Morgunblaðið - 22.10.1997, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Ný bók um meinta spillingu í bandaríska stjórnkerfinu
Sá FBI Oklahoma-
sprenginguna fyrir?
Keppni
um Berm-
údaskál
hafín
KEPPNI um Bermúdaskálina í
brids hófst í Túnis á mánudag, og
eftir 4 umferðir af 17 í
undankeppni voru Norðmenn og
Brasilíumenn efstir.
í undankeppninni, sem stendur
fram á laugardag, spila 18 þjóðir
og komast átta áfram í úrslit. Eftir
fjórar umferðir voru Noregur og
Brasilía með 80 stig, B-sveit
Bandaríkjanna með 75, Kína 71, A-
sveit Bandaríkjanna 69, Ástralía 66
og Pólland, Italía og Frakkland
með 63 stig. Danir voru í 11. sæti
með 60 stig.
í kvennaflokki voru Frakkar
efstir með 86 stig en næstir komu
Kanadamenn með 77 stig. Suður-
Afríka með 69 stig og Kínverjar
með 67 stig.
Keppt er um Bermúdaskálina og
heimsmeistaratitil í brids á tveggja
ára fresti en Islendingar unnu
þetta mót árið 1991. Núverandi
handhafar Bermúdaskálarinnar
eru Bandaríkjamenn, sama liðið og
spilar sem B-sveit Bandaríkjanna í
Túnis. Nýir heimsmeistarar verða
krýndir eftir tæpar tvær vikur.
Washington. The Daily Telegraph.
RÉTTARHÖLDIN yfir Timothy
McVeigh, sem dæmdur hefur verið
til dauða fyrir að hafa sprengt
stjórnsýslubyggingu í Oklahoma ár-
ið 1995, voru í raun hluti aðgerðar til
að hlífa starfsmönnum alríkislög-
reglunnar bandarísku, sem vissu
hvað til stóð en komu ekki í veg fyrir
tilræðið. Þetta kemur fram í nýrri
bók eftir breska blaðamanninn
Ambrose Evans-Pritchard, sem
kallast „The Secret Life of Bill
Clinton" (Leynilíf Bills Clintons) og
fjallar um margháttaða spillingu
sem höfundur segir þrífast í stjórn-
arliði Bandaríkjaforseta.
Fullvíst er talið að fullyrðingar
Evans-Pritehards munu vekja reiði í
Oklahoma en 168 manns létu lífið í
sprengingunni. Þar sögðust vitni
hafa séð sérfræðinga úr sprengju-
deild FBI við stjórnsýslubygging-
una fyrir sprenginguna og sam-
kvæmt skoðanakönnun sem gerð
hefur verið í Oklahoma-borg telja
70% íbúanna að stjómvöld segi ekki
allan sannleikann í málinu.
Varað við nýnasist-
um í „Borg Guðs“
í bók Evans-Pritchard er m.a.
birt afrit af opinberri yfirheyrslu yf-
ir heimildarmanni
Áfengis-, tóbaks-
og vopnaeftirlits-
ins, þar sem hann
varar við því að
stjórnsýslubygg-
ingin í Oklahoma
sé skotmark öfga-
hópa. Nefnir
heimildarmaður-
Timothy inn til sögunnar
McVeigh Andreas Strass-
mayer, sem hafi ítrekað talað um að
beina spjótum sínum að bandarísku
stjórnsýslunni. Hann sé þjálfaður í
vopnaburði og hafi rætt um morð á
háttsettum embættismönnum og
sprengjutilræði.
Strassmayer þessi er fyrrverandi
liðsforingi í þýska hernum sem tókst
að koma sér inn í samfélag nýnas-
ista er kallast „Elohim City“ (Borg
Guðs). Þar hafa hryðjuverk verið
skipulögð og þeim hrint í fram-
kvæmd. Þrátt fyrir það var aðeins
rætt einu sinni við Strassmayer í
síma, en alls voru um 20.000 vitni yf-
irheyrð í málinu. Strassmayer flúði
land og hélt til Þýskalands skömmu
eftir sprenginguna.
I bókinni segir að enginn vafi leiki
á sekt Timothy McVeigh en með
dóminum yfir honum sé aðeins hálf
sagan sögð. Vitni sem séð hafi hann
með vitorðsmönnum hafí ekki verið
yfirheyrð og því hafi slóðin ekki leg-
ið til Strassmayers og Borgar Guðs.
Ekki „samsæris-
kenningaóður"
I bók Evans-Pritchards er fjallað
um fleiri hneykslismál, m.a. dauða
Vincents Fosters, eins ráðgjafa
Clintons, sem fjölmargar samsæris-
kenningar hafa verið uppi um. Yfir-
völd segja Foster hafa framið sjálfs-
morð en Evans-Pritchard er einn
þeirra sem telja hann hafa verið
myrtan og færir fyiTr því rök í bók
sinni. Bendir m.a. á að skuggalegur
maður hafi staðið á verði í garðinum
sem Foster fannst látinn í, skömmu
áður en líkið fannst, og að skemmd-
arverk hafi verið framin á bifreið
vitnis sem hélt þessu fram.
Evans-Pritchard er blaðamaður
The Daily Telegraph í Washington
og í grein sem Robert Novak,
þekktur dálkahöfundur, skrifar í
Washington Post mótmælir hann
ásökunum sem komið hafa fram um
að Evans-Pritchard sé „samsæris-
kenningaóður". Hann sé þekktur að
nákvæmni, iðjusemi og hugrekki.
r ' mí ! . % bt jfi- -A 'í H :|||§ 9
h %|sy
Ók utan í
gangavegg
FULLHLAÐINN tankbíll valt í
göngum á hraðbraut í Shizouka,
skammt frá Tókýó í Japan í gær,
er bflstjórinn missti stjórn á hon-
um og ók utan í vegg ganganna.
