Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ljóð Snorra Hjartar- sonar gefin út mynd- skreytt í Þýskalandi Hannover. Morgunblaðið. Kekkonen og Kreml SOVÉTSTJ ÓRNIN gerði ráð fyrir þvi á dögum Kóreustríðsins að svo gæti farið að Finnland skipaði sér í sveit með Vestur- veldunum. Þetta fullyrðir dr. Kimmo Rentola í nýrri bók sinni, Svo kalt að það brennur, sem komin er út hjá bókaforiaginu Otava. Undirtitill bókarinnar er „Kommúnistar, Kekkonen og Kreml“ og fjallar hún nánast um stefnu Sovétstjómarinnar í Finn- landsmálum á þremur tímabilum fráámnum 1947-1958. Á fyrsta tímabilinu var litið á Finnland sem hugsanlegt al- þýðulýðveldi. Á dögum Kóreu- stríðsins upp úr 1950, þegar tortryggni Stalíns vegna meintra ofsókna fór sívaxandi, var talið viðbúið að Finnland yrði óvinaríki Sovétríkjanna. 'Eftir dauða Stalíns tóku Kreml- verjar að líta á Finnland sem hugsanlegan bandamann. Sov- éska leyniþjónustan fær mikið rúm í bókinni. Rentola hefur haft aðgang að skjölum í Moskvu þar sem hann hefur bæði kannað skjalasöfn flokks- ins og utanríkisráðuneytisins. Þar að auki hefur hann leitað í skjölum finnska kommúnista- flokksins, Urho Kekkonens og öryggislögreglunnar. Rentol sviptir nú einnig hulunni af því frá hveijum í æðstu stjórn kommúnistaflokksins finnska öryggislögreglan fékk upplýs- ingar. Það var Veikko Hauhia, sem lengi var framkvæmda- stjóri skipulagsmála í flokkn- um. Kekkonen forseti fékk vitneskju sína um hvað Sovét- stjórnin ætlaðist fyrir að veru- legu leyti úr skýrslum öryggis- lögreglunnar sem einatt byggð- ust á upplýsingum Hauhia. FYRIR skömmu gaf útgáfu- fyrirtækið Kleinheinrich í Miinster í Þýskalandi út listaverkabók með vatnslita- myndum eftir þýska myndlistar- manninn Bernd Koberling. Myndirnar vann Koberling á Is- landi á síðustu tveimur árum undir áhrifum af ljóðum Snorra Hjartarsonar. I bókinni birtast um fimmtíu af ljóðum Snorra bæði á þýsku og íslensku, ljóða- flokkarnir Á Gnitaheiði, Lauf og sljörnur og Hauströkkrið yfir mér en einnig nokkur eftirlá- tinna ljóða hans í þýðingu Franz Gíslasonar og Wolfgangs Schif- fers en þeir hafa þýtt fjölda ís- lenskra bóka á þýsku. Bókin er í stóru broti, innbundin og prent- uð á þykkan vandaðan pappír og öli hin veglegasta. Umsjón með útgáfunni hafa Gert Kreutzer prófessor við norrænudeild Há- skólans í Köln. Titill bókarinnar er jafnframt titill eins ljóðanna, Brunnin flýgur álft. í eftirmála fjallar Gert Kreutzer ítarlega um ævi Snorra og setur verk hans í þjóðfélagslegt samhengi. Útgefandinn, Joseph Klein- heinrich, sagði hugmyndina vera komna frá Gert Kreutzer. „Snor- ri Hjartarson skrifar, að mínu mati, heimsbókmenntir en er með öllu óþekktur í Þýskalandi," sagði Kleinheinrich. „Mér fannst síðan tilvalið að Bernd Koberling skreytti bókin og nú er hún loks- ins komin út. Eg Iagði sjálfur stund á norræn fræði meðal ann- ars í Kaupmannahöfn og þekki Snorra úr náminu. Ég komst svo að því að það er ekkert til eftir hann í þýskri þýðingu, eins og svo marga íslenska höfunda, og þetta varð síðan til þe§s að ég ákvað að stofna útgáfufyrirtæki þar sem áherslan er á norrænar bókmenntir." Meðal þess sem Kleinheinrich í Miinster hefur gefið út af íslenskum bókmennt- um má nefna Hjartað býr eitt í helli sínum, eftir Guðberg Bergs- son og Grámosinn glóir, eftir Thor Vilhjálmsson. LISTMÁLARINN Bernd Ko- berling hefur dvalið lang- dvölum á Stakkahlíð við Loðmundarfjörð undanfarin tuttugu ár og gerði