Morgunblaðið - 05.11.1997, Side 12

Morgunblaðið - 05.11.1997, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Margmiðlunardiskur með umferðarfræðslu Ekið til framtíðar NÝVERIÐ gáfu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. út margmiðlunar- disk undir heitinu I umferðinni með Sjóvá-Almennum. A diskin- um eru farnar nýjar leiðir í um- ferðarfræðslu og í tilefni af út- gáfunni buðu Sjóvá-Almennar til kynningar á diskinum í Borgar- leikhúsinu. I fréttatilkynningu segir: „Þess má geta að hér er í fyrsta sinn beitt nýjustu tækni til að koma umferðarfræðslu á fram- færi við neytendur. A diskinum má fræðast um flest það sem tengist umferðinni, svo sem um- ferðarmerki, tryggingar, akstur og umferðarvenjur. Þar er einn- ig krossapróf sem hver og einn getur nýtt sér til að kanna þekk- ingu sína á umferðarreglunum. Við framsetningu á efninu eru allir kostir margmiðlunar nýttir til fullnustu. Myndbönd, hreyfi- myndir, tal, tónar, myndir og texti fléttast saman í eina heild sem gera námsefnið lifandi og EINAR Sveinsson, forsljóri Sjóvár-Almennra, afhenti Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra fyrsta eintakið af margmiðlunar- diski um umferðarfræðslu. skemmtilegt í senn auk þess sem notandanum er auðveldað að til- einka sér hin ýmsu mikilvægu atriði sem skipt geta sköpum í umferðinni. Diskurinn er einnig afar gagnlegur þeim sem eru óvanir mikilli umferð í þéttbýli því meðal annars er hægt að kynna sér akstur á hringtorgum og notkun umferðarljósa.“ Diskurinn er unninn í sam- starfi við Gagarín en Umferðar- ráð, ökukennarar og lögreglan veittu faglega ráðgjöf. Diskurinn fæst á öllum skrifstofum Sjóvár- Almennra um land allt og einnig hjá ökukennurum og í Skólavö- rubúðinni. Verðið er 1.000 kr. Diskurinn er gerður fyrir 486,66 Mhz PC-tölvur með geisladrifi. Fjallað um íslenskt efnahagslíf á frönsku í LOK október kom út í Frakklandi bókin Les pays d’occidentale en 1996 sem fjallar um efnahagsmál í Vestur-Evrópu. Kaflann um Island skrifar Jacques Mer, fyrrverandi sendiherra á íslandi, og nýtir þar þá þekkingu sem hann aflaði sér m.a._ er hann skrifaði sérstaka bók um ísland, sem kom út 1994. 1996 kom út sams konar bók eftir hann um Noreg og nú þegar gefin er út tilsvarandi bók um Evrópulöndin hefur hann skrifað kaflana um Norðurlöndin. Þessi bók er eins og hinar gefin út af opinberu útgáfufyrirtæki á ábyrgð menningar- og mennta- málaráðuneytisins franska, La documentation Francaise. Eru þær einkum ætlaðar opinberum starfs- mönnum, háskólafólki, þ.e. há- skólanemum og kennurum. Hefur þótt fengur að bókinni um ísland, því sáralítið efni er til á frönsku um íslensk mál. Jacques Mer er hag- fræðingur að mennt og starfaði fyrir Efna- hags- og framfara- stofnunina áður en hann varð sendiherra á íslandi frá ársbyijun 1988 til ársloka 1992. Hann eyddi tveimur árum í að sgfna efni í bókina um ísland, þar sem fjallað er um efna- hagsmál á íslandi á breiðum grundvelli, skýrt frá stofnunum í landinu og innanríkis- og utanríkisstefnu stjórnvalda, auk almenns efnis um landafræði íslands og menningu. Jacques Mer Segir hann.að sú vinna hafi komið sér að góð- um notum við greinina í bókina um lönd Vest- ur-Evrópu. Greinin í nýju bók- inni hefur yfirskriftina „L’Islande en 1996, Euphorie sur fond de réformes" og gefur heiti kaflanna hug- mynd um efnið: La vie politique, Une election présidentiellé quelque peu atypique, L’eup- horie econömique, La politique extérieurs og í lokin er annáll ársins 1996 og gerð grein fyrir íslensku stjórnmálaflokkunum, forseta ís- lands, samsteypustjórn Davíðs Oddssonar og ráðherrum í henni. Samtök eldri sjálfstæðismanna Staða aldraðra verðibætt BOÐAÐ er til stofnfundar Samtaka eldri sjálfstæðismanna, 60 ára og eldri í Súlnasal Hótel