Morgunblaðið - 05.11.1997, Side 29
28 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
NIÐURSKURÐURI
BARENTSHAFI
ALVARLEG tíðindi hafa borizt um ástand fiskistofna
í Barentshafi. Ráðgjafarnefnd Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að leggja
til verulegan niðurskurð á aflaheimildum á næsta ári á
flestum mikilvægum fisktegundum. Mesta athygli vekur
tillaga ráðsins um niðurskurð á þorskkvótanum, en lagt
er til að hann verði 514 þúsund tonn, sem felur í sér
minnkun um 300 þúsund tonn. Jafnframt er lagt til, að
ýsukvóti verði skorinn niður úr 210 þúsund tonnum í
120 þúsund tonn. Áfram verði í gildi bann við veiðum
á grálúðu og loðnu.
Upplýsingar Alþjóðahafrannsóknaráðsins um ástand
fiskistofnanna hljóta að valda íslendingum áhyggjum
eins og stjórnvöldum og sjávarútvegi í Noregi og Rúss-
landi. Þær hljóta að hafa áhrif á afstöðu okkar til veiða
á þessu hafsvæði. Sigfús Schopka, fiskifræðingur, sem
sat fund ráðgjafanefndarinnar, bendir á, að nefndin leggi
til, að þorskkvótinn nái til allra veiða í Barentshafi,
hvort sem er innan eða utan fiskveiðilögsögu og þar
með einnig hugsanlega til veiða í Smugunni, sem til
þessa hafa staðið utan við kvótaúthlutun.
Stjórnvöld í Noregi og Rússlandi þurfa nú að ákveða
kvóta næsta árs, en óhjákvæmilega verður tekið mið
af tillögum Alþjóðahafrannsóknaráðsins. íslendingar
geta ekki komizt hjá því að sýna fyllstu ábyrgð við veið-
ar í Smugunni, þótt ekki náist samningar um þær við
Norðmenn og Rússa. Veiðarnar í ár drógust verulega
saman, sem er vísbending um minnkandi þorskgengd.
Samdráttur í veiðum í Barentshafi mun væntanlega einn-
ig hafa einhver áhrif á framboð Rússafisks hér á landi,
en allmörg fiskvinnslufyrirtæki byggja starfsemi sína
að meira eða minna leyti á honum.
ALÞINGIOG
FJARSKIPTAMÁLIN
ÞAÐ SKIPTIR ákaflega miklu máli, að fram fari á
Alþingi vandaðar og ítarlegar umræður um hin
stóru mál samféiagsins, umræður, sem byggjast á um-
fangsmikilli upplýsinga- og þekkingaöflun þingmanna
sjálfra og aðstoðarmanna þeirra.
Slíkar umræður fóru hins vegar ekki fram í gær,
þegar efnt var til umræðna utan dagskár um málefni
Pósts og síma. Hinar víðtæku deilur um gjaldskrárbreyt-
ingar Pósts og síma hf. gáfu þó fullt tilefni til þess, en
þeir, sem fylgdust með umræðunum, urðu fyrir miklum
vonbrigðum. Segja má, að nánast engar nýjar upplýs-
ingar hafi komið fram í þingumræðunum utan þess, sem
fram kom í lokaræðu samgönguráðherra um nýja tækni,
sem auðveldar Pósti og síma að veita afslátt af vissum
símhringingum.
Það er lofsvert, að Alþingi hefur um skeið leitazt við
að breyta gömlu og úreltu umræðuformi og beina umræð-
um í nýjan farveg. Það hefur hins vegar ekki tekizt enn
sem komið er. Umræður um stefnuræðu forsætisráð-
herra fyrir nokkrum vikum sýndu það glögglega. Þing-
menn komu hver á fætur öðrum með fyrirfram skrifað-
ar ræður, sem margar hveijar voru ekki í nokkrum
tengslum við umræðuefnið.
Hið sama má segja um umræðurnar á Alþingi í gær
um málefni Pósts og síma. Hver þingmaðurinn á fætur
öðrum kom með skrifaða ræðu, sem flestar sýndu mjög
takmarkaða þekkingu á því málefni, sem var til umræðu.
