Morgunblaðið - 22.10.1997, Side 42
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Morgunblaðið/Valdimar Kristínsson
ANGI frá Laugarvatni er nú á leið til Danmerkur og mun þar öðru fremur bæta fdtagerð danskfæddra hrossa
eins og hann hefur gert í ríkum mæli á íslandi. Myndin er tekin á hátíðarstundu þegar Þorkell Bjarnason tók
fyrir hönd Anga við heiðursverðlaunaviðurkenningu á fjtírðungsmdtinu á Gaddstaðaflötum 1996.
Angi frá Laugarvatni
seldur til Danmerkur
Stóðhestar ganga kaupum og sölum og voru
Hrossaræktarsamtök Suðurlands að selja einn
hesta sinna og stefna að því að selja fleiri. Valdi-
mar Kristinsson ræddi við Jón Vilmundarson
framkvæmdastjóra samtakanna og fræddist um
eitt og annað sem lýtur að starfseminni.
ANGI, heiðursverðlaunahesturinn
frá Laugarvatni, var í síðustu viku
seldur til Danmerkur. Kaupandi er
danskur félagsskapur sem kallar
sig H.M.H. en Hans Kolding sá um
kaupin fyrir þeirra hönd. Söluverð-
ið var átta hundruð þúsund krónur
sem þykir lágt en þess er þó að
geta að Angi er fímmtán vetra
gamall. Þetta mun vera svipað verð
og sett var á klárinn. Að sögn Hans
Kolding mun Angi verði boðinn til
notkunar á almennum markaði auk
þess sem eigendumir munu nota
hann sjálfir í ríkum mæli.
Jón Vilmundarson framkvæmda-
stjóri Hrossaræktarsamtaka Suð-
urlands sagði að lítil eftirspum eft-
ir Anga til notkunar væri aðalá-
- stæðan fyrir sölunni á honum. I
sumar hefðu sárafáar hryssur ver-
ið leiddar undir hestinn og undan-
farin ár verið lítill spenningur fyrir
honum. Angi sem hlaut heið-
ursverðlaunaviðurkenningu á
fjórðungsmóti á Suðurlandi fyrir
tveimur ámm síðan hefur lengst af
verið frekar umdeildur hestur.
Hann hefur þótt gefa sérlega
trausta fætur og ber á þeim vett-
vangi höfuð og herðar yfír aðra
hesta í kynbótamatinu, er með 139
stig. Hann þykir gefa hreingeng
hross jafnvíg á tölt og brokk og yf-
irleitt vekurð með. Það er hinsveg-
ar helst frambygging eða höfuð og
_ hálsburður og geðslag sem fundið
hefur verið að, hann er með 97 stig
fyrir geðslag. Angi er um þessar
mundir í fjórða sæti í kynbótamati
hesta sem em með yfir 50 dæmd
afkvæmi og sýnir það vel að ekki
fer alltaf saman gæfa og gjörvileiki
í stóðhestapólitíkinni.
En það em fleiri hestar falir hjá
Samtökunum. Ekkert varð af sölu
á Sörla frá Búlandi. Hinn kunni
hestamaður Andreas Trappe hugð-
ist kaupa hestinn í vor en hætti við
á síðustu stundu eftir að Sörli hafði
staðist dýralæknisskoðun. Sörli er
því enn tii sölu og er verið að tala
um verð um eða undir tveimur
milljónum króna. Sörli er undan
Kolfinni frá Kjamholtum og Silju
frá Hvolsvelli. Þá mun Kólfur frá
Kjarnholtum undan Pilti frá
Sperðli og Glókollu frá Kjamholt-
um sem Samtökin eiga að hálfu á
móti Magnúsi Einarssyni í Kjam-
holtum vera á sölulista og einnig
hafa Sunnlendingar áhuga á að
selja Jó frá Kjartansstöðum sem
þeir eiga með öðmm hrossarækt-
arsamböndum.
