar. Hún sagði að
þau mál sem hún legði mesta áherslu
á væru málefni ijölskyldunnar, eldri
borgara og atvinnumál. Stytta þyrfti
vinnutíma fólks svo það gæti dvalið
lengur með Qölskyldum sínum.
Ágústa Johnson líkamsræktar-
þjálfari sagði að kyrrseta barna og
unglinga væri vandamál sem taka
þyrfti á. Stuðla þyrfti að hugarfars-
breytingu. Hluti af þeirri hugarfars-
breytingu væri að minnka reykingar
meðal barna. Leggja þyrfti áherslu
á forvarnir, ekki síst til að draga
úr vímuefnanotkun. Kenna þyrfti
fólki að taka ábyrgð á eigin lífi.
Baltasar Kormákur leikari sagð-
ist hafa trú á einkaframtakinu í
listum, en eftir sem áður væri þörf
á að opinberir aðilar styrktu menn-
ingu og listir. Hann sagði að listir
og afþreyinging væru vaxandi at-
vinnugreinar sem þyrfti að hlúa
að. R-listinn hefði ekki sinnt því.
Baltasar sagði fráleitt að halda að
Reykjavík gæti orðið menningar-
borg árið 2000 meðan ástandið í
miðborginni væri eins og það væri.
Ástandið væri hins vegar hægt að
laga með því að auka frjálsræði
og hafa sveigjanlegan þann tíma
sem skemmtistaðir væru opnir.
Linda Rós Michaelsdóttir kennari
var bundin við önnur verkefni þetta
kvöld og gat ekki mætt á fundinn.