Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 23 Gúmmí o g þerripappír TONUST Gcrduberg LJÓÐATÓNLEIKAR Sönglög eftir Brahms. Þórunn Guð- mundsdóttir sópran; Kristinn Om Kristinssou, píanó. Menningarmið- stððinni Gerðubergi, sunnudaginn 19. september kl. 17. VITASKULD er ábyrgðarlaust að fullyrða um skoðanir annarra tónleikagesta sem hafa ekki, og verða sjálfsagt aldrei, verið kannað- ar af Gallup, en eitt af því sem hvarflaði að manni að gæti hafa dregið úr aðsókn á tónleikum þeirra Þórunnar Guðmundsdóttur og Kristins Arnar Kristinssonar sl. sunnudag væri hljómburður salar- ins. Það hefur verið sagt áður, en sakar ekki að endurtaka einu sinni enn, að akústíkin uppi í Gerðubergi er, að viti undirritaðs, með því þur- rasta sem þekkist í borgarlandinu, og nánast afleit fyrir söng. Það blóðuga við þetta er auðvit- að, að starfsfólk menningarmið- stöðvarinnar hefur engu að síður lyft grettistaki í kammertónlistar- málum höfuðborgarinnar og langt umfram húsráðendur margfalt betra hljómnæðis. En þótt standi til að reyna að laga heyrðina þar efra í náinni framtíð (hafi lítill fugl farið með rétt mál), þá urðu áheyr- endur að svo komnu að sætta sig við hljómvistarumgjörð, sem gerði álíka lítið fyrir mannsröddina og gúmmísella. Fyrir bjartan sópran hefði sannarlega verið hægt að óska sér betra umhverfis. Tónleikarnir, sem voru hinir fyrstu af 6 áformuðum í Schubert- Brahms kammer- og ljóðatónleika- röð á vegum Camerarcticu, Tónlist- arfélags Akureyrar og Gerðubergs í tilefni af tímamótaárunum 1797 og 1897, hófust með Liebestreu Op. 3,1, Mádchenlied Op. 107,5, Die Mainacht Op. 43,2 og Vergebliches Stándchen Op. 84,4. Þórunn söng af þrótti og töluverðri kimni í Kvöldlokkunni árangurs- lausu. Vakti hún einnig athygli fyr- ir fremur sjaldheyrt fyrirbrigði hér um slóðir, nefnilega víbratólitun textans í Maínóttinni, sem átti eftir að endurtaka sig í nokkrum seinni lögum dagskrár (Schwesterlein, Therese o.fl.) á stöðum þar sem textinn - sem fylgdi því miður ekki í tónleikaskrá - gaf sérstakt tilefni til. Víbratólitun, eða öllu heldur það að draga meðvitað úr eðlilegu „nátt- úruvíbratói," er ætíð vandasöm, enda óvíða fastmótaður þáttur í söngkennslu; klassískir söngvarar þurfa þar oft að feta sig á eigin spýtur, þó að fyrirbrigðið sé vel þekkt í ýmsum geirum dægurlaga- söngs. Þórunn fór hinsvegar gæti- lega og tókst nokkuð sannfærandi upp, þó að röddin virtist svolítið ófókuseruð í Mádchenlied. Virðing Brahms fyrir þjóðlaginu kom vel fram í útsetningum hans á hinu gullfallega Da unten in Tale, Schwesterlein og hinu austurfrís- neska galsafengna Och Moder, þar sem Þórunn leyfði alþýðlegu lát- leysi laganna að njóta sín við smekklegan undirleik Kristins Arn- ar. Síðustu 5 lög fyrir hlé gerðu meiri kröfur, og sýndi söngkonan fyrirtaks hæð, kraft og úthaid í löngum hendingum laga eins og Immer leise wird mein Schlummer Op. 105,2 og Der Gang zu Liebchen Op. 48,1. E g er ekki hræddur við köttínn! BÓKMENNTIR Barnabók SAGAN AF MÚSA-MÚS eftir Moshe Okon og Söru Vilbergs- dóttur. íslenskur texti: Sigrún Bima Bimisdóttir. Mál ogmenning, 1997. 29 bls. MÚSA-MÚS er lítill músastrákur sem telur sjálfum sér trú um að hann sé stór og þurfi ekki að vera hræddur við köttinn þó að mamma fari út og hann þurfi að vera einn heima. En hugmyndaflugið er ríkt og ískur, skuggi, eða ímynduð veiði- hár og eyru skjóta honum skelk í bringu. Músa-mús hefur sín ráð og með því að fara í svuntu mömmu og skó pabba telur hann sig færan í flestan sjó. Öll börn þekkja það að vera hrædd. Myrkfælni, ótti við hið óþekkta og ímyndaður hryllingur er nokkuð sem flest öll börn upplifa en eldist af við aukna þekkingu og betri stjórn á umhverfinu. í þessari bók er músarunginn látinn reyna það að vera einn. Hann er hræddur við köttinn og finnst hann vera alls staðar nálægur. Hræðslan kemur út á honum tárunum en hann reyn- ir eins og hann getur að hafa stjórn á óttanum, venjulega með því