Annar flutningabfll rakst á þann
er valt og varð að loka hraðbraut-
inni fyrir allri umferð vegna
óhappsins.
- kjarni málsins!
Reuters
Microsoft sakað um
brot á samningum
Sagt þröngva tölvuframleiðendum til að nota „Explorer“
Washington. Reuters.
BANDARISKA dómsmálaráðu-
neytið sakaði hugbúnaðarfyrirtæk-
ið Microsoft á mánudag um að nota
einkarétt sinn á stýrikerfmu
Windows til þess að þröngva tölvu-
framleiðendum til að setja alnets-
leitarkerfið Explorer, sem
Microsoft framleiðir, inn í tölvur
sem seldar eru með hugbúnaði.
Geri þetta keppinautum, á borð við
framleiðendur alnetsleitarkerfisins
Netscape, erfitt um vik að veita
samkeppni.
í ákæru ráðuneytisins er því
haldið fram að Microsoft hafi brot-
ið samkomulag er fyrirtækið gerði
við stjórnvöld 1995 um varnir við
hringamyndunum. Fer ráðuneytið
fram á, að alríkisdómstóll úrskurði
að Microsoft skuli greiða eina
milljón dala (um
71 milljón króna)
í dagsektir verði
samningsbrotinu
haldið til streitu.
Farið er fram
á að dómstóllinn
komi í veg fyrir
að Microsoft setji
framleiðendum
einkatölva (PC)
það skilyrði að
þeir noti Explorer-kerfið ætli þeir
að fá að nota hið útbreidda stýri-
kerfi Windows95. Microsoft skuli
gert að láta neytendur, er nota
Windows95, vita að þeir þurfi ekki
að nota Explorer-kerfið, heldur
geti notað hvaða samhæfða alnets-
leitarkerfi sem er.
Forstjóri og stjómarformaður
Microsoft, Bill Gates, varði stefnu
fyrirtækisins, og sagði að fólk vildi
nota einkatölvur til að tengjast al-
netinu. Stýrikerfið Windows byði
upp á þann möguleika og gæfi auk
þess þúsundum annarra hugbún-
aðarfyrirtækja tækifæri til að láta
til sín taka.
Janet Reno, dómsmálaráðhema
Bandaríkjanna, sagði á frétta-
mannafundi að það væri ekki ein-
ungis brot á dómsúrskurði að
„þröngva framleiðendum einka-
tölva til að taka við einni af vörum
Microsoft sem skilyrði fyrir því að
fá að kaupa einkaleyfisvöru á borð
við Windows95, heldur beinlínis
rangt.“
Bill
Gates
Svartir
kassar
fundnir
FLUG- og hljóðritar þotu
indónesíska flugfélagsins
Gamda, sem fórst í aðflugi að
Medan á Norður-Súmötru 26.
september, fundust í gær í gil-
inu þar sem þotan fórst. Vom
þeir grafnir í eðju undir braki
flugvélarinnar. Verða þeir
sendir í dag til Ástralíu til
rannsóknar. Vonast er til að
þeir varpi Ijósi á hvað olli slys-
inu en helst er hallast að því
að misskilningur milli flug-
mannanna og flugumferðar-
stjóra hafí orsakað það.
Sleppa
bændum
í N-Kóreu
N ORÐUR-Kóreumenn
slepptu tveimur bændum, 66
ára konu og 41 árs syni henn-
ar, sem þeir tóku í síðustu
viku við vopnahléslínuna er
sker Kóreuskagann í tvennt.
Reyndust þau hafa fyrir slysni
farið inn á yfirráðasvæði
Norður-Kóreu þar sem þau
vora tekin fóst, en ekki var um
það að ræða að norður-kóresk-
ir hermenn hefðu farið yfír
vopnahlésbeltið og rænt, eins
og fyrri fréttir gáfu til kynna.
OSCE stað-
festir úrslit
EFTIRLITSNEFND Örygg-
is- og samvinnustofnunar Evr-
ópu (ÖSE) staðfesti í gær nið-
urstöður forsetakosninganna í
Svartfjallalandi og sagði þær í
meginatriðum endurspegla
vilja þjóðarinnar. Kosningarn-
ar hefðu einnig farið sóma-
samlega fram en Momir
Bulatovic, sem beið ósigur fyr-
ir Milo Djukanovic, hinum um-
bótasinnaða forsætisráðherra,
segir umfangsmiklu svindli
hafa verið beitt til þess að
tryggja Djukanovic sigur.
Taka upp
mál Cillers
SAKSÓKNARI í Ankara hef-
ur tekið upp mál á hendur eig-
inmanni Tansu Ciller, fyrrver-
andi forsætisráðherra Tyrk-
lands, sem sakaður er um að
hafa falsað skjöl um eignir
þeirra hjóna. Á hann yfir höfði
sér allt að átta og hálfs árs
fangelsi verði hann sekur
fundinn. Tansu Ciller fékk
málið fellt niður á sínum tíma,
ásamt tveimur öðrum sem
beindust gegn henni. Hún hélt
því fram í gær að upptaka
málsins væri liður í pólitískum
ofsóknum á hendur sér.
Flestar deyja
úr hjartveiki
HJARTVEIKI er algengasta
dánarorsök bandarískra
kvenna og gæti átt eftir að
líkjast faraldri eftir því sem
þjóðin eldist, samkvæmt rann-
sókn við læknadeildar Emory-
háskólans í Atlanta. Tíu sinn-
um meiri líkur eru á að full-
orðnar bandarískar konur
deyi úr hjartaslagi en
brjóstakrabba, samkvæmt
rannsókninni.
\
\