Morgunblaðið - 05.11.1997, Side 24

Morgunblaðið - 05.11.1997, Side 24
ÖS Tfltfl 5I3ÖMMYOM ,A JlUOA(.ri>UVUlM 24 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 19P7 fHÖAJaMUUHOM MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Salvador Dali: Humarsími, 1936. Pablo Picasso: Kyrralíf með hauskúpu, púrru og könnu, 1945. Það liang’ir humar í símanum ÞAÐ er kyrrara yfír vötnum Hayward-listasafns- ins í London heldur en í sölum The Royal Academy of Art. Sýningin á síðarnefnda staðnum, Sensation, hefur valdið miklu fjaðrafoki og þótt sum verkin, sem nú eru sýnd í Hayward, hafí vissulega vakið uppnám í eina tíð, á það ekki við lengur. Nú hefur tíminn gætt þau flest hver fyll- ingu sögunnar. Freysteinn Jóhannsson var á ferð í London og leit inn 1 Hayward-safnið. FREISTANDI HLUTIR - kyrralíf á þessari öld heitir sýningin, sem Hayward-safnið í London heldur í samvinnu við Nútímalistasafnið í New York. Sýningin stendur til 4. janúar og verkin eru dregin víða að, bæði frá söfnum og einstaklingum. Við innganginn hangir verk Pauls Cézannes; Kyrralíf með engi- ferkrukku og eggaldinum, sem hann málaði 1890-94, en þegar inn kem- ur er öll verkin þessarar aldar, 131 talsins eftir 70 listamenn. Flest verk einstakra listamanna á Pablo Picasso: 13, sjö eru eftir Henri Mat- isse, fímm eftir Andy Warhol og jafnmörg eftir Joan Miró, Fernard Léger og René Magritte og í hópi þeirra, sem fjögur verk eiga, eru; Georges Braque, Salvador Dali, Marcel Duchamp og Juan Gris. Vasar á borði og hjól á stól Sýningunni er skipt í níu hluta með upphöfnum heitum og í nokk- urs konar tímaröð. Þegar inn íyrir Cézanne er komið, taka við fleíri málverk af hlutum á borði, eins og listamennirnir hafa skynjað þeirra eilífa hlutræna heim. Þarna eru m.a. blómavasi Picassos, kyiTalíf Matis- ses á bláum borðdúk, ávaxtaskál eft- ir André Derain og epli Pauls Klees. í næsta hluta eru sýnd verk, þar sem listamennirnir hafa fyrst og fremst velt fyiir sér uppbyggingu og samræmi á myndfleti. Þar má m.a. sjá blað og blóm Juans Griss og gítara Pablos Picassos og er sá, sem hann vann í járn ólíkt nær sköpulagi gítars heldur en sá, sem hann mál- aði á striga. Fáránleiki Dadaistanna frá öðnam áratug aldarinnar er sýndur í þriðja hluta sýningarinnar og þar gefur að líta m.a. hjól af reið- hjóli, sem Marcel Duchamp setti of- an á stól. Reyndar er þetta þriðja útgáfa verksins, gerð 1951, en sú fyrsta frá 1913 er týnd og tröllum gefín. Þarna eru líka naglastraujárn Mans Rays; íyrst gert 1921 og er straujárnið því af gamalli gerð, en naglarnir sígildir á haus við botninn. Hauskúpur og heimilisrusl Þannig má rekja sig fram öldina eftir málverkum, þar sem iistamenn létu raunveruleikann oft á tíðum lönd og leið eða lögðu sig í líma við að mála nauðalíkt fyrirmyndunum. Og eins og ailtaf er fallvaltleiki lífs- ins manninum hugleikinn og lista- mennirnir tjá hann í hauskúpulíki. Surrealistarnir eiga sína fulltrúa á þessari sýningu í Howard-safni. I sjöunda hlutanum má m.a. sjá loð- skinnsklætt bollapar Merets Oppen- heims og humarsíma Salvadors Dal- Arman: Heimilisrusl, 1960. Marcel Duchamp: Hjól af reiðhjóli, 1951. Domenico Gnoli: Án kyrralífs, 1966. is, sem skellti máluðum plasthumri ofan á símtól. Og þegar nær okkur kemur í tíma birtist neyzluþjóðfélagið okkur í málverki Andys Warhols af 100 súpudósum og einnig Brillokössum : hans og þá ekki síður í heimilisrusli Armans, en ruslið setti hann í plexi- Heimili í heimilis- lausri tilveru Gautaborg. Morgunblaðið. Á SUNNUDAG lauk Bókastefn- unni í Gautaborg, sem hófst fímmtudaginn 30. október. Anna Einarsdóttir, sem er fram- kvæmdastjóri íslensku deildarinn- ar á bókastefnunni og á jafnframt sæti í stjórn bókastefnunnar, tók undir þau orð sem Bertil Falck lét falla á blaðamannafundi sunnu- dagsins, að í ár hefði það sannast að hægt væri að halda bókastefnu í Gautaborg, þrátt fyrir fjarrveru stóru Stokkhólmsforlaganna. Með- al þeirra sem létu í ljós ánægju yfír auknu svigrúmi og athygli sem litlu forlögin fengu í ár var Kerstin Aronsson, frá Gautaborgarforlag- inu Anamma, en