Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Þorkell
ELFAR Logi Hannesson og Róbert Snorrason í
hlutverkum sínum í Kómedíu ópus eitt.
Trúðurinn
þarf ekki
endilega að
vera með
rautt nef
KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ sýnir lát-
bragðsskopleikinn Kómedíu ópus
eitt í Möguleikhúsinu við Hlemm
í kvöld, annað kvöld og á sunnu-
dagskvöld kl. 21.
Kómedíuleikhúsið mynda Elfar
Logi Hannesson og Róbert
Snorrason, fyrrverandi nemendur
við The Comedia School í Kaup-
mannahöfn, sem sérhæfir sig í
hinu svonefnda „physical“-leik-
húsi, þar sem iátbragð og notkun
líkamans hafa meira vægi en
flutningur texta.
„Bráðfjörug gamansýning fyrir
fólk á flestum aldri,“ eru orðin
sem félagarnir velja til að lýsa
sýningunni sem samanstendur af
tveimur sögum, Kjúklingnum og
Bósa sögu, auk þess sem leikar-
arnir „hita sig upp“ með fimleika-
atriði að hætti sirkusa. „Sögurnar
eru settar upp á nýstáriegan hátt
en þetta leikhúsform, sem leggur
meðal annars áherslu á látbragðs-
leik, trúðaleik og spuna, hefur lít-
ið verið notað hér á iandi,“ segir
Elfar Logi.
Kómedía ópus eitt var frumsýnd
í Kaupmannahöfn síðastliðið vor
en félagarnir eru nýkomnir úr
ferð um iandið, þar sem þá bar
niður á Bíldudal, Tálknafirði og
Selfossi. „Kómedía ópus eitt er
fyrsta lota af mörgum í þeirri við-
leitni að kynna þetta leikhúsform
fyrir íslendingum," segir Róbert
og Elfar Logi heldur áfram: „Við
erum sannfærðir um að íslending-
ar hafa húmor fyrir þessu, að
minnsta kosti voru viðtökumar
sem við fengum úti á landi okkur
mikil hvatning - þær voru vonum
framar."
Fyrsta lota, segja þeir. Er þá
eitthvað fleira í deiglunni? „Ætli
við einbeitum okkur ekki að þess-
ari sýningu í fyrstu en því er ekki
að neita að ýmsar hugmyndir bíða
úrvinnslu. Það væri til dæmis
gaman að setja barnaleikrit á
svið,“ segir Róbert og Elfar Logi
bætir við að frelsi „physical“-leik-
hússins henti afar vel fyrir bama-
leikhús. „Það em svo fáar tak-
markanir.“ Elfar Logi hefur und-
anfarið verið með trúðanámskeið
í framhaldsskólum og félagsmið-
stöðvum og velkist ekki í vafa um
að trúðurinn sé að sækja í sig
veðrið hér á landi. Til að mynda
hafi Götuleikhúsið, sem hann
hafði umsjón með á liðnu sumri,
lagt áherslu á trúðatilburði við
góðar undirtektir fólks.
„Ég get ekki fallist á þá skýr-
ingu að trúðurinn muni alltaf eiga
erfitt uppdráttar á íslandi, þar
sem hefðin sé ekki fyrir hendi.
Það felst svo margt í orðinu trúð-
ur - trúðurinn þarf ekki endilega
að vera með rautt nef,“ segir Elf-
ar Logi og bendir á goðsögu-
kennda „trúða“ á borð við Buster
Keaton og Charlie Chaplin máli
sínu til stuðnings, að ekki sé
minnst á Mr. Bean, sem á breiða
sveit fylgismanna hér á landi.
Elfar Logi leggur þvi til að ís-
lendingar taki trúðinn í sína þjón-
ustu, vitaskuld á eigin forsendum,
og „hvers vegna ekki að tengja
hann við hina sterku álfa- og
tröllahefð sem ríkir hér á landi“?
Kjaftaskur kemst
í fréttirnar
KVIKMYNPIR
Laugarásbíó
MONEY TALKS ★★
Leikstjóri Brett Ratner. Handrits-
höfundar Joel Cohen,
Alec Sokolow og Vince McKuen.
Kvikmyndatökustjóri Russeil
Carpenter. Tónlist Lalo Schifrin.
Aðalleikendur Chris Tucker,
Charlie Sheen, Heather Locklear,
Gerard Ismael, Paul Sorvino,
Victoria Cartwright, David Wam-
er, Paul Gleason. 92 mín. Banda-
rísk. New Line 1997.
GRÍNSPENNUMYNDIR um
félaga þar sem annar er hvítur,
hinn svartur hafa margar hveij-
ar lukkast vel, hér er reynt að
feta í fótspor þeirra Murphys og
Reinholds, Murphys og Nolte,
Glovers og Gibsons, Harrelsons
og Snipes, o.fl. o.fl. Tucker og
Sheen standa sig hreint ekki illa,
það gerir hinsvegar handritshöf-
undurinn Joel Cohen (ruglist
ekki á honum og Joel Coen!), sem
brýtur ekki uppá neinu nýju í
grínöktugum samskiptum kyn-
þáttana en skutlar aftur á móti
áhorfendum og persónum sínum
óforvarendis inní nýja sögu um
gimsteinasmygl um miðja mynd.
