Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 36
V
36 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐFINNUR
SIGFÚSSON
+ Guðfinnur Sig-
fússon fæddist í
Tjaldtanga við ísa-
fjarðardjúp 14.
apríl 1918. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 14.
október síðastlið-
inn.
Hann var sonur
hjónanna Sigfúsar
Guðfinnssonar,
^ skipstjóra á djúp-
bátnum Fagranesi,
síðar kaupmanns í
Reykjavík, f. 9.8.
1895, d. 6.2. 1980,
og Maríu Kristjánsdóttur, f.
8.10. 1896, d. 9.12. 1981. Systk-
ini Guðfinns eru: Kristján Páll,
f. 4.3. 1921, María Rebekka, f.
21.8. 1922, d. 18.4. 1985, Þor-
gerður, f. 24.3. 1925, d. 2.10.
1957, Garðar, f. 9.7. 1926, Hall-
dóra, f. 21.7. 1930, Jenný, f.
13.7. 1933.
Guðfinnur kvæntist Ingi-
björgu Guðmundsdóttur hinn
1. september 1956. Ingibjörg
er dóttir hjónanna Guðmundar
♦ Jóhannssonar kaupmanns og
bæjarfulltrúa í Reykjavík, f.
6.6. 1893, d. 1.9. 1931, og konu
hans Sigríðar Jóns-
dóttur, f. 8.6. 1906,
d. 29.9. 1982. Ingi-
björg er fædd 19.12.
1926. Börn Ingi-
bjargar frá fyrra
hjónabandi eru: 1)
Sveinn Rúnar, f.
10.5. 1947, kvæntur
Björk Vilhelmsdótt-
ur. 2) Ottar Felix,
f. 19.1. 1950, kvænt-
ur Guðnýju Þöll
Aðalsteinsdóttur. 3)
Sigríður Guð-
munda, f. 1.11.
1951, gift Evald
Sæmundsen. Börn Guðfinns og
Ingibjargar eru: 1) Sigfús, f.
28.11. 1957, kvæntur Andreu
Maríu Henk. 2) Guðmundur, f.
26.1.1959, kvæntur Lenu Maríu
Gústafsdóttur. 3) María Þor-
gerður, f. 17.5. 1960, gift Herði
Haukssyni.
Barnabörn Guðfinns og Ingi-
bjargar eru átján talsins. Guð-
finnur starfaði alla sína starfs-
ævi sem bakari, lengst af sem
bakarameistari í Reykjavík.
Útför Guðfinns fer fram frá
Grensáskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Þegar Guðfinns Sigfússonar er
minnst kemst einkum ein tilfinning
að. Það er óendanlegt þakklæti fyr-
ir elsku hans og umhyggju, fyrir
öryggið sem hann skóp sínum nán-
ustu og fyrir það takmarkalausa
traust sem hann auðsýndi okkur
börnunum. Ég get ekki neitað mér
um að minnast hans nokkrum orð-
'j um.
Guðfinnur var í báðar ættir kom-
inn af fólki sem stundaði sjósókn
og búskap við ísafjarðardjúp. í föð-
urætt var lika stutt i presta, biskup
og sálmaskáld. Hann var fæddur á
annesi við sunnanvert Djúp. Þar
stunduðu saman útgerð Guðfinnur
afi hans Einarsson frá Hvítanesi,
faðir hans Sigfús og Einar föður-
bróðir hans, sem síðar varð stórút-
gerðarmaður í Bolungarvík. Sjö ára
gamall fluttist Guðfinnur með for-
eldrum sínum til ísafjarðar og ólst
þar upp elstur sjö systkina.
Ungur átti hann sér þann draum
að verða sjómaður, en við því lagði
María móðir hans blátt bann. Hún
_ mátti ekki til þess hugsa að frum-
burður hennar færi á sjóinn. Guð-
finnur var tveggja ára gamall þegar
afi hans, sem hann hét í höfuðið
á, drukknaði skammt frá landi,
ásamt með bróður Maríu. Hlýðinn
drengur virti ósk viljasterkrar móð-
ur, sem hafði orðið að sjá á eftir
allt of mörgum sinna nánustu í
hafið.
Guðfinnur gerðist bakari. Hann
lærði iðnina í heimahögum og varð
fljótt bakarameistari. Hann kom við
sögu á Siglufirði og hjálpaði frænd-
um sínum á Bolungarvík við að
koma upp bakaríi á vegum Einars
Guðfinnssonar hf. Lengst af var
hann þó bakarameistari í Björns-
Hh bakaríi við Vallarstræti og með eig-
ið bakarí í Fossvogi, Bakaríið í
Grímsbæ.
