Morgunblaðið - 05.11.1997, Síða 27

Morgunblaðið - 05.11.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 27 LISTIR Morgunblaðið/Þórarinn Stefánsson MYNDLISTARKENNARARNIR Ilsabe Schulke og Gerolf Schiilke. Á milli þeirra er Ingimundur Sigfússon sendiherra, sem opnaði sýninguna. Islensk samsýn- ing í Dusseldorf Hannover. Morgxinblaðid. SÝNING á verkum sex ungra ís- lenskra myndlistarmanna var opnuð fyrir skömmu í Dusseldorf í Þýska- landi. Sýningarsalurinn er til húsa í gamalli lestarstöð í hverfinu Eller við borgarmörk Dússeldorf og ber nú heitið „Kultur Bahnhof Eller.“ Á miðjum sjöunda áratugnum hættu lestir að stoppa við lestar- stöðina í Eller. Hjónin og mynd- listarkennararnir Ilsabe og Gerolf Schúlke komu auga á yfirgefna bygginguna og tóku hana á leigu. Borgin keypti síðan húsnæðið og fjármagnar að einhveiju leyti uppá- komur og nú reka Ilsabe og Gerolf listamiðstöð þar sem þau bjóða til sín listamönnum, bæði til dvalar og sýningar en kynna einnig listamenn fyrir sambærilegum stofnunum. Gerolf sagði í samtali við blaða- mann að aðaláherslan væri lögð á samtímalist Áhugi Ilsabe og Gerolfs á ís- lenskri samtímalist vaknaði smám saman á ferðum þeirra á sýningar víða um Evrópu, þar á meðal á bí- ennalnum í Feneyjum í Köln og Helsinki en einnig við lestur fag- tímarita. „Við höfum séð margt mjög áhugavert af íslenskri sam- tímalist og áhuginn á að sýna verk íslenskra listamanna hefur lengi verið til staðar. Við vissum bara allt of lítið um myndlist á íslandi. Ég fór því markvisst af stað við að kynna mér málið og fékk fljótt áhuga á verkum Svövu Björnsdótt- ur.“ Gerolf setti sig í samband við hana og fékk þannig upplýsingar um fleiri unga myndlistarmenn. Hann hélt síðan við fimmta mann til Reykjavíkur og eyddu þau nokkr- um dögum í að kynnast nútímalist á Islandi. „Við kynntumst að ég held sautj- án listamönnum á tveimur dögum og vorum farin að gæla við að halda stærri sýningu en ákváðum svo á endanum að halda okkur við sex en standa fyrir annarri sýningu eft- ir tvö ár á hefðbundnari list. Þótt heimsókn þeirra til íslands hafi staðið stutt gátu þau þó gert sér grein fyrir helstu straumum og stefnum í íslenskri samtímalist. „Áhrifin sem við urðum fyrir voru auðvitað mjög yfirborðskennd. Við sáum þó að listamenn hafa róttæk viðhorf, fráhvarf frá innsæisstefnu, en einnig hafa þeir sterk tengsl við málvenjur þar sem margir lista- mannanna sem við hittum vinna með innihald texta eða nota texta beint í verkum sínum og þá gjarnan sem andstæðu við myndræna hluta verkanna eða leiða athyglina á ákveðnar brautir eins og til dæmis Kristinn Hrafnsson í ljóðum sínum. Það sem mér fannst samt merkileg- ast og sendiherrann talaði líka um í opnunarræðu sinni, er að á Is- landi koma saman listamenn sem hafa orðið fyrir áhrifum úti um all- an heim í gegnum nám sitt. Flestir búa og starfa í Reykjavík, sem er mjög lítil borg, og fyrir okkur að- komufólkið er forvitnilegt að fylgj- ast með þróuninni sem þar á sér stað. Við sáum greinilega evrópsk og amerísk áhrif sameinast." Þetta atriði einkennir að nokkru leyti sýningu sexmenninganna í Kultur Bahnhof Eller, að mati Ger- olfs, en auk Svövu og Kristins sýna einnig Haraldur Jónsson, Tumi Magnússon, Jón Óskar og Anna Líndal verk sín. Listamennirnir voru ekki viðstaddir opnunina. í veglegri sýningarskrá ritar Halldór Björn Runólfsson, mynd- listarmaður og gagnrýnandi, inn- gangsorð og fjallar um verkin og listamennina og tengsl þeirra við náttúruöflin og forna menningu þjóðarinnar. Halldór segir: „Hinn ljóðræni hugblær, sem svífur yfir vötnum í verkum sexmenninganna íslensku, á sér öðru fremur rætur í hugmyndum þeirra um tungutak- ið. Þeir reyna að koma tjáningu sinni til skila í myndrænu formi til að brúa bilið milli orða og þess sem ekki verður tjáð með orðum. Hinn gamli draumur symbólistanna ný- rómantísku; að finna þriðju tjáning- arleiðina milli talaðs máls og sjón- rænnar og hljómrænnar framsetn- ingar, lifir góðu lífi í íslenskri list. Hann sameinar þessa listamenn í þrotlausri baráttu þeirra til að varð- veita sjónræn gildi verka sinna um leið og þeir opna okkur leið að hug- myndaheimi sínum.