Morgunblaðið - 05.11.1997, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐLA UG
MAGNÚSDÓTTIR
+ Guðlaug Míagn-
úsdóttir fæddist
í Reykjavík 30. júlí
1935. Hún lést á
Landspítalanum 29.
október síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Magnús Svein-
björnsson, f. 17.11.
1911, d. 4.7. 1989,
og Ingveldur Guð-
mundsdóttir, f. 19.3.
1911, d. 4.8. 1991.
Systkini Guðlaugar
eru: 1) Eiríkur Rafn
Thorarensen, f.
1929, maki María
Magnúsdóttir, f. 1936, d. 1996.
2) Helga Magnúsdóttir, f. 1940,
maki Arni Vilhjálmsson, f.
1937. 3) Birna Magnúsdóttir, f.
1941, d. 1981, maki Sævar
Björnsson, f. 1938.4) Guðmund-
ur Magnússon, f. 1943, maki
Guðrún Ármannsdóttir, f. 1945.
5) Sveinbjörn Magnússon, f.
1945, maki Anna Sigrún Mika-
elsdóttir, f. 1948. 6) Ingibjörg
Magnúsdóttir, f. 1947, maki
Baldur Alfreðsson, f. 1944. 7)
Margrét Rósa Magnúsdóttir, f.
1949, maki Geirfinnur Svavars-
son, f. 1945. 8) Magnús Magnús-
son, f. 1953, maki Þórdís Þorg-
ilsdóttir, f. 1958.
24. maí 1954 kvæntist Guð-
laug Jóni Halldóri Borgarssyni,
vélvirkja, f. 9.7. 1933, og voru
þau búsett allan sinn búskap í
Höfnum. Þau áttu fjóra drengi:
1) Borgar Jens Jónsson, f. 1954,
maki Eygló Breið-
fjörð Einarsdóttir,
f. 1957, Borgar á
þrjú börn frá fyrra
hjónabandi. 2)
Magnús Ingi Jóns-
son, f. 1960, maki
Helga Jónína Guð-
mundsdóttir, d.
1968, og eiga þau
eitt barn, Magnús
á þrjú börn frá
fyrra hjónabandi.
3) Sveinbjörn Guð-
jón Jónsson, f.
1963, maki Ingi-
björg Guðjónsdótt-
ir, f. 1964, og eiga þau eitt
barn. 4) Rúnar Kjartan Jóns-
son, f. 1970, sambýliskona Hall-
veig Fróðadóttir, f. 1976, Rúnar
á eitt barn frá fyrra sambandi.
5) Fósturdóttir Guðlaugar og
Jóns er María Rós Newman, f.
1960, maki Sigurður Ingimund-
arson, f. 1960, þau eiga tvö
börn.
Guðlaug starfaði meðfram
húsmóðurstarfinu sem umboðs-
maður happdrættanna HHI,
SÍBS og DAS, einnig var hún
umboðsmaður VIS í fjölda ára.
Guðlaug var til margra ára
dagmóðir í Höfnum. Hún var
trúnaðarmaður í skólanefnd,
barnaverndarnefnd og vara-
maður í hreppsnefnd.
Útför Guðlaugar fer fram
frá Kirkjuvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
í dag verður til moldar borin
Guðlaug Magnúsdóttir móðir mín.
Það er skrítið til þess að hugsa að
ég eigi ekki eftir að sjá hana aftur.
Mamma var mjög sérstök kona og
nú þegar hún er farin hrannast upp
minningar sem eru grópaðar í mig.
Fyrstu minningar mínar eru náttúru-
lega frá heimili okkar á Jaðri. Pabbi
vann þá hjá ÍAV og var langtímum
í burtu vegna vinnu sinnar í Hval-
firði. Mamma var þá með okkur
strákana ein og virtist ekki hafa
mikið fyrir því. Hún var þannig gerð
að hún miklaði hlutina aldrei fyrir
sér. Manni fannst alltaf að hún
væri aldrei stressuð eða hefði nokkr-
ar áhyggjur af því sem var að ger-
ast. Oft hef ég velt því fyrir mér
hvernig mamma fór að því að gera
alla þá handavinnu sem eftir hana
liggur á sama tíma og hún var með
okkur öll heima og gestagangurinn
á heimilinu var með ólíkindum. Hluti
af gestaganginum var fólk sem var
að endurnýja í happdrættunum eða
að borga tryggingar og kom enginn
þessara erinda án þess að vera boð-
ið í kaffi og með því. í þá daga stóð
mamma nefnilega í eldhúsinu frá
morgni til kvölds og var ýmist að
elda eðá baka. Við strákarnir komum
oftast haugskítugir heim, fengum
að drekka og vorum svo famir út
aftur og oft á tíðum höfðum við vini
og kunningja með í drekkutímann.
