Morgunblaðið - 05.11.1997, Page 33

Morgunblaðið - 05.11.1997, Page 33
öiaAjanuasoM MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hagur námsmanna af skólagjöldum NÝLEGA hafa ýmsir lagt til að lögð verði á skólagjöld í Háskóla íslands. Flestir virðast líta á þau sem leið til þess að bæta fjárhag skólans og hækka laun kennara. Ég held að þetta sé ekki kjarni málsins. Kennaralaun eru að vísu lág og vafalaust þarf Háskólinn meiri peninga ef hann á áfram að standa fyrir metnaðarfullri kennslu og rannsóknum. í sjálfu sér þarf ekki að leggja á skólagjöld til þess að bæta úr þessu, en mörgum finnst sanngjarnara að nemendur greiði kostnaðinn en að allir landsmenn geri það. Þetta eru þó ekki megin- rökin fyrir skólagjöldum í mínum huga, heldur það að takmörkuðum gæðum verður ekki skipt með góðu móti án þess að verðleggja þau. Dæmi af lóðaúthlutunum og útgerð Einu sinni var sókn í lóðir í Reykjavík miklu meiri en framboð. Ekki var ljóst hvort heppni eða góð sambönd við stjórnmálamenn komu umsækjendum að meira gagni. Um tíma var úthlutað eftir punktakerfi, sem margir botnuðu lítið í. Framboð á lóðum valt á forgangsröð stjórn- málamanna og fjárhag borgarsjóðs fremur en eftirspurn. Margir sneru tómhentir frá úthlutun og gátu lítið annað gert en vonað að máttarvöld- in yrðu þeim hliðhollari næst. Þetta breyttist árið 1982 þegar gatna- gerðargjöld hækkuðu til samræmis við kostnað. Umsóknum fækkaði við þetta, en framboð jókst, enda réðst það nú af því hve margir voru reiðubúnir að borga fyrir lóðirnar, en ekki því hve mikið var afgangs í borgarsjóði. Úthlutanir hafa síðan gengið greiðlega fyrir sig og hætt að valda háværum deilum. Fyrir hálfum öðrum áratug máttu menn aðeins veiða þorsk hluta úr ári. Aðra daga ársins (skrapdagana) varð að gera út á aðrar tegundir (oft fisk, sem ella hefði ekki borgað sig að veiða) eða þá að hafa skipin bundin við bryggju. Með kvótakerfinu kom verð á veiðiréttinn og hagræðing hófst í sjávarútvegi. Útgerðarmenn gátu nú annaðhvort selt skip sín og kvóta eða keypt meiri veiðileyfi, þannig að skipin gætu fiskað á full- um afköstum allt árið. Skrapdagakerfi í Háskólanum Langt er síðan stjórnendur Há- skólans áttuðu sig á því að kennsla í skólanum er of dýr til þess að hægt sé að veita hana öllum sem standast lágmarkskröfur. I fjórum greinum hefur í nokkur ár verið hámark á fjölda nem- enda sem fá að halda áfram eftir fyrsta misseri (sjá 1. töflu), og sami háttur hefur nú verið tekinn upp í lyfjafræði. í læknis- fræði fékk aðeins rúm- ur helmingur þeirra, sem stóðust lág- markskröfur í desem- ber 1996, að halda áfram á annað misseri. í hinum greinunum þremur virðast fjölda- takmarkanir ekki hafa breytt neinu um tölu nemenda. Líkast til er það þó ekki rétt, því að fall jókst þar eftir að þak var sett á nemendafjöldann. Sennilega stafar það fremur af hertum kröfum en því að námsmenn séu latari eða heimskari en áður. Ávinningurinn er m.a. sá, segir Sigurður Jóhannesson, að stúdentar gætu á nýjan leik lokið námi á tilsett- um tíma - og „þyrftu ekki að gera út í tvö ártil þess aðfáað veiða í eitt“. Árangur í desember- prófum 1996 Alls Stóðust Komust áfram Læknisfræði 145 74 39 Hjúkrun 160 59 59 Sjúkraþjálfun 47 18 18 Tannlæknad. 