Morgunblaðið - 05.11.1997, Side 1

Morgunblaðið - 05.11.1997, Side 1
72 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 252. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Irakar framlengja frest eftirlitsmanna Baghdad. Reuters. ÍRASKA stjórnin framlengdi í gærkvöldi frest sem hún hafði gefið bandarískum eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna (SP) til þess að yf- irgefa landið. Var það gert í framhaldi af sérstakri ósk Kofi Annans, framkvæmdastjóra SÞ, að sögn írösku fréttastofunnar INA. Ekkert varð úr hótun Iraka um að skjóta á bandarískar eftirlitsflugvélar. Prestur tengdur mafíu LÖGREGLAN á Sikiley kvaðst í gær hafa handtekið sjö menn, sem grunaðir eru um tengsl við maf- íuna, og þeirra á meðal er kaþólsk- ur prestur, Mario Frittita, sem er sakaður um að hafa haldið messur fyrir mafíuforingjann Pietro Agl- ieri þegar hann var á flótta undan lögreglunni. Aglieri var handtek- inn í júní og ákærður fyrir morð á ítölskum dómara á Sikiley árið 1992. Presturinn, sem tilheyrir Karm- elítareglunni, hefur viðurkennt að hafa veitt Aglieri andlegan stuðn- ing en segist hafa reynt að fá hann til að láta af syndsamlegu líferni sínu. „Hann hjálpaði Aglieri þegar hann var á flótta með því að segja okkur að hann vissi ekki hvar Aglieri væri,“ sagði hins vegar rannsóknardómarinn Alfonso Sa- bella. „Hann átti samskipti við Aglieri í að minnsta kosti hálft ár.“ Presturinn er einnig sakaður um Ieynilega hjónavígslu fyrir annan mafíuforingja, Giovanni Garafolo, sem var einnig á flótta. Að sögn INA verður fresturinn, sem átti að renna út klukkan 10 í kvöld að íslenskum tíma, framlengd- ur fram í næstu viku eða þar til ör- yggisráð SÞ hefur lokið umræðu um og metið árangur af fór þriggja manna sendisveitar sem von var á til Iraks í dag. Sendinefndin mun færa írösku stjórninni sérstök skilaboð öryggis- ráðsins vegna deilunnar um eftirlits- sveitir, sem fylgst hafa með uppræt- ingu íraskra gjöreyðingarvopna. Mun nefndin útskýra afstöðu SÞ til deilunnar en ekki freista neinna samninga við stjórnvöld í Baghdad. „Ég er bjartsýnn á að stjórnin skilji erindið og taki tillit til þess,“ sagði Jan Eliasson, formaður sendinefnd- arinnar. Gert er ráð fyrir að hún snúi til New York um helgina og gefi ör- yggisráðinu skýrslu nk. mánudag. Aziz útskýrir afstöðu íraka Þá var frá því skýrt í gær að Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráðherra Iraks, myndi halda til New York á eftir sendinefnd SÞ og útskýra af- stöðu og kröfur íraka í málinu. Bill Clinton Bandankjaforseti var- aði Saddam Hussein Iraksforseta við í gær og sagði að það yrðu „dýrkeypt mistök" ef írakar freistuðu þess að skjóta niður bandarískar njósna- flugavélar yfir Irak. Vél af því tagi flaug yfir landið í gær án þess að verða fyrir áreitni. Full samstaða er með ríkjunum fimm sem eiga fastafulltrúa í örygg- isráðinu um að írakar falli frá til- raunum til að útiloka bandaríska þegna frá þátttöku í eftirlitssveitum SÞ í írak. Rembrandt yfir rúminu Amsterdam. Reuters. SJÁLFSMYND eftir hollenska mál- arann Rembrandt van Itijn, sem metin er á milljónir dala, hékk ár- um saman á vegg í svefnherbergi listaverkasala í París, sem hafði ekki hugmynd um hvaða dýrgripur var þar á ferð. Þetta kemur fram í nýrri bók um Rembrandt eftir sagn- fræðinginn Ernst van de Wetering. Listaverkasalinn franski keypti verkið árið 1970 og gaf konu sinni. Fyrir rúmu ári keypti hollenskur listaverkasafnari myndina og var þá kannað hvort hún væri eftír Rembrandt en grunur van de Wet- erings hafði vaknað um það. Nú hefur fengist staðfest að verkið sé að öllum líkindum eftir meistarann en mikill fjöldi verka hefur verið eignaður honum og það hefur reynst þrautin þyngri að greina á milli verka Rembrandts og lærisveina hans. Talið er að Rembrandt hafi mál- að myndina árið 1632 er hann