Morgunblaðið - 05.11.1997, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 15
fleiri hundruð fjár sem eru farin það
er alveg vitað. Það er hálfu verra
hér innar í sveitinni."
Hann sagði að leitin gengi hægt:
„Þetta er svo sem enginn snjór en
það eru nógu stórir skaflar þar sem
þeir eru. Þetta var slíkt hvassviðri
að féð hraktist ofan í lautir og læki.
Það voru milli 30 og 40 í einum haug
í sama skaflinum hjá mér [á mánu-
dag] og það var á þriðja metra niður
á sumt af því.“
Oddsteinn sagði að þetta hefði
verið á litlum bletti og hefðu kind-
urnar fundist með þvi að notaðar
voru stangir.
„Það sást í eina kind út úr skafl-
inum,“ sagði hann. ,Af því vissi
maður að þarna voru kindur enda
hafði fennt áður í þessari laut.“
Oddsteinn kvaðst muna eftir öðru
eins rétt eftir 1960, en það hefði
verið mánuði síðar: „Þá gerði grenj-
andi byl með miklu meiri snjó og þá
urðu miklir fjárskaðar hér um allt.“
Hörður Davíðsson, leitarstjóri úr
björgunarsveitinni Kyndli, sagði í
gær að ætlunin væri að smala því fé
sem þarna væri þannig að unnt
væri að átta sig á því hvað margar
kindur vantaði. Síðan yrði hafist
handa við leit að þeim í dag.
Hörður sagði að veðrið hefði
komið skyndilega. „Það gerði byl á
alauða jörð,“ sagði hann. „Það er
ekki mikill snjór á þessu svæði.“
Að sögn Harðar fennti féð þar sem
það hafði leitað sér skjóls í gildrög-
um, en skaflarnir þar væru litlir.
„Núna áðan vorum við að grafa
upp þrjár kindur, sem voru í eins
metra háum skafli," sagði hann.
„Þetta er ótrúlega lítill snjór, en
nóg samt.“
Talið var að nautgripir hefðu
einnig drepist í veðrinu, en síðdegis
í gær fundust geldneytin á lífi.
Að sögn Harðar tóku menn úr
björgunarsveitunum Kyndli á
Kirkjubæjarklaustri og Víkverja úr
Vík í Mýrdal þátt í leitinni auk
a.m.k. eins manns úr Álftaveri.
Einnig tóku bændur þátt í henni og
taldi Davíð að orðið hefði skaði á
hverjum einasta bæ í Skaftártungu.
Veðrið brast á að kvöldi sunnu-
dags og virtist að sögn Harðar sak-
leysislegt. Klukkan tíu í gærmorg-
un var haft samband við hjálpar-
sveitina Kyndil. Sagði hann að
smala ætti þar til dimma tæki í
gærkvöldi, en ekki væri hægt að
leita eftir myrkur.
Leitað með snjóflóðaleitar-
stöngum
„Leitað verður með snjóflóðaleit-
arstöngum að fé sem saknað er. Það
er gífurleg vinna,“ sagði Hörður,
„En þeir sem eru kunnugir vita
hvar féð hefur verið og þá er spurn-
ingin hver áttin var hvert féð hefur
hrakist.“
Blíðskaparveður var í Skaftár-
tungu í gær, sól og blíða og hiti um
frostmark.
31 kind dauð á Ljótarstöðum
Ásgeir Sigurðsson, bóndi á Ljót-
arstöðum, var búinn að finna 31
kind dauða í gær, en hann átti rúm-
lega 300 kindur. Hann sagðist ekki
gera sér grein fyrir hvað hann hefði
misst margar kindur í veðrinu, en
þær væni mun fleiri en þessar sem
þegar hefðu fundist. Líkumar á því
að bjarga fleiri kindum úr fónninni
færu minnkandi vegna þess að það
hefði rignt á mánudag og frosið í
kjölfarið. Skaflarnir væru því afar
harðir og lítið loft kæmist niður í
fönnina.
Skömmu áður en veðrið skall á
setti Ásgeir lömbin inn í fjárhús og
sagði hann að það hefði bjargað
miklu því búast mætti við að þau
væru flest dauð ef þau hefðu verið
úti. Hann sagði að stór hópur kinda
hefði hrakist undan veðrinu ofan í
krapatjörn og drepist þar. Flestar
kindur sem hefðu náðst lifandi úr
sköflunum mjmdu hafa það af. Ein
kind hefði þó drepist eftir að hún
kom í hús.
