Morgunblaðið - 05.11.1997, Side 23

Morgunblaðið - 05.11.1997, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 23 LISTIR Morgunblaðið/Ásdís HÖFUNDUR, leiksljóri og leikarar í Fjórum hjörtum, jólaleikriti Loftkastalans. Fyrsta leikverk Ólafs Jóhanns 1 Loftkastalanum JÓLALEIKRIT Loftkastalans verð- ur nýtt verk Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar, Fjögur hjörtu, hið fyrsta sem hann skrifar fyrir leiksvið. Með hlutverkin, sem eru fjögur, fara Árni Tryggvason, Bessi Bjarnason, Gunnar Eyjólfsson og Rúrik Har- aldsson en leikstjórn hefur Hallur Helgason með höndum. Var þetta gert heyrinkunnugt á blaðamannafundi í Loftkastalanum í gær. Við það tækifæri upplýsti Ólafur Jóhann jafnframt að hann hygðist veija miklum tíma hér á landi fram að frumsýningu, en hann er sem kunnugt er búsettur í Bandaríkjunum. „Það verður mjög spennandi að fylgjast með þessu mótast en það er tvennt ólíkt að skrifa skáldsögu og leikrit. Skáld- sagan lifnar ekki fyrr en hún er komin í hendurnar á lesendum en leikritið byijar að lifna um leið og leikaramir koma til skjalanna." Ólafur Jóhann sagði að samstarf- ið við Loftkastalann legðist vel í sig, hann hefði fylgst með starfmu sem þar hefur farið fram úr íjarska og hugnast það vel. „Það er alltaf gaman vinna með metnaðargjörnu fólki, sem er óhrætt við að skoða hlutina í nýju ljósi.“ Ólafur Jóhann upplýsti á fund- inum að í leikhússtjóratíð Sigurðar Hróarssonar hefði Leikfélag Reykjavíkur íhugað að færa Fjögur hjörtu upp en þar sem ekki hefði tekist að manna hlutverkin svo allir yrðu sáttir, hefði ekki orðið af því. Öll nöfnin hefðu heyrst Aðspurður um leikaravalið sagð- ist höfundurinn hafa haft ákveðna kynslóð í huga og hefði hann verið spurður þegar hann hófst handa við að semja verkið „hefðu öll þessi nöfn heyrst“. „í það minnsta eru hlutverkin alveg sniðin fyrir þá,“ skaut Hallur Helgason inní. Fjórmenningarnir, Bessi, Rúrik, Gunnar og Árni, voru á einu máli um að verkefnið legðist vel í þá en þeir hafa, þrátt fyrir um hálfrar aldar leikreynslu hver, aðeins tvisv- ar áður verið allir saman í burðar- hlutverkum á sviði. Leikritið Fjögur hjörtu lýsir kvöldstund í lífi fjögurra roskinna manna sem hittast við spilaborðið líkt og hefur verið vani þeirra ára- tugum saman. Allt virðist með felldu í fyrstu en óvenjulegar að- stæður þetta tiltekna kvöld verða til þess að ýmis óuppgerð mál á milli gamalla vina koma upp á yfír- borðið. Leikmynd og búninga hannar Siguijón Jóhannsson og lýsingu mun Björn Bergsteinn Guðmunds- son annast. Fyrirlestur um Gunnar Gunnarsson RITHÖFUNDASAMBAND ís- lands gengst fyrir bókmennta- kvöldi í kvöld, miðvikudag kl. 20.30, í Gunnarshúsi, nýju aðsetri sambandsins að Dyngjuvegi 8. Halla Kjartansdóttir bók- menntafræðingur flytur fyrirlest- urinn: Að leita trúar í sögu. Um sögulegan þríleik Gunnars Gunn- arssonar (Jörð, Hvíti-Kristur og Grámann) og hugmyndaleg tengsl hans við samtíð höfundar. Helga Bachmann leikari les úr Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunn- arsson. Aðgangur að bókmenntakvöld- inu er ókeypis. Averil Will- iams með nám- skeið BRESKI flautuleikarinn Averil Williams heldur námskeið (master- class) í Tónlistarskólanum í Reykjavík dagana 6.-8. nóvember. Williams hefur starfað sem pró- fessor við The Guildhall School of Music and Drama í Lundúnum í ríflega þijátíu ár en á árunum 1962-65 var hún fyrsti flautuleik- ari við Sinfóníuhljómsveit íslands. Þá hefur hún starfað með öllum helstu hljómsveitum Lundúna. Williams er menntuð á sviði sál- fræði og músíkþerapíu og sér þess merki í kennsluaðferðum hennar. Fyrirlestur í Listasafni íslands LISTFRÆÐINGURINN Halldór B. Runólfsson heldur fyrirlestur um list Gunnlaugs Scheving á morgun, fimmtudag kl. 20, í Listasafni íslands. