Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Kristín Halldórsdóttir alþingismaður segir línuveg Landsvirkjunar á
Hengilssvæði löglegan en siðlausan
Morgunblaðið/Kristinn
UNNIÐ er með stórvirkum vinnuvélum við lagningu vegarslóða við fyrirhugað línustæði á Hengilssvæðinu.
Ráðherra telur ekki óskyn-
samlegt að Landsvirkjun bíði
GUÐMUNDUR Bjarnason um-
hverfisráðherra segist ekki telja
sig hafa neina heimild til að stöðva
framkvæmdir varðandi lagningu
220 kv Búrfellslínu Landsvirkjun-
ar á Hengilssvæðinu. Hins vegar
telji hann ekki óskynsamlegt af
hálfu Landsvirkjunar að bíða með
framkvæmdir meðan mat á um-
hverfisáhrifum vegna umsóknar
fyrirtækisins um stækkun línunn-
ar í 400 kv er í vinnslu. Kristín
Halldórsdóttir alþingismaður, sem
situr í umhverfisnefnd Alþingis,
segist telja rétt að umhverfisráð-
herra kalli forstjóra Landsvirkjun-
ar á sinn fund og leiði honum fyr-
ir sjónir „að svona gera menn
ekki“. Hún segir að framkvæmdir
Landsvirkjunar á Hengilssvæðinu
séu ef til vill löglegar en áreiðan-
lega siðlausar.
Guðmundur Bjarnason um-
hverfisráðherra sagði að sín krafa
um umhverfismat vegna 400 kv
Búrfellslínu tæki fyrst og fremst
til þeirra breytinga sem yrðu við
það að í stað 220 kv línu kæmi
400 kv lína. „Þeir hafa hins vegar
gamalt leyfi fyrir 220 volta línunni
og ef ekki hefði verið spuming um
annað hefðu þeir farið í þær fram-
kvæmdir og haft, að okkar áliti,
leyfi fyrir því, án athugasemda af
hálfu umhverfisyfirvalda.“
Ráðherra sagði að menn hefðu
talið hættu á að krafa um mat á
umhverfisáhrifum vegna 400 kv
línu gæti orðið til þess að Lands-
virkjun hæfist handa við lagningu
220 kv. Það væri ekki góður kost-
ur því til langs tíma litið væri skyn-
samlegra að leggja línuna með
hærri spennu, m.a. vegna þess að
því verklagi fylgdu minni línulagn-
ir.
„En ég ræð því ekki og get í
sjálfu sér ekki stjórnað því og veit
ekki hvernig Landsvirkjun vill
standa að því að undirbúa sín mál
til að uppfylla þá samninga sem
þeir hafa gert,“ sagði Guðmundur
Bjarnason
Ráðherra var spurður hvort
segja mætti að umhverfismat
vegna viðbótarlínu væri markleysa
því rask á svæðinu væri óháð nið-
urstöðum matsins ef eldra leyfi til
að leggja 220 kv línu stendur
óhaggað.
„Það, sem við byggjum það álit
okkar á að fara fram á mat um-
hverfisáhrifum, er að þarna er um
að ræða möstur af annarri gerð,
hærri og breiðari, og það eru fleiri
og sverari línur þannig að það er
annað sjónmat. Svo er spennusviðið
annað. Það er þetta sem við krefj-
umst mats á en það hefur ekki
komið til álita og er enginn ágrein-
ingur um það að Landsvirkjun hefði
haft leyfi fyrir 220 kv Iínu.“
Aðspurður sagði ráðherra að við
matið á umhverfisáhrifum 400 kv
línunnar væru öll umhverfisáhrif
undir, jarðrask og annað, og ekk-
ert væri undanskilið. „Það er aftur
spurning hvernig Landsvirkjun
hagar sér við að tryggja að þeir
geti staðið við þá samninga sem
þeir telja sig vera skuldbundna til
að gera á ákveðnum tíma. Þeir
verða að svara fyrir það.“
Heildarendurskoðun laganna
Guðmundur sagðist ennfremur
aðspurður ekki telja sig hafa neina
heimild til að stöðva neinar fram-
kvæmdir sem gætu varðað 220 kv
línuna eða þá heimild sem Lands-
virkjun hefur.
„Það er svo aftur spurning hvort
ekki er skynsamlegt af hálfu fyrir-
tækisins að bíða eftir því um-
hverfismati og hvernig því muni
reiða af. Ég get haft mínar skoðan-
ir á því en ég hef ekki vald til að
grípa fram í framkvæmdir sem
þeir hafa leyfi til að framkvæma
og umhverfisyfirvöld hafa ekki gert
athugasemdir við,“ sagði Guð-
mundur. Hann kvaðst telja að það
væri ekki óskynsamlegt af Lands-
virkjun að bíða með framkvæmdir
meðan málið er í vinnslu.
Ráðherrann sagði ennfremur að
í lögum um mat á umhverfisáhrif-
um væri tekið fram að þau leyfi
sem gefin voru fyrir gildistöku lag-
anna skuli standa. Til að breyta
því þurfi lagabreytingu. „Lögin um
mat á umhverfisáhrifum eru núna
að fara í heildarendurskoðun. Mér
finnst ekki óeðlilegt að menn skoði
það við endurskoðun laganna hvort
ekki sé rétt að gera breytingu á
því að Ieyfí sem fékkst fyrir 5, 10
eða 20 árum standi endalaust. Við-
horfin breytast og sjónarmið
manna til umhverismála hafa auð-
vitað verið að breytast mjög á und-
anförnum misserum.