að telja sjálfum sér trú um að hann sé stór og sé „Súper-músa-mús“ (bls. 11). Það helsta sem honum verður til halds og trausts eru þeir hlutir sem tengja hann þeim sem Ohugnanleg yfirvegun BOKMENNTIR Skáldsaga RANDAFLUGUHUNANG eftir Torgny Lindgren. Hannes Sig- fússon þýddi. Mál og menning, 1997.147 bls. NÝJASTA skáldsaga sænska rit- höfundarins, Torgnys Lindgren, heitir Randafluguhunang og fjallar um tvo menn sem nærast á hatri hvor anríars. Þetta eru bræður, báðir eru þeir dauðvona og eina ósk þeirra er að lifa hinn. Inn í þessa fár- ánlega tilgangslausu baráttu kemur kona sem er sérfræðingur á sviði dýrlinga. Hún ætlar að gista í húsi annars bræðranna eina nótt en ílendist þar um tíma, eða þangað til stríðinu milli bræðranna lýk- ur. Það er í raun og veru ekkert sem held- ur henni þarna hjá bræðrunum annað en undarleg lífssýn þeirra, sérstakur lífsmáti þeirra og hið gagnkvæma og alltumlykjandi hatur sem virðist í fljótu bragði ekki eiga sér neina viðhlítandi skýr- ingu, nema ef til vill í lundarfari bræðranna. Konan kemst hins vegar hægt og bítandi að því að ýmislegt hefur á daga þessara bræðra drifið, og ekki allt jafngott. Þeir virðast hafa bitist um alla hluti, annar hefur ekki mátt eignast neitt svo að hinn hafi ekki viljað það líka. Þannig hafa þeir tekist á um sömu kon- una, báðir hafa þeir þóst eiga sama barnið og sama köttinn. Og í hvetju tilfelli verður baráttan upp á líf og dauða. En þrátt fyrir allt þetta virðast bræðurnir taka lífinu með stóískri ró, ekkert virðist koma þeim úr jafn- vægi, yfirvegun þeirra er nánast óhugnanleg, þeim líður vel í yfirveg- uðu hatri sínu hvor á öðrum. Og eitthvað virðist halda konunni þarna hjá þeim, í hennar augum gætu þeir allt eins verið dýrlingar. Sagan gerist í Norður-Svíþjóð. Snjór og vetrardrungi hvíla yfir sviðinu. Stíllinn og frásagnarhátt- urinn tekur mið af þessu. Orðin falla á pappírinn eins og þungar snjóflygsur þekja nakta jörð, hægt og hægt. Þannig verða líka bræð- urnir tveir skiljanlegri, þótt þeir standi þarna eins og tvö eyðibýli sem voru yfirgefin í snatri; hlutirn- ir enn á sínum stað en virðast ekki gegna neinu hlutverki lengur, eru tilgangslausir og áhugalausir um umhverfi sitt, fyrri störf og fyrra líf skipta engu máli, það eina sem einhveiju varðar er að standa eins lengi og unnt er. Líf þeirra virðist þó fá nýjan til- gang með komu konunnar; með henni fá þeir nýtt bitbein. Hún teng- ir þá líka saman, ber á milli þeirra óbein skilaboð. Hún hlustar á sögur þeirra, frásagnir úr lífi þeirra sem virðast alltaf stangast á þótt þær fjalli um sömu atburði. Þannig er aldrei allt sem sýnist, það er alltaf önnur hlið. Það færist líka hiti í kofana þeirra, það rýkur úr strompunum, þeir svitna og konan fer að gera hluti fyrir þá sem flesta myndi óa við. Sagan er grótesk, líkamleg; lýsingar hennar rista stundum á hol. Randafluguhunang er saga sem ekki lætur mikið yfir sér en það er samt ekki hægt að leggja hana frá sér. Hinn undarlegi heimur hennar og þessir stóísku, grótesku, sannar- lega einkennilegu menn draga ie- sandann inn í bókina. Það hlýtur að hafa verið erfítt verkefni að koma hinum hægláta og meitlaða stíl til skila í íslenskri þýðingu en Hannes Sigfússon leysti það verkefni vel af hendi. Þröstur Helgason Eftir hlé voru flutt Klage Op. 69,1-2, Salome Op. 69,8 og Von ewiger Liebe, auk átta lög í ein- söngsútfærslu á Zigeunerlieder- söngkvartettum Brahms við píanó- undirleik (Op. 103). Kristinn Örn „söng“ víða mjög fallega á (að vísu fjarska góðan) Bösendorfer Gerðu- bergs og sýndi einnig viðeigandi tilþrif, þegar sígauna-„slagharp- an“ Cimbalom lét á sér kræla með vaggandi arpeggíóum í píanósatzin- um. Vart fór að verða við nokkur þreytumerki hjá Þórunni undir lok- in, enda mörg og átakamikil lög þar á undan, en það leyndi sér ekki, að raddefnið er gott, hæðin glæsileg og tónvísi og söngtækni á sínum stað. Það er kannski tæplega hægt að marka form söngvara rétt