Eftir að öll börnin nema Rúnar voru
flutt að heiman gerðist mamma
dagmamma og var með allt upp í
10 aukabörn á heimilinu og var þá
oft líflegt að koma heim og virtist
mömmu líka þetta vel.
Þá eru ógleymanleg ferðalögin
með mömmu og pabba. Ég man
mest eftir ferðalögunum þar sem ég
og Svenni vorum bara tveir með
þeim, en sennilega hefur Boggi þá
verið orðinn of stór til að vera að
ferðast með okkur og Rúnar ekki
fæddur. Mamma hafði alla tíð mjög
mikinn áhuga á Iandinu okkar og
er ég enn þann dag í dag að velta
því fyrir mér og undrast yfir því
hvað mamma vissi mikið um landið.
Hún hreinlega þekkti hveija þúfu
hvort sem hún var stór eða lítil. Þá
eru líka eftirminnilegar helgarferð-
irnar til Biddu og Sævars í Kópavog-
inn en þangað var aldrei farið nema
til að vera eina eða tvær nætur.
Mamma var mjög vel að sér í ís-
lensku máli og var oft mjög hnittin
í tilsvörum og var fljót að sjá eitt-
hvað annað út úr skrifuðu máli en
sá sem skrifaði það meinti. Hún
safnaði öllu svona sem hún sá og
einnig ljóðum sem vöktu athygli
hennar. Mamma las mikið og nýtti
tímann hin síðari ár til þess enda
við farnir að heiman og talsvert
minni umsvif á heimilinu þótt gesta-
gangurinn hafi alltaf verið talsverð-
ur.
Fyrir allmörgum árum keyptu
pabbi og mamma sumarbústaðaland
í Þrastarskógi ásamt Biddu og Sæv-
ari, en síðar seldi Sævar þeim sinn
hlut. Keypt var tjónahjólhýsi sem
pabbi gerði upp og var því síðan
komið fyrir á landinu. Þar undu þau
síðan flestar helgar á sumrin fyrst
með okkur strákana og síðar barna-
börnin. 1995 byggðu þau sér svo
lítinn sumarbústað í stað hjólhýsisins
sem var orðið þreytt.
Mamma var mikill safnari og
safnaði öllu hugsanlegu, t.d. bókum,
blöðum, tímaritum, frímerkjum og
mörgu fleiru sern alltof langt mál
yrði að telja upp. Á Jaðri er t.d. tíma-
ritið Vikan til frá upphafi og bækur
í hundraða tali.
Hin síðari ár hrakaði heilsu
mömmu mikið og mátti sjá mun á
henni ár frá ári. Alloft þurfti hún
að fara á sjúkrahús vegna veikinda
sinna. Hún kom þó alltaf heim aftur
og reyndi af veikum mætti að hugsa
um heimilið. Hún naut við það
dyggrar aðstoðar pabba og var dug-
leg að kenna honum tökin á heimilis-
störfunum.
Mamma fór sína síðustu sjúkra-
húsferð þriðjudaginn 28. október,
þá mikið veik. Dvölin á sjúkrahúsinu
varð styttri en nokkurn hefði grunað
því að daginn eftir lést hún. Nú er
hún komin í ný heimkynni þar sem
við vitum að hún hefur endurheimt
heilsuna.
Megi algóður Guð styrkja okkur
sem eftir lifum, far þú í friði, elsku
mamma.
Magnús I. Jónsson.
í desember 1978 var illviðrasamt.
Skafbylur á Reykjanesbraut og
Hafnavegi var frekar regla en und-
antekning. Þá fluttum við í Hafnir
og kynntumst fljótt Guðlaugu Magn-
úsdóttur, eða Gullu á Jaðri eins og
hún nefndist alltaf. Og nú er hún
Gulla dáin á besta aldri og er sárt
saknað. í þessu litla og merkilega
einangraða samfélagi, Höfnum, sem
þá var sjálfstætt sveitarfélag með
hreppsnefnd og yfírvald, voru 3
götuljós á þessum tíma; holóttur
malarvegur lá 9 km úr Njarðvík og
sunnan Hafna breyttist vegurinn í
skurð eða troðning út á Reykjanes.