9 3 ? Heimild: Kennslustjóri/Nemendaskrá HÍ í öðrum námsgreinum hafa kröf- ur verið hertar frá því sem áður þótti þurfa og stúdentafjölda haldið niðri á þann hátt. Undanfarin ár hafa til dæmis um það bil fimm sinnum fleiri skráð sig í lögfræði en fyrir aldarfjórðungi, en tala út- skrifaðra hefur aðeins tvöfaldast á sama tíma. Atrennur þeirra sem þreyttu próf í desember 1996 Fyrsta skipti Oftar Náðu % Féllu Náðu % Féllu Læknisf. 6 9 59 33 41 47 Hjúkrun 23 26 65 36 50 36 Sjúkraþ. 6 20 24 12 71 5 Heimild: Kennslustjóri/Nemendaskrá HÍ í 2. töflu sést að flestir þeirra sem komust áfram í læknisfræði, hjúkrun og sjúkraþjálfun í fyrravetur höfðu reynt að minnsta kosti einu sinni áður. Reyndar var í upphafi ætlunin að hleypa aðeins 30 efstu áfram í læknisfræði. Enginn í þeim hópi var að reyna í fyrsta sinn. Yfirferð í kennslu hlýtur almennt að vera miðuð við að duglegt og vel gefið fólk ljúki náminu á tilsettum tíma. En svo er ekki í þeim deildum Háskólans sem hér hefur verið fjallað um. Góður námsmaður má gera ráð fyrir að eyða að minnsta kosti tveimur árum í fyrsta vetur- inn í læknisfræði. Þarna er eins konar skrapdagakerfi, gera þarf út í tvö ár til þess að fá að veiða í eitt. Það væri ágætislokaverkefni fyrir nemanda í Viðskipta- og hag- fræðideild að reikna út kostnaðinn af þessu, en ljóst er að hann er mikill bæði fyrir nemendur og Háskólann. Kennarar deildarinnar hafa undanfarin ár unnið gott starf við að benda á óhagræði í landbún- aði og sjávarútvegi. Ég trúi ekki öðru en að þeir geri sér grein fyrir því tjóni sem fjöldatakmarkanir valda, en líklega stendur vandinn þeim of nærri til þess að þeir leggi í harða baráttu gegn honum. Hagur af skólagjöldum Ef tekið væri gjald af nemend- um Háskólans myndu færri sækja þangað. Jafnframt myndi fjárhag- ur vinsælla deilda vænkast, þann- ig að beinar fjöldatakmarkanir yrðu óþarfar. Góðir námsmenn gætu aftur lokið námi í læknis- fræði og öðrum greinum á tilsett- um tíma. Skólagjöld þýða aukin fjárútlát fyrir námsmenn. Kostnaður sem skattgreiðendur bera nú (þar með taldir námsmenn og fólk sem lokið hefur námi) færist á herðar stúd- enta. Það breytist ekki þótt Lána- sjóðurinn leggi út fyrir gjöldunum. En á móti kemur að námstími styttist á mörgum námsbrautum. Stúdentar geta sólundað tíma sín- um eftir sem áður ef þeir vilja, en þeir verða ekki lengur skikkaðir til þess. Höfundur er hagfræðingur. Sigurður Jóhannesson Odýrt að búa í Reykjavík I GREINARGERÐ sem sk. jaðarskatta- nefnd sendi frá sér í ágúst sl. koma fram margar athyglisverðar upplýsingar um skatta- mál. Þar er m.a. að finna alþjóðlegan samanburð sem leiðir í ljós að árið 1994 voru tekjuskattar einstakl- inga hærri hér á landi en í Evrópuríkjum OECD en tekjuskattar fyrirtækja talsvert lægri. Þá kemur líka fram að skattar sveit- arfélaga eru umtals- vert lægri hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Verkefni