eftir nýafstaðið sumarleyfl, en líklega hefði maður að svo stöddu viljað heyra örlítið meiri fyllingu á neðra sviði, stöku sinni meiri fókus í radd- beitingu, og kannski skýrari og kringdari þýzk sérhljóð í textafram- burðinum, þó að lokhljóðin í enda orða væru oftast góð. Kristinn Örn lék mjög nettilega, og er greinilega kominn í raðir beztu meðspilenda landsins. Einstaka rúbató hans hefði samt mátt vera þyngra í mót- un og staccatóin breiðari, sérstak- lega í þessum margskammaða þerripappírssal. RíkarðurÖ. Pálsson hann treystir best, pabba sínum og mömmu, en þrátt fyrir það sveiflast hann milli ótta og gleði. Að lokum rekur þó óttinn hann undir rúm og þar er hann þegar mamma kemur heim aftur. En hann er stoltur og telur mömmu sinni trú um að hann hafi alls ekki verið neitt hræddur og hafi bara verið að fela sig undir rúminu. Málfar sögunnar er hnökralaust en illa kann ég við að láta Músa- mús vera í karlkyni. Það stríðir gegn íslenskri málvenju að hafa kvenkyns orð á karlkyns verum. Myndirnar eru litsterkar og sem slíkar við hæfi þess aldurs sem sag- an er ætluð, en þeir sem mynd- skreyta barnabækur verða að gera sér grein fyrir því að börn vilja hafa myndir raunverulegar og ég er ekki viss um að mjög lítil börn átti sig á öllu myndefninu sem fylg- ir þessari sögu. Til þess eru sumar myndirnar of stílfærðar þó listræn- ar séu. Sigrún Klara Hannesdóttir Nýjar bækur • SKÁLDSAGAN Minnisblöð úr undirdjúpunum eftir Fjodor Dostojevskí er í þýðingu Ingibjarg- ar Haraldsdóttur. Dostojevskí skrif- aði Minnisblöð úr undirdjúpunum árið 1864. Eins og flestar sögur hans gerist hún í Pétursborg eft- ir miðja nítjándu öld, en í raun takmarkast Dostojevskí fögusviðið að mestu leyti við hugarheim sögumanns sem jafnframt er aðalper- sóna. í kynningu segir m.a.: „Fáir höfundar hafa kafað eins djúpt í mannssálina og Dostojevskí eða verið óvægnari í greiningu sinni á henni. I Minnisblöðum úr undirdjúpunum er margt sem venjulegum lesanda væri óbærileg lesning ef ekki væri húmor- inn. En í sögunni er líka að fínna pólitíska og mjög eindregna andstöðu við þá kenningasmiði sem vilja gera mannkynið hamingjusamt með valdi.“ Minnisblöð úr undirdjúpunum er fimmta skáldsaga Dostojevskís sem út kemur í íslenskri þýðingu Ingi- bjargar Haraldsdóttur. Utgefandi erMál og menning. Bókin er 136 bls., unnin íSvfþjóð. Kápuna gerði Róbert GuiUemette. Verð: 2.980 kr. • LJÓÐABÓKIN Úlfabros er eftir Önnu Valdimarsdóttur. Bókin er kynnt þannig: „Úlfabros lýsir sárs- aukafullri reynslu konu þegar ástar- höllin hrynur fyrir atlögu svika og óhreinlyndis. Ljóðin lýsa vonbrigðum, reiði og djúpstæðum sársauka. En skáld- ið lætur ekki þar við sitja. Ljóð Önnu flalla ekki síður um baráttuna, sáttina og loks sigurgöngu konunnar semtekur á móti nýjum, útréttum höndum, nýrri ást. Ljóðin eru opin og auðskilin enda gefur viðfangsefnið ekki tilefni til annars en að koma hreint fram, draga frá öllum gluggum og kalla út: „Hér er ég; ef þið viljið getið þið tekið þátt í reynslu minni; hún er líklega ekki ósvipuð reynslu ykkar.“ Þetta erfyrsta bók Onnu Valdi- marsdóttur. Bókaútgáfan Forlagið gefur bókina út. Úlfabros er 154 bls. að stærð. Margrét Zóphanías- dóttirgerði kápu og Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Sjalfstædisstefnuna inn í n v ja öld Kjósum HELGU í í borgarstjórn 1998-2002 HELGA JÓHANNSDÓTTIR SJÖ BARNA MÓÐIR -þekkir fjölskyldumálin MÁLSVARI FATLAORA -áratuga reynsla í nýjum málaflokki hjá borginni VINNUR MEO ÖLDRUÐUM -þekkir brýn málefni þeirra VARABORGARFULLTRÚI -fjölþœtt og yfirgripsmikil reynsla í borgarmálum Helga Jóhannsdóttir hefur reynslu á sviðum eftirtalinna viðfangsefna: - Málefni aldradra - Málefni fatladra - Umhverfismál - Umferdarmál - Samgöngumál Engin kosningaskrifstofa, en síminn er 55 31211 fró kl. 17:00-22:00 Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík er dagana 24.-25. október
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.