Góð útkoma í sumar
Notkun á öðmm hestum samtak-
anna sagði Jón vera mjög góða.
Nefndi hann sem dæmi að geysileg
eftirspurn hefði verið eftir Hrynj-
anda frá Hrepphólum. Alltaf hafi
verið fullskipað hjá honum og í ár
hafi hann vart annað eftirspum.
Sömuleiðis nyti Andvari frá Ey
stöðugra vinsælda og segja megi
að Feykir frá Hafsteinsstöðum sé
genginn í endumýjun lífdagana.
Aðsókn að honum var orðin dræm,
segir Jón, en nú ber svo við að full-
skipað er hjá honum. Um ástæður
þess segir hann að dóttir hans
Kringla frá Kringlumýri sem sló
svo eftirminnilega í gegn í sumar
eiga þar einhvem hlut að máli og
svo hitt að komið hafa margir góðir
keppnishestar undan Feyki.
Þá kemur fram hjá Jóni að vel
hafi gengið með unga hestinn
Núma frá Þóroddsstöðum fyrir
sunnan en Norðlendingum sem
eiga hlut í hestinum hafi ekki geng-
ið eins vel að fá hryssur undir
hann. Mjög góð nýting var á Núma
en hann var einn þeirra hesta sem
notaðir vom í sæðingar í vor í
Gunnarsholti. Þá nefnir Jón að
fyljunarprósentan sé mjög góð hjá
hestum Samtakanna að Viðari frá
Viðvík undanskildum en hann var
af þessum sökum notaður á mjög
fáar hryssur í sumar. Sagði Jón að
hann hefði verið lélegur að þessu
leyti undanfarin þrjú ár.
Stdðhestastöðin
leigð áfram
Haustfundir samtakanna hefjast
9. nóvember en þá verður fundað í
Rangárvallasýslu en aðrar dag-
setningar funda ekki verið ákveðn-
ar. A þessum fundum verður starf-
semi samtakanna á árinu kynnt og
sömuleiðis það sem framundan er á
næsta ári. Hrossaræktarsamtök
Suðurlands hafa fengið leigusamn-
ing um stóðhestastöðina í Gunnars-
holti framlengdan og sagði Jón að
starfsemi hæfist þar 1. nóvember
n.k. Starfsemin yrði með svipuðu
sniði og í fyrra en nú munu sjá um
þjálfun Þórður Þorgeirsson og
Inga Jóna kona hans. Þá verður
Magnús Benediktsson þar einnig
en þúist er við fleiri komi til starfa
eftir áramót en ekki ljóst hverjir
það verða. Sagði Jón að eftirspum
eftir plássum á stöðina væri áþreif-
anlega meiri nú en í fyrra og taldi
hann líklegar ástæður landsmótið
sem haldið verður næsta sumar.
Varðandi afkvæmasýningar á
næsta ári sagði Jón líklegt að
Kveikur frá Miðsitju yrði sýndur
til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi
en einnig kæmi til greina að sýna
Feyki frá Hafsteinsstöðum en
hann hefur verið að rokka upp og
niður fyrir heiðursverðlaunamörk-
in á undanfömum áram. Um þess-
ar mundir er hann með 118 í ein-
kunn fyrir 95 dæmd afkvæmi sem
er að vísu sjö stigum fyrir neðan
gildandi mörk en ef mörkin verða
lækkuð í 120 stig ættu möguleikar
hans að vera góðir.
ATVINNUAUG LÝ 5 I IM G A R
Jafnréttisráðgjafi
Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra auglýsir
í samráði við félagsmálaráðuneytið eftir jafn-
réttisráðgjafa á starfssvæði félagsins með að-
setur á Blönduósi.
Meginverkefni eru:
Að vinna í samvinnu við atvinnuráðgjafa að
fjölgun atvinnutækifæra fyrir konur.
Ennfremurvinna að leiðréttingu á stöðu kvenna
í fyrirtækjum og stofnunum.