Sögu, fimmtu- daginn 6. nóvember kl. 20.30. For- gangsverkefni samtakanna verður að vinna að bættri stöðu aldraðra í samfélaginu. Það er undirbúningsnefnd sem boðar til fundarins en hana skipa Ágúst Hafberg, Eyþór Þórðarson, Guðmundur H. Garðarsson, Hannes Þ. Sigurðsson, Jóhanna Jóhannsdótt- ir, Ólöf Benediktsdóttir, Pálmi Jóns- son, Unnur Jónasdóttir og Þorgeir Ibsen. Að undanfömu hafa komið fram fleiri og fleiri raddir innan Sjálf- stæðisflokksins um að tímabært sé að efla starf flokksins með stofnun samtaka eldri sjálfstæðismanna, seg- ir í frétt frá nefndinni. Að sögn Ágústar Hafberg, tals- manns nefndarinnar, verða lögð fram drög að lögum samtakanna á fundinum. „Við ætlum að láta þessi samtök ná til alls landsins," sagði hann. „Forgangsverkefni samtak- anna verður að vinna að bættri stöðu aldraðra í samfélaginu. Það er mál sem brennur mjög á í dag og það skemmtilega er að það er ekki síður yngra fólkið en það eldra sem talar um að eitthvað þurfi að gera. Það eru náttúrlega ótal tillögur um hvað þurfi að gera og hvað þurfi að gera fyrst en ég held að það sé enginn sem mæli því bót að staðan verði áfram eins og hún er. í öllum þessum hamagangi og togstreitu sem er í þjóðfélaginu hefur þessi hópur orðið útundan. Þetta margumtalaða félag- skerfi hefur sýnt sig að vera með alvarlegar og margar brotalamir." Almenningur fái veiðiheimildir í DRÖGUM að stefnuskrá Grósku, svonefndri Opinni bók, sem afhent voru fulltrúum Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags og Kvennalista í vikunni segir að stefna samtakanna í fiskveiðimálum sé sú að almenn- ingur fái hlutdeild í veiðiheimildum með svipuðum hætti og hlutabréf- um í ríkisfyrirtækjum hefur verið útdeilt í ýmsum löndum. Samtökin telja að með því náist markmið um tekjujöfnun. „í framkvæmdinni er hægt að hugsa sér að hver maður fái árlega sent hlutdeildarskírteini fyrir sínum hluta sem hann ráðstafi sjálfur á markaði," segir í Opnu bókinni. Lagt er til að veiðiheimildirnar verði færðar almenningi í áföngum, til dæmis 20% árlega, en hlutur núverandi handhafa kvótans minnki í sama hlutfalli árlega. Tekið er fram að börn eigi að hafa sama rétt til veiðiheimilda og aðrir landsmenn. Gróska leggur einnig til að tryggð verði eðlileg verðmyndun aflaheimilda og þátttaka sjómanna í kvótakaupum útgerða verði bönn- uð, að eftirlit með brottkasti afla og smáfiskadrápi verði eflt og refs- ingar hertar, að vistvænar veiðar verði sérstaklega studdar, til dæmis með grænum sköttum, að notkun umhverfisvænnar orku við fiskveið- ar verði aukin og að kvótareglum verði breytt þannig að þær hvetji sjómenn til að koma með allan afla að landi. Hugmyndir um breytt fyrirkomulag greiðslna lífeyrishluta ríkisins STJÓRNENDUR þriggja stórra líf- eyrissjóða hafa brugðist misjafnlega við hugmynd Bolla Héðinssonar um að lífeyrissjóðimir taki að sér að greiða lífeyrisþegum út opinberan lífeyri samhliða áunnum ellilífeyri úr viðkomandi lífeyrissjóði, en sögðu þó allir sjálfsagt að skoða og ræða nýjar hugmyndir og tillögur. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Líf- eyrissjóðs verzlunarmanna, sagði á mánudag að sjálfsagt væri að skoða hugmyndir formanns trygginga- ráðs nánar. Fyrirvari um framtíðarfyrirkomulag „Þó liggur fyrir að stjórnvöld hafa á liðnum árum stöðugt skert lífeyri almannatrygginga og aukið tekjutengingu bótanna og þannig er út af fyrir sig ekki mjög áhuga- vert fyrir lífeyrissjóðina að taka að sér hlutverk stjórnvalda ef ætlunin er að halda áfram á skerðingar- brautinni," sagði Þorgeir aðspurð- ur. „Ef hins vegar tækist samkomu- lag milli lífeyrissjóðanna og stjóm- valda um framtíðarfyrirkomulag líf- eyrisgreiðslna ríkissjóðs þannig að látið yrði af þessum látlausu skerð- ingum ríkissjóðs á lífeyrisgreiðslun- um kann