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýningu á verkum listamannsins í safninu. Aukasýningar á Bestu sjopp- unni í Keflavík VEGNA mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að halda þijár auka- sýningar á söngleiknum Besta sjoppan í bænum sem Tónlistar- skólinn í Keflavík hefur sýnt und- anfarið. Aukasýningarnar verða á fimmtudag kl. 20.30, og sunnu- daginn 9. nóvember kl. 17 og 20.30. Stalín var hér Háskólabíó SÓLBRUNI„UTOML- YONNESOLNTSEM" ★ ★ RÚSSNESKA Óskarsverðlauna- myndin Sólbruni gerist á ijórða ára- tugnum og lýsir einum sumardegi í lífi miðaldra byltingarhetju. Áhorf- endur fá að kynnast honum og fjöl- skyldu hans þar sem þau borða, slappa af, synda og leika sér í sól- inni. Óvæntan gest ber að garði þennan dag, hann reynist gamall draugur úr fortíðinni og hann á eft- ir að hafa örlagarík áhrif á framtíð ijölskyldunnar áður en dagur er að kveldi kominn. Mynd Nikita Mikhalkov er byggð á raunverulegum atburðum, hreins- unum Stalíns. í henni reynir hann að lýsa hvernig heiðarleg stríðshetja gengur grunlaus til móts við örlög sín. Áherslan er á að skapa slétt og fellt yfirborð með allt kraumandi undir niðri. Þetta tekst miður vel. Tryllingslegur galsi og hálfkveðnar vísur ná ekki að byggja upp nógu skarpa eftirvæntingu. Sagan líður hjá án þess að örlög fjölskyldunnar verði áhorfendum hjartfólgin þannig að slagkraftur endalokanna verður hálfmáttlaus. Anna Sveinbjarnardóttir Stríðsmaður hauganna Rcgnboginn HUGREKKI„BRAVE" ★ FRUMRAUN Johnny Depps í leikstjórahlutverkinu er mislukkuð, langdregin og leiðinleg mynd þar sem maður verður að kyngja því að sjá tvo af sínum eftirlætisleikurum af yngstu og elstu kynslóðinni skjóta útí loftið. Á stöku stað glittir í þá mynd sem SÓLBRUNI gerist á fjórða áratugnum og lýsir einum sumardegi. Depp hefur ætlað sér að gera um fá- tæklinga í Guðseigin- landi, samúðin væntingin og er fáránleg, tilgerðarleg, og bama- leg. Max finnur tilgang lífsins í faðmi ijölskyldu garðyrkjumannsins síns, og ræður gátuna um morðtil- raunina með því að kipra mikið aug- un, á milli þess sem hann læðupok- ast um fyrrverandi heimili sitt til að fylgjast með eiginkonu sinni (Andie MacDowell) öðlast lífsþrótt á ný eftir að hafa losnað við hann úr lífi sínu. Af og til glittir í ágætis hugmyndir en það varir ekki lengi og seigfljótandi vitleysan heldur áfram. Trufluð ópera Rcgnboginn COSI ★ V2 GEÐSJÚKLINGAR, svln, og aðal- leikkonurnar úr „Muriel’s Wedding“ eru meðal þess sem má finna í „Cosi“, einni af tveimur myndum frá andfætlingum okkar sem Kvik- myndahátíð býður upp á. Hún fjallar um Lewis (Ben Mendelsohn), ungan stefnulausan mann sem ræður sig sem dramameðferðarfulltrúa á geð- veikrahæli. „Cosi“ fetar hefðbundnar slóðir kvikmynda um hóp áhugafólks sem ræðst í það að setja stórvirki á svið og uppsker aukið persónulegt innsæi og sjálfstraust. / / Einstakling- arnir í hópnum iVTBCmNÞÁHATIf hafa allir sín íT^yÍKpyir SfiviKó fyrir hendi, ör- sorgin. Hún kafnar því miður í fáránleika og listrænni iðrakveisu. Rcgnboginn FJÖLSKYLDA Á KROSS- GÖTUM „SUBSTANCE OF FIRE“ ★ ★ ★ LÍTIL, vel skrifuð mynd um kyn- slóðaskipti hjá bókaútgefendum af gyðingaættum í New York kemur þægilega á óvart. Leikhópur sem virkar