Jafnframt sinni jafnréttisráðgjafi, eftir því sem
þörf krefur, jafnréttisstarfi á sviði menntamála
og fjölskyldu-, félags- og heilbrigðismála í
samvinnu við jafnréttisnefndir og starfsfólk
viðkomandi ráðuneyta og stofnana.
Leitað er eftir starfsmanni með háskólamennt-
un og reynslu á sviði atvinnuráðgjafar og jafn-
réttismála.
Umsóknum ber að skila til Iðnþróunarfélags
Norðurlands vestra, Þverbraut 1, 540 Blöndu-
ósi, fyrir 27. október 1997.
Nánari upplýsingar veita framkvæmdastjóri
félagsins, BaldurValgeirsson, í síma 452 4981
og Jón Magnússon, forstöðumaður Byggða-
stofnunar á Sauðárkróki, í síma 453 6220.
Prenffækni
f öllum lltum
Starfskraftur óskast
Samviskusamur starfskraftur óskast í prent-
smiðju hálfan daginn við ýmsan frágang.
Upplýsingar í símum 554 4399 og 554 4260.
Reykjavík
Hjúkrunarfræðingar
Lausar stöður kvöld og helgar á hjúkrunardeild.
Sjúkraliða og starfsfólk
vantartil aðhlynningar nú þegar í 100%starf
og einnig á stuttar kvöldvaktir.
Upplýsingar veita ída Atladóttir, hjúkrunarfor-
stjóri, og hjúkrunarframkvæmdastjóri, Þórunn
A. Sveinbjarnar, í símum 553 5262 og 568 9500.
Hrafnista, hjúkrunar- og vistheimili fyrir aldraða í Reykjavík tók til
starfa 1957. Þar búa 316 vistmenn. Á vistheimilinu eru 204, en á 5
hjúkrunardeildum eru 113.
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund
Starfsfólk vantar
Starfsfólk vantar í vaktavinnu — eftirmiðdags-
og kvöldvaktir.
Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri
í síma 552 6222 frá kl. 9.00-12.00.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu.
St. Franciskusspítali, Stykkishólmi
Yfirmaður í eldhús
Yfirmaður í eldhús óskast til starfa sem fyrst.
Æskilegt er að umsækjendur hafi, auk reynsiu
af stjórnun, þekkingu á sjúkrafæði.
Umsóknarfrestur ertil 26. október nk.
Frekari upplýsingarveitirframkvæmdastjóri,
Róbert Jörgensen, í síma 438 1128.
Sjávarlíffræðingur/
fiskifræðingur
Hafrannsóknastofnun óskar eftir að ráða sjáv-
arlíffræðing og/eða fiskifræðing til starfa við
útibúi stofnunarinnar á Akureyri. Hluti starfsins
felst í kennslu í sjávarlíffræði og/eða fiskifræði
við sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri.
Upplýsingar um starfið veitir Steingrímur
Jónsson, útibússtjóri, í síma 463 0948.
Umsóknirsendist útibúi Hafrannsóknastofnun-
arinnar á Akureyri fyrir 1. desember nk.
Hafrannsóknastofnunin,
Skúlagötu 4,
101 Reykjavík, sími 552 0240.
Verkamenn
Vegna aukinna verkefna viljum við ráða nokkra
vana byggingarverkamenn nú þegar.
Upplýsingar í síma 562 3577 eða 897 3772.
Ármannsfell ht. *3C?
Amma óskast!
Er ekki einhver góð „amma" sem vill gæta
ársgamals drengs 30—35 tíma á viku auk léttra
heimilisstarfa?
Vinsamlegast hafið samband við Önnu Maríu
eða Einar í síma 562 3251.
Veitingastaður
Starfsfólk, helst vant, óskast á lítinn veitinga-
stað í 50% vinnu í sal.
Vinnutími erfrá kl. 10.00—14.00.
Upplýsingar í símum 564 3421 eða 568 2811.