Fólk þurfti að kunna að bjarga sér
til að geta búið á þessum stað; án
verslunar, án strætisvagna, án
barnaskóla, án dagheimilis og yfir-
leitt án allrar þeirrar þjónustu sem
svo margir hafa aldrei verið án. Hér
fyrrum gekk þetta litla samfélag
ekki án samhjálpar og henni stjórn-
aði Gulla. Það var sama hvaða
vandamál kom upp á hjá nýaðflutt-
um eða öðrum á staðnum, alltaf var
lausnin sú að leita til Gullu, hún
kunni ráð við nánast öllu og hjálp-
semin annáluð.
Auk þess að vera húsmóðir á
annasömu heimili, sem jafnframt var
eins konar þjónustumiðstöð þorps-
ins, var Gulla dagmamma árum sam-
an og þau eru orðin mörg börnin sem
þar hafa átt gott atlæti á meðan
foreldrar unnu fyrir sér; hún var
umboðsmaður happdrætta, dag-
blaða, sá um alls konar verkefni,
annaðist tilkynningaþjónustu, var
stöðugt á bakvakt fyrir björgun-
arsveitina og þannig mætti áfram
telja næstum endlaust. Allan daginn
má segja að stöðug umferð hafi
verið í innkeyrslunni hjá Gullu og
ekki fækkaði innlitum eftir að eigin-
maðurinn, Jón Borgarsson, kom
heim frá vinnu, því hann getur gert
við alla skapaða hluti og er þekktur
að öðru en að liggja á liði sínu. Þrátt
fyrir erilinn hjá Gullu og Jóni komu
þau sínum börnum upp af myndar-
skap og barnabörnin hafa átt þar
sitt annað heimili. Þrátt fyrir lang-
varandi og alvarleg veikindi Gullu
er með ólíkindum hve miklu hún kom
í verk og var þó aldrei neinn asi á
henni, hún var alltaf jafn hæglát,
athugul og elskuleg. Aldrei verða
taldir greiðarnir, smáviðvikin, að-
stoðin, sem hún veitti öllum þeim
skara sem hefur komið og farið í
þessu litla samfélagi, enda óteljandi
og veitt með glöðu geði. En oft hef-
ur vinnudagurinn verið langur og
strangur hjá Gullu og því furðulegra
að hún skyldi geta fundið tíma af-
lögu til hannyrða en í því var hún
engin meðalmanneskja. í garðinum
á Jaðri, sem bar af öðrum, afsann-
aði hún ásamt Jóni ýmsar kenningar
um að ákveðnar jurtir döfnuðu ekki
á útnesjum, varð mörgum starsýnt
á blómskrúðið í garðinum hennar
Gullu.
Reykjavíkurmærin, sem gerðist
húsmóðir í Höfnum árið 1952, verð-
ur mörgum lengi minnisstæð sem
til hennar leituðu með ýmis vanda-
mál stór sem smá, því það er hjarta-
lagið sem skapar minnisverða menn.
Á kveðjustundu er okkur þakklæti
efst í huga. Við vottum Jóni og börn-
unum okkar innilegustu samúð.
Sigrún og Leó.
Góði guð.
Við viljum þakka þér fyrir að
hafa valið svona yndislega ömmu
handa okkur. Minningu hennar mun-
um við geyma sem gull í hjörtum
okkar, þar til við hittum hana aftur.
Þúsund orð fá ekki lýst gleðinni og
hamingjunni sem hún veitti okkur,
né sorginni er hún fór.
Þú merktir þér stað í hjörtum
okkar og þann stað munt þú alltaf
eiga. Með tár á vöngum og trega-
full hjörtu kveðjum við þig nú, elsku
amma okkar.
Biðjum við þig nú góði guð að
passa hana eins vel og hún passaði
okkur.
Elsku afí, pabbi, Maggi, Maja,
Svenni, Rúnar og fjölskylda. Þó að
það rigni nú, verðum við að muna
að regnbogans er senn von.
Margrét Mollý, Jón,
Axel og Alexander Aron.
Hún Gulla var gædd miklum
krafti og hæfileikum sem komu
fram á mörgum sviðum í lífi henn-
ar. Hún var fædd í Reykjavík og
ólst upp í Kleppsholtinu elst í hópi
átta alsystkina en hún átti einnig
hálfbróður sem var eldri.
