Morgunblaðið - 05.11.1997, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 05.11.1997, Qupperneq 44
44 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Djúpsteikt hjörtu og karamellu- búðingnr Ef við djúpsteikjum hjörtu, segir Kristin Gestsdóttir, verða þau meyr eins og fínustu lundir. DJÚPSTEIKING er kjörin aðferð við að matreiða hjörtu og þau soga enga feiti í sig. Ótrúlegt er hversu meyr þau verða. Óll þekkjum við sennilega að hjörtu meyrna seint við suðu. Leggja má hjörtun í kryddlög áður en þau eru steikt sem er raunar óþarfi þar sem hjörtu eru bragð- mikil og ljúffeng og þurfa ekki annað en salt og pipar. Stein- selja hentar vel með hjörtum og hana má djúpsteikja í feitinni þegar búið er að steikja hjörtun. Ég á ekki djúpsteikingarpott en djúpsteikti hjörtun í litlum potti með u.þ.b. ’A lítra af matarolíu. Um daginn bauð ég gestum í djúpsteikt hjörtu með steinselju og ljúffengan karamellubúðing á eftir en hann er búinn til úr ný- mjólk og eggjum og er léttur í maga þó sætur sé. Hreinsun á hjörtum Skolið hjörtun undir köldu renn- andi vatni, þerrið síðan með eld- húspappír. Örþunn himna umlyk- ur hjörtun og í henni sitja mör- kleprar. Reynið að fjarlægja þessa himnu og þá fylgir mörinn með. Klippið síðan himnur og æðar úr. jjppskriftin að djúpsteiktu hjörtunum og steinseljunni hér á eftir er úr bók minn 220 ljúffeng- ir lambakjötsréttir sem kom út árið 1984. Ég breyti þó uppskrift- inni örlítið með því að sleppa salsaprontasósunni og setja app- elsínusafa í staðinn. Djúpsteikt hjörtu og steinselja handa 5 ____________5-6 hjörtu__________ _______1 dl matarolía í löginn__ _________4 msk sítrónusafí______ __________1 'A tsk fint salt____ ____________'A tsk pipar________ __________1 msk. soyasósa_______ _________Va dl appelsínusafi____ _______10 dropar tabaskósósa nokkrar greinar fersk steinselja 1. Skerið hjörtun í rif. 2. Blandið saman matarolíu, sítr- ónusfa, salti, pipar, soyasósu, app- elsínusafa og tabaskósósu. Leggið hjartaræmurnar í löginn, látið þekja þær alveg og látið standa á eldhús- borðinu í 2 klst. 3. Hitið olíuna, þerrið hjartarifín með eldhúspappír og steikið í feit- inni í 4-5 mínútur á hvorri hlið. Takið einn bita upp úr feitinni og skerið í tvennt til að athuga hvort þetta sé gegnsteikt, en ekki má blæða úr. 4. Steikið steinseljugreinamar örstutt í feitinni í lokin. Meðlæti: Soðnar kartöflur, gul- rætur, strengjabaunir og krydd- smjör. Athugið: Hjörtun og steinseljuna þarf að borða alveg strax. Karamellubúðingur handa 5 Notið eldfasta frekar víða skál. Karamellan: 2 dl sykur 1 dl vatn 1. Hitið frekar stóra pönnu, stráið sykrinun jafnt yfir og látið bráðna og taka lit, en gætið þess að þetta brenni ekki. 2. Hellið vatninu varlega út í og sjóðið þar til karamellan er samfelld og hefur þykknað örlítið. 3. Hellið inn í skálina og haliið henni og snúið þannig að karamell- an fari upp eftir börmunum. Búðing-urinn: ____________1 lítri mjólk________ 1 tsk vanilludropar ______________5 egg______________ ___________2 eggjarauður_________ _____________1 dl sykur__________ _____________1 dl ijómi__________ 1. Hitið bakaraofn í 200°C, blást- ursofn í 180°C. 2. Þeytið egg, eggjarauður og vanilludropa. 3. Hitið mjólkina að suðu, hellið saman við eggjahræruna og þeytið saman. Hellið síðan í skálina með karamellunni. 4. Setjið skálina