þar, eins og áður sagði, 46 vatnslitamyndir við ýmis ljóð Snorra Hjartarson- ar. „Ég verð að viðurkenna að á íslandi hef ég látið lítið fyrir mér fara og tekist einn á við náttúr- una fyrir austan. Ég hef Iítið les- ið af íslenskum bókmenntum enda verð ég að játa að enn les ég ekki íslensku nógu vel þó ég skilji talsvert. En ég vissi hver Snorri Hjartarson var. Það var þó fyrst þegar Joseph Klein- heinrich sendi mér þýdd ljóðin að ég fór að fást við þau af al- vöru. Þau höfðuðu strax til mín og eftir að ég kom til baka til Þýskalands, að einni Islandsdvöl- inni lokinni, og sýndi útgefand- anum verkið þá var ég alltaf að uppgötva nýjar víddir i ljóðun- um. Og það merkilega var að mér fannst ég alltaf þurfa að mála meira, en í Berlín gat ég það ekki. Ég varð að fara til Is- lands. Ég var líka lengi í vafa um að geta gert þessum textum skil í mynd, en þegar ég sé bók- ina núna þá er ég sáttur. Ég lít á þetta verk sem eitt það mikil- vægasta sem ég hef gert.“ Bernd hefur ekki áður fengist við myndskreytingar á textum og í þessu tilfelli er heldur varla hægt að tala um skreytingar heldur miklu frekar um túlkanir hans á textanum í myndum. Bernd segist hafa fengið mikið út úr þessari vinnu sem Iistamað- ur og hyggur á frekari vinnu í þessum dúr. „Það er til bók eftir ungt íslenskt skáld sem ég met mikils og annað eldra sem ég mundi gjarnan vilja túlka í mynd- um og ef Kleinheinrich heldur áfram að gefa út bækur af þessu tagi þá stendur ekki á mér. Að svo stöddu vil ég þó ekki hafa mörg orð um fyrirætlanir mín- ar,“ segir Bernd Koberling. Hann tengist Islandi líka á annan hátt því Kristján Steingrímur Jónsson myndlistarmaður nam hjá honum við Listaakademíuna í Hamborg. Mál og menning er útgefandi Snorra Hjartarsonar á Islandi og sagði Halldór Guðmundsson út- gáfustjóri að mikill áhugi væri á að fá bók Bernds Koberlings og Snorra útgefna hér á landi. Hall- dór sagði jafnframt að væntan- lega yrði gengið frá samningum við Kleinheinrich-útgáfuna á Bókastefnunni í Frankfurt í þess- ari viku en „þar sem bókin er tvítyngd munum við sjálfsagt gera sérstaka íslenska útgáfu," sagði Halldór. Frá þjóðsögu tíl skáldsögu BÓKMENNTIR F r æ ð i r i t TVEGGJA HEIMA SÝN SAGAÓLAFSÞÓRHALLA- SONAROGÞJÓÐ- SÖGURNAR eftir Maríu Önnu Þorsteinsdóttur. STUDIAISLANDICA. Bókmennta- fræðistofnun Háskóla íslands. Reykjavik 1996 - 288 bls. HIÐ opinbera upphaf íslenskrar skáldsagnaritunar hefur um langan aldur verið talið útgáfuár Pilts og stúlku eftir Jón Thoroddsen (1818- 1868) en í þriðja bindi nýútkominnar bókmenntasögu, bregður svo við, að eldri sögum og sögubrotum, sem áður var flokkað sem undanfari „raunsæislegri" og „metnaðarfyllri" sagnagerðar, eru gerð viðhlítandi og fræðileg skil í vandaðri umfjöllun Matthíasar Viðars Sæmundssonar. Má af því sjá að nýir tímar kalla á ný viðhorf, jafnvel í ritun íslenskrar bókmenntasögu. Ein þessara sagna sem öðlast hefur sinn bókmennta- sögulega sess, og líklega sú helsta, er Saga Ólafs Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal Eiríksson (1743-1816). Sögusvið Ólafssögu er jöfnum höndum álfheimur og hinn hvers- dagslegi heimur íslenskrar alþýðu á kaþólskri tíð. Efniviður hennar er að stærstum hiuta sóttur til þjóðsagna auk þess sem helstu persónur hennar eru álfar. Álfheimur er því jafn raun- verulegur og mannheimur í sögunni og ferðast aðalpersónan, Ólafur Þór- hallason, óhindrað á milli þessara tveggja tilverusviða. Tveggja