Hún giftist Nonna föðurbróður
mínum árið 1954 og þau fluttu
suður í Hafnir á Reykjanesi. Þau
byggðu þar myndarlegt heimili sem
heitir Jaðar. Á sama tíma voru for-
eldrar mínir að byggja Sjónarhól
sem stendur skammt frá. Þeir bræð-
ur Jón og Jósef voru nokkuð sam-
stiga á þessum árum því fyrir utan
það að byggja heimili sín í sama
þorpinu eignuðust þeir sín fyrstu
böm á árinu 1954.
Gulla og Nonni eignuðust frum-
burðinn Borgar Jens 5. febrúar en
Lúlla og Jobbi eignuðust dóttur í
júlí sama ár. Annar í röðinni er
Magnús Ingi, fæddur 25. maí 1960.
Þriðji í röðinni er Sveinbjörn Guðjón
fæddur 3. apríl 1963. Fjórði og sá
síðasti er Rúnar Kjartan fæddur
18. nóvember 1970. Barnabörnin
eru átta að tölu. Auk þess að ala
upp fjóra syni tóku þau í fóstur
dótturina Maríu Rós Newman sem
er gift og tveggja bama móðir aust-
ur í Öræfasveit.
Ég man fyrst eftir Gullu sem
smástrákur í pössun hjá henni. Það
var heill ævintýraheimur út af fyrir
sig. Hún átti svo mikið af leikföng-
um sem maður sá ekki annars stað-
ar. Má þar nefna kubba, blöð, bæk-
ur og úrval af íslenskum hljómplöt-
um. Fyrst lék ég mér að kubbunum,
síðan skoðaði ég og las blöðin og
bækurnar, m.a. Andrés Önd á
dönsku og síðan var hlustað á söng
eða ævintýri á hljómplötu. Til dæm-
is var norska leikritaskáldið Thor-
björn Egner í miklu uppáhaldi hjá
mér en hann samdi m.a. Karíus og
Baktus, Dýrin í Hálsaskógi, Kasp-
er, Jesper og Jónatan í Kard-
imommubænum svo eitthvað sé
nefnt.
Gulla var grönn og hávaxin með
fallegt, dökkt og sítt hár niður á
axlir og hún var með gleraugu.
Svona man ég hana allan tímann
því hún hélt sér ótrúlega vel þrátt
fyrir veikindin undanfarin ár. Þegar
ég rifja upp nokkur minningabrot
kemur fyrst upp í hugann utan-
landsferð þeirra hjóna til Danmerk-
ur og Svíþjóðar fyrir langa löngu
og Gulla gaf mér rauðan lakkrís
sem hún hafði keypt í Danmörku.
Þegar ég átti 9 ára afmæli fékk
ég stærstu og þykkustu litabók sem
ég hef ennþá séð frá Jaðri. Seinna
komu svo spennandi sakamálasögur
sem áttu engan sinn líka.
Gulla var fyrirtaks bakari og
kokkur. Skonsutertan hennar var
þvílíkt hnossgæti svo ég tali nú
ekki um slátrið sem hún lagaði og
sauð ásamt Stínu vinkonu sinni úr
Reykjavík. Gulla sendi alltaf nokkra
keppi heim til okkar á Sjónarhól
ásamt rófum og nýuppteknum kart-
öflum. Þá var nú veisla í kotinu.
Gulla hélt góðri tryggð við fjöl-
skyldu sína sem á þessum árum var
aðallega í Reykjavík. Ég man mest
eftir mömmu hennar og pabba sem
oft komu í heimsókn á gamla Opeln-
um sínum. Þijú yngstu systkinin
þau Systa, Pinný og Maggi dvöldu
oft hjá Gullu og Nonna í lengri eða
skemmri tíma. Ekki má gleyma
Biddu systur hennar og Sævari
bónda hennar með börnin sín þrjú.
Þau voru tíðir og góðir gestir. Gulla
og Bidda voru mjög samrýndar og
miklar vinkonur. Það var því stórt
skarð höggvið í systkinahópinn þeg-
ar Bidda féll frá aðeins 39 ára göm-
ul úr illvígum sjúkdómi.
Gulla var mikið fyrir blóma- og
garðrækt, stofan heima á Jaðri var
full af blómum og garðurinn sömu-
leiðis. Auk þess voru ræktaðar kart-
öflur, rófur, radísur og jarðarber.
