Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÐNAÐARMAÐUR I BORGARSTJORN jan undsson H U S A S M I Ð í . S Æ T I Ð LISTIR heimilislækna Nú stendur yfir bólusetning gegn inflúensu á vegum heilsugæslustöðvanna í Reykjavík, Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjarnarnesi og sjálfstætt starfandi heimilislækna. Samkvæmt upplýsingum landlæknis er öldruðum, hjarta- og lungnasjúklingum og fólki með skert ónæmiskerfi sérstaklega ráðlagt að láta bólusetja sig gegn inflúensu. Bólusetningar eru framkvæmdar á heilsugæslustöðvunum í Reykjavík og Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi. Stöðvarnar eru: Heilsugæslustöð Árbæjar, Hraunbæ 102, sími 567 1500 Heilsugæslustöð Grafarvogs, Hverafold 1—3, sími 587 1060 Heiisugæsiustöðin Efra-Breiðholti, Hraunbergi 6, sími 567 0200 Heilsugæslustöðin í Mjódd, Þönglabakka 6, sími 567 0440 Heislugæslustöðin Fossvogi, Sjúkrahúsi Reykjavíkur, sfmi 525 1770 Heilsugæslan Lágmúla 4, sími 568 8550 Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis, Drápuhlíð 14, sími 562 2320, Heilsugæslustöð Miðbæjar, Vesturgötu 7, sími 562 5070 Heilsugæslustöðin Seltjarnarnesi, Suðurströnd, sími 561 2070. Ennfremur annast sjálfstætt starfandi heimilislæknar í Reykjavík þessar bólusetningar. 20. október 1997. Heilsugæslan í Reykjavík. Heilsugæslan á Seltjarnarnesi. Arngeir H. Hauksson Lútuleikari í London ARNGEIR lærði á klassísk- an gítar heima á íslandi áður en hann hélt utan til frekara náms, ég spurði hann hvernig hann hefði dottið niður á lútuna. „Ég kynntist lútunni í gegnum gítarinn, með því að stilla gítarinn eins og lútu er hægt að ná svipuðum hljóm og úr endurreisnarlútu. Ég spilaði Iútusöngva og lútusóló á gítar- inn með söngvurum úr Hamra- hlíðarkórnum og þá fæddist með mér þessi draumur að eignast kannski endurreisnarlútu. Sá draumur rættist þegar ég kom hingað til London í inntökupróf- in í Guildhall, síðan þegar ég komst inn í skólann fékk ég að taka lútuna sem aukahljóðfæri." í Guildhall kynntist Arngeir hálslengri útgáfum af lútunni; erkilúta og theorba (Barrok- klútur) eru báðar bassalútur með framlengdan háls og tvö- falt sett af strengjum. „Það var verið að setja upp barokkóperu Arngeir H. Hauksson stundar nám í gítar- og lútuleik í Guildhall Schooi of Music and Drama. Dagur Gunn- arsson hitti Arngeir til að forvitnast frekar um lútuna, gítarinn og lífið í London og víðar. í skólanum og það vantaði lútu- leikara, þetta var skemmtilegt tækifæri fyrir mig að kynnast bassalútu, litlu endurreisnarlút- urnar eru ekki nógu hljómmikl- ar í samkeppninni við söngvar- ana og hljómsveit." Síðan fórstu og spilaðir í óperu á Ítalíu, hvernig vildi það til? „Þetta var árleg óperuhátíð sem er búin að ganga í tuttugu og þijú ár í Toskanahéraði í Ital- íu. Hátíðin er haldin í aldagömlu klaustri sem er kannski frægast í seinni tíð fyrir að hafa verið notað í kvikmyndinni The Engl- ish Patient. Það var leitað til mín í gegnum skólann, ég var ekki lengi að hugsa mig um. Þessi hátíð hefur verið haldin árlega sl. tuttugu og þrjú ár, það er venjulega sýnd ein ný eða nýleg evrópsk ópera og ein bar- okkópera. Við fengum ekki önn- ur laun en flugfar og uppihald, en þetta var líka ógleymanleg reynsla og upplifun. Þetta var dálítið svipað og að spila á sum- artónleikunum í Skálholts- kirkju, maður fer út í sveit og býr með öllu tónlistarfólkinu í sumarbúðastemmningu, fólk leit á þetta sem einskonar sumarfrí. Aðstaðan var náttúrulega frek- ar frumstæð, sviðið og áhorf- endapallarnir voru smíðuð á tveim dögum og sýningarnar voru úti undir berum himni.