Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Háskólafrum- varp verði sam- þykkt í haust BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra rnælti fyrir frumvarpi um há- skóia á Alþingi í gær. Frumvarpið var áður flutt á síðasta þingi og að sögn ráðherra hefur það ekki tekið neinum efn- islegum breyting- um síðan þá. Stefnir ráðherra að því að frum- varpið verði sam- þykkt á þessu haustþingi. Frumvarpið lýtur almennt að þeim starfs- ramma sem búa ber menntastofnun- um sem veita æðri menntun á ís- landi. I frumvarpinu er m.a. gerð grein fyrir því að háskólar geti verið ríkisreknir, sjálfseignarstofnanir eða einkaskólar, mælt er fyrir um eftir- lit með gæðum menntunarinnar, hvernig haga skuli réttindum kenn- ara og nemenda og fyrirkomulagi í kennslu. Þá er í fímmta kafla fjallað um fjárhag og mæit fyrir um það að samið verði við skólana um fjár- veitingar á grundvelli fjárhags- og starfsáætlunar. í framsögu sinni greindi ráðherra frá því að viðræður menntamála- ráðuneytisins við Háskóla íslands um fyrrgreindan samning hefðu staðið yfir í nokkur misseri og að enn biði ráðuneytið eftir því að Há- . ' j -j !!!§ sf §§§§ ALÞINGI skólinn kæmi með sínar lokahug- myndir. Ráðherra lét þess ennfremur getið að nú væri starfandi nefnd ráðuneyt- isins og Háskóla íslands sem ynni að því að semja sérlög um Há- skólann í ljósi þessarar ramma- löggjafar. Sagði ráðherra að sú nefnd væri enn að störfum og vonaðist hann til að niðurstöður ——'“ nefndarinnar lægju fyrir í lok ársins eða áður en frumvarpið yrði að lögum. Ráðherra skipi rektor samkvæmt tilnefningu Svavar Gestsson, þingmaður Al- þýðubandalags, sagði m.a. í umræð- um um frumvarpið að ekki væri hægt að afgreiða frumvarpið og gera það að lögum fyrr en niðurstöð- ur nefndar ráðuneytisins og Háskóla Islands lægju fyrir. Hann sagði að eðlilegt væri að fresta afgreiðslu þessa frumvarps þar til búið væri að fara yfir frumvörp til sérlaga fyrir hina ýmsu háskóla. Ráðherra svaraði og benti á að enginn skólanna hefði óskað eftir því að rammalöggjöfinni yrði ýtt til hliðar á meðan sérlögin yrðu samin; Morgunblaðið/Kristinn AÐALBYGGING Háskóla íslands. hvorki Háskóli íslands né aðrar stofnanir. Svavar gagnrýndi einnig, sem og Guðný Guðbjörnsdóttir, þingmaður Kvennalistans, að menntamálaráð- herra ætti samkvæmt frumvarpinu að skipa rektor til fimm ára. Vildi Guðný að því yrði sleppt úr lögunum að rektor yrði skipaður af ráðherra. í svari sínu sagðist ráðherra telja að það væri í samræmi við góða stjómsýsluhætti að hafa þessi tengsl á milli ráðuneytis og háskóla. Hann benti hins vegar á að þrátt fyrir þessa skipan væri ráðherrann bundinn af ákvörðunum háskólaráðsins og að honum bæri að skipa þann rektor sem háskólasamfélagið hefði kosið. Björn Bjarnason menntamálaráðherra um kjaramál kennara Fráleitt að ráðherra hlut- ist til um kjaradeiluna BJÖRN Bjamason menntamálaráðherra sagði í utandagskrárumræðu á Al- þingi í gær að það væri út í bláinn að ætlast til þess að menntamálaráð- herra hlutaðist til um kjaradeilu gmnnskólakennara. Vísaði hann til samkomu- lags um flutning grunnskólans til sveitarfélaganna og sagði að í því kæmi hvergi fram að ríkið ætti að hafa afskipti af kjaramálum grunnskólakennara. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu hins vegar ráðherra fyrir aðgerðar- leysi í kjaradeilunni og sögðu m.a. að ríkisvaldið gæti ekki horft að- gerðarlaust upp á það að skólastarf- ið í landinu lamaðist. Málshefjandinn Svanfríður Jón- asdóttir, Þingflokki jafnaðarmanna, gagnrýndi ráðherra fyrir að aðhaf- ast ekkert í kjaradeilu kennara og fullyrti að nú væri ögurstund í sögu íslenska grunnskólans. Ekki aðeins vegna þess að nú vofði yfir verkfall kennara heldur einnig vegna þess að fjölmargir þeirra hefðu þegar sagt upp störfum. Þá sagði hún að þeir fjármunir sem sveitarfélögin hefðu fengið með grunnskólanum stæðu engan veginn undir þeim umbótum sem þyrftu til að íslenski grunnskólinn gæti staðist saman- burð við skóla í öðrum OECD-ríkj- Sími 555-1500 Garðabær Stórás Rúmgóð ca 70 fm 2—3 herb. ib. á neðri hæð í tvíb. Ný eldinnr. Nýtt gler. Parket. Boðahlein Höfum fengið til sölu fyrir aldraða við Hrafnistu í Hf., gott endaraðh., ca 90 fm auk bílsk. Áhv. ca 1,5 millj. Verð 11,5 millj. Hafnarfjörður Ótturstaðir Til sölu ca 5—6 hektara landspilda úr landi Óttarstaða I. Liggur að sjó. Verð: Tilboð. Reykjavíkurvegur Gott skrifstofuhúsnaeði ca 120 fm á 2. hæð. Verð 4,9 millj. Breiðvangur Sérlega glæsileg ca 190 fm neðri sérh. í tvíb. auk bílskúrs. 5 svefnh. Áhv. byggsj. ca 2,7 millj. Verð 13,2 millj. Gunnarssund Til söiu er góð 3ja herb. íb. á jarðh. Álfaskeið Einbýlishús á tveimur hæðum með hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið end- urn. Ath. skipti á lítilli íb. Vantar ca 100 fm íb. nærri miöbæ Hafnar- fjarðar. Vantar eignir á skrá Fasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Ámi Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. if arfélögin hefðu lagt fram í kjaradeilunni yrði til þess að greiða fyrir lausn þessa við- kvæma vandamáls. Mikill skaði þegar orðinn Guðný Guðbjörns- dóttir, þingmaður Kvennalistans, benti á að í samkomulaginu á milli ríkis og sveitarfé- laga um flutning grunnskólans væri að finna ákvæði sem kvæðu á um það að endurskoða bæri kostnaðar- og tekjuþörf sveitarfé- laga vegna grunnskólans ef veruleg röskun yrði á forsendum samkomu- lagsins. Hún sagði að nú væri full ástæða til að endurskoða samning- inn til að sveitarfélögin ættu mögu- leika á að bæta kjör kennara umfram aðra. Meðal annars vegna þess að um uppsafnaðan vanda væri að ræða. Steingrímur J. Sig- fússon, þingmaður Al- þýðubandalags, sagði það ljóst að þegar væri orðinn mikill skaði í kennaradeilunni. Spurningin væri ekki hvort heldur hve mikill hann yrði. Hversu mik- ill flótti yrði úr stétt- inni. Hann gagnrýndi aðgerðarleysi stjórn- valda og sagði að sveit- arfélögin hefðu ekki _. bara fengið heiman- Bjorn Bjarnason mund eða fjármuni með grunnskólanum heldur einnig gífur- lega uppsafnaða þörf fyrir úrbætur í skólamáium. Þess vegna væri það óumflýjanlegt að í kjölfar þess að kjaradeilan vonandi leystist myndu sveitarfélögin og ríkisvaldið taka upp viðræður á nýjan leik um stöðu grunnskólans. um. Björn Bjarnason sagði að þegar farið væri yfír gögn sem snertu flutning grunnskólans til sveitarfé- laganna kæmi fram að aldrei hefði verið gert ráð fyrir því að ríkið hefði afskipti af kjaramálum kennara. „Og að sjálfsögðu ber menntamálaráðu- neytinu að starfa í samræmi við landslög og þær reglur sem settar eru á grundvelli þeirra," sagði hann. Björn benti einnig á að með flutn- ingi grunnskólans hefðu sveitarfé- lögin fengið aukin fjárframlög frá ríkinu. Þá tók Björn fram að hann von- aðist til þess að það tilboð sem sveit- Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Fyrst verða teknar fyrir fyrirspurnir til ráðherra. Fyrirspurn til menntamálaráð- herra um öryggismál í skólum. Fyrirspurn til samgönguráð- herra um áhrif lýsingar við Reykjanesbraut á slysatíðni. Fyrirspurn til landbúnaðar- ráðherra um Aburðarverksmiðj- una. Fyrirspurn til iðnaðarráð- herra um málefni skipasmíðaiðn- aðarins. Fyrirspurn til heilbrigðisráð- herra um rétt tannsmiða og sjón- tækjafræðinga. Eftirfarandi mál eru á dag- skrá: 1. Háskólar. Framhald fyrstu umræðu. (Atkvgr.) 