Framtíðarþróun síma- og fjarskiptamála er eitt
stærsta mál, sem þjóðin stendur frammi fyrir á næstu
árum. Þingið þarf að efna til alvöru umræðna um þetta
veigamikla mál, sem geta orðið þáttur í þeirri framtíðar
stefnumörkun, sem óhjákvæmilegt er að fari fram á
næstu mánuðum. Almenningur hlýtur að gera þá kröfu,
að þingmenn taki hlutverk sitt alvarlegar en þeir virt-
ust gera í innihaldsrýrum ræðum um málefni Pósts og
síma í gær.
Vinnubrögð, sem
tíðkuðust í Sovétríkj-
ununi — sagði Asta R.
Gagnrýni á fulltrúa Alþýðuflokks í
stjórn P&S - sagði Halldór Blöndal
Hart var deilt um gjaldskrárbreytingar
Pósts o g síma hf. við utandagskrárumræðu
á Alþingí í gær. Fjórtán þingmenn tóku til
máls við umræðuna, auk málshefjanda
o g samgönguráðherra, sem tóku hvor um
sigtvisvartil máls.
ASTA R. Jóhannesdóttir,
þingmaður jafnaðar-
manna, sem var máls-
hefjandi í utandagskrár-
umræðunni, sagði að öll framganga
samgönguráðherra og forsvars-
manna Pósts og síma undanfarið
væri með eindæmum og hefði ein-
kennst af hroka og yfirlæti gagnvart
viðskiptavinunum, eigendum fyrir-
tækisins. Breytingar á gjaldskránni
sem tekið hefði gildi um mánaðamót-
in væru margþættar, innanbæjar-
samtöl hækkuðu, skref væru stytt
og langlínu- og millilandasamtöl
lækkuðu. Póstur og sími segði sím-
reikninga lækka, en því væri harð-
lega mótmælt af þeim sem til þekktu
og fullyrt að breytingin ylli stórfelld-
um hækkunum á kostnaði símnot-
enda. Þetta hefði vakið hörð viðbrögð
í þjóðfélaginu, meðal annars hjá
Netverjum, enda hefði símakostnað-
ur þeirra með þessari breytingu
hækkað um 149% á innan við ári.
Samgönguráðherra hefði varið
ákvörðunina og það hefði ekki verið
fyrr en forsætisráðherra hefði skipað
honum að draga hluta af henni til
baka að hann hefði látið sér segjast.
Máttleysi ráðherrans væri þó slíkt
að hin háa gjaldskrá gilti áfram þar
til stjórn Pósts og síma þóknaðist
að koma saman og breyta gjald-
skránni að tilmælum eina hluthaf-
ans. „Er hægt að hafa einn ráðherra
i ríkisstjórn sem þarf að bjarga út
úr svona klúðri og það án þess að
hann geri sér grein fyrir klúðrinu?"
spurði Ásta.
Hún sagði að þó að hækkun á
innanbæjarsímtölum yrði ekki eins
mikil og áformað hefði verið væri
hún þó alltof mikil. Það væri sann-
gjörn krafa að hún yrði öll tekin til
baka. Spurði hún um það hvernig
þessar hækkanir samrýmdust stefnu
ríkisstjórnarinnar í upplýsingamál-
um. Viðskiptaráðherra hefði sagt á
Alþingi á mánudag að það væri í
lagi að auka álögur á þá sem notuðu
Netið af því að það væri hvort eð
er svo ódýrt hér á landi.
Krafði hún samgönguráðherra um
svör um forsendur gjaldskrárhækk-
unarinnar og sagði að yf-
irklór stjórnarformanns
Pósts og síma í Morgun-
blaðinu þá um morgunin
dugði ekki.
