Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Kæling húsa með vatni sparar fé KÆLING húsnæðis með vatni í stað lofts sparar bæði fjár- festingar- og rekstrarkostnað. Fjárfestingarkostnaðurinn er einungis 60% af þeim kostnaði sem þarf að leggja í vegna smíði kerfis sem byggist á loft- kælingu, auk þess sem orku- kostnaður vegna rekstrar kerfisins er helmingi minni en rekstrarkostnaður vegna loft- kælingar. 4H > Þetta eru niðurstöður at- hugana Guðna Jóhannessonar, prófessors í byggingatækni við bygginga- og lagnadeild KTH, verkfræðiháskólans í Stokk- hólmi. Guðni hélt nýlega nám- skeið um þetta hér á landi íyr- ir verk- og tæknifræðinga á vegum Enduiinenntunarstofn- unar Háskóla íslands. ■ Mun minni/11 Morgunblaðið/RAX Sveitarfélög gera kennurum tilboð um 27,7% meðalhækkun út árið 2000 ' Kennarar hyggjast svara með gagntilboði Morgunblaðið/Árni Sæberg Tilboðið líigt á borðið SAMNINGANEFND sveitarfélaga leggur tilboð sitt fyrir formenn kennarafélaganna á fundi með Þóri Einarssyni ríkissáttasemjara kl. 18 í gær. Viðræðunefnd kennarafélaganna sat á fundi í gærkvöldi og fór yfir tilboðið og ætla kennarar að semja gagntilboð. VIÐRÆÐUNEFND kennarafé- laganna ætlar að svara tilboði samninganefndar launanefndar •“sveitarfélaganna, sem lagt var fram í gær, með gagntilboði. Eirík- ur Jónsson, formaður Kennara- sambands Islands, segir tilboð sveitarfélaganna betra en það sem áður hafi komið frá samninganefnd sveitarfélaganna en dugi þó ekki til. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um tilboðið. Stóra viðræðu- nefnd kennarafélaganna hefur ver- ið boðuð til fundar fyrir hádegi í dag og í framhaldi af því er gert ráð fyrir að deiluaðilar komi saman að nýju. Samanlögð vegin launahækkun grunnskólakennara og skólastjórn- enda frá upphafi þessa árs og til loka samningstímans, 1. desember ‘ ‘ *%rið 2000, er 27,74% samkvæmt til- boði sveitarfélaganna. Er þá með- talin 4% hækkun sem kennarar og sveitarfélögin sömdu um í mars sl; með bráðabirgðasamkomulagi. I tilboðinu er gert ráð fyrir 3,5% hækkun við undirritun samninga, 4% hækkun 1. janúar 1998, 3% hækkun 1. ágúst á næsta ári, 3,5% 1. janúar 1999, 3,5% 1. janúar árið 2000 og 2% 1. desember árið 2000. Skv. tilboðinu hækka byrjunar- laun grunnskólakennara í 88.546 kr. við undirritun samninga og verða komin í 103.638 kr. í lok samningstímans og hafa þá hækkað um rúm 38% á samningstímabilinu. í tilboðinu er lagt til að ekki verði gerðar efnisbreytingar á vinnutímafyrirkomulagi kennara að þessu sinni en aðilar geri bókun um að fjallað verði á samningstím- anum um möguleika á slíkum breytingum. í tilboðinu er hins vegar gert ráð fyrir að í samningn- um verði kveðið á um aukinn sveigjanleika í skipulagningu skólastarfs kennara. Kallar á hagræðingu og aðgæslu sveitarfélaga „Við göngum eins langt og kannski lengra en sveitarfélögin ráða við með góðu móti. Þarna er um að ræða feiknarlegar launa- hækkanir," segir Jón G. Kristjáns- son, formaður samninganefndar sveitarfélaganna. „Ég tel að þetta kalli á töluverða hagræðingu og að- gæslu sveitarstjórna," sagði hann. Aðspurður sagðist Jón telja að ef þetta tilboð sveitai-félaganna dygði ekki til að leysa deiluna fyrir boðað verkfall kennara næstkomandi mánudag væri hún óleysanleg. ■ Byrjunarlaun/7 5.000 tonn af brotajárni MAÐURINN er smár í saman- burði við hrikalegan brotajárns- hauginn á athafnasvæði Hringrás- ar í Sundahöfn. Áætlað er að í haugnum séu 4-5 þúsund tonn af brotajárni en nú er járn unnið í óðaönn úr haugnum og undirbúið til útflutnings. Gert er ráð fyrir að skip fari um miðjan næsta mánuð með 2-3 þúsund tonn á markað erlendis. Sfldarútvegs- nefnd selur lagmeti SÍLDARÚTVEGSNEFND hefur það sem af er árinu flutt út 3,8 millj- ónir dósa af lagmeti til Rússlands. Frá því að ákveðið var að gera til- raun með slíkan útflutning fyrii- um þremur árum hefur hann vaxið mjög. „Frá nánast engu, árið 1995, flutt- um við út samtals 2,7 milljónir dósa árið 1996 og það sem af er þessu ári er búið að flytja út 3,8 milljónir dósa,“ segir Gunnar Jóakimsson, framkvæmdastjóri nefndarinnai-. ■ Síldarútvegsnefnd/C 1 -------------- Jóhann með forystu JÓHANN Hjartarson náði hálfs vinnings forskoti á Norðurlandamót- inu í skák í gærkvöldi er hann vann Westerinen frá Finnlandi. Helsti andstæðingur Jóhanns, Svíinn Johnny Hector, gerði jafntefli við Schandorf frá Danmörku. Jóhann er í efsta sæti með 10 vinn- inga af 12 mögulegum og þykir ár- angur hans í mótinu mjög glæsilegur og vinningshlutfallið óvenju hátt. í lokaumferðinni í dag, teflir Jóhann við Djurhuus frá Noregi. Hector, sem er í 2. sæti með 9'á vinning, tefl- ir gegn Hansen Irá Danmörku. ■ Lokaumferðin í dag/41 - 7 Sölu Áburðarverksmiðju frestað Framkvæmdastjóri hættir í kjölfarið Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að fresta sölu á Aburðar- verksmiðju ríkisins um óákveðinn tíma. Ráðherra hefur til athugunar skýrslu einkavæðingarnefndar um málið sem telur ekki grundvöll fyrir sölu hennar miðað við óbreyttan rekstur. . í kjölfar ákvörðunar ráðherra ‘ sagði Hákon Björnsson, fram- kvæmdastjóri Aburðarverksmiðju ríkisins, starfi sínu lausu vegna ágreinings við eigendur verksmiðj- unnar um framtíðarfyrirkomulag á rekstri hennar. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Hákon að hann hefði haft ákveðnar hugmyndir um framtíðar- rekstur verksmiðjunnar en þær hefðu hins vegar stangast á við hug- myndir eiganda hennar, ríkissjóðs. í fyrsta lagi seld um mitt næsta ár „Vilji eigandans um áframhald- andi rekstur hér fer ekki saman við það sem ég teldi æskilegt að gera og ég tel því rétt að ég hverfi af vettvangi," sagði Hákon. Að sögn Hreins Loftssonar, for- manns einkavæðingarnefndar, er ljóst að ekkert verði frekar aðhafst í sölu verksmiðjunnar fyrr en í fyrsta lagi um mitt næsta ár. Nú sé verið að kanna hvaða aðrir möguleikar séu í stöðunni. Meðal annars sé ver- ið að kanna framtíðarmöguleika á áburðarframleiðslu hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.