Morgunblaðið - 05.11.1997, Page 43

Morgunblaðið - 05.11.1997, Page 43
I j MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 43 I 3 BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 4 4 :3 < 4 4 4 4 i i i i i i i i i < < < < < Elsta íslenska fréttamyndin? Frá Skúla Magnússyni: Á SÝNINGU sem nú stendur yfir í Þjóðarbókhlöðunni á myndum og bókum, sem tengjast sögu gamla Prestaskólans, er blýantsteikning sem er rissuð upp úti á skipi í Reykjavíkurhöfn og er dagsett 6. apríl 1859. Tilefni þess að myndin hangir þarna er það að á henni sjást húsin í miðri kvosinni, sem þar voru fremst og sáust utan af höfninni. Meðal þeirra var hús Prestaskólans. En það var annað sem vakti at- hygli mína þegar ég skoðaði mynd þessa. Það var svart, seglbúið, þrí- mastrað gufuskip sm virtist strandað í eða skammt utan við lækjarósinn gamla, en þó nokkru innan við gamla Batteríið, vígið sem Jörundur lét hlaða 1809 og hvarf ekki fyrr en hafnargerð hófst 1913. Ártalið á mynd þessari vakti og athygli mína þar sem ég sá að það var frá árdög- um gufuskipa við ísland. En hvaða skip gat þetta verið á ferð hér svo snemma? Ég fletti upp í póstssögu Heimis Þorleifssonar og þar var greint frá fyrsta gufuskipinu sem fór frá Kaupmannahöfn til íslands með póst. í fyrstu ferðina frá Höfn hélt það 2. mars 1859 og kom til Reykjavíkur 26. sama mánaðar. Á höfninni í Reykjavík rak skipið upp á grunn í norðvestan stormi þótt það lægi við bæði akkerin. Ekki slitnuðu festar þeirra heldur virðist skipið hafa rekið upp með akkerunum eftir að dræsa festist í skrúfu þess. Á teikningunni sést að skipið liggur við akkeri á strandstað. Skipið náðist út og hélt til útlanda á ný 6. apríl 1859. Gufu- skipið hefur því ekkert skemmst að ráði og hefur sennilega lent uppi í sendinni fjörunni nálægt lækjarósn- um. Af teikningunni má marka, að skipið hefur strandað í miði neðan við mylluna á Bankastræti og sú stefna kemur heim og saman við norðvestan vindáttina, sem er gefín upp í samtímafrétt um strandið, sem Heimir hefur úr Þjóðólfi. Elsta mynd af gufuskipi á Reykjavíkurhöfn? En hvað hét gufuskipið sm varð fyrst allra vélknúinna póstskipa til að hafna sig í Reykjavík 1958? Það hét Óðinn og var á annað hundrað lestir að stærð. Mynd af því er í póstssögu Heimis, bls. 454, og sé sú mynd borin saman við áður- nefnda teikningu, sé ég ekki betur en að um sama skip sé að ræða. En teikningin er hins vegar ekki í sögu Heimis einhverra hluta vegna. Hvernig skipinu var náð út veit ég ekki, um það eru sennilega engar heimildir til. Myndin á sýningunni í Þjóðarbók- hlöðu er því afar merkileg, sé hún af Óðni á strandstaðnum, sökum þess að hún er án efa elsta mynd af fyrsta gufuskipi í Reykjavíkur- höfn, elsta mynd af skipsstrandi á íslenskri höfn og því um leið ein elsta fréttamynd íslensk, eldri en samtímamynd Arngríms málara af bruna kirkjunnar á Möðruvöllum 1868. Af e/s Óðni er það að segja að hann fór ekki fleiri ferðir til Islands með póst en í stað hans hóf e/s Arcturus póstferðir á milli Hafnar og Reykjavíkur og var í þeim sigl- ingum árum saman án þess að hlekkjast alvarlega á en hreppti þó oft illviðri eins og víða kemur fram í heimildum. í bréfum Páls Mel- staðs, frá um 1860-67, er t.d. skemmtileg en stutt lýsing á því hvernig skipsmenn Arcturusar héldu sjó í Hafnarfirði í ofsa norðan- garði þegar óliggjandi var í Reykja- víkurhöfn, en til Hafnarfjarðar fóru póstskipin iðulega þegar ekki var hægt að leggjast í Reykjavíkurhöfn. Myndirnar á sýningunni í Þjóðar- bókhlöðu eru úr Þjóðminjasafni, en engar upplýsingar koma fram í sýn- ingarskrá um það hver hafí teiknað Óðin á strandstað og engar upplýs- ingar eru um skipið með myndinni á sýningunni. En ljóst er að teiknar- anum hefur fundist áhugavert að draga upp mynd af skipinu þarna í fjörunni enda var þá, 1859, ekki almennt farið að taka ljósmyndir hér á landi. En var Óðinn fyrsta gufuskipið, sem kom til Reykjavík- ur? SKÚLI MAGNÚSSON, Aðalgötu 6, Keflavík. Vegna frétta af kirkjuþingi Frá Pétri Péturssyni: ÞRIÐJUDAGINN 28. október sl. var réttilega haft eftir mér í hádeg- isfréttum Rásar 1 að ég teldi gagn- fyni séra Gunnars Kristjánssonar á nýafstöðnu kirkjuþingi á kenni- mannlegt_ nám guðfræðideildar Háskóla íslands að einhveiju leyti sprottna af því að hann hefði á sínum tíma ekki fengið stöðu sem hann sótti um við deildina. Þetta var ómaklegt og ómálefnalegt og hef ég beðið séra Gunnar afsökun- ar á þessum umælum og geri það hérmeð opinbert. Það er afar mikil- vægt að menn gæti sín á því hvað haft er eftir þeim í fjölmiðlum um málefni kirkjunnar og einnig að fólk með ólíkar skoðanir geti starf- að saman í bróðerni að málefnum hennar. Nú liggur fyrir að endur- skipuleggja starfsþjálfun prests- efna og þar hefur séra Gunnar vegna menntunar sinnar og reynslu margt gott til málanna að leggja og vonast ég eftir góðu sam- starfi við hann um það mikilvæga mál. PÉTUR PÉTURSSON, forseti guðfræðideildar. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt f uppiýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort 3em er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Ferdinand Jæja, Magga, éger búin að lesa „Silas Marner“ ... hvað geri ég þá núna? Nú skrifar þú rit- Þú ert að grínast... um bókina? gerð þína ... Hví ekki? Lastu hana í raun og veru? Já, en ég gaf henni engan gaum_____

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.