Ásta sagði að þrátt fyr- ______
ir stóryrtar yfirlýsingar
um það að ekki komi til greina að
breyta fyrri ákvörðunum um gjald-
skrána hefði eftir klukkutímafund
með forsætisráðherra allt í einu ver-
ið hægt að lækka fyrirhuguð gjöld
fyrir innanbæjarsamtölin um helm-
ing og fyrirtækið ætlaði sjálft að
bera kostnað vegna 22% lækkunar
á millilandasamtölum. „Þetta er
staðfesting á því að samgönguráð-
herrann hafði ætlað heimilunum að
greiða niður lækkun millilandasam-
tala sem stangast á við allar reglur,
hvort sem eru EES-reglur eða sam-
keppnislög. Heimilin, aldraðir,
Samkeppnis-
stofnun fjail-
að tíu sinnum
um P&S
barnafjölskyldurnar og netveijamir
áttu að greiða niður millilandasímtöl
fýrirtækjanna.“
Hún sagði að orðinn væri alger
trúnaðarbrestur milli P&S og al-
mennings og milli samgönguráð-
herra og almennings. Kallað hefði
verið eftir upplýsingum frá sam-
gönguráðherra á mánudag og ekkert
bólaði á þeim. Hann treysti sér
greinilega ekki til að koma með
umbeðnar upplýsingar. Tími væri
kominn til að leggja öll spil á borðið
í þessu máli. „Þetta eru vinnubrögð
sem tíðkuðust í Sovétríkjunum sál-
ugu og hvað er ráðherra sem byggir
á svona hugmyndafræði að gera í
ríkisstjóm Islands undir aldamótin
2000? í öllum siðnienntuðum löndum
hefði ráðherra sem hefði beitt geð-
þóttákvörðunum sem þessum, sett
þjóðfélagið á annan endann, verið
búinn að segja af sér eða forsætis-
ráðherra búinn að biðjast lausnar
fyrir hann.“
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra byijaði á því að þakka fyrir
það tækifæri sem hann fengi til að
ræða málefni Pósts og síma. Eins
og áheyrendur og þingmenn hefðu
heyrt færi því víðs fjarri að
frummælandi einskorðaði sig við ein-
hver einstök atriði og væri vissulega
þörf á langri umrðu ef unnt ætti að
vera að koma að öllu því sem þing-
maðurinn hefði sagt. Hann hefði að
vísu búið sig undir það að háttvirtur
þingmaður Rannveig Guðmunds-
dóttir yrði frummælandi, en segja
mætti að það kæmi ekki að sök.
Ásta Ragnheiður hefði talað mjög
mikið um þessi mál þegar þau hefðu
verið til umræðu og hann tæki það
svo að hún væri með þessum hætti
að vekja athygli á sínum fyrri sjón-
armiðum og hvernig við þau hefði
verið staðið.
Vísaði hann til orða hennar um
að samgönguráðherra færi einn með
eignaraðild ríkissjóðs, en hún hefði
sagt að sér fyndist þetta ótrúlegt
ákvæði og gæti ekki sætt sig við
það. Engin skilyrði væru í lögunum
um hæfni stjórnarmanna. Hann
sagðist hafa tekið þessa ábendingu
háttvirts þingmanns alvar-
lega og áf þeim sökum
hefði hann vísað því til
stjórnmálaflokkanna að
þeir skyldu tilnefna menn
í stjórn Pósts og síma til
þess að hún nyti almenns
trausts og væri byggð á breiðum
grundvelli og að hægt væri að ganga
út frá því að ekki yrði hlaupið til
út frá þröngum hagsmunum eða að
öll sjónarmið kæmu ekki fram. Af
þeim ástæðum hefði hann boðið for-
manni Alþýðuflokksins að tilnefna
aðalmann og varamann fyrir hönd
Alþýðuflokksins og jafnaðarmanna-
flokksins. Mætti segja að í hvert
skipti sem Ásta Ragnheiður hefði
verið að skensa hann eða ríkisstjórn-
ina hefði hún auðvitað verið að
skamma fulltrúa Alþýðuflokksins í
stjórn Pósts og síma.
Halldór sagði að því væri þannig
farið um hlutafélög að stjórnir þeirra
bæru ábyrgð á gerðum sínum og það
væri einungis á hluthafafundum sem
handhafi hlutabréfa kæmi að málum.
„Ég vil vekja athygli á því að þess
var óskað í gær að þau sjónarmið
sem lægju til grundvallar samþykkt
stjórnar Pósts og síma kæmu fram
í dag (í gær). Það er ítarlegt viðtal
í Morgunblaðinu við formann stjóm-
ar Pósts og síma hf. þar sem grund-
vallarsjónarmið eru skýrð. Eg var
satt að segja undrandi á því að máls-
hefjandi skyldi ekki víkja að þeim
grundvallarsjónarmiðum og láta eins
og þau hafi ekki komið fram. Hann
hefur kannski ekki lesið greinina,
en á föstudag mun stjórnin hittast
og í kjölfar þess verður gefin út yfir-
lýsing af hennar hálfu,“ sagði Hall-
dór.
Hann sagðist einnig vilja taka
fram af því að undan því væri kvart-
að að hann hefði ekki gefið upplýs-
ingar varðandi Póst og síma að þeg-
ar unnið hefði verið að því að breyta
stofnuninni í hlutafélag hefði hann
lagt sig fram um það að hveiju sem
spurt var um af samgöngunefnd yrði
svarað af Póst- og símamálastofnun.