heima sýn eftir Maríu Önnu Þorsteinsdóttur, í ritröðinni Studia Islandica, er að stofni til meist- araprófsritgerð höfundar í íslenskum bókmenntum við Háskóla ísiands. í meginatriðum er þetta rit ítarleg og nákvæm greining á þeim hugrnynda- lega og þjóðsögulega efnivið sem Saga Ölafs Þórhallasonar er unnin úr. Ritgerð sinni skiptir María Anna í íjóra aðalkafla með fjölda undir- kafla ásamt formála og ítarleg heim- ildaskrá fylgir í lokin ásamt útdrætti á ensku. í inngangi ritgerðarinnar kemur fram að Saga Ólafs Þórhallasonar lá óprentuð og óútgefín í tæplega tvö hundruð ár og virðist sem handriti hennar hafi alla tíð verið lítill gaum- ur gefinn. Talið er að sagan sé sam- in um aldamótin 1800 en hún er fyrst gefin út í Reykjavík árið 1986. Skoð- un íslenskra fræðimanna á Ólafssögu í gegnum árin og aldimar er margt- uggin og hefur að miklu leyti stjórn- ast af „raunsæislegu viðhorfi" þeirra til bókmenntasköpunar og hvaða sýn þeir hafa haft á gullaldarsamhengi íslenskra bókmennta. Minnst hefur verið á Ólafssögu í yfirlitsköflum um bókmenntasögu og jafnvel amast við henni, og fullyrðir María Anna að þessir fræðimannslegu þankar vitni um það eitt, að sagan hafi aldrei verið lesin í heild sinni. Umfjöllun fræðimanna um höfund sögunnar, Eirík Laxdal Eiríksson, virðist vera sama marki brennd. Hann hefur verið talinn gæfulítill maður og gefinn fyrir frjálsræði, sér- vitur en um leið gáfaður og vel les- inn. Eiríkur varð stúdent frá Hóla- skóla árið 1765 og ári síðar var hann skipaður djákni að Munkaþverá en þegar kom til þess að veita honum embættið var honum neitað um það af lögmanni sóknarinn- ar. Arið 1767 gerðist hann djákni á Reynistað í Skagafirði en missti það starf eftir að hafa eignast bam í lausaleik. í lok ársins 1769 var Eiríkur skráður í tölu stúdenta við Háskólann í Kaupmannahöfn en missti Garðstyrk sinn tæpum tveimur árum síðar vegna óþægðar. Hann gerðist þá háseti í danska sjóliðinu en var leystur úr þjónustu haustið 1774. Um vet- urinn var hann á flæk- ingi í Kaupmannahöfn en kom til Islands vorið eftir. Árið 1782 eignaðist hann í annað sinn barn í lausaleik. Eigin- kona hans er skráð í heimildum vera Ólöf Guðmundsdóttir og árið 1801 lifðu þau við hokur í Neðra-Nesi á Skaga. Þau flosnuðu þaðan upp og varð hún niðursetningur en hann lagðist í flakk og andaðist á miðju sumri árið 1816. Fullyrða má um Eirík og afkvæmi hans að öll verða þau til utan hefðbundins ramma samfélagsins. Bömin em getin í lausaleik og skáldskapurinn verður til utan við bókmenntastofnun síns tíma. I inngangi ritgerðar sinnar ræðir María Anna þau fjögur álitamál sem mynda undirstöðu rannsóknar henn- ar: í hve miklum mæli áhrifa Upplýs- ingastefnunnar gætir í sögunni; hvort telja beri Ólafssögu þjóðsagnabálk eða eitthvað annað; hvort fmmleiki og nútímalegt viðhorf Eiríks, sem víða sér stað í sögunni sé eintóm markleysa og í hvaða bókmennta- sögulega samhengi setja beri söguna. Stærsti hluti ritgerðarinnar fjallar um hinn hugmyndalega/samtímalega vemleika sem Ólafssaga er sprottin úr, um bein áhrif Upplýsingastefn- unnar í skáldverki Eiríks, sem víða má finna stað, en um leið, hinn þjóð- sögulega bakgrunn Ólafssögu: um mynstur íslenskra þjóðsagna, form- gerð þeirra og efnivið, og þann mun sem er á gerð þeirra og sögu Eiríks Laxdals. Þjóðsögur þær sem Ei- ríkur nýtir sér hafa ver- ið víðkunnar á tíð hans og vinsælar og virðist hann hafa notað sagna- efni sem fólk þekkti