íslenskra sveitarfélaga eru þó engu minni en norrænna. Samanburður á sköttum milli landa er nauðsynlegur en hitt er ekki minna um vert að bera saman skatta og þjónustu milli sveitarfé- laga. Þegar það er gert kemur glöggt fram að óvíða er ódýrara að búa en í Reykjavík. Lágmarksútsvar í Reykjavík er nú lagt á iág- marksútsvar sem var 8,4% á síðasta ári en er nú 11,19% eftir að grunn- skólinn var fluttur frá ríki til sveitar- félaga. í öllum öðrum kaupstöðum á landinu er útsvarshlutfallið hærra, að undanskildu Seltjarnamesi, Garðabæ og Vestmannaeyjum. Þegar litið er á skattgreiðslur íbúa til sveitarfélaganna vegur út- svarið lang þyngst, bæði hjá greið- anda og sveitarsjóði. Fasteigna- gjöldin hafa líka mikið vægi hjá báðum aðilum. Hvort tveggja eru gjöld sem menn eru skuldbundnir til að greiða sínu sveitarfélagi til að standa undir margvíslegri sam- eiginlegri þjónustu. Þegar litið er til beggja þessara gjalda, og gerður samanburður á milli sveitarfélaga, kemur í ljós að Reykvíkingar eru nokkuð vel haldnir miðað við íbúa annarra sveitarfélaga. Af fjölmiðla- umræðunni mætti þó oft draga aðr- ar ályktanir. Þjónustugjöld Ef tekið er dæmi af hjónum sem hafa 2,8 milljónir kr. í árstekjur og eiga íbúð sem er metin á 7 milljón- ir kr. í fasteignamati þá greiða þau um 369 þús. kr. á ári í útsvar og fasteignagjöld í Reykjavík, svipað í Garðabæ og á Seltjarnarnesi, 390 þús. kr. á Akureyri, um 395 þús. kr. í Hafnarfirði og 398 þús. kr. í Kópavogi. Það er því 29 þús. kr. ódýrara að búa í Reykjavík en í Kópa- vogi. Gjaldskrár þessara sveitarfélaga fyrir veitta þjónustu eru að flestu leyti mjög sam- bærilegar þó að ein- hvetju kunni að muna. Almennt gjald á leik- skóla fyrir hálfan dag-ÁL inn er 6.800 kr. í Reykjavík en 8.400 kr. í Kópavogi og fyrir all- an daginn er það 18.750 í Reykjavík en 19.000 til 20.800 í Kópavogi. Það er held- ur ódýrara að fara í sund í Kópavogi en í Reykjavík en dýrara að ferðast með strætó. Gatnagerðargjöld eru almennt hærri í Kópavogi en í Reykjavík vegna þess að auk hefðbundins Þegar borin eru saman skattar og þiónusta milli ------------------------------i sveitarfélaga, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, kemur glöggt fram að óvíða er ódýrara að búa en í Reykjavík. gatnagerðargjalds tíðkast það bæð^. í Kópavogi og Hafnarfirði að taka' sérstakt gjald vegna landakaupa sem getur orðið allt að 30-60% við- bót við gatnagerðargjöldin. Þá má nefna að Reykjavíkurborg greiðir húsaleigubætur til leigjenda en fram til þessa hefur það ekki verið gert í Kópavogi. Sterk staða borgarinnar Það mætti auðvitað halda lengi áfram með þennan samanburð en niðurstaðan yrði alltaf sú sama: Það er ódýrara að búa í Reykjavík en í Kópavogi og í Hafnarfirði en álíka dýrt að búa í Reykjavík, Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Það má því segja að Reykvíking- . ar njóti ennþá sterkrar stöðu borg- ■ arinnar í lægri gjöldum þrátt fyrir þá staðreynd að verulega hafi verið vegið að fjárhagsstöðu borgarinnar á síðasta kjörtímabili með skulda- söfnun