Honum væri ekki kunnugt um að
synjað hefði verið um neinar upplýs-
ingar. Þó hefði komið þar rækilega
til umræðu hvort rétt væri að skipa
landinu í eitt gjaldsvæði. Það væri
athyglisvert að málshefjandi og tals-
menn Alþýðuflokksins í þeim um-
ræðum hefðu látið uppi efasemdir
um að það stæðist hjá Alþingi að
breyta landinu í eitt gjaldsvæði.
Halldór sagði að gjaldskrárbreyt-
ingin kostaði Póst og síma 380 millj-
ónir króna og það væri því alls ekki
rétt að þetta bitnaði á heimilunum
í landinu. Sagði hann að símgjöld
hefðu ekki hækkað um eina einustu
krónu frá septembermánuði 1993 til
desembermánaðar 1996 á sama tíma
og verðbólga geisaði í landinu.
Þarf ekki að koma á óvart
Ragnar Arnalds, þingmaður Al-
þýðubandalagsins og óháðra, sagði
að þessi uppákoma varðandi Póst og
síma þyrfti ekki að koma á óvart.
Hún væri bein afleiðing af því að
einkavæða fyrirtæki sem væri í ein-
okunaraðstöðu. Alþingi hefði ekki
það eftirlit með gjaldskrá fyrirtækis-
ins sem það hefði haft í gegnum fjár-
lagaundirbúningin. Ekkert aðhald
væri að fyrirtækinu til varnar neyt-
endum. Fyrirætlanir fyrirtækisins
um að ná inn tveimur milljörðum í
tekjur umfram útgjöld jafngilti
20-30 þúsund króna aukaskatti á
hvetja fjölskyldu og það segði miklu
meira um það sem um væri að ræða
heldur en allt talnaflóðið sem flætt
hefði yfir landsmenn. Að auki hefðu
forsvarsmenn fyrirtækisins neitað
að gefa upplýsingar um forsendur
hækkunarinnar eins og þeir hefðu
einnig neitað að gefa upplýsingar
um launakjör æðstu embættismanna
fyritækisins. „Þetta er einmitt sá
hroki og yfirgangur gagnvart neyt-
endum sem við megum vænta hveiju
sinni þegar þjónustufyrirtæki ríksins
í einokunaraðstöðu eru einkavædd,"
sagði Ragnar.
Hann sagði að það versta við þetta
mál væri að reynt hefði verið að
fela þessa gífurlegu hækkun á bak-
við þann sjálfsagða og jákvæða
áfanga sem fælist í því að allir lands-
menn ættu að sitja við sama borð
varðandi símgjöld. Með tilkomu nýj-
ustu tækni yrði ekki sagt með nein-
um rökum að samtal milli Raufar-
hafnar og Reykjavíkur væri í eðli
sinu dýrara en samtal milli Hafnar-
fjarðar og Reykjavíkur.
Magnús Stefánsson, Framsóknar-
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 29
HALLDÓR Blöndal, samgönguráðherra, varð fyrir harðri gagn-
rýni í utandagskrárumræðu sem fram fór á Alþingi í gær um hina
breyttu gjaldskrá Pósts og síma.
ÁSTA Ragnheiður Jóhannes-
dóttir sagði samgönguráðherra
hafa sýnt hroka og yfirlæti.
-- , f v Vv -'5
ISÍ »
Morgunblaðið/Golli
ÞAÐ KOM ósjaldan fyrir að þingmenn skelltu upp úr við utandagskrárumræðuna sem fram fór um
málefni Pósts og síma hf. á Alþingi í gær.
flokki, sagði að samkvæmt fjar-
skiptalögum ætti landið að verða
eitt gjaldsvæði fyrir 1. júlí á næsta
ári. Landsbyggðarfólk hefði um
langt árabil barist fyrir þessu og
bent hefði verið á að landsbyggðar-
fólk hefði í raun greitt niður síma-
gjöld fólks í þéttbýli vegna mjög
mismunandi símgjalda. Nú væri
þessum langþráða áfanga náð og það
hlyti öllum að vera ljóst að lækkun
taxta langlínusímtala kallaði á
hækkun staðarsímtala til samræmis.