vel. María Anna sýnir fram á að Ólafssaga er ekki óskipulegur sam- setningur „stolinna" þjóðsagna heldur heild- stætt listaverk þar sem höfundur vinnur úr efni- viði sagnanna og skapar með því aðra sýn og annað viðhorf en áður hefur þekkst í íslensk- um sögum. Merkilegt hlýtur að teljast að Eiríkur Laxdal vinnur úr efniviði þjóðsagna talsvert áður en áhugi á þjóðsagnasöfnun vaknaði í Evrópu. Hann er því fyrst- ur til að safna þjóðsögum á íslandi eftir því sem skáldrit hans, Ólafs- saga, ber með sér. Að auki endumýj- ar hann þetta víðkunna og útbreidda sagnaefni, lesendum eða áheyrendum sínum til ánægju, um leið og hann gerir það að nýjum miðli fyrir hug- myndir sínar og álit. Framleiki Ólafssögu felst meðal annars í umfjöllun höfundar um kon- ur og málefni kvenna og svo virðist sem Eiríkur Laxdal hafi í þeim efnum verið langt á undan sinni samtíð. Saga Ólafs Þórhallasonar er, eins og María Anna orðar svo skemmtilega: löng saga um margar konur en fáa karlmenn. I sögunni gætir víða fijáls- legrar umfjöllunar um kynferðismál þar sem viðhorfið til ástalífsins er í grundvallaratriðum „sprottið af nátt- úrafari og mannlífsskilningi höfund- arins sjálfs". Engum einum sannleika er hampað í þessari sögu, nema ef vera skyldi samúð með undirmáls- fólki, heldur er sem siðferði hennar sé stefnt gegn ríkjandi boðskap trúar og samfélags. I bókmenntasögulegu samhengi telst Ólafssaga ótvírætt til skáld- sagna, að mati höfundar. Þótt efni sögunnar sé unnið úr þjóðsögum og form og heiti einstakra kafla beri munnlegri frásögn vitni, þar sem smærri frásagnir ganga endalaust inn í aðrar stærri, inniheldur sagan skýra einstaklingsvitund og er allt í senn: sálræn eðlis, skálkasaga og útópía, svo nokkuð sé nefnt. Þar að auki „býr hún yfir upphafi, fram- vindu, endi, persónusköpun og boð- skap í rökréttu samhengi við efnis- framvindu“ svo vitnað sé til orða höfundarins. Ennfremur segir María Anna: „Kolbíturinn Ólafur kann að koma úr heimi þjóðsagna á fyrsta skeiði ævi sinnar en vaknar ekki upp til þjóðsögulegs umhverfís heldur skáld- sögulegs, á mótum tveggja tíma; persóna úr þjóðsögu sem flýr, um Ieið og hann hefur vit til, hin þjóð- sögulegu húsakynni, og þau hrynja á hæla hans, reikar svo um formleys- ur sálarlífs og fínnur sér ekki annan tilgang en svala nauðþurftum sinum uns æviferillinn sjálfur hefur spunnið um hann söguvef af nýrri gerð: Skáldsögu." (Bls. 241.) í ritgerð sinni beitir María Anna Þorsteinsdóttir nákvæmri og strúkt- úralískri nálgun á Sögu Ólafs Þór- hallasonar og tekst henni að varpa skýra Ijósi á íslenska hugmynda- og bókmenntasögu 18. og 19. aldar. Hún sýnir fram á að upphaf íslenskrar skáldsagnagerðar megi, í mikilvægu tilfelli, rekja til íslenskra þjóðsagna og munnmælahefðar. Hún greinir frá því hvemig höfundur Ólafssögu vinn- ur um leið úr hugmyndaforða samtíð- ar sinnar og þjóðsögulegum minnum og fyllir um leið frásögn sína persónu- legri og einstaklingsbundinni upplif- un. Mikill lestur og nákvæm rann- sókn hlýtur að liggja þessari vönduðu ritgerð að baki. I henni er að fínna fjölbreyttan fróðleik, ekki aðeins um Sögu Ólafs Þórhallasonar og stór- merkilegan höfund hennar, heldur um form og efni íslenskra þjóðsagna, um evrópska hugmyndasögu 18. og 19. aldar, sögu skáldsögunnar og hinna ýmsu greinar hennar, og síðast en ekki síst sögu kvenna og kvenrétt- inda. Jón Özur Snorrason Maria Anna Þorsteinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.