Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 29 AÐSENDAR GREINAR Skólar - hús án kennara Sveitarstj órnar- menn segjast hafa þungar áhyggjur af skólamálum vegna upp- sagna kennara og yfir- vofandi verkfalls. Sjálf- ir eiga þeir stóran þátt í þeim stöðu sem áhyggjunum valda. í umræðunni sem várð vegna yfirtöku sveitar- félaganna á rekstri grunnskólanna á síð- asta ári gáfu ýmsir í skyn að nú væri tæki- færi til að bæta laun kennara. Þeirra á með- al var fólk úr röðum sveitarstjórnarmanna. A þessi ummæli reyndi fljótt því kjarasamningur kennara rann út um síðustu áramót. Kennai’a- samtökin höfðu birt kröfugerð sína 29. nóvember sl., sett þar fram kröf- ur um allnokkrar launabætur og hug- myndir að breyttri vinnutímaskil- gi-einingu. En sveitarstjórnarmenn höfðu í mörgu að snúast vegna yfir- færslu grunnskólans og til að þeir fengju meiri tíma í það verkefni und- irrituðu samtök kennara „friðar- samning" við Samband íslenskra sveitarfélaga. Var samningstíminn frá 20. mars til 31. júlí. Laun hækk- uðu lítillega en vinnutímaskilgrein- ingin var óbreytt. Voru kennarar mjög ósáttir við þennan samning en vildu forðast deilur við nýja vinnu- veitendur og gefa þeim tækifæri á að kynna sér málin af kostgæfni. En tíminn sem friðarsamningurinn gaf var ekki nýttur. Samningsgerð- inni var ekki sinnt af fullri alvöru og launanefnd sveitarfélaganna var nán- ast aldrei fullskipuð á fundum megin- hluta sumarsins. Svaraði hún hvorki ábendingum né kröfum kennara um nauðsyn þess að ljúka samningsgerð á tilsettum tíma til að skólastarf gæti hafist með „eðlilegum" hætti í haust. Miðað við ástand mála nú hefðu launanefndarmenn betur gert vinnu sína sýnilega sumarið 1997. Kröfugerð kennarasamtakanna var ekki formlega svarað af hálfu sveitarfélaganna fyrr en 14. ágúst. Það er að segja átta og hálfum mán- uði eftir að hún var lögð fram, hálfum mánuði eftir að friðarsamningurinn rann út og tólf dögum áður en kenn- arar áttu að mæta til vinnu. I tilboð- inu var ekkert minnst á laun, aðeins sett fram einhliða vinnutímaskil- greining. Samkvæmt henni átti að auka vinnuskyldu kennara, hækka kennsluskylduna og það verulega hjá þeim sem lengst hafa kennt. Með lögum um ein- setningu grunnskóla er stórum hluta kennara nánast gert ókleift að sinna kennslu sem fullu starfi. Kennarar telja að miðað við þær kröf- ur sem nú eru gerðar um þjónustu skóla við nemendur og heimili þurfi að lækka kennslu- skylduna, þannig að kennsla grunngreina i einum bekk og önnur störf henni tengd jafn- gildi heilli stöðu. Með tilboðinu frá 14. ágúst verður ekki annað séð en sveitarfélögin hafi ætlað sér að festa kennslu endanlega í sessi sem illa launað hlutastarf. Að loknu þriggja ára háskólanámi eru byrjunarlaun gi-unnskólakennara innan við 80.000 kr. á mánuði. ✓ Ef Islendingar hafa ekki ráð á að mennta komandi kynslóðir, segir Gunnar Jónsson, verður að hafna lífsgæðum okkar tæknisamfélags. Ekki þótti samninganefnd kennara fýsilegt að semja eingöngu um aukið vinnuálag og hafnaði tilboðinu þegar í stað. Þann 26. ágúst kom annað til- boð með svipaðri vinnutímaskilgrein- ingu og þar var lítillega minnst á launin. Við útreikning kennarasam- takanna var ekki annað sjáanlegt en að launanefnd sveitarfélaganna legði til að kennarar greiddu sér sjálfir að mestum hluta launabætur fyrir aukna vinnu. Þessu boði var því einnig hafnað og