“ Síðastliðinn vetur spilaði Arngeir í kvartett sem kenndi sig við Friðrik prins af Wales. „Það er til málverk af Friðiki þessum að spila á selló með sembal- og lútuleikara og það var mikið af tónlist samin fyrir hannáþessum tíma 1780-1790. Við ákváðum að halda tónleika í skólanum með sömu uppstill- ingu og á málverkinu með sömu tónlist og tónleikarnir voru teknir upp og ein úr hópnum var mjög dugleg að senda þá spólu til fólks. Það var eitt út- gáfufyrirtækið sem beit á agnið og bauð okkur nokkra upptöku- tíma í „hljóðveri“ sem reyndist vera kirkja í Suður-London. Markmiðið með þeirri upptöku var að sjá hvort einhveijir möguleikar væru á að gefa þetta út á geisladiski." Ertu þá alveg búinn að leggja gítarinn á hilluna? „Nei, nei, langt frá því, ég ætla að Ijúka mínu einleikara- prófi á hann, vonandi í vor, og það hefst náttúrulega ekki nema með miklum æfingum, þannig að þá fer lútan aftur í annað sætið.“ Arngeir er líka byijaður að vinna tónlistina fyrir nýtt leikrit sem Sveinn Einarsson er að vinna með ís- lenskum leikhóp í London (The Icelandic Take Away Theatre). Verkið er byggt á fornsögunum og verður frumsýnt næsta vor. Ég þakkaði Arngeiri fyrir spjallið og horfði á eftir honum út í mannhafið með tvær risa- vaxnar hljóðfæratöskur ding- landi utan á sér. London er ekki vænleg fyrir gangandi vegfar- endur og því get ég ekki annað en tekið ofan fyrir þolgóðum tónlistarmanni sem heldur ótrauður sínu striki í stórborg- inni. Heilsuqæslustöðvar Seltiarnarness oa siálfstætt starfandi Greer til varn- ar móðurhlut- verkinu Melbourne. Reuters. ÁSTRALSKI rithöfundurinn og kvenréttindakonan Germaine Greer kom móðurhlutverkinu til varnar á bókmenntahátíð sem haldin er árlega í Melbourne. Sagði Greer að straumar og stefnur þessa áratugar miðuðu að því að gera konur kynlausar og að það græfi undan þrjátíu ára kvenréttindabaráttu. Konur hefðu orðið undir í menningu sem legði áherslu á kynfæri karla og gerði lítið úr mikilvægi móðurhlutverksins. Greer, sem öðlaðist frægð fyr- ir bók sína „The Female Eunuch“ (Kvengeldingurinn) árið 1969, sagði að ekki mætti dæma bók sína á forsendum þessa áratugar. „Kvengelding- urinn árið 1969 var ekkert ann- að en leg. Kvengeldingur ársins 1997 hefur ekkert leg,“ sagði Greer vígreif. Réðst hún af hörku á kvenna- tímarit, sem hún sagði leggja áherslu á kynlíf og það að konur væru ævinlega reiðubúnar að stunda það. Sagði Greer að ung- ar konur hefðu verið sviptar réttinum til að neita mönnum um að sænga með þeim, rétti sem þær hefðu haft fyrir þrjátíu árum. Kenndi hún m.a. getnað- arvörnum um og sagði að sett hefði verið samasemmerki á milli kvenréttindabaráttunnar og því hvernig dregið hefði úr vægi móðurhlutverksins. Greer vildi hins vegar lítið ræða nýútkomna ævisögu sína, sem skrifuð var án hennar sam- þykkis. Sagði Greer bókina vera „heilalaust hnoð“ og „skít“. Eitt blað fyrir alla! - kjarni málsins! Inflúensubólusetninq á veaum heilsuaæslustöðvanna í Revkiavík. HEILSUGÆSLAN í REYKJAVÍK Heilsuverndarstöðin í Reykjavík Barónsstíg 47, 101 Reykjavík Sími: 552 2400 fax: 562 2415 Kosningaskrifstofa er í Skipholti 50b. Opiðer virka daga kl. 17-22 og um helgar kl. 13-18. S: 552 6127 & 552 6128 Mínar innilegustu þakkir fœri ég öllum þeim, sem heimsóttu mig, sendu mér símskeyti, fœrðu mér gjafir og blóm og glöddu mig á 80 ára af- mœli mínu þann 5. október síðastliðinn. Sérstak- ar þakkir fœri ég syni mínum, sem gerði mér daginn ánœgjulegan. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Magnúsdóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.