Sheen leikur sjónvarpsfrétta-
manninn James sem er við það
að fá rauða spjaldið hjá yfir-
manni sínum (vel leiknum af
David Warner) fyrir dugleysi
þegar hann setur á svið hand-
töku á Franklin (Chris Tucker),
ótýndum smákrimma og kjaft-
aski. Sú aðgerð rennur útí
sandinn en dregur dilk á eftir
sér því Franklin er tekinn fastur
og settur í rútu sem flytur hann
og aðra hættulegri glæpamenn
í fangelsi. Einn þeirra, Frans-
maðurinn Willard (Gerard Ism-
ael), er svo mikilvægur að félag-
ar hans ræna vagninum og frelsa
hann og Franklin fylgir með þar
sem hann er hlekkjaður við Will-
ard. Franklin kemst í fréttirnar
og er hundeltur bæði af lögregl-
unni, þar sem hún telur hann
ábyrgan fyrir ráninu, gömlum
lánardrottnum og síðast en ekki
síst Willard eftir að stórfellt
smyglmál slæðist inní söguþráð-
inn. James eygir leið til að halda
vinnunni með því að hafa uppá
Franklin og upphefst marg-
slunginn eltingarleikur um Los
Angeles.
Chris Tucker var það skásta
í tveimur myndum, Dead Presid-
ents og The Fifth Element, hann
bjargar því sem bjargað verður
hér. Vörumerki Tuckers er sann-
kallaður vélbyssukjaftur, það er
með ólíkindum hvað hann getur
bunað útúr sér með tilheyrandi
fettum og brettum og fjölskrúð-
ugri raddbeitingu (sem verður
reyndar hálfþreytandi til lengd-
ar). Sheen gerir laglega grín að
sinni persónu en fær mun lélegri
línur til að moða úr. Aukahlut-
verkin eru sum hver bærilega
mönnuð dágóðum leikurum ein-
sog Wamer, Paul Sorvino og
Paul Gleason, en eru alltof mörg.
Meðalmennskan grúfir yfir
handritinu sem siglir í strand
um miðja mynd og fitjar þá uppá
nýrri fléttu. Money Talks verður
fyrir bragðið sjaldan sérlega
fyndin - ef undan eru skildar
nokkrar fínar senur með kjaft-
asknum - en manni leiðist ekki
heldur. Og gaman að heyra í
gamla, góða Barry White.
Sæbjörn Valdimarsson
„tarGet“
TARGET hópurinn er skipaður listaspírum frá
Noregi, Svíþjóð og íslandi.
MYNPLIST
Norræna húsið
HUGMYNDAFRÆÐI
Birgitta Silverhielm, Magnea Ás-
mundsdóttir, John Öivind Eggesbö,
Sólveig Bima Stefánsdóttir, Maria
Friberg, Brynhild Bye, Torbjöm
Skárild. Opið alla daga frá 14-19.
Til 3. nóvember. Aðgangur 200 krón-
ur, sýnirit 600 krónur.
UNGT fólk sækir fram í hug-
myndafræðinni og nú er hljóðið á
fullu. Athöfnin eða gjömingurinn
hefur raunar fengið nafnið hljóð-
mynd, og er engin ástæða til að
véfengja þetta nýja hugtak. Ýmsir
hafna þó hljóði sem optískri eind,
sjónrænum vemleika, og hafa
vissulega einnig sitthvað til síns
máls. Myndlist hefur til mjög
skamms tíma talist list þagnarinn-
ar, þótt borðleggandi sé að litir
og form veki upp hjá fólki marg-
víslegar kenndir skyldar tónum,
og var ekki með öllu óþekkt. Tón-
ar framkalla svo einnig rafmagn-
aðar bylgjuhreyfingar sem yfír-
færast í liti og línusveiflur, og
hefur sömuleiðis lengi verið vitað.
Hlaut að koma að því að listamenn
virkjuðu hátækni nútímans til að
þrengja sér dýpra inn í þessi sann-
indi, en sennilega full langt geng-
ið þegar hljóðgjörningur á mynd-
listarsýningum fer yfir heilsusam-
leg mörk eins og gerðist á sýning-
unni Now Here á Louisiana á sl.
ári, gólf og veggir nötruðu. Trú-
lega er þetta list kynslóðarinnar,
sem tók að hafa dijúgan viðbúnað
þá hún nálgaðist olíuliti, setti á
sig gúmmíhanska, jafnvel vinnu-
vetlinga og grisjugrímu fyrir vitin.