Hann sagði að ekkert land í okkar
heimshluta gæti státað af eins lágum
símgjöldum og væru hér og á sama
hátt hefðum við verið fremstir i
flokki að byggja upp öflugt og gott
símkerfi. Til að viðhalda því og
byggja það upp væri nauðsynlegt
að afkoma Pósts og síma væri með
þeim hætti að fyrirtækið gæti fjár-
magnað þá uppbyggingu sem mest
með eigin fé. Hann sagði að í náinni
framtíð hlyti P&S að bjóða viðskipta-
vinum upp á sveigjanleg viðskipta-
kjör, eins og til dæmis alnetsnotend-
um. Það skipti miklu máli einnig
fyrir menntakerfið.
Ekki boðlegt
Kristín Ástgeirsdóttir, Kvenna-
lista, sagði ekki boðlegt hjá ráðherra
að vera með skæting þegar þetta
alvarlega mál væri til umræðu. Það
væri harla lítið um svör hjá ráðherra
þrátt fyrir að umræðunni hefði verið
frestað um einn dag að hans ósk.
Hún sagði að hækkanir á símgjöldum
kæmu sér mjög illa fyrir aldraða og
minnti á að síminn væri eitt af mikil-
vægustu öryggistækjum þjóðarinn-
ar. Reynslan af einkavæðingu sím-
ans í öðrum löndum væri sú að þjón-
ustan hækkaði og afskekkt svæði
lentu í erfiðleikum. Sagði hún að
auðvitað ættu allir landsmenn að
sitja við sama borð varðandi gjald-
skrána og henni virtist eftir að hafa
kynnt sér gögn að stofnunin hefði
ýmislegt til síns máls þegar hugað
væri að breytingum og að kostnaður-
inn væri sem næstur raunkostnaði.
Minnti hún á að umboðsmaður Al-
þingis hefði látið frá sér fara álit
um að stofnunum beri að miða gjöld
sín við raunkostnað. í framhaldinu
væri eðlilegt að spyija hvort hinn
mikli hagnaður Pósts og síma væri
eðlilegur í þvi samhengi.
Jóhanna Sigurðardóttur, þing-
maður jafnaðarmanna, sagði að
Póstur og sími ætti að sjálfsögðu að
standa sjálfur undir þeim kostnaði
sem fylgdi því að gera landið að einu
gjaldsvæði, eins og flestir töldu að
yrði gert. Þvert á vilja Alþingis væri
líka verið að hækka símkostnað á
innanbæjarsímtöl á landsbyggðinni
en ekki verið að lækka hann. Enginn
hefði búist við því að það yrði hækk-
un á símgjöldum á landsbyggðinni,
heldur að það yrði lækkun til sam-
ræmis við það sem væri á höfuðborg-
arsvæðinu. Um væri að ræða grófa
aðför að heimilunum í landinu, ekki
síst barnmörgum fjölskyldum, ör-
yrkjum og öldruðum. Þessi skatt-
lagning myndi auka á aðstöðumun
fjölskyldna og draga úr jafnrétti til
náms og möguleikum fólks til endur-
menntunar.
22% lækkun til útlanda
Einar K. Guðfinnson, alþingis-
maður Sjálfstæðisflokksins, sagði að
stjómamadstæðingar virtust forðast
að ræða það sem þetta mál snerist
um. í fyrsta lagi væri landið gert
að einu gjaldsvæði, sem hefði verið
baráttumál þingmanna áratugum
saman. I öðru lagi væru símtöl er-
lendis lækkuð um 22% og fyrir lægi
að heimilin notuðu um helming af
þessum símtölum og hlyti að muna
um það í buddum almennings í land-
inu. Langlínutaxtinn hefði verið 18
krónur fyrir tíu árum og fram til
desember í fýrra um 6 krónur. Frá
því þá hefði taxtinn verið um 4 krón-
ur og væri nú 1,56 kr. Fyrir lægi
að þetta þýddi 400 milljón króna
betri kjör fyrir símnotendur í landinu
og væri undarlegt að hlusta á mál-
flutning stjómarandstöðunnar, upp-
hrópanir og útúrsnúninga um að það
væri verið að rýra kjör almennings
í landinu.