hún er einn af frumkvöðlum norrænna samtaka sem útgefendur hafa myndað sín á milli. Auk forlaganna virtust ýmsir minnihlutahópar njóta sín vel, t.d. gyðingar sem stóðu íyrir ráðstefn- um þar sem aðrir innflytjendur, úr hópi múslima, Grikkja o.fl., voru meðal ræðumanna í hugleiðingum um leit að „huglægu heimili í heim- ilislausri tilveru". Á blaðamanna- fundinum lýsti talsmaður gyðinga yfír ánægju sinni með samstarfið og það að fá nýjar raddir og ný sjónarmið inn í umræðurnar og einnig yfir að hitta höfunda eins og metsöluhöfundinn Frederick For- syth og Paul Erdman frá Kanada sem báðir hafa skrifað um gull gyðinganna og svissnesku bankana í spennusagnaformi. Þá þakkaði talsmaður hollenskumælandi rit- höfundanna fyrir sig og tuttugu og einn höfund við sama tækifæri, en hollenskar og flæmskar bókmennt- ir voru eitt aðalþemað í ár. Annað þema var alþýðumennt- un og því tæplega tilviljun að sem heild fékk bókastefnan alþýðlegra yfírbragð en fyrr, þótt ekki hafi verið slegin nein ný met í aðsókn, milli 90.000 og 100.000 heimsóttu stefnuna. Sem virðingarverða nýj- ung í ár má nefna að öllum félags- bundnum rithöfundum á Norður- löndum stóð til boða að fylgjast með fundum og fyrirlestrum sér að kostnaðarlausu og um 400 hundruð höfundar notfærðu sér það boð. Þá eru að sjálfsögðu ótaldir allir þeir sem stóðu í sviðs- ljósinu og tóku virkan þátt pall- borðsumræðum og öðrum dag- skrárliðum. íslendingar á bókastefnu íslensku gestirnir stóðu sig allir vel að sögn Önnu Einarsdóttur sem fylgdist með þátttöku þeirra á dagskrárliðum bókastefnunnar. Á föstudeginum tók Vigdís Finn- bogadóttir þátt í umræðufundi ásamt tveim sagnfræðiprófessor- um, Johannes Salminen frá Hels- ingfors og Torkel Janson frá Upp- sölum. Þar var einkum horft til baka og menningarsaga Norður- landanna skoðuð allt frá stofnun Kalmarsambandsins. Þann dag tók Halldór Guð- mundsson bókmenntafræðingur og útgáfustjóri þátt í pallborðsum- ræðum við Lars Lönnroth prófess- or í bókmenntum við Háskóla Gautaborgar og norska rithöfund- inn 0ysten Rottem, þar sem skáld- sagnameistaramir Laxness og Hamsun voru bornir saman. Báðir skrifuðu um bónda. Báðir lenda í því að aðhyllast einræðisstefnu, annar lengst til vinstri og hinn lengst til hægri. Laxness sér að sér og afneitar trúnni en Hamsun deyr í trúnni, ekki búinn að afneita Hitler. Að sögn var skemmtilegasta nið- urstaðan sú að það sem gat talist sameina stórskáldin tvö var áhugi beggja á bílum. Báðir eignuðust bfla af betra taginu. Hamsun tók aldrei bílpróf en konan hans keyrði svo hann komst áfram veginn sem væri hann sjálfur við stjórn. Lax- ness var hinsvegar með sitt bílpróf upp á vasann en keyrði nánast eins og hann hefði aldrei tekið það. Guðbergur Bergsson og Ingi- björg Haraldsdóttir fengu hrós fyrir framlag sitt á laugardeginum, en þau komu fram í samtali við Ulf Örnklo. Að sögn Önnu rötuðu þó trúlega færri en vildu á þeirra fund vegna þess að þau voru í öðrum sal en áður hafði verið auglýst. Vigdís Grímsdóttir og Sjón fengu góða aðsókn síðar þann dag, eða á annað hundrað manns og var vel tekið. Þau komu einnig fram og lásu úr verkum sínum á sunnudeginum. Ólafur Haukur Símonarson tók þátt í pallborðsumræðum um ung- linga og barnabókmenntir ásamt Klaus Hagerup frá Noregi, Tuija J Lehtinen frá Finnlandi og sænska höfundinum Ulf Stark. Þau eiga það sameiginlegt að hafa slegið í gegn með unglingabókum. Ólafur Haukur (með Gauragang í far- angrinum) skapaði þar hressilegan umræðugrundvöll þegar hann hélt því fram að hann væri á móti barna- og unglingabókum. Hann taldi það nánast afkáralegt að / flokka lesendur eftir aldri og skrifa út frá því, enda hefðu krakkar i miklu meira gaman af góðum sí- gildum bókmenntum skrifuðum fyrir fullorðna. Næsta og fjórtánda bókastefnan í Gautaborg verður haldin dagana 22. til 25. október 1998 og þá verða 1 bækur fyrir unglinga eitt aðal- þemað. Nú þegar eru útgefendur og félagssamtök búin að bóka um það bil helming af því sýningar- svæði sem bókastefnan hefur til umráða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.