að vera hagræðingartil- gangur í slíku samstarfi." Sjalfsagt að skoða aðild lífeyrissjóða Virðist vera framkvæmdaratriði Jóhannes Siggeirsson, fram- kvæmdastjóri sameinaða lífeyris- sjóðsins Lífeyris, sagði að væri hér aðeins um framkvæmdaratriði að ræða sæi hann ekkert, sem mælti á móti því að lífeyrissjóðirnir tækju að sér að sjá um lífeyrissjóðsgreiðsl- ur fyrir ríkið. Jóhannes kvaðst skilja þetta svo að hugmynd Bolla væri sú að einn aðili sæi um greiðslur í staðinn fyr- ir tvo. Síðan tæki sjóðurinn sína sjálfstæðu ákvörðun um það hver lífeyririnn væri úr sjóðnum og Al- þingi eða ríkisstjórn um það með hvaða hætti ellilífeyrisgreiðslur væm frá ríkinu. Hann sagði að líf- eyrissjóðurinn myndi engar skoðan- ir hafa á því hversu háar eða lágar greiðslurnar væru. Verið gæti að fólk myndi finna að því ef því þætti upphæðir lágar, en gera yrði ráð fyrir að menn áttuðu sig á að það væri eitt hver greiddi peningana út og annað hvað greiðslurnar væru háar. Nýjar hugmyndir af hinu góða Karl Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Framsýnar, sagði að það væri ánægjulegt að svona hugmyndir kæmu fram. „Allar nýjar hugmyndir um út- færslu á greiðslum lífeyris sam- kvæmt lögbundnum og áunnum rétti eru af hinu góða, það er ljóst,“ sagði hann. „Það er alltaf verið að leita að bestu lausninni og á að gera það. Það er eðlilegt að svona hlutir séu alltaf í endurskoðun. Ég er sammála um að menn eigi að geta talað um þessa hluti og reynt að finna bestu lausnina." Hann kvað kerfi lífeyrissjóðanna gott og þar ynni fólk, sem þekkti vel til. „Þetta er alltaf spurning um að fara ódýrustu og hagkvæmustu leiðina," sagði hann. „Það þarf að leysa þessi mál til framtíðar og væri ekki óeðlilegt ef aðilar settust niður og ræddust við í fullri alvöru." Bolli Héðinsson sagði í ávarpi á ársfundi Tryggingastofnunar ríkis- ins á föstudag að hann teldi „affara- sælast að lífeyrissjóðirnir í landinu tækju að sér að reka opinberar líf- eyristryggingar fyrir ríkisvaldið". Hann benti í ræðu sinni á það að nú væri svo komið að rúmlega 60 af hundraði ellilífeyrisþega fengi jafnframt einhverja greiðslu úr líf- eyrissjóði og spytja mætti hvort hagsmunum þeirra væri ekki betur borgið ef lífeyrissjóðir, sem þeir ættu hvort sem er aðild að, greiddu þeim út allan þann ellilífeyri, sem þeir ættu rétt á, en ríkissjóður end- urgreiddi sjóðunum lífeyrishluta ríkisins. Prófkjör sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði 15taka þátt PRÓFKJÖRSLISTI sjálfstæð- ismanna fyrir næstu bæjar- stjórnarkosningar í Hafnar- firði hefur verið lagður fyrir aðalfund fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna. Á fundinum var Þórarinn Jón Magnússon endurkjörinn formaður fulltrú- aráðsins. Prófkjörið fer fram í Víðistaðaskóla milli kl. 10-20 laugardaginn 22. nóv- ember nk. Prófkjörið er opið öilum fullgildum félögum í sjálfstæðisfélögunum í Hafn- arfirði sem þar eru búsettir og hafa náð 16 ára aldri á kjördag. Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri sækist eftir 1. sæti á listanum, Þorgils Óttar Mathiesen viðskiptafræðingur einu af þremur efstu sætunum, Valgerður Sigurðardóttir fisk- verkandi eftir 2. sæti, Ágúst Sindri Karlsson lögmaður sækist eftir 2. til 3. sæti og Almar Grímsson lyfjafræðing- ur eftir einu af efstu sætunum. Aðrir frambjóðendur í próf- kjörinu eru: Bergur Ólafsson sölustjóri, Gissur Guðmunds- son rannsóknarlögreglumað- ur, Halla Snorradóttir flug- freyja, Helga Ragnheiður Stefánsdóttir húsmóðir, Ragn- ar Sigurðsson vélvirkjameist- ari, Sigurður Einarsson arki- tekt, Skarphéðinn Orri Björns- son ráðgjafi, Steinunn Guðna- dóttir húsmóðir, Svavar Hall- dórsson kaupmaður og Þór- oddur Steinn Skaptason deild- arstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.