Þessu tilheyrir svo vasadiskó og
minnir þá allur viðbúnaðurinn á
skokkara, sem er líka nýtt fyrir-
bæri, sem vígbúast einnig áður en
lagt er af stað og eru iðulega með
slík tæki á fullu^ vísast til að auka
adrealínflæðið. I gamla daga hljóp
maður einfaldlega eftir þörf og
eins og maður var klæddur og fór
í hæsta lagi í slopp eða vinnugalla
er maður nálgaðist málverkið, en
með nýjum tímum koma nýir sið-
ir. Listhópinn tarGet skipa sjö
listspírur sem hafa búið saman að
Straumi í hálfan þriðja mánuð og
unnið að þessu markaða verkefni,
en slík hópvinna hefur verið ofar-
lega á baugi á síðustu árum og
notið mikillar fyrirgreiðslu opin-
berra aðila. Fyrirgreiðslu sem var
einnig óþekkt hér áður fyrr, er
listamenn og listhópar urðu að
treysta á mátt sinn og megin.
Kemur í kjölfar nýrra áherslna í
norrænni samvinnu sem unga kyn-
slóðin hefur kunnað betur að nýta
sér, einkum skólafólk og skipti-
nemar og í þessu tilfelli eru þetta
einmitt fyrrverandi skiptinemar
milli íslands, Noregs og Svíþjóðar.
Verkefnið er styrkt af Norrænu
ráðherranefndinni og Stokkhólms-
borg, sem er lista- og menningar-
borg Evrópu 1998, og sýningin
heldur áfram til Stokkhólms, Ósló-
ar og Þrándheims. Nýtur auk þess
fjölda annarra framlaga frá öllum
löndunum.
Hér er þannig um að ræða fólk
sem er að leggja út á listabrautina
og má vera auðséð að það hefur
haft aðgang að hátækni nútímans,
sem í þeim mæli hefur lagt undir
sig suma skóla, að sígildu miðlarn-
ir eru orðnir að fágæti. Allt snýst
í hring því róttækir núlistamenn
eru farnir að sækja í gömlu miðl-
ana, og þannig heggur sá alræmdi
Dani, Christian Lemmerz, er vann
áður á svipuðum grunni og Eng-
lendingurinn Damian Hirst, nú
hlutvakin form í marmara! Vísa
til þessa hér vegna þess að Lemm-
erz segir vandamálið vera, að nú
sé svo mikið að velja á milli, sem
hafi samt sem áður ekki tiltakan-
legt vægi og framkalli því eins
konar tómarúm á milli fólks, í
raun komi enginn hinum við leng-
ur. Það má þannig vera að ungir
vilji brúa þetta tóm með því að
vinna saman en þó er ekki um
beina samvinnu að ræða í þessu
tilviki nema nýjan hugmyndalegan
grunn. Hver og einn heldur sína
leið þótt hann sé sér vel vitandi
um vinnuferli hinna og þó hefur
framkvæmdin einhvern svip af
tómleika og það er fátt sem grípur
athygli skoðandans. Helst er það
hið vel gerða, einfalda og hnitmið-
aða verk „Hinum megin við hafið
I“, ljósmynd, stálhandföng, eftir
Birgittu Silverhielm. Verkið þykir
mér bera af fyrir einfaldleika og
klára útfærslu, þó öðru fremur
hina óræðu lifun og hljóðu skila-
boð. Hin mikla og djúpa þögn og
kyrralíf sem eins og streymir úr
myndinni segir til að mynda ólíkt
meira en myndaröð hennar um
Ódysseif. Verk Magneu Ásmunds-
dóttur er vel og hugvitsamlega
útfært, þótt minna fari fyrir frum-
leikanum, en nokkuð þröngt um
það á staðnum. Ljósmyndaverk
John Öivinds Eggesbö, Mariu Fri-
berg og Sólveigar Birnu eru sömu-
leiðis afar tæknilega vel útfærð,
einkum sundkona Eggesbös, en
þessar sífelldu endurtekningar
myndefna eru yfirmáta margtugg-
inn gjörningur. Verð að setja „mál-
verk“ Brynhildar Bye í gæsalapp-
ir, því mun frekar er um samklipp-
ur að ræða, collage, í blandaðri
tækni. Furðuleg og fyrirferðar-
mikil rýmisverk Thorbjörns Skár-
ild sem hlykkjast um miðju stóra
salar leiða hugann bæði að sjúkra-
rúmum og/eða stólum í framtíðar-
kvikmyndum. Sýningin í heild ber
annars mjög svip af því sem mað-
ur getur búist við af fólki nýút-
skrifuðu úr fjöltæknideild og hefur
nokkurn svip af skólasýningu. Hér
skortir á skilgreiningar og skila-
boð til áhorfandans sem veit sjálf-
sagt ekki hvaðan á sig stendur
veðrið og hverfur engu nær á
braut. Sýniritið sem liggur frammi
eykur svo naumast á skilning
þeirra því hér er um mjög dadaísk
vinnubrögð að ræða sem nutu aft-
ur mikilla vinsælda á áttunda ára-
tugnum. Og eru risin upp á ný.
I ljósi hinna mörgu styrktarað-
ila hefði mátt ætlast til að sýning-
unni yrði fylgt úr hlaði með veg-
legri hætti, en kannski kemur hún
hinum almenna sýningargesti
minna við.
Bragi Ásgeirsson