þannig standa samningamálin nú þegar þetta er skrifað 13. október. Sveitarstjómamenn tala um að gera þurfi kennarastafið „sýnilegra". Þeir gætu öðra hvoru heimsótt skól- ana sína. Verið þar einn og einn dag, haft það náðugt og fylgst með. Ef til vill ættu kennarar líka endrum og sinnum að skreppa á skrifstofu sveit- arfélagsins eftir kennslu og sinna undirbúningsstörfum sínum þar. Þá þyrftu ráðamenn ekki að ómaka sig úr vinnunni til að standa við þær full- yi-ðingar sem heyrst hafa úr þeirra Gunnar Jónsson röðum að kennarar vinni ekki vinn- una sína. Hvenær er einhver búinn að vinna vinnuna sína? Hvenær eru til dæmis sveitarstjórnarmenn búnir að því? Er það þegar þeir hafa unnið umsaminn viku- eða mánaðarlegan vinnutíma fyiúr sveitarfélagið eða er það þegar þeir hafa náð viðunandi ár- angri í starfi sínu án tillits til vinnu- stundafjölda. Það eins og margt ann- að verður alltaf matsatriði. Forsvarsmaður launanefndar sveitarfélaganna sagði í útvarpi fyrir nokkru að uppsagnir kennara væru alvarlegt mál og að ríkisvaldið yrði að gera eitthvað til að slíkt gerðist ekki. Hvað er maðurinn að fara fram á? Það getur tæplega verið annað en að fólk sé svipt þéim réttindum að mega segja upp starfi sínu. Og nú eru lögfræðingar sveitarfélaganna, eftir fréttum að dæma, að kanna hvort uppsagnir séu hugsanlega lagabrot. Ég hef alltaf haldið að í nú- tíma lýðræðisþjóðfélagi eigi ég þann kost að skipta um vinnu. Ég er ekki í verkfalli, ég sinni minni daglegu vinnu, uppfylli þær kröfur sem samn- ingur úr gildi fallinn gerir til mín og svo eru vinnuveitendurnir að kanna hvort þeir geti neytt mig til að vinna áfram eftir lögboðinn uppsagnar- frest, fari svo að ég segi starfi mínu lausu. Verkfall er yfirvofandi. Leggist kennsla af 27. október næstkomandi má búast við að grunnskólanemend- ur verði að dveljast í heimahúsum eitthvað fram eftir vetri. Svo kemur vonandi að því að skólar taki til starfa á nýjan leik. Þá gæti svo farið að margar bekkjardeildir víða um land hefðu ekki kennai'ann sinn þar sem hann telur sig ekki geta fram- fleytt sér og sínum af kennaralaun- unum. Og hvað er þá til ráða? Senni- lega ekkert annað en að stoppa í göt- in með leiðbeinendum og þá líkast til með fólki sem litla reynslu hefur af vinnu með grunnskólanemendum. Vissulega verður það spennandi verkefni fyrir margan skólastjórann að smella þeim ófaglærðu við kenn- araborðið á miðju skólaári. Skyldu nokkur vandræði hljótast af því? Tæplega. Kennarastarfið er ekki það hátt metið og ef til vill má finna ein- hverja sem geta svikist um að vinna vinnuna sína með svipuðum árangri og við réttindafólkið. Ef Islendingar hafa einhverra hluta vegna ekki ráð á að mennta komandi kynslóðir verður að hafna lífsgæðum þess tæknisamfélags sem hér hefur verið byggt upp. Sveitar- stjórnarmenn virðast eiga fyrir hönd- um erfiða ákvarðanatöku. Þeir þurfa að gera það upp við sig hvernig þeir ætla að starfrækja grunnskóla fram- tíðarinnar. Skóli er ekki eingöngu húsnæði og búnaður, hann er h'ka nemendur og starfsfólkið sem þar vinnur. Og svo eru kosningar í vor. Höfundu r er keimari. Hið nýja jafn- réttindafélag FÖSTUDAGINN 24. október verður haldinn stofnfundur Hins nýja jafnrétt- indafélags. Félagið miðar að því að þrýsta á um úrbætur um jafnrétti kynj- anna. Þetta hljómar sjálfsagt kunnuglega í eyrum flestra, en við skulum skoða þetta