Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Ný bók um meinta spillingu í bandaríska stjórnkerfinu Sá FBI Oklahoma- sprenginguna fyrir? Keppni um Berm- údaskál hafín KEPPNI um Bermúdaskálina í brids hófst í Túnis á mánudag, og eftir 4 umferðir af 17 í undankeppni voru Norðmenn og Brasilíumenn efstir. í undankeppninni, sem stendur fram á laugardag, spila 18 þjóðir og komast átta áfram í úrslit. Eftir fjórar umferðir voru Noregur og Brasilía með 80 stig, B-sveit Bandaríkjanna með 75, Kína 71, A- sveit Bandaríkjanna 69, Ástralía 66 og Pólland, Italía og Frakkland með 63 stig. Danir voru í 11. sæti með 60 stig. í kvennaflokki voru Frakkar efstir með 86 stig en næstir komu Kanadamenn með 77 stig. Suður- Afríka með 69 stig og Kínverjar með 67 stig. Keppt er um Bermúdaskálina og heimsmeistaratitil í brids á tveggja ára fresti en Islendingar unnu þetta mót árið 1991. Núverandi handhafar Bermúdaskálarinnar eru Bandaríkjamenn, sama liðið og spilar sem B-sveit Bandaríkjanna í Túnis. Nýir heimsmeistarar verða krýndir eftir tæpar tvær vikur. Washington. The Daily Telegraph. RÉTTARHÖLDIN yfir Timothy McVeigh, sem dæmdur hefur verið til dauða fyrir að hafa sprengt stjórnsýslubyggingu í Oklahoma ár- ið 1995, voru í raun hluti aðgerðar til að hlífa starfsmönnum alríkislög- reglunnar bandarísku, sem vissu hvað til stóð en komu ekki í veg fyrir tilræðið. Þetta kemur fram í nýrri bók eftir breska blaðamanninn Ambrose Evans-Pritchard, sem kallast „The Secret Life of Bill Clinton" (Leynilíf Bills Clintons) og fjallar um margháttaða spillingu sem höfundur segir þrífast í stjórn- arliði Bandaríkjaforseta. Fullvíst er talið að fullyrðingar Evans-Pritehards munu vekja reiði í Oklahoma en 168 manns létu lífið í sprengingunni. Þar sögðust vitni hafa séð sérfræðinga úr sprengju- deild FBI við stjórnsýslubygging- una fyrir sprenginguna og sam- kvæmt skoðanakönnun sem gerð hefur verið í Oklahoma-borg telja 70% íbúanna að stjómvöld segi ekki allan sannleikann í málinu. Varað við nýnasist- um í „Borg Guðs“ í bók Evans-Pritchard er m.a. birt afrit af opinberri yfirheyrslu yf- ir heimildarmanni Áfengis-, tóbaks- og vopnaeftirlits- ins, þar sem hann varar við því að stjórnsýslubygg- ingin í Oklahoma sé skotmark öfga- hópa. Nefnir heimildarmaður- Timothy inn til sögunnar McVeigh Andreas Strass- mayer, sem hafi ítrekað talað um að beina spjótum sínum að bandarísku stjórnsýslunni. Hann sé þjálfaður í vopnaburði og hafi rætt um morð á háttsettum embættismönnum og sprengjutilræði. Strassmayer þessi er fyrrverandi liðsforingi í þýska hernum sem tókst að koma sér inn í samfélag nýnas- ista er kallast „Elohim City“ (Borg Guðs). Þar hafa hryðjuverk verið skipulögð og þeim hrint í fram- kvæmd. Þrátt fyrir það var aðeins rætt einu sinni við Strassmayer í síma, en alls voru um 20.000 vitni yf- irheyrð í málinu. Strassmayer flúði land og hélt til Þýskalands skömmu eftir sprenginguna. I bókinni segir að enginn vafi leiki á sekt Timothy McVeigh en með dóminum yfir honum sé aðeins hálf sagan sögð. Vitni sem séð hafi hann með vitorðsmönnum hafí ekki verið yfirheyrð og því hafi slóðin ekki leg- ið til Strassmayers og Borgar Guðs. Ekki „samsæris- kenningaóður" I bók Evans-Pritchards er fjallað um fleiri hneykslismál, m.a. dauða Vincents Fosters, eins ráðgjafa Clintons, sem fjölmargar samsæris- kenningar hafa verið uppi um. Yfir- völd segja Foster hafa framið sjálfs- morð en Evans-Pritchard er einn þeirra sem telja hann hafa verið myrtan og færir fyiTr því rök í bók sinni. Bendir m.a. á að skuggalegur maður hafi staðið á verði í garðinum sem Foster fannst látinn í, skömmu áður en líkið fannst, og að skemmd- arverk hafi verið framin á bifreið vitnis sem hélt þessu fram. Evans-Pritchard er blaðamaður The Daily Telegraph í Washington og í grein sem Robert Novak, þekktur dálkahöfundur, skrifar í Washington Post mótmælir hann ásökunum sem komið hafa fram um að Evans-Pritchard sé „samsæris- kenningaóður". Hann sé þekktur að nákvæmni, iðjusemi og hugrekki. r ' mí ! . % bt jfi- -A 'í H :|||§ 9 h %|sy Ók utan í gangavegg FULLHLAÐINN tankbíll valt í göngum á hraðbraut í Shizouka, skammt frá Tókýó í Japan í gær, er bflstjórinn missti stjórn á