í bókstaflegri merkingu átti hann
eftir að sjá allri fjölskyldu sinni
fyrir daglegu brauði og lífsviður-
væri, því að nánast hvert einasta
barn, tengdabarn og barnabarn sem
sprottið hefur úr grasi, hefur unnið
í Afabakaríi í Iengri eða skemmri
tíma. Þrír sonanna voru í hópi
margra þakklátra, sem lærðu iðn
sína af honum og njóta þess að
hafa mótast af því vinnusiðgæði
sem alla tíð einkenndi hann.
Ég var á áttunda ári þegar ég
kynntist Guðfinni. Ég var elstur
þriggja barna móður minnar, en
foreldrar mínir voru þá skilin. Ég
minnist þess skýrt hvernig blendnar
tilfinningar mínar féllu fljótt í far-
veg fullkomins trausts og ástar sem
aldrei þraut.
Ellefu ára gamall var ég í fyrsta
sinn allt sumarið að heiman í kaupa-
vinnu í Lundarreykjadal. Þá fann
ég hvers virði þessi maður var mér
og skrifaði honum bréf. Ég lét hann
vita að ég hefði ákveðið að kalla
hann pabba. Ég held að ég hafi
ekkert spurt hann um leyfi til þess,
enda þurfti ég ekki að velkjast í
vafa um að það yrði auðsótt. Þetta
hefur stundum valdið misskilningi,
því að ég hef átt tvo ástkæra pabba
og talað um þá jöfnum höndum sem
slíka. Við því hefur ekkert verið að
gera.
Guðfinnur var mér eins góður
pabbi og nokkur maður getur verið.
Hann var það án þess að skyggja
nokkru sinni á föður minn, þvert á
móti. Ófáar ferðirnar ók hann með
mig og systkinin suður í Hafnar-
fjörð í heimsókn til föður míns og
konu hans og ýtti á allan hátt und-
ir ræktarsemi mína við föðurfólkið.
Hann var þijátíu og átta ára
gamall piparsveinn er hann gekk
að eiga móður mína. Hann þóttist
aldrei skilja í því, hvernig honum
hefði öðlast þessi undurfagra eigin-
kona og að auki þrjú börn án þess
að hafa nokkuð til þess unnið. Hann
lét okkur fínna að honum hefði
hlotnast mikil hamingja. Þannig
voru viðhorfm sem mættu okkur,
ekki bara hjá pabba, heldur hjá allri
hans fjölskyldu, foreldrum, systkin-
um, systkinabörnum og frændgarði
öilum. Faðmur þeirra stóð okkur
opinn frá upphafi til þessa dags.
Það verður seint fullþakkað.
Haustið sem þau giftust fluttum
við saman í íbúð við Kleppsveginn.
Ef einhver hefði gægst í öskutunn-
una um þær mundir hefði mátt sjá
þar pípusafn og vindlakassa. Pabbi
hafði reykt, en daginn sem hann
gerðist heimilisfaðir með þijú börn
fannst honum ekki lengur koma til
greina að hafa tóbak um hönd,
hvað þá áfengi. Þau höfðu raunar
kynnst í Góðtemplarareglunni.
Aldrei heyrðum við þó nein boð eða
bönn, og hvers virði er ekki slík
fyrirmynd?
Guðfinnur pabbi og mamma
eignuðust þijú börn til viðbótar.
Hún vildi ekki gera upp á milli eigin-
mannanna, sagði hún hlæjandi,
þegar þau höfðu eignast til viðbótar
tvo drengi og eina stúlku og það í
sömu mánuðum og fyrri bópurinn
hafði fæðst. Engan mun gerði pabbi
á þeim okkar sem hann hlaut í
meðgjöf og þeim sem honum fædd-
ust síðar, nema ef vera skyldi að
með okkur eldri börnin hafí enn
meira verið látið.
Ég var ungur að árum þegar ég
fór að venja komur mínar í Björns-
bakarí. Mér varð fljótt ljóst hvílíkra
vinsælda pabbi naut á sínum vinnu-
stað. Jafnframt því að vera harð-
duglegur og ósérhlífinn var hann
svo skemmtilegur á hávaðalítinn
hátt, að unun var að. Þegar hann
kom heim úr sinni erfiðisvinnu þá
fleygði hann sér um stund, en hófst
svo handa við heimilisstörfin.