“ Sýningin stendur til 30. nóvem- ber. Lífið er lotterí BÓKMENNTIR S káldsaga LOTTÓVINNINGUR eftir Stefán Júlíusson. Bókaútgáfan Björk - 1997.208 síður. STEFÁN Júlíusson er bókaorm- um vel kunnur, enda afkastamikill rithöfundur. Nú þegar hafa komið út eftir hann ríflega þijátíu bækur, flestar barnabækur og skáldsögur, en einnig minningaþættir og smá- sagnasöfn. Stefán hóf feril sinn sem rithöf- undur undir lok fjórða áratugarins, með bamabókinni Kári litli og Lappi (1938). Fljótlega sigldi Ásta litla lip- urtá í kjölfarið (1940), þá Þijár tólf ára stelpur (1941), Auður og Ásgeir (1948) og Sólhvörf (1951) svo fáein dæmi séu tekin. Um og eftir 1950 hóf Stefán einnig að skrifa skáldsög- ur fyrir fullorðna (Leiðin lá til Vestur- heims 1950, Haustferming 1973, Ástir og örfok 1992, Kanabam 1995 o.fl.) auk æviminninga og smásagna. Frá honum hefur ekki komið bama- bók síðan 1977, en 20 bækur eigi að síður, þar af fjórar endurminn- ingabækur og tvö smásagnasöfn. Að þessu sinni er komin út hjá bókaútgáfunni Björk skáldsagan Lottóvinningur eftir Stefán Júlíus- son. Eins og nafnið gefur til kynna gerist sagan í samtímanum. Um nálægð í tíma er ekki gott að segja, en að minnsta kosti geta atburðir ekki átt að vera eldri en Lottóið á íslandi, sem hóf göngu sína fyrir um það bil áratug. Aðalpersóna bókarinnar, Áslákur, er sérvitur piparsveinn sem á föstu- dagskvöldum venur komur sínar í sjoppu vestur í bæ, til að kaupa til- tekna vindlategund á leið sinni á barinn. Einhveiju sinni bregður hann út af vana sínum þegar ný starfsstúlka í sjoppunni leyfir sér í „ýtnum, elskulegum rómi“ að ota að honum lottómiða til kaups. „Þú gætir orðið forríkur, hæsti vinningur er tvöfaldur núna, þú gætir orðið margfaldur milli ef þú slægir til og freistaðir gæfunnar," segir hún (8). Maðurinn lætur til leiðast og þar með er atburðarás sög- unnar hafin. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lottóvinning- ur er notaður sem uppi- staða í skáldsögu. Ekki alls fyrir löngu gerði Ólafur Jóhann Ólafsson sér mat úr sömu hug- mynd, og lét vinninginn marka upphaf að ógæfulegri atburðarás þar sem allt fór úr skorðum í lífi aðalpersónunnar. Stef- án Júlíusson fer öðruvísi að. Án þess að afhjúpa gang sögunnar eða endalok hennar er óhætt að segja, að ákvörðun Ásláks um að kaupa lottómiðann af stúlkunni, verði hon- um mikið gæfuspor. Hann hreppir 60 milljóna króna vinning og í krafti fjármunanna eykst honum áræði og ásmegin í ýmsum skilningi. Ekki er nóg með að efnahagurinn batni held- ur taka ástalíf hans og sjálfsvirðing stakkaskiptum. Hvort sú heimspeki fellur lesandanum í geð, verður hver að gera upp við sig. Sagan er að vissu leyti ævintýri. Maður hefur lent í raunum og þarfn- ast aðstoðar við að koma lífi sínu á réttan kjöl. Skyndilega birtist álf- konan með töfrasprotann í líki stelp- utryppis sem veifar framan í hann lottómiða og töframir láta ekki á sér standa: honum eru allir vegir færir. í upphafi fínnur lesandinn ákveðna spennu og áhuga fyrir því hvernig Ásláki muni famast með alla sína peninga. Fljótlega verður manni þó ljóst hvert stefnir. Um leið er eins og slakni á frásagn- argleði höfundar, það er eins og dofni yfir sögunni og umhyggja les- andans fyrir persónunum gufar ein- hvernveginn upp. Þetta má að hluta til kenna málfari höfundar sem er æði fornlegt á köflum, þó atburðir eigi að ger- ast í nútímanum. Fomfáleg tilsvör koma ekki að sök þegar aðalpersónunni eru lögðorð í munn, enda á Áslákur að