hon- um og ók utan í vegg ganganna. Annar flutningabfll rakst á þann er valt og varð að loka hraðbraut- inni fyrir allri umferð vegna óhappsins. - kjarni málsins! Reuters Microsoft sakað um brot á samningum Sagt þröngva tölvuframleiðendum til að nota „Explorer“ Washington. Reuters. BANDARISKA dómsmálaráðu- neytið sakaði hugbúnaðarfyrirtæk- ið Microsoft á mánudag um að nota einkarétt sinn á stýrikerfmu Windows til þess að þröngva tölvu- framleiðendum til að setja alnets- leitarkerfið Explorer, sem Microsoft framleiðir, inn í tölvur sem seldar eru með hugbúnaði. Geri þetta keppinautum, á borð við framleiðendur alnetsleitarkerfisins Netscape, erfitt um vik að veita samkeppni. í ákæru ráðuneytisins er því haldið fram að Microsoft hafi brot- ið samkomulag er fyrirtækið gerði við stjórnvöld 1995 um varnir við hringamyndunum. Fer ráðuneytið fram á, að alríkisdómstóll úrskurði að Microsoft skuli greiða eina milljón dala (um 71 milljón króna) í dagsektir verði samningsbrotinu haldið til streitu. Farið er fram á að dómstóllinn komi í veg fyrir að Microsoft setji framleiðendum einkatölva (PC) það skilyrði að þeir noti Explorer-kerfið ætli þeir að fá að nota hið útbreidda stýri- kerfi Windows95. Microsoft skuli gert að láta neytendur, er nota Windows95, vita að þeir þurfi ekki að nota Explorer-kerfið, heldur geti notað hvaða samhæfða alnets- leitarkerfi sem er. Forstjóri og stjómarformaður Microsoft, Bill Gates, varði stefnu fyrirtækisins, og sagði að fólk vildi nota einkatölvur til að tengjast al- netinu. Stýrikerfið Windows byði upp á þann möguleika og gæfi auk þess þúsundum annarra hugbún- aðarfyrirtækja tækifæri til að láta til sín taka. Janet Reno, dómsmálaráðhema Bandaríkjanna, sagði á frétta- mannafundi að það væri ekki ein- ungis brot á dómsúrskurði að „þröngva framleiðendum einka- tölva til að taka við einni af vörum Microsoft sem skilyrði fyrir því að fá að kaupa einkaleyfisvöru á borð við Windows95, heldur beinlínis rangt.“ Bill Gates Svartir kassar fundnir FLUG- og hljóðritar þotu indónesíska flugfélagsins Gamda, sem fórst í aðflugi að Medan á Norður-Súmötru 26. september, fundust í gær í gil- inu þar sem þotan fórst. Vom þeir grafnir í eðju undir braki flugvélarinnar. Verða þeir sendir í dag til Ástralíu til rannsóknar. Vonast er til að þeir varpi Ijósi á hvað olli slys- inu en helst er hallast að því að misskilningur milli flug- mannanna og flugumferðar- stjóra hafí orsakað það. Sleppa bændum í N-Kóreu N ORÐUR-Kóreumenn slepptu tveimur bændum, 66 ára konu og 41 árs syni henn- ar, sem þeir tóku í síðustu viku við vopnahléslínuna er sker Kóreuskagann í tvennt. Reyndust þau hafa fyrir slysni farið inn á yfirráðasvæði Norður-Kóreu þar sem þau vora tekin fóst, en ekki var um það að ræða að norður-kóresk- ir hermenn hefðu farið yfír vopnahlésbeltið og rænt, eins og fyrri fréttir gáfu til kynna. OSCE stað- festir úrslit EFTIRLITSNEFND Örygg- is- og samvinnustofnunar Evr- ópu (ÖSE) staðfesti í gær nið- urstöður forsetakosninganna í Svartfjallalandi og sagði þær í meginatriðum endurspegla vilja þjóðarinnar. Kosningarn- ar hefðu einnig farið sóma- samlega fram en Momir Bulatovic, sem beið ósigur fyr- ir Milo Djukanovic, hinum um- bótasinnaða forsætisráðherra, segir umfangsmiklu svindli hafa verið beitt til þess að tryggja Djukanovic sigur. Taka upp mál Cillers SAKSÓKNARI í Ankara hef- ur tekið upp mál á hendur eig- inmanni Tansu Ciller, fyrrver- andi forsætisráðherra Tyrk- lands, sem sakaður er um að hafa falsað skjöl um eignir þeirra hjóna. Á hann yfir höfði sér allt að átta og hálfs árs fangelsi verði hann sekur fundinn. Tansu Ciller fékk málið fellt niður á sínum tíma, ásamt tveimur öðrum sem beindust gegn henni. Hún hélt því fram í gær að upptaka málsins væri liður í pólitískum ofsóknum á hendur sér. Flestar deyja úr hjartveiki HJARTVEIKI er algengasta dánarorsök bandarískra kvenna og gæti átt eftir að líkjast faraldri eftir því sem þjóðin eldist, samkvæmt rann- sókn við læknadeildar Emory- háskólans í Atlanta. Tíu sinn- um meiri líkur eru á að full- orðnar bandarískar konur deyi úr hjartaslagi en brjóstakrabba, samkvæmt rannsókninni. \ \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.