Þau hjón voru einnig fyrst til að
gróðursetja runnagróður sem að
heitið getur í þessu skjóllitla og
seltumikla þorpi sem Hafnir eru og
það með sjáanlegum árangri. Gulla
var mjög heimakær og myndarleg
í allri handavinnu enda ber heimili
hennar fagurt vitni um það. Um
hver jól og hveija páska sem mann
bar að garði sat Gulla við ýmiss
konar föndur eða las einhveija bók-
ina. Hún var mikill lestrarhestur
og átti mikið og gott úrval bóka.
Það var næstum sama hvar maður
drap niður í ljóði eða sögu alltaf
hafði Gulla einhveija hugmynd um
viðfangsefnið. Þegar börnin voru
vaxin úr grasi og flest farin að
heiman tók Gulla að sér dagmóður-
starf sem er mjög krefjandi starf.
Því sinnti hún af öryggi og alúð í
mörg ár auk þess sem hún gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
Hafnahrepp og var umboðsmaður
fyrir happdrættin HHÍ, SÍBS og
DAS svo eitthvað sé nefnt.
Það sem ég kunni svo vel við í
fari Gullu var þetta raunsæi og það
að leggja rækt við barnið í sjálfum
sér. Einnig höfðum við ótrúlega
svipaðar skoðanir á mönnum og
málefnum sem kryddaði vináttu
okkar á skemmtilegan hátt og gaf
tilefni til að ræða og velta fyrir sér
hlutunum. Að lokum votta ég
Nonna frænda og börnunum mínar
innilegustu samúðarkveðjur. Hafðu
þökk fyrir allt, guð þig geymi. Þess-
ar fallegu ljóðlínur eftir Jóhannes
úr Kötlum læt ég verða lokaorð mín.
Lítill drengur lófa strýkur,
létt um vota móðurkinn,
- augun spyija eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt,
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil:
hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til,
hann vill fá að hjúfra sig að
hennar bijósti sætt og rótt.
Amma er dáin - amma finnur
augasteininn sinn í nótt.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Ketill G. Jósefsson.
Ástarfaðir himinhæða,
heyr þú bama þinna kvak,
enn í dag og alla daga
í þinn náðarfaðm mig tak.
Einn þú hefur allt í höndum,
öll þér kunn er þörfin mín,
ó, svo veit í alnægð þinni
einnig mér af ljósi þín.
Anda þinn lát æ mér stjóma,
auðsveipan gjör huga minn,
og á þinnar elsku vegum
inn mig leið í himin þinn.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Elsku amma okkar, nú ert þú
komin til Guðs og við vitum að nú
er þér batnað. Við þökkum þér sam-
fylgdina. Guð geymi þig.
Barnabörn.
Mig langar að minnast góðrar
vinkonu minnar og nágranna til
margra ára, Guðlaugar Magnús-
dóttur eða Gullu eins og hún var
jafnan kölluð. Ég kynntist fjöl-
skyldu hennar um vor árið 1977
þegar Gulla gerðist dagmamma
sonar míns, Stefáns, sem þá var
tæplega tveggja ára. Stefán var
lengst af eina barnið sem Gulla
passaði á þessum árum en samt
leiddist honum aldrei. Öllum leik-
föngum var skipt niður í kassa og
því var alltaf hægt að skipta um
þegar leiði gerði vart við sig. Ef
ég þurti á barnapössun að halda á
kvöldin eða um helgar var vinsæl-
ast að fá að vera hjá Gullu og Jóni
afa eins og þau voru kölluð og allt-
af var það jafn sjálfsagt. Þá eins
og nú var engin verslun í Höfnum
og oft kom það fyrir að eitthvað
vantaði og þá fór maður yfir á Jað-
ar og jú, Gulla átti lager af nánast
öllu. Svona mætti lengi telja. Allar
götur síðan hafa þau úrvalshjón
haldið tryggð við mig og fjölskyldu
mína. Alltaf hafa þau sent jólagjaf-
ir til beggja drengjanna þótt sá
yngri sé fæddur eftir að ég fluttist
burt og þau ekki séð hann nema
örsjaldan. Ég veit að Gullu verður
sárt saknað af barnabörnunum sem
sum hver voru nánast heimilisföst
hjá ömmu sinni og afa um lengri
eða skemmri tíma.
Elsku Gulla, takk fyrir trausta
og góða vináttu í rösk 20 ár.
Aðstandendum Gullu sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Hrönn Þórarinsdóttir.