fráhrindandi að óséðu (Rifkin, Goldwyn, Parker og Huttion) stend- ur sig stórkostlega, ekki síst Rifkin, enda sjóaður í hlutverkinu þar sem hann fór með það í leikgerðinni á Broadway. Myndin endurspeglar þankagang Gyðinga af lipurð og kunnáttu, bæði á gamansaman hátt og í fyllstu alvöru. Fyrst og fremst í samtímanum en það er heldur ekki langt í eld og reyk líkbrennsluofna útrýmingarbúðanna. Sæbjörn Valdimarsson Eftirlitslaust ofbeldi Laugarásbíó ENDALOK OFBELDIS „THEEND OF VIOLENCE“ ★ Vi DJÚPTÞENKJANDI kvikmynd um ofbeldi og tilgang lífsins var trú- lega takmark Wim Wenders þegar hann fór af stað með „The End of Violence". Því miður mistekst hon- um alveg hrapallega. Frásögnin af hamskiptum kvikmyndaframleið- andans Mike Max (Bill Pullman) eftir að hann lendir í því að vera næstum drepinn af mannræningjum neinni persónanna og einblínir á gráglettnu hliðina á þessu annars grafalvarlega máli, en morðinginn situr enn inni. Myndin en ágæt skemmtun og sérstaklega ánægjulegt að sjá Julie Walters fara á kostum, hún hefur ekki skilið mikið eftir sig síðan hún lék Rítu á sínum tíma. Þá lofar góðu hin unga og óreynda leik- kona, Laura Sadler, í hlutverki dótt- urinnar. Sæbjörn Valdimarsson einkenni, Roy dýrkar óperu Mozarts, Cosi fan tutti, og er túlkaður af Barry Otto óþægilega mikið eins og ákveð- inn píanóleikari úr „Shine“, Julie (Toni Colette) er svartklæddur eitur- lyfjasjúklingur sem syngur eins og engill og heillar Lewis, og svo fram- vegis. Myndin nær aldrei að br'ótast úr viðjum leikhúsverksins sem hún er byggð á og nær sjaldan þeirri gam- ansömu dramatík sem Mark Joffe, leikstjórinn, hefur líklega viljað stefna að. Persónurnar eru of ein- faldar og vantar þá dýpt sem er nauðsynleg til að vandamál þeirra virkilega snerti áhorfendur. Ein- staka gamanatriði nær þó að vera fyndið og ef áhorfendur bíða alveg eftir bláenda fílmunar kemur nokkuð glúrið atriði til heiðurs óperum Wagners. Anna Sveinbjarnardóttir Marjorie langaði 1 leigjandann Rcgnboginn NÁIN KYNNI „INTIMATE RELATIONS" ★ +'/2 GÁLGAHÚMORINN er allsráð- andi í þessari bresku gamanmynd, enda byggð á sönnu morðmáli frá miðjum sjötta áratugnum. Harold Guppy (Rupert Graves), ungur og hraustur sjóari, fær inni hjá mið- aldra hjónum. Fljótt kemur á daginn að frúin, Maijorie (Julie Walters), er býsna þurfandi og líður ekki á löngu uns hún flekar leigjandann. Og dóttirin vill sitt líka. Hún er 14 ára. Morð í uppsiglingu. Philip Goodnew, leikstjóri og hand- ritshöfundur, sækir nokkuð í smiðju Cohenbræðra, tekur ekki afstöðu með Miðvikudagur 5. nóvember Regnboginn Kl. 17.00 Borgari Rut í leit að Ríkharði Kl. 19.00 Rekaviður Óþelló Kl. 21.00 Borgari Rut Hamlet (langa útgáfan) Kl. 23.00 Rekaviður Laugarásbíó Kl. 17.00 Sumarið í Kúlet Kl. 19.00 Byttur Kl. 21.00 og 23.00 Endalok ofbeldis Sáttmálinn Háskólabíó Kl. 17.00 og 19.00 „Pusher“ Hógvær hetja Kl. 21.00 „Pusher“ Sólbruni Á snúrunni Kl. 23.00 „Pusher“ Hógvær hetja Stjörnubíó Kl. 17.00, 19.00, 21.00, og 23.00 Snerting Sambíóin Bíóborgin Kl. 16.40, 19.00, og 21.20 Þrettándakvöld Sljörnugjöf Laugarásbíó Byttur ★ ★ ★ Sigurvegarinn ★ ★ Að hafa eða ekki ★ ★ Endalok ofbeldis ★ '/2 Sáttmálinn ★ ★ '/2 Sumarið í Goulettek ★ ★ Regnboginn Hugrekki ★ Paradísarvegurinn ★ ★ Cosi ★ '/2 Fjölskylda á krossgötum ★ ★ ★ Lansinn //★ ★ ★ Hamlet (st)-k ★ ★ Umskipti'k ★ ★ Úthverfi ★ ★ Leitin að Richard ★ ★ ★ Háskólabíó Georgía ★★★ Spngur Köriu ★ ★ ★ Á snúrunni ★ ★ '/2 Sólbruni ★ ★

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.