Morgunblaðið - 05.11.1997, Page 6
gt VP(>( íl.MHM •!'/!»'/■ . ;■ i;imi
6 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997
V/
ímru.íiTT/iTVffiM
fíifíf. .TfTMUDqOT/
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Bilun hjá Reikni-
stofu bankanna
Vinnsla
kominí
samtlag
AFGREIÐSLA í bönkum og
sparisjóðum gekk vonum
framar í gær eftir að beinlínu-
samband komst á milli klukk-
an 9:30 og 10 í gærmorgun
þegar sérfræðingar Reikni-
stofu bankanna höfðu gert
ráðstafanir í kjölfar bilunar í
aðal gagnagrunni Reiknistof-
unnar. Leitað er áfram skýr-
inga á þessum vanda og
kveðst Helgi H. Steingríms-
son, forstjóri Reiknistofunnar,
vonast til að hægt verði að
komast fyrir hann mjög fljót-
lega.
Bilunin í gagnagrunninum
leiddi til þess að posa- og kas-
sakerfi duttu út um klukkan
13 á mánudag, ekki var unnt
að nota debetkort, einkum sí-
hringikort, sem afla heimildar
við hveija beiðni um færslu,
og hraðbankar voru lokaðir
frá klukkan 13 til 16. Olli
þetta nokkrum töfum og
óþægindum við afgreiðslu á
mánudag.
Unnið nótt og dag
Um var að ræða vandamál
í hugbúnaði sem Helgi H.
Steingrímsson segir að von-
andi verði hægt að komast
fyrir næstu daga en búið er
að gera nauðsynlegar ráðstaf-
anir til að starfsemin gangi
eðlilega fyrir sig meðan leitað
er orsaka bilunarinnar. Starfs-
menn Reiknistofunnar hafa
lagt nótt við dag til að halda
starfseminni gangandi og hafa
sérfræðingar Reiknistofunnar
verið í sambandi við sérfræð-
inga erlendis. Von er á einum
þeirra til landsins í dag.
Fyrir rúmri viku var af-
kastageta tölvubúnaðar
Reiknistofunnar aukin um
40% og sagði Helgi þessa
stækkun hafa gert mögulegt
að ráða betur við erfiðleikana
nú. Þannig hefði verið hægt
að vinna upp færslur mánu-
dagsins og gefa bönkum og
sparisjóðum nýjustu upplýs-
ingar samhliða því sem kerfið
annaði allri beinlínuþjónustu
vegna viðskipta gærdagsins.
„Þetta hefði verið ófram-
kvæmanlegt hefði afkasta-
aukning tölvunnar ekki verið
komin til,“ sagði Helgi.
Karlmenn í miklum meirihluta þeirra spilafíkla sem leita sér aðstoðar hjá SÁÁ
89 manns í meðferð fyrstu
tíu mánuði þessa árs
SPILAKASSAR og spilafíkn hafa
verið nokkuð til umræðu liðna mán“
uði. Nú skýtur málið enn upp kollin-
um og að þessu sinni á Alþingi.
Guðrún Helgadóttir, þingmaður Al-
þýðubandalags, mælti á mánudag
fyrir frumvarpi til laga um að felld
verði úr gildi lög um söfnunarkassa.
Guðrún benti á, að fiöldi fólks hefði
ánetjast spiiafíkn vegna kassanna
og væri miklum fjármunum varið til
að veita meðferð. Þá mælti Guðrún
einnig fyrir frumvarpi um að spila-
kassar Háskólans yrðu bannaðir.
Rauði kross íslands, Landsbjörg,
Slysavamafélag íslands og Samtök
áhugafólks um áfengisvandann
(SÁA) eiga sameignarfélagið ís-
lenska söfnunarkassa og sér félagið
um rekstur spilakassa þessara sam-
taka. Auk þeirra rekur Happdrætti
Háskólans spilakassa.
Samtökin sem standa að íslensk-
um söfnunarkössum hafa ritað al-
þingismönnum bréf þar sem segir að
nái frumvarpið fram að ganga verði
fótunum kippt undan rekstri þeirra.
Samfelld meðferð
Vísir að meðferð við spilafíkn á
vegum SÁÁ hófst árið 1992, en lagð-
ist fljótlega af vegna lítillar þátt-
töku. Þremur árum síðar ákváðu
samtökin að senda ráðgjafa á nám-
skeið í meðferðarúrræðum fyrir spil-
afíkla í Bandaríkjunum og var boðið
upp á samfellda, vikulega meðferð
hér á landi á ný í byrjun febrúar á
síðasta ári.