aðeins nánar. Mörg samtök, fé- lög og hópar undir ýmsum merkjum hafa unnið markvisst að því að jafna stöðu kynjanna undanfarin ár og áratugi. Allar þessar fylking- ar eru börn sinna tíma, sum þeirra hafa þegar liðið undir lok og önnur ný skotið upp kollinum. Skiptar skoðanir eru um hvaða árangri baráttan í heild sinni hefur skilað okkur, en þó er óumdeilanlegt að enn er langt í land. Áherslurnar sem og aðferðirnar hafa verið mis- munandi, enda hefur íslenskt þjóð- félag tekið miklum stakkaskiptum frá því að baráttan hófst. Baráttunni fyrir jafnrétti kynj- anna hefur gjarnan verið skipt í tímabil. Hið fyrsta hefst um alda- mótin og hefur löngum verið kennt við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, því næst koma rauðsokkurnar á átt- unda áratuginum og loks Kvenna- framboð og Kvennalisti á hinum níunda. Vissulega eiga þessar kjarnakonur sem baríst hafa fyrir aukum rétti kvenna lofþökk skilda og er það einkum fyrir tilstilli þeirra að ég fæ notið mín í námi, samhliða því að sinna móðurhlut- verkinu. En ég vil meira, ég vil geta staðið jafnfætis skólafélögum mínum af hinu kyninu úti á vinnu- markaðinum að námi loknu, þar sem ég er metin að verðleikum mínum í því sem ég tek mér fyrir hendur. Baráttuaðferðirnar eins og þær hafa verið samræmast ekki hugmyndum ungs fólks í nútíma- þjóðfélagi um jafnrétti. Ný kyn- slóð er tekin við. Nýjar aðferðir munu líta dagsins ljós með breytt- um áherslum, það eru breyttir tímar! Femínismi hefur einkum verið þýddur sem kvenréttindi og um- ræðan oftar en ekki snúist um að skilgreina kveneðlið og hlutverk konunn- ar á einn eða annan veginn eða leitast við að aðgreina hana frá karlmanninum. Er ekki kominn tími til að við leggjum þessar heimspekilegu vangaveltur á hilluna og höldum lengra? Hugtök líkt og femín- ismi eða kvenréttindi hafa hlotið neikvæða merkingu í hugum ungs fóks eftir allt sem á undan er geng- ið. Ungt fólk í dag fínnur meiri hljóm- grunn í hugtakinu kynjajafnrétti. Kynjajafnrétti höfðar einfaldlega til þess að gera sér grein fýrir því að aðstaða kynjanna er ekki jöfn, það hallar á konur í mörgum mála- flokkum í þessu þjóðfélagi og einnig á karla í sumum. Ef þú gerir þér grein fyrir þessu s I þessari grein seg- ir Kristbjörg Edda Jóhannesdóttir frá stofnfundi Hins nýja jafnréttinda- félags, föstudaginn 24. október næstkomandi. og ert tilbúinn að leggja þitt af mörkum til þess að jafna aðstöð- una erum við í sama liði, hvort sem þú ert karl eða kona. Að mínu viti snýst jafnréttisbaráttan um þetta. Kynjajafnrétti á heldur ekki endi- lega bara að vera eitthvert flokkspólitískt fyrirbæri, annað hvort á hægri eða vinstri væng. Þetta er ekki spurning um ólík við- horf til markaðarins, ríkisvaldsins eða annars þess háttar, heldur er þetta spurning um sameiginlega hagsmuni okkar allra. Sameinumst um réttlátara þjóðfélag þar sem einstaklingurinn fær notið sín óháð kyni. Höfundur er nemi i hagfræði við Hl. Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir Hvar er ábyrgðin? Sigurlaug _ Áslaug Sólrún Hauksdóttir fvarsdóttir Óskarsdóttir EKKI hefur mikið heyrst í okkur foreldrum varðandi skólamál. En vissulega liggja þau þungt á okkur flestum, ef ekki öllum. Skólinn er jú einu sinni til fyrir börnin okkar og við viljum því geta gert kröfur til hans. Okkur fmnst brýnt að láta í okkur heyra og hvetjum aðra for- eldra til að gera slíkt hið sama. Undanfarið hafa nær eingöngu heyrst neikvæðar fréttir af skóla- kerfinu. - Alþjóðlega TIMSS stærðfræði- rannsóknin í vetur sýndi að börnin okkar koma ekki nógu vel út. Hvað stendur til bóta í þeim efnum? Er verið að gera viðeigandi ráðstafanir? - Leiðbeinendur hafa lengi átt allt of greiðan aðgang að kennarastarf- inu. Er ekki á stefnuskránni að reyna að fá fleiri kennara til starfa? Hvað er verið að hugsa? - Ný regla sem öðlaðist gildi í haust hljóðar svo að ef kennari barna í 7.-10. bekk grunnskóla í Reykjavík er veik(ur) þá eiga börn í þessum bekkjum ekki að fá forfalla- Sveitarstjórnir, eruð þið ekki starfí ykkar vaxnar? spyrja Sigur- laug Hauksdóttir, Áslaug Ivarsdóttir og Sólrún Oskarsdóttir. Við treystum á að þið farið að láta menntun barna okkar og ykkar skipta meira máli. kennara. Er þessi ákvörðun tekin til að auka gildi kennslunnar? - Biðlistar hjá sálfræðideildum skóla eru alltaf of langir miðað við þarfir barnanna okkar. Er þetta bara allt í lagi? Hvað er gert til að leysa þennan vanda? - Það hefur verið stefna í mörg ár að hafa börn með mjög misjafna námsgetu í hverjum bekk. Þetta hefur gert það að verkum að kenn- arar eiga oft erfítt með að mæta þörfum hvers og eins barns eins og lögin segja til um. Hefur ekki verið á stefnuskránni að bæta þetta ástand eitthvað t.d. fækka nemend- um í bekkjum? - Samkvæmt lögum er verið að ein- setja skólana, sem hefur ótvírætt marga kosti í för með sér. Ein al- varleg afleiðing þess er að stöðugt fleiri kennarar sjá sér ekki fært að halda áfram að starfa við kennslu því þeir fá ekki fulla stöðu lengur. Var þetta ekki séð fyrir? Hvar eru úrlausnirnar? - Aðstaða einsetinna skóla er langt frá því að vera viðunandi. Einsetn- ingunni var skellt á en lausnir láta standa á sér. Þrátt fyrir einsetning- una hefur skólatími barnanna ekki lengst. A Islandi er samt óvenju stutt skólaár miðað við í nágranna- löndum okkar. Störf kennara og annan-a uppeld- ishópa hafa löngum verið illa metin til launa miðað við aðrar stéttir með sambærilega menntun, t.d. raun- greinastéttir og einnig miðað við aðrar þjóðir sem við gjama viljum bera okkur saman við. Það er því ekki skrýtið að kennarar vilja rétta hlut sinn. Er ekki kominn tími til að leiðrétta þetta misrétti sem hefur átt sér stað allt of lengi og gera það áður en kemur að verkfalli. Því á verkfalli vinnur enginn, heldur tapa allir! Börnin okkar geta t.d. misst góðan kennara sem snýr kannski ekki aftur í kennarastarfið. Nú þeg- ar er farið að gæta hræðslu og óör- yggis meðal barna vegna uppsagna kennara. Allt samfélagið tapar á verkfalli kennara. Sveitarstjórnir, eruð þið ekki starfi ykkar vaxnar? Við treystum á að þið farið að láta menntun barn- anna okkar (og ykkar) skipta meira máli. Börnin okkar eru jú framtíðin! Eins og við vitum öll þá koma góðir borgarar ekki af sjálfu sér, heldur fer það eftir því við hvers konar at- læti þeir búa. Við viljum sjá lausnir núna. Látið ekki vandamálin hrannast upp! Vinnum saman að því að bæta að- stöðu skólans og hlúa að því starfi sem þar fer fram. Það má ekki koma til verkfalls því komi til enn meiri atgervisflótta hjá kennurum, gæti tjónið orðið óbætanlegt! Sýnið ábyrgðartilfmningu og gerið eitt- hvað í samningamálunum meðan enn er tími! A því græða allir! Höfundar eru foreldrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.