var 26 ára og sýnir hún hann í skart- klæðum samkvæmt nýjustu tísku þess tíma. Rán upp- lýst á slysadeild London. The Daily Telegraph. BRESKUR læknir, sem varð fyrir árás ræningja, kærði árás- armanninn fimm mánuðum síðar þegar hann bar kennsl á hann á slysadeild sjúkrahúss í Cardiff, að því er fram kom í réttarhöld- um yfir manninum. Læknirinn hringdi í lögregl- una eftir að hlúð hafði verið að afbrotamanninum, sem særðist í götuslagsmálum. Sakamaðurinn var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir árásina og átta önnur lög- brot, meðal annars þjófnað, skemmdarverk og ölvunarakst- ur. Hann hafði ráðist að læknin- um með hnífi á skemmtistað og rænt andvirði 1.000 króna. Farbann á forsetann? Mexíkó. Reuters. PÓLITÍSKIR andstæðingar Ern- estos Zedillos Mexíkóforseta í neðri deild þingsins hóta að koma í veg fyrir utanferðir hans. Forsetinn þarf þingheimild til ut- anferða en hingað til hefur sam- þykki af því tagi þótt formsatriði. En vegna deilna við stjórnarflokk forsetans (PRI) um fjárlög og póli- tískar umbætur ákváðu fulltrúar meirihlutans í neðri þingdeildinni að beita þessu valdi og fresta at- kvæðagreiðslu um ráðgerðar utan- ferðir Zedillo á næstu vikum. Gæti það þýtt að hann yrði að hætta við ferð til Venezúela á föstudag, til Washington í næstu viku og Kanada eftir tvær vikur. Deiluaðilar heQa samn- ingaviðræður París. Reuters. JEAN-Claude Gayssot, sam- gönguráðherra Frakklands, til- kynnti í gærkvöldi að allir aðilar vöruflutningadeilunnar myndu setjast að samningaborði í dag og jók það bjartsýni á að lausn væri í augsýn. Stærstu samtök vinnuveit- enda í vöruflutningum (UFT), sem gengu út af samningafundi á föstu- dag, ákváðu í gær að mæta aftur til þeirra í dag. Talið er að það hafi átt sinn þátt í að reka aðila aftur að samninga- borði að Lionel Jospin forsætis- ráðherra hét því í gær að næðist samkomulag um vinnutíma og starfsskilyrði við aðeins hluta vörubifreiðastjóra myndi ríkis- stjórnin sjá til þess að það næði til allra vörubílstjóra. Jospin hefur sett það á oddinn að koma viðræðum deiluaðila af stað en verkfall vörubílstjóra er fyrsta alvarlega vinnudeilan sem stjórn hans glímir við frá því hún komst til valda í júní. Umsátur um olíustöðvar og vegatálmar hafa sett allt á annan endann um land allt. Starfsemi iðnfyrirtækja er tekin að lamast, almenningur hefur hamstrað bens- ín og erlendir vörubflstjórar, sem fara verða um Frakkland, hafa lokast inni á þjóðvegum landsins. Saka vinnuveitendur um hefndaraðgerðir Leiðtogar þeirra 350.000 vöru- bílstjóra sem eru í verkfalli saka UFT um tilraunir til að láta deil- una dragast á langinn. Sé það hefndaraðgerð þeirra vegna áfoi'ma stjórnar Jospins um að stytta vinnuvikuna í 35 stundir, en Reuters RAMMGERÐUR vegatálmi vörubílstjóra við bæinn Roncq lokar þjóðvegi A22 milli Lille og Ghent. franskir vinnuveitendur eru því mjög andvígir. Stjórnvöld margra Evrópusam- bandsrikja (ESB) hafa mótmælt lokun frönsku þjóðveganna harð- lega við frönsk yfirvöld og krafist þess að vegirnir verði opnaðir fyrir vöruflutninga. Framkvæmda- stjórn ESB viðraði í gær þann möguleika að draga franska ríkið fyrir rétt tryggðu frönsk yfirvöld ekki frjálst flæði vöru og fólks um landið. ■ Verkfallið veldur/21 Mál bresku barnfóstrunnar Niðurstaða á vefsíðu Cambridge. Reuters. BÚIST er við því að dómari í máli á hendur bresku barnfóstrunni Louise Woodward noti alnetið (Internet) til þess að birta úrskurð sinn vegna kröfu verjenda um að málið verði ómerkt. Heimildir í réttinum sögðu í gær að allt eins gæti farið svo að Hiller B. Zobel dómari tæki afstöðu til til- mæla verjenda Woodward í dag, miðvikudag. Þeir fóru þess á ieit við hann í gær að hann ómerkti sakfellingu hennar eða stytti lífs- tíðar fangelsisdóm yfir henni. ■ Dómuri/2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.