2. Kennara- og uppeldisháskóli íslands. Framhald I. umr. (Atkvgr.) 3. Örnefnastofnun íslands. Framhald 1. umr. (Atkvgr.) 4. Bæjamöfn. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 5. Aðgerðir til að draga úr Umræður um afnám kvótaframsals Komið verðií veg fyrir kvótabrask GUÐMUNDUR Hallvarðsson og Guðjón Guðmundsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, hafa öðru sinni lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fisk- veiða. Frumvarpið hefur þann til- gang að afnema að mestu leyti heim- ildir til framsals veiðiheimilda sam- kvæmt lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða. . Gert er ráð fyrir í frumvarpinu að veiðiheimildum sem ekki veiðast á fiskveiðiárinu verði skilað til Fiskistofu og þeim síðan úthlutað til annarra skipa gegn umsýslugjaldi. Jafnframt er gert ráð fyrir að veiðiheimildum sem eru ónýttar í lok fískveiðiársins verði úthlutað á næsta fiskveiðiári gegn umsýslugjaldi. í framsögu Guðmundar kom m.a. fram að framsal veiðiheimilda á grundvelli heimilda í lögum um stjórn fiskveiða hefði verið gagnrýnt látlaust á undanförnum árum. Gagn- rýnin hefði verið færð fram af mörg- um samtökum, félögum og einstakl- ingum úr öllum þjóðfélagshópum. „Vafasamt er að þjóðarsátt sé um gildandi kerfi um stjórn fiskveiða, hvað þá heldur almenn sátt um fram- sal veiðiheimilda," sagði hann. Þá sagði Guðmundur það vafasamt að framsal veiðiheimilda hefði skilað sjávarútveginum þeim ávinningi sem upphaflega hefði verið reiknað með, en hins vegar benti ýmislegt til þess að framsalið leiddi til aukins kostn- aðar fyrir greinina og þjóðarbúið í heild. Guðjón Guðmundsson tók fram að yrði frumvarpið að lögum yrði framsal veiðiheimilda að mestu bannað nema þegar um væri að ræða skipti á jöfnum heimildum á þeim tegundum sem sæta afla- marki. Þar með yrði komið í veg fyrir það takmarkalausa verslunar- kerfi sem þróast hefði á undanförum árum og í daglegu tali væri kallað kvótabrask. Úthlutað í sama hlutfalli og nú Lúðvík Bergvinsson, Þingflokki jafnaðarmanna, sagðist geta tekið undir það sem kom fram í ræðu Guðjóns um að kvótabraskið væri líklega það sem hefði komið hvað mestu óorði á núverandi fískveiði- stjórnunarkerfí. Hann spurði hins vegar m.a. að því hvernig flutnings- menn teldu að endurúthluta ætti þessum veiðiheimildum sem skilað yrði inn. Guðjón sagðist telja það afskap- lega einfalt að endurúthluta kvótan- um. Það yrði gert í sömu hlutföllum og kvótanum er úthlutað í dag. En 5% umsýslugjald væri til að mæta beinum kostnaði við þær gjörðir. Guðný Guðbjörnsdóttir, þingmað- ur Kvennalista, sagði að þetta frum- varp væri mjög athyglisvert og von- aðist til að það yrði tekið fyrir al- vöru í sjávarútvegsnefnd. Hún sagði þó að það yrði að fínpússa því þær leiðir sem þar væru lagðar til væru að nokkru leyti óraunhæfar. ofbeldisdýrkun. Framhald fyrri umr. (Atkvgr.) 6. Aðgangur nemenda að tölv- um og tölvutæku námsefni. Frh. fyrri umr. (Atkvgr.) 7. Meðferð og eftirlit sjávaraf- urða. 2. umr. 8. Endurskoðun viðskipta- banns á írak. Fyrri umr. 9. Tekjuskattur og eignar- skattur. 1. umr. 10. Bann við kynferðislegri áreitni. 1. umr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.