Það hljómar kannski einkenni-
lega, en ég reyndi að kvarta jrfir
því við pabba, að hann hefði aldrei
ætlast til neins af okkur krökkunum
og vildi þannig kenna honum um
hversu lítið við systkinin hefðum
lagt af mörkum í heimilisstörfun-
um. Hann hafði ævinlega sama
svarið við þessu: Það er svo miklu
auðveldara að gera hlutina sjálfur
en að biðja aðra um það. Ég varð
að eiga mína leti við sjálfan mig.
Að gagnrýna og gera kröfur til
annarra en sjálfs sín, hvarflaði ekki
að honum.
Guðfinnur var hávaxinn maður
og glæsilegur á velli, með hlýtt
bros í augum. Hann var hlédrægur
og hæglátur, en um leið orðheppinn
og með ríka kímnigáfu. Honum lét
vel að spjalla í góðra vina hópi. Í
því líktist hann Sigfúsi föður sínum.
Hann hafði til að bera þá nærveru
sem öll börn sækja í, skorti aldrei
hlýju og þolinmæði. Það var til afa
Guðfínns sem börnin skriðu um leið
og þau gátu og hann var ávallt til
staðar fyrir þau. Afi var sá sem las
fyrir þau, sat með þau tímunum
saman, spjallaði við þau og þagði
með þeim.
Ég hef engum manni kynnst
göfugri og ég á engum meira að
þakka.
Sveinn Rúnar.
Kveðja frá Landssambandi
bakarameistara
Fallinn er nú frá einn af heiðurs-
félögum Landssambands bakara-
meistara, Guðfinnur Sigfússon, bak-
arameistari í Grímsbæ.
Guðfínnur ólst upp á ísafirði og
hóf þar störf i norska bakaríinu hjá
Helga Guðmundssyni árið 1934.
Hann lauk sveinsprófi í iðn sinni á
árinu 1938, þá tvítugur að aldri.
Árið 1941 flutti hann suður til
Reykjavíkur og starfaði í Björnsbak-
aríi í Vallarstræti næstu 5 árin, en
á árinu 1946 hóf hann eigin rekstur
og starfaði hann óslitið sem bakara-
meistari til ársins 1996. Það eru 50
ár - hálf öld.
Fyrstu árin stundaði hann rekstur
í félagi við Áma Guðmundsson, en
á árinu 1950 gekk hann til liðs við
Björnsbakarísmenn, þá Karl Krist-
insson og Stefán Thordarsen, um
rekstur Björnsbakarís í Vallarstræti,
sem þá var eitt af stærstu og virðu-
legustu bakaríum landsins. Þar
starfaði hann næstu áratugina, allt
til ársins 1973, þá stofnsetti hann
sitt eigið bakarí í Grímsbæ, Efsta-
landi 26, og rak það allt til ársins
1996 er synir hans tveir, Sigfús og
Guðmundur Guðfínnssynir, tóku við
núverandi rekstri. Guðfinnur var
flinkur bakari og hvers manns hug-
ljúfi, sérlega vel liðinn af samverka-
mönnum sínum. Þó hann væri hlé-
drægur maður var hann alla tíð virk-
ur þátttakandi i félagsstörfum bak-
arameistara. Hann átti bæði aðild
að Eggjabúi bakara og Sultu- og
efnagerð bakara.
Starfsferili hans var einstaklega
langur og farsæll. Undirritaður hafði
góð persónuleg kynni af Guðfinni.
Ljúfari manni hef ég ekki mætt á
lífsleiðinni. Aldrei heyrði ég hann
segja styggðaryrði um nokkurn
mann. Slikir menn sem Guðfinnur
Sigfússon var, eru vandfundnir.
Landssamband bakarameistara
biður guð að blessa minningu okkar
ágæta félaga og vottar eftirlifandi
eiginkonu hans, Ingibjörgu Guð-
mundsdóttur, og fjölskyldunni allri
innilega samúð sína.
F.h. Landssambands bakara-
meistara.
Stefán Sandholt, formaður.
Guðfínnur stjúpi minn var yndis-
legur maður. Hann giftist mömmu
minni þegar ég var tæplega fimm
ára, og eldri bræður mínir sex og
níu ára. Hann var þá 38 ára pipar-
sveinn, en óhræddur að taka við
ábyrgð á uppeldi þriggja barna.
Fljótlega bættust yngri systkinin í
hópinn, en okkur eldri systkinin fékk
hann ókeypis, eins og hann orðaði
það einhvern tíma.
Ég var fljót að átta mig á mann-
kostum stjúpa míns. Fljótlega eftir
giftinguna lýsti ég því alvörugefín
yfír, að þegar ég yrði stór ætlaði
ég líka að giftast Guðfínni. Hann
var svo góður við mömmu og bjó til
svo góðan mat!