vera annálaður sérvitringur og hálfgerður forngrip- ur. Hinsvegar vill all oft brenna við að aðrar persónur bókarinnar gerist álíka fomlegar í tali og Áslákur, jafnvel stúlkur sem eiga að vera á milli tvítugs og þrítugs. Orðatiltæki eins og að „spreka ein- hvem til“, „fara undir fötin hjá“ eða „taka á löpp“ em ekki algeng í munni nútímafólks á þessum aldri. Þaðan af síður líkist það málfari 27 ára gamallar konu að nota sögnina að „finnast" í stað þess að „hitt- ast“, nú undir lok tuttugustu aldar, svo eitt dæmi sé tekið af mörgum. Þetta gerir það að verkum að mann- lýsingar verða ekki eins sannfær- andi og ella gæti orðið, stíllinn er bóklegur og heldur lesandanum í fjarlægð. Frásagnarhátturinn er sjónarhom hins alvitra höfundar sem sér og sýnir allt það sem gerist bæði innra með persónunum og umhverfís þær. Sú frásagnaraðferð þarf ekki að vera alslæm, þó hún hafi lotið mjög í lægra haldi meðal viðurkenndra höfunda síðustu áratugi (og jafnvel aldir). Henni fylgir hinsvegar sú hætta, að lesandanum sé sagt of mikið; að frásögnin verði of ljós án þess að ímyndunarafl lesandans fái að verka með söguþræðinum. Gallar þessa frásagnarháttar sanna sig flestir í þessari sögu, þó frásagnar- gleði höfundar vegi þar nokkuð upp á móti. Betur hefði mátt vanda til próf- arkalestrar því prentvillur em all margar. Ólína Þorvarðardóttir Stefán Júlíusson Mógli bjargar sér KVIKMYNPIR Laugarásbíó SKÓGARLÍF 2: MÓGLI OG BALÚ „ JUNGLE BOOK 2: MOWGLI ANDBALOO“ ★ Leikstjóri: Duncan MacLachlan. Handrit: Bayrd Johnson og Matthew Horton. Aðalhlutverk: Jamie Will- iams, David Paul Francis, Roddy McDowall. ÆVINTÝRIÐ um Mógla, úlfa- hjörðina, pardusinn og bjarndýrið hefur skemmt mörgu barninu og verið kvikmyndagerðarmönnum hugleikið efni. Þeim tekst ekki sér- lega vel upp við að færa hina ást- sælu sögu Rudyard Kiplings í kvik- myndabúning i myndinni Skógarlíf 2. Metnaðurinn er ekki mikill. Þeir virðast hafa sætt sig við að búa til einfaldasta þrjúbíó úr sögunni og er myndin talsvert síðri þeirri sem Laugarásbíó sýndi áður og byggði á sömu sögu. Það er nefnilega ekki sama hvernig þijúbíó er gert. í þessari nýju leiknu mynd er sögu Kiplings fylgt eftir þegar það hentar handritshöfundunum en ann- ars er hún alveg nýr tilbúningur. Mógli er tíu ára krakki sem alist hefur upp með úlfum í frumskógin- um og ekki komist í tæri við sið- menningu af neinu tagi. Hann er eltur uppi af illilegum indverskum frænda sínum, bandarískum ævin- týramanni frá sirkusfyrirtæki, ind- verskum lírukassaspilara, sem hag- ar sér einatt eins og vitleysingur, og loks ófríðum snákatemjara en snákurinn á að drepa Mógla því frændi vill ekki að hann eignist herragarð sinn. Indveijarnir í mynd- inni eru ýmist til í að drepa börn eins og frændinn eða trúðar eins og lírukassaspilarinn, sem ber vitni um furðulega sterka kynþáttafor- dóma í svo einföldu barnagamni. Leikurinn er ekki góður og hand- ritið ákaflega þunnt og jafnvel Roddy gamli McDowall bjargar engu í litlu hlutverki. Yngstu börnin gætu skemmt sér yfir dýralífínu, öpunum og birninum og úlfunum. Öðru ekki. Arnaldur Indriðason Nýtt á prjón- unum VAKA-Helgafell, sem starf- rækir marga bóka- og sér- sviðaklúbba, hefur stofnað nýjan klúbb með handavinnu- efni og nefnist hann Nýtt á prjónunum. Ritstjórar klúbbs- ins, sem ætlaður er fólki með áhuga á pijóni og hannyrðum af ýmsu tagi, eru Unnur Steinsson og Herborg Sig- tryggsdóttir. Utgáfuefni klúbbsins er prentað á vinnuspjöld í svip- uðu broti og algengustu tíma- rit og fá félagar sendar 12-14 uppskriftir hveiju sinni sem þeir flokka í sérhannaða möppu er klúbburinn leggur þeim til. Fyrsti mánaðarpakk- inn er með 50% afslætti og kostar hann 640 krónur með sendingargjaldi. Laugavegi 95 Sjá nánar auglýsingu Mbl. 6. nóv.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.