Ögmundur Jónasson, þingmaður
Alþýðubandalagsins og óháðra,
sagði að gjaldskrárhækkun Pósts og
síma hefði valdið mikilli reiði í þjóðfé-
laginu, enda ekki að undra. Atburða-
rásin nú varðandi Póst og síma hefði
þegar verið skráð fýrir nokkrum
árum þegar umræðan hefði staðið
sem hæst um það hvort breyta ætti
fyrirtækinu í hlutafélag. Bent hefði
verið á reynsluna erlendis frá „sem
sýndi að í kjölfar breytinga á rekstr-
arformi fylgdu jafnan hækkanir til
notenda pósts- og símaþjónustunnar
auk þess sem leynimakk yrði allsráð-
andi. Nú hefur þetta allt gengið eft-
ir,“ sagði Ögmundur.
Hann sagði að hf. ætti að standa
fyrir hlutafélag en spyija mætti
hvort yfirstjóm Pósts og síma og
samgönguráðherra stæði í þeirri trú
að háið stæði fyrir hroka og effið
fyrir fyrirlitningu.
Mikill óleikur
Gunnlaugur M. Sigmundsson, al-
þingismaður Framsóknarflokks,
sagði að með gjaldskrárbreytingu
Pósts og síma hefði þeirri stefnu rík-
isstjómarinnar að hlutafélagavæða
ríkisstofnanir verið unnin mikill
óleikur. Hækkunin hefði verið illa
útskýrð og sennilega illa ígmnduð.
Hún væri ekki í neinu samræmi við
þann raunveruleika sem íslensk fyr-
irtæki stæðu frammi fyrir, þar sem
menn þyrftu að lækka kostnað til
að bæta afkomu sína, en ekki hækka
tekjur.
Hann minnti á að Póstur og sími
hefði ekki greitt fyrir ljósleiðarann
heldur fengið hann gefins. Engin
sönnunargögn hefðu verið lögð fram
um að það væri dýrara að hringja
milli landsvæða en innan svæðis. Þá
væri mjög óheppilegt að etja saman'
þéttbýli og dreifbýli eins og gert
hefði verið. Einnig væri sú röksemd
ráðherrans mjög óheppileg að rétt-
læta þessa hækkun með því að vísa
til þess að Póstur og sími stæði
frammi fyrir samkeppni. Þegar fyrir-
tæki stæðu frammi fyrir samkeppni
lækkuðu þau gjöldin til þess að koma
í veg fyrir að önnur fyrirtæki kæm-
ust að. Ef menn hækkuðu væru þeir
að gefa merki um það að þeir ætl-
uðu í tvíkeppni, þar sem báðir aðil-
arnir hefðu það gott með háu verð-
lagi.
Sagði hann að stjórn fyrirtækisins
stæði frammi fyrir þeirri spurningu
hvort hún vildi stjórna fyrirtækinu.
Ef svo væri stæði hún við ákvörðun
sína. Ef hún ætlaði ekki að stýra
því þá þyrfti ráðherra að skipta um
stjórn. Málið væri klúður, hvor leiðin
sem farin væri. Það sem væri já-
kvætt væri það frumkvæði sem for-
sætisráðherra hefði tekið. Hann
hefði skynjað hvemig þjóðin hefði
hugsað í þessu máli. „Þjóðin ætlast
til þess að þessar hækkanir verði
teknar til baka og menn mæti sam-
keppni með því að lækka kostnað
Pósts og síma, en ekki með því að
velta þeim út í verðlagið."
Einbeittur og harður brotavilji
Lúðvík Bergvinsson, alþingismað-
ur jafnaðarmanna, sagði að niður-
læging ráðherra hefði verið
algjör þegar hann flutti
ræðu sína og það eina sem
hafi vantað upp á það hefði
verið að hann færi með
stöku. Vakti hann athygli
á því að frá því Samkeppn-
isstofnun hefði tekið til starfa hefði
hún nánast verið með Póst og síma
í fóstri. Samkeppnisstofnun, sem
hefði það hlutverk að gæta hags-
muna neytenda, væri búin að fjalla
tíu sinnum um fyrirtækið á sama
tíma og ekkert annað fyrirtæki hefði
verið skoðað nema einu sinni. „Þetta
segir æði mörg orð um hvers konar
hroki og yfirgangur virðist ríkja inn-
an veggja þessarar stofnunar. Þetta
hefði verið orðað í refsirétti þannig
að þar væri einbeittur og harður
brotavilji," sagði Lúðvík.
Sagði hann að við það að fletta
þessum úrskurðum og álitum mætti
fínna orð eins og misnotkun á einka-
leyfisþætti, viðskiptaþvinganir, mis-
beiting á markaðsráðandi stöðu,
skaðleg áhrif á samkeppni, brot á
jafnræðisreglu, framkvæmd tilvilj-
unarkennd og leiðir til mismununar,
takmarkaði aðgang keppinauts að
póstmarkaði umfram einkaréttar-
ákvæði.