Áttatíu og níu einstaklingar hafa leitað til
SÁÁ í meðferð við spilafíkn fyrstu tíu mán-
uði ársins, þar af þrettán konur. í grein
Ragnhildar Sverrísdóttur kemur fram að
SÁÁ hóf meðferð við spilafíkn í febrúar í
fyrra og leituðu alls 95 aðstoðar á síðasta
ári. Fjölgunin milli ára telst ekki marktæk,
að mati deildarstjóra göngudeildar SÁÁ.
Nokkur ár þurfí að líða þar til lesa megi
þróun úr tölum yfír fjölda þeirra sem leita
sér hjálpar vegna spilafíknar.
Á síðasta ári leituðu 95 spilafíklar
aðstoðar SÁÁ, að sögn Hjalta
Björnssonar, deildarstjóra göngu-
deildar. „Fyrstu tíu mánuði þessa
árs hafa 89 komið á göngudeildina
vegna spilafíknar. Það er því ekki
sjáanlegur marktækur munur á
fjölda spilafíkla milli ára og við þurf-
um líklega að bíða í 2-3 ár til að
átta okkur á þróuninni."
Flestir sem leita sér meðferðar
við spilafíkn eru á aldrinum 25-35
ára. „Unglingar sjást ekki hérna.
Fólk með ijárráð lendir í þessum
vanda,“ segir Hjalti.
Meðferð spilafíklanna byggist ein-
göngu upp á starfsemi á göngudeild
samtakanna við Síðumúla. „Við höf-
um að vísu ávallt þann kost að leggja
fólk inn á Vog, ef andlegt ástand
þess er þannig að það þarf að fá
slíkt afdrep."
Hjalti segir að ráðgjafar SÁÁ
hafí reynt að átta sig á hvort fólki
væri hættara að falla fyrir spilafíkn
vegna einnar freistingar fremur en
annarrar. „Við höfum ekki fundið
slíkt munstur,“ segir hann. „Þetta
fólk spilar í lottó, getraunum, köss-
um Happdrættisins, okkar kössum,
í lokuðum spilaklúbbum, stundar
veðmál af ýmsu tagi eða spilar um
peninga í billjard. Erlendar rann-
sóknir segja okkur hins vegar að
eftir því sem gróðinn er skjótfengn-
ari, þeim _mun hættara er fólki að
ánetjast. Árið 1990 komu spilakass-
ar, sem buðu upp á miklu hærri vinn-
inga en áður hafði þekkst og það
er greinilegt að spilafíknin hefur
bæði aukist og er orðin miklu sýni-
legri á þeim árum sem liðin eru.“
Hjalti segir að þrátt fyrir þetta
sé varlegt að áætla að spilafíkn vaxi
mjög ört. „Fólk er hins vegar farið
að leita sér hjáipar, því núna veit
það af úrræðunum. SÁÁ sendi
fréttabréf um spilafíkn inn á 15
þúsund heimili og fjölmiðlar hafa
fíallað um málið. Umræðan er miklu
opnari en hún var.“
99% af tekjum ekki frá fíklum
Hjalti segir að umræðan um að
líknarfélög séu að hagnast á fíkn
ógæfusams fólks hafí ekki farið
framhjá SÁÁ. „Ég get fullyrt að 99%
af tekjum okkar vegna söfnun-
arkassa eru ekki frá spilafíklum.
Nær allir sem spila í slíkum kössum
eru að leika sér endrum og sinnum,
rétt eins og flestir þeir sem skipta
við ÁTVR misnota alls ekki áfengi.
Það lagar ekki fíknina að banna það
sem veldur henni. Við höfum að
sjálfsögðu velt fyrir okkur hvort það
sé siðferðilega rétt að taka þátt í
rekstri söfnunarkassa. Þar er ekkert
einfalt svar tii.“
Morgunblaðið/Kristján
Siglt um Pollinn
ÞOTT vetur sé genginn í garð
hefiu- hann enn sem komið er far-
ið mildum höndum um íbúa á
norðanverðu landinu. Af og til
viðra siglingamenn því skútur sín-
ar og sigla um pollinn á Akureyri.
Málarekstur í kjölfar nauðungarsölu
Lögmaður ekki
ábyrgur fyrir boði
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
sýknaði í gær hæstaréttarlögmann
af kröfu sýslumannsins í Keflavík.
Sýslumaður taldi lögmanninn eiga
að greiða 1,9 milljónir króna vegna
vanefnda á tilboði sem hann gerði í
hús á nauðungarsölu. Héraðsdómur
telur ljóst að lögmaðurinn hafði
mætt á uppboðið fyrir hönd veðrétt-
arhafa, en ekki á eigin vegum og
því sé hann ekki persónulega bundinn
af boðum í eignina.