Ásgeir sagðist ekki vera allskost-
ar ánægður með frammistöðu Veð-
urstofunnar. Hún hefði spáð súld
eða rigningu og síðan vaxandi suð-
austanátt og rigningu um kvöldið.
Bændur hefðu því ekki talið ástæðu
til að smala.
TIU kindur höfðu fundist dauðar á Búlandi í gær og voru þær fluttar heim á hlað.
Morgunblaðið/RAX
Mikill íjár-
skaði í
Skaftártungu
Björgunarsveitarmenn og bændur
af 19 bæjum leita fjár í fönn
MENN úr þremur björgunarsveit-
um og bændur í Skaftártungu í
Yestur-Skaftafellssýslu leituðu í
gær að fé, sem talið er að hafí drep-
ist þegar fennti yfir það á sunnu-
dagskvöld. Ekki er vitað hvað
margar kindur hafa drepist, en í
gær höfðu um 120 kindur fundist
dauðar og talið er að margar séu
enn ófundnar.
Kindurnar fennti í kaf í roki og
snjókomu, sem gerði á sunnudags-
kvöld. Bændur fundu dautt fé á
mánudag og í gær voru björgunar-
sveitir kvaddar á vettvang til að
hjálpa til við leitina.
Sigurður Pétursson, bóndi á
Búlandi í Skaftártungu, sagði í gær
að leit gengi ágætlega, en hægt
vegna þess hvað giljótt væri og
seinlegt að athafna sig.
„Snjórinn er allur í giljunum því
að þetta var svo sterkt veður,“ sagði
Sigurður. „Það hafa sennilega 14
kindur fundist dauðar af mínum bæ
og það er eitthvað á nánast öllum
bæjum.“
Hann sagði að verið væri að reyna
að smala fyrir myrkxir og kvaðst
ekkert geta sagt til um það hvað
margai’ myndu ekki skila sér, féð
væri það dreift. „Það fé, sem við höf-
um fundið lifandi, er ekki mjög hrak-
ið,“ sagði hann. „Við fundum eina lif-
andi í skafli og þrjár dauðar." Kvaðst
hann telja að sú, sem fannst lifandi,
myndi ná sér. Hann sagði að kind-
urnar hefðu sennilega hrakist ofan í
vatnselg því að allir lækir væi-u upp-
blásnir og -bólgnir af snjó og krapa.
Hann sagði að bændurnir í Skaft-
ártungu hefðu gert sér grein fyrir
því hvað málið var alvarlegt þegar á
mánudag og þá hefðu þeir þegar
verið farnir að finna dautt fé, en
þeir hefðu viljað kanna aðstæður
áður en gripið yrði til stóraðgerða.
Hann taldi hins vegar að það hefði
KINDUR sem lifðu illviðrið af voru reknar heim og bændur slóu tölu á
þær til að reyna að átta sig á hvað margar vantaði.
ÞAÐ var í gilskorningum eins og þessum þar sem féð fennti í kaf.
Sumar komu reyndar upp lifandi.
ekki verið hægt að ná fleiri kindum
lifandi þótt farið hefði verið íyrr af
stað.
Leitað á fjórhjólum, bflurn og
dráttarvélum
Sigurður sagði að leitin færi fram
á fjórhjólum, bílum og dráttarvélum
og sennilega væru hátt í 50 manns
að leita, enda 19 bæir á þessu svæði.
Það yrði erfitt að halda leitinni
áfram og erfitt að átta sig á því hvar
bæri að leita.
Oddsteinn Sæmundsson, bóndi á
bænum Múla, kvaðst ekki vita hvað
hann hefði orðið fyrir miklu tjóni,
en í gær hafði hann grafið milli 50
og 60 kindur úr fónn og þar af væru
14 dauðar. Hann sagði að snjórinn
hefði verið mjög blautur og kind-
urnar hefðu kafnað: „Þær drepast á
skömmum tíma þegar snjórinn er
þungur og sígur skart.“
Erfitt er að átta sig á því hvað
fjárskaðinn er mikill og það kemur í
fýrsta lagi fram í dag.
„Fleiri hundruð fjár farin“
„Það vantar mikið í þessari
sveit,“ sagði Oddsteinn. „Það eru