Eðlileg viðbrögð
Sturla Böðvarsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði að við-
brögð almennings við ákvörðun um
gjaldskrárbreytinguna væru eðlileg
miðað við þá kynningu sem hún hefði
fengið af hálfu eigenda og stjórnenda
Landssímans hf. Fyrirtæki í einokun-
araðstöðu verði að gæta mjög að því
að auka ekki tekjur sínar í skjóli
sterkrar stöðu.
Tómas Ingi Olrich, alþingismaður.
Sjálfstæðisflokksins, sagði að það
hefði verið orðið fyllilega tímabært
að gera landið allt að einu gjald-
svæði. Það væri í fullu samræmi við
stefnu ríkisstjómarinnar um málefni
upplýsingasamfélagsins.
Steingrímur J. Sigfússon, alþing-
ismaður Alþýðubandalags og óháðra,
sagðist harma það að ákvörðun um
að jafna símgjöld á landinu hefði
verið dregin inn í gjaldskrárbreyting-
ar og hækkanir Pósts og síma að
öðru leyti.
Ámi Johnsen, alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins, gerði óþolandi
mismun á tengigjöldum alnetsins
eftir búsetu að umtalsefni. Væri það
til dæmis 33 sinnum dýrara í Nes-
kaupstað en í Reykjavík.
Kristján Pálsson, alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins, tók undir með
þeim þingmönnum sem hefðu varið
þá ákvörðun að gera landið að einu
gjaldsvæði. Hann sagði að trúnaðar-
brestur hefði orðið milli neytenda og
Pósts og síma á síðustu mánuðum
vegna gríðarlegra hækkana án
rökstuðnings.
Ágúst Einarsson, alþingismaður
jafnaðarmanna, sagði að umræðan
hefði leitt í ljós að samgönguráð-
herra væri ekki starfí sínu vaxinn.
í ræðu hans hefði í engu verið svar-
að þeirri gagnrýni sem komið hefði
fram í ræðu málshefjanda.
Guðný Guðbjörnsdóttir, þingmað-
ur Kvennalista, sagði að þetta væri
þörf umræða. Gott væri að jafna
símkostnaðinn, en aðferðin væri
mjög umdeild og illa kynnt.
Engin svör
Ásta Ragnheiður þakkaði fyrir
umræðuna en sagðist ekki geta
þakkað fyrir svör samgönguráðherra
því þau hefðu engin verið. Hún sagði
að enginn væri á móti því að jafna
símkostnað landsmanna, en menn
væru hins vegar ekki tilbúnir að.,
skattleggja heimilin og þá sem not-
uðu nútímaupplýsingatækni við nám
og störf til þess að jafna þetta. Póst-
ur og sími skilaði það miklum hagn-
aði að það ætti að vera hægt að jafna
símkostnaðinn. Það væri greinilegt
að forsætisráðherra þyrfti að gefa
sér klukktíma í viðbót með sam-
gönguráðherranum til þess að draga
alla hækkunina til baka.
Fjárhagsupplýsingakerfi
Halldór Blöndal sagði að erlend
símtöl lækkuðu um 22% og þar
væri um verulega kjarabót að ræða,
en notkun heimila á símtölum við
útlönd næmi 28,1%. Það væri nauð-
synlegt að minnka þann mun seift-
væri á kostnaði vegna
símtala til útlanda og inn-
anlands en það kostaði
jafnmikið að tala 51 mín-
útu til Danmerkur og
eina mínútu hér innan-
lands. Niðurstaðan væri
að Póstur og sími tæki þetta á sig
sem auðvitað drægi úr arðsemis-
kröfu.
Sagði hann að um næstu áramót
yrði tekið upp mjög nákvæmt kostn-
aðarbókhald hjá Pósti og síma og á
næsta ári sérstakt fjárhagsupplýs-
ingakerfi sem kostaði um 300 millj-
ónir króna. Það myndi gera Pósti
og síma kleift að koma til móts við
einstaka hópa. Hægt væri einnig
að gefa afslátt af símtölum sem
stæðu í sérstaklega langan tíma.
Þannig væri hægt að koma til móts
við alnetsnotendur til dæmis.
Langlínu-
skrefið kost-
aði 18 krónur
fyrir 10 árum