Sjálfstæðismanna. Höfundur er borgarstjóri. V eiðileyfagj ald og stj órnarandstaðan ÞINGFLOKKUR jafnaðar- manna vill að hætt verði að út- hluta veiðiheimildum ókeypis til útgerðarmanna. Það er algerlega óviðunandi að ríkið afhendi verð- mæti ókeypis sem þjóðin á. Veiði- leyfagjald byggist á siðferðilegum rökum auk þess sem það er liður í skynsamlegri hagstjórn. Veiði- leyfagjald er óháð kvótakerfinu, jafnaðarmenn hafa hins vegar lagt til ýmsar breytingar á því, t.d. að allur fiskur fari um markað, fram- sal verði takmarkað og brottkast minnkað. Davíð, Halldór og Þorsteinn Andstæðingar veiðileyfagjalds eru að veija fjárhagslega hagsmuni fámenns hóps útgerðarmanna. Dav- íð Oddsson, Halldór Ásgrímsson og Þor- steinn Pálsson eru í forystu fyrir hinni pól- itísku andstöðu. Davíð Oddsson sýnir þeim fjölmenna hópi sem berst fyrir því að fiskimiðin verði þjóðar- eign hroka og lítilsvirð- ingu og gerir því fólki upp skoðanir. Þor- steinn Pálsson vílar ekki fyrir sér að beita blekkingum eins og hann gerði á aðalfundi LÍÚ. í tillögu okkar jafn- aðarmanna segir m.a. „að veiðileyfagjald sé liður í víðtæk- ari stefnumótun um uppstokkun á Ágúst Einarsson skattakerfinu þar sem auðlindagjald og um- hverfisskattar skipta miklu meira máli en nú er og geta komið í stað annarra skatta. Það er fullt samræmi í því að leggja auð- lindagjald á aðrar sam- eiginlegar auðlindir hérlendis eins og vatnsorku og jarð- varma.“ Við höfum lagt til að um helmingur fisk- veiðiarðsins verði tek- inn í veiðileyfagjald. Það gæti farið í 15 milljarða þegar fýllstu hagkvæmni er náð og fískstofnar hafa byggst upp. Sjávarútvegurinn Það eru sterkar líkur á, segir Ágúst Einars- son, að það takist að samræma skoðanir jafnaðarmanna og félagshyggjufólks í þessu stærsta máli þjóðarinnar. yrði samt rekinn með hagnaði. Við höfum lagt fram á Alþingi útfærslu á gjaldtöku af vatnsorku og þjóðlendum. Við höfum þannig kynnt skýra og heilsteypta stefnu í gjaldtöku fyrir sameiginlegar auð- lindir. Kvennalistinn og Alþýðubandalagið Kvennalistinn styður tillögu okkar um veiðileyfagjald. Ýmsir forystumenn Alþýðubandalagsins hafa rætt um að auðlindagjald standi undir umhverfisvernd og sjálfbærri þróun og komi í stað annarra skatta. Það þurfi þó fyrst að skilgreina hvaða auðlindir séu í eigu þjóðarinnar og hafa sam- ræmda gjaldtöku en ekki sértækt gjald í sjávarútvegi. Þetta eris. svipaðar áherslur og koma fram’ hjá jafnaðarmönnum sem líta á veiðileyfagjald sem fyrsta skref í gjaldtöku fyrir sameiginlegar auð- lindir. Það eru því sterkar líkur á að það takist að samræma skoðanir jafnaðarmanna og félagshyggju- fólks í þessu stærsta máli þjóðarinn- ar. Skattlagning auðlinda og um- hverfisskattar skipta vaxandi máli í nágrannalöndunum. Það kemur vel til greina að tekjur vegna þessa séu ekki aðeins nýttar til að lækkíf^ aðra skatta einstaklinga heldur séu þær eyrnamerktar sveitarfélögun- um sem tækju þá við fleiri verkefn- um frá ríkisvaldinu. Höfundur er aiþingismaður í þingflokki jafnaðarmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.