Á síðasta ári var húseign i Njarð-
vík seld nauðungarsölu. Lögmaður-
inn átti hæsta boð í eignina, 5 millj-
ónir og 50 þúsund krónur, og fékk
5 vikna frest til greiðslu. Hann hafði
k, fræðirit og
mtilestur um
hátíðahald íslendinga
Merniingarstofnanir
efldar í miðborginni
fyrr og síðar.
~pÁGA
íaganna
....aðgengileg sem handbók k '
og uppflettirit en það rýrir ekki
gildi hennar sem fræðirits. S
Bókin er í senn fræðandi og
bráðskemmtileg lesning."
Morgunblaðið
Mál og mennfng
Laugavegi 18 • Sfmi 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sfmi 510 2500
INGIBJORG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segir að verið sé að
efla menningarstofnanir í miðborg-
inni bæði með því að koma upp
listasafni í Hafnarhúsi og að flytja
aðalstöðvar Borgarbókasafnsins í
Tryggvagötu 15.
„Þetta eru liðir í að efla Kvosina
sem miðstöð menningar í borg-
inni,“ sagði borgarstjóri en Pétur
Sveinbjamarsson, framkvæmda-
stjóri Þróunarfélags Reykjavíkur,
hefur varað við þróuninni í mið-
borginni. Kannanir sýni að verslun-
um hafi fækkað og telur hann
hættu á að eftir standi opinber
stjórnsýsla og bankaþjónusta að
degi en krár að kvöldi.
„Það er verið að vinna þróunar-
áætlun fyrir miðborgina og hún
gengur ekki síst út á áð reyna að
spyrna við fótum og þá sérstaklega
varðandi Kvosina,“ sagði Ingibjörg.
„Það er ljóst að á Laugavegi hefur
eftirspurn aukist eftir verslunar-
húsnæði og þar er fyrirhuguð auk-
in uppbygging."
Takmarkað hvað þjóðin
getur verslað
Borgarstjóri sagði að nauðsyn-
legt væri að huga að Kvosinni en
ekki væri sjálfgefið að þar ætti
endilega að vera verslun. „Það eru
takmörk fyrir því hvað þessi þjóð
getur verslað mikið,“ sagði hún.
„Ef menn eru að hugsa um alla
þessa uppbyggingu í Smára-
hvammslandi og þessa uppbygg-
ingu sem fyrirhuguð er í Kringl-
unni þá getur orðið úr vöndu að
ráða.“
hins vegar samband við sýslumann
og tjáði honum að hæstbjóðandi vildi
ekki standa við boð sitt.
Lögmaðurinn hélt því fram að
sýslumaður hefði fallist á að leysa
hæstbjóðanda undan boðinu, næst-
hæsta boði yrði tekið, engir eftirmál-
ar yrðu og hæstbjóðandi yrði ekki
krafinn um mismun á hæsta og
næsthæsta boði.
Sýslumaður leitaði til þess sem
átti næsthæsta tilboðið, 5 milljónir,
en sá vildi ekki standa við tilboðið
og taldi enda frest til að taka því
liðinn. Hann lýsti sig hins vegar
reiðubúinn til að standa við lægra 1
tilboð sitt, 3,8 milljónir.
Sýslumaður taldi ekki ástæðu til
að taka lægra tilboði mannsins og
hélt vanefndauppboð. Hæstbjóðandi
bauð 3.150.000, en stóð ekki við það
og átti sami maður næsthæsta boð
nú og á fyrra uppboðinu. í þetta
skipti var boð hans 3,1 milljón og
var því tekið.
í kjölfar þessa krafði sýslumaður-
inn lögmanninn um mismuninn á því
tilboði sem hann gerði upphaflega,
5.050.000 kr., og hæsta uppboði á
vanefndauppboði, 3.150.000, eða
samtals 1,9 milljónir.
Héraðsdómur féllst á þau rök lög-
mannsins, að hann hefði ekki boðið
í eignina í eigin nafni, heldur fyrir
hönd veðréttarhafa, eins og fram
hefði komið í gerðabók fyrir nauð-
ungarsöluna.
Á ofsahraða
NÍTJÁN ára gamall piltur var svipt-
ur ökuleyfi á staðnum eftir að lög-
reglan í Hafnarfirði stóð hann að
því að aka á 187 km hraða skammt
norðan við álverið í Straumsvík við
Reykjanesbraut skömmu fyrir kl. 23 j
í fyrrakvöld.