Kristín Halldórsdóttir, þingmað-
ur Kvennalista og nefndarmaður í
umhverfísnefnd Alþingis, sagði að
þetta mál væri skólabókardæmi um
hagsmunaárekstra umhverfis-
verndar og orkuvinnslu sem hún
býst við að verði algengari í fram-
tíðinni. „Landsvirkjun hefur svo
lengi farið sínu fram undir yfírskini
framfara og brýnna nauðsynja að
hún telur sig eflaust hafa einhvern
forgangsrétt og yfirburðastöðu,
sem er mikill misskilningur. Það er
í raun skelfilegt að fylgjast með
því hvað yfirstjórn náttúruverndar-
mála lætur yfir sig ganga, því það
er ekkert annað en yfirgangur og
frekja að ryðjast af stað með fram-
kvæmdir áður en niðurstöður um-
hverfísmats vegna 400 kv línu
liggja fyrir.“
„Svona gera menn ekki“
„Aðgerðir Landsvirkjunar á
Hengilssvæðinu eru kannski lög-
legar en þær eru alveg tvímæla-
laust siðlausar og um það á um-
hverfisráðherra að tjá sig og beita
sér í málinu. Líka Náttúruvernd
ríkisins, Náttúruverndarráð og
fleiri í stað þess að bugta sig fyrir
orkuveldinu, sem hagar sér einatt
eins og ríki í ríkinu. Auðvitað á
umhverfisráðherra bara að kalla
forstjóra Landsvirkjunar á teppið
hjá sér og leiða honum fyrir sjónir
að svona gera menn ekki, eins og
sagt var af öðru tilefni," segir
Kristín.
Hún sagði að sjónarmið náttúru-
verndar væru að vinna á en þetta
mál væri til marks um að við ramm-
an reip væri að draga. „Þar sem
sjónarmið efnahagsmála og at-
vinnumála stangast á við náttúru-
verndarsjónarmið hafa hin fyrr-
nefndu því miður oftast betur. Mér
finnst gæslumenn náttúruverndar-
mála beygja sig um of undir þetta.
Þeir eiga að standa miklu betur í
ístaðinu. Það er eiginlega með ólík-
indum vegna þessara sterku efna-
hagslegu sjónarmiða hve blindir
menn eru á þá möguleika sem fel-
ast í náttúruvernd og ímynd lands-
ins með sérstæða náttúru og lítt
snortnar víðáttur."
Kristín sagði einnig sérkennilegt
að útgefin framkvæmdaleyfí gildi
um langt árabii, t.d. leyfi frá því
fyrir setningu laga um mat á um-
hverfisáhrifum og kvaðst mundu
beita sér fyrir breytingu á því,
m.a. við þá endurskoðun laga um
mat á umhverfísáhrifum sem er að
hefjast.
íslenskur prestur sett-
ur í embætti í Noregi
Fá afnot af
kirkju
bandaríska
safnaðarins
Ósló. Morgunblaðið.
SÉRA Sigrún Óskarsdóttir var sett
í embætti prests íslenska safnaðar-
ins í Ósló sl. sunnudag að viðstödd-
um mörg hundruð íslendingum.^
Fjöldi íslendinga skartaði þjóð-
búningum og mörg börn voru með-
al viðstaddra, er í fyrsta sinn var
haldin guðsþjónusta íslensks safn-
aðar í Noregi. Bandaríski söfnuður-
inn í Ósló mun lána þeim íslenska
kirkju sína tvo sunnudaga í mánuði.
„Þetta er stór dagur fyrir mig,“
sagði séra Sigrún. „Það gleður mig
að fá að taka þátt í að byggja upp
virkan söfnuð og ég mun ieggja
sérstaka áherslu á barna- og ungl-
ingastarfíð og íslenska menningu."
Séra Jón Dalbú Hróbjartsson,
prófastur í Reykjavík, sem setti
séra Sigrúnu í embætti. Andreas
Aarflot, biskup í Noregi, bauð söfn-
uðinn velkominn í hóp safnaða
Norðurlanda í Ósló, en auk íslensks
eru þar sænskur og finnskur. Laun
prests eru greidd af kirkjuskatti er
Islendingar, búsettir í Noregi,
greiða, en þeirra á meðal eru um
1.200 námsmenn og aðrir sem þar
hafa búsetu um skemmri tíma.
Andlát
Jón
Eiríksson
JÓN Eiríksson, fyrrverandi skattstjóri
í Vestmannaeyjum og Vesturlands-
umdæmi, lést á Sjúkrahúsi Akraness
í gær á 82. aldursári.
Jón var fæddur 13. mars 1916 í
Reykjavík. Faðir hans var Eiríkur
Valdimar Albertsson, skólastjóri Hvít-
árbakkaskóla og prestur á Hesti í
Andakílshreppi, og móðir hans Sigríð-
ur Bjömsdóttir, húsfreyja og kennari.
Jón lauk lagaprófi frá Háskóla Is-
lands 1943 með fyrstu einkunn og
gegndi ýmsum ritara- og fulltrúa-
störfum í Reykjavík. Hann var settur
skattstjóri í Vestmannaeyjum frá 1.
janúar 1945 til 1962 og skipaður
skattstjóri í Vesturlandsumdæmi með
aðsetur á Akranesi frá 1. október
1962 og gegndi því starfi til 1986.
Jón var einn af stofnendum Tónlistar-
félags Vestmannaeyja og formaður
þess um tíma. Hann var formaður
stjómar Skattstjórafélags íslands frá
stofnun þess 1960 til 1968.
-----» »-»----
Brenndist
þegar ruslapoki
sprakk
FIMMTÁN ára drengur hlaut bruna-
sár á andliti þegar ruslapoki sprakk
á Fylkisvelli í Árbæjarhverfi i fyrra-
kvöld. Að sögn lögreglunnar er ekki
vitað hvað olli sprengingunm, en
rannsókn málsins stóð yfir í gær og
átti þá meðal annars eftir að ræða
við piltinn.