Guðfinnur var hæglátur og honum
fylgdi ró og festa. Sú virðing og
hlýja sem hann sýndi okkur börnun-
um í uppeldinu reyndist einstakt
veganesti. Hann virtist aldrei þurfa
að byrsta sig, gekk aðeins á undan
með góðu fordæmi.
Guðfinnur var vel lesinn og
skemmtilegur og það var eitthvað í
fari hans sem verkaði sem segull á
börn. Barnabörnin 18 hændust öll
að honum og þær eru ófáar myndirn-
ar í fjölskyldualbúminu þar sem
hann situr í stól með bók í hendi
og með tvö, þijú eða jafnvel fjögur
börn í fanginu.
Elsku Guðfinnur minn, þakka þér
fyrir allt. Guð geymi þig.
Þín
Sigríður Hauksdóttir.
Guðfinnur H. Sigfússon, bakara-
meistari í Grímsbæ í Reykjavík, lést
á Landakotsspitala, eftir að hafa
átt við mikla vanheilsu að stríða
undanfarna sex mánuði.
Guðfinnur stóð ekki einn í þess-
ari baráttu, því eiginkona hans,
Ingibjörg Guðmundsdóttir, var alla
daga hjá honum uppi á spítala frá
morgni til kvölds og börnin þeirra
sex og barnabörnin létu ekki sitt
eftir liggja að heimsækja pabba sinn
og _afa og gera honum lífíð léttara.
Ég undirritaður og eiginkona mín
heimsóttum hann daginn áður en
hann lést, og það var sárt að horfa
upp á þennan glæsilega dugnaðar-
mann svona vanmáttugan og illa
haldinn. Þá sóttu á mig sterkar til-
fínningar og minningar frá uppvaxt-
arárum okkar bræðranna á Isafirði,
þegar við sigldum á kajak á pollin-
um, gengum á skíðum inn í Selja-
landsdal og fórum saman í útilegu
inn í skógi, og ekki er hægt að
gleyma því þegar við bræðurnir tveir
fórum hingað suður til Reykjavíkur,
hann til að vinna hér, en ég í skóla.
Þá fann ég betur en áður, að þótt
hann væri ekki orðmargur maður,
að á bak allt sem hann sagði eða
gerði, bjó hugur trausts og góðs
drengs, sem öllum vildi vel og stóð
við allt það sem hann tók sér fyrir
hendur.
Guðfínnur var umfram allt harð-
duglegur maður og vinnusamur, sem
rak bakarí sitt Grímsbæ af miklum
dugnaði og ósérhlifni á meðan heils-
an og kraftar entust, en þegar aldur
færðist yfír og kraftar og heilsa fóru
að bila, tóku veir synir hans, Guð-
mundur og Sigfús, við rekstrinum
og hafa síðan rekið bakaríið af mikl-
um dugnaði.
Það sem okkur ættingjum hans
og vinum þótti kannski eftirminnileg-
ast um hann, þegar litið er til baka,
er hve glæsilegur maður hann var
bæði í sjón og raun, en fyrst og
fremst hve hann var hjartahlýr og
tillitssamur.
Það var eftirtektarverð tilviljun,
að andlát hans bar upp á sama
mánaðardag og foreldrar okkar
gengu í hjónaband, 14. október 1917,
þau hefðu því átt 80 ára hjúskaparaf-
mæli sama dag og hann lést.
Inga bjó Guðfínni og þeirra mann-
vænlegu sex bömum glæsilegt og
hlýlegt heimili, sem stóð öllum vinum
og ættingjum opið og einkenndist
af þeirra rausn og hlýhug og ófáum
munu þau hafa rétt hjálparhönd,
þegar erfíðleikar steðjuðu að.
Það er því með sárum söknuði,
sem við kveðjum hann á þessum
degi.
Systkini hans, eiginkona, börn,
og barnabörn finna öll sárt til og
syrgja hann, en fínna samt jafn-
framt til innilegs þakklætis fyrir að
hafa fengið að njóta samvista við
hann og þeirrar miklu umhyggju,
sem hann veitti þeim á lífsleiðinni.
Við hjónin, börn okkar, tengda-
börn og barnabörn, sendum hugheil-
ar samúðarkveðjur til Ingu og allrar
hennar fyölskyldu.
Blessuð sé minning hans. Minn-
ingin um hann mun lifa í hjörtum
okkar björt og hrein.
Kristján P. Sigfússon.
Traustur og hlýr. Fámáll, fylginn
sér og vandaður, en umfram allt
traustur. Þannig var Finni fyrir mér.
Það var hjá Finna frænda mínum
sem ég steig mín fyrstu spor í launa-
vinnu í þessu lífi, íjórtán ára. Það
var í byijun áttunda áratugarins í
Björnsbakaríi við Vallarstræti, þar
sem Finni bakaði áralangt. Mér
veittist sá heiður að vinna „á bak
við“, ekki í pökkun eða pöntunum
með hinum stelpunum, heldur í kök-
unum, í návígi við sjóðheita ofnana,
við sjálfa bakarana sem okkur fannst
vera hjarta bakarísins. Og til þess
að komast í sumarafleysingar svo
nærri sannleikanum sjálfum þurfti
maður traustsyfírlýsingu. Mín með-
mæli voru þau að vera systurdóttir
Finna.
Það var alveg sérstakur sjarmi
við þennan vinnustað. Líf og fjör,
mikið af fólki, ungir strákar, bakara-
nemar, stelpur á öllum aldri, erill
og þvarg, rifrildi, rómantík, spenna
og átök. Líf margra var samofið
bakaríinu og margir örlagaþræðir
voru þar ofnir. En á einhvern hátt
var Finni yfir allt þetta hafinn. Hann
var eins og af öðrum heimi í þessu
veðrasama samfélagi og duttlungar
hversdagsleikans hrinu ekki á hon-
um. Að njóta leiðsagnar hans, og
verndar, á þessum líflega stað þar
sem glaðværð og hijúfleiki kölluðust
svo hressilega á, þýddi bara einfald-
lega að maður var hólpinn.
Ég var auðvitað ekki að kynnast
Finna frænda þarna í fyrsta sinn.
Ég átti margar stundir hjá fjölskyld-
unni á Háaleitisbrautinni sem
krakki. Af einhveijum ástæðum,
sem ég man ekki lengur, gisti ég
stundum hjá Ingu og Finna. Þetta
var nýmóðins heimur, hverfið í kring
hálfbyggt og stutt torfæruleið í
sjoppuna í Skipholtinu; fullt af
krökkum sem léku snú snú og aðra
sólarleiki sunnan undir blokk-
arveggnum. Mér er minnisstætt að
brunahræðsla hélt fyrir mér vöku
eina gistinótt mína hjá Ingu og
Finna. Stuttu áður hafði brunnið
ofan af nágrannafólki foreldra
minna. Finni skynjaði hvað klukkan
sló, settist hjá mér á rúmstokkinn
og spjallaði við mig. Auðvitað man
ég ekki orð af því sem okkur fór á
milli, nema eitthvað um steinsteypu
og timburhús. En traustið sem ég
bar til Finna var slíkt að það bar
mig Iéttilega inn í draumaheim þá
nótt og lengi síðan lifði þessi tiífinn-
ing í bijósti mér. Mér er raunar til
efs að hægt sé að veita barni meiri
öryggistilfinningu en þetta.
Annað tilvik sem staðfestir þessa
mynd mína af Finna er ferð sem ég
fór með þeim hjónum og krökkunum
upp í Heiðmörk. Á heimleiðinni bil-
aði Moskvítsinn, eins og kemur fyrir
bestu bíla. Sjálfsagt hafa góð ráð
verið dýr, með mörg börn sem ýmist
þurftu að pissa eða axlabandið slitið
eða þaðan af verra. Gönguferðin í
rökkrinu að græna biðskýlinu var
dijúg og ég man að Finni hélt í
höndina á mér í troðfullum strætis-
vagninum. Öll ferðin hafði hins veg-
ar svo rólegt og yfírvegað yfirbragð
að mér fannst eins og þetta hefði
hreinlega átt að vera svona. Og það
er þetta traust sem ég ímynda mér
að Finni hafi veitt öllum í kringum
sig._
Á síðustu árum hittist maður auð-
vitað sjaldnar. Finni líktist Sigfúsi
afa meir og meir með aldrinum og
varð sú kjölfesta sem hann líka var.
Fyrir mér varð það eins og einhver
sönnun þess að góðu gildin lifa, þau
erfast mann fram af manni og tengja
í raun kynslóðirnar. Á þessari stundu
er mér efst í huga þakklæti til Finna
frænda míns fyrir þær stundir sem
ég fékk að njóta með honum á mis-
munandi lífsskeiðum. Ingu, börnun-
um sex og fjölskyldum þeirra votta
ég mína innilegustu samúð.
Þorgerður Einarsdóttir.
0 Fleiri minningargreinnr um
Guðfinn Sigfússon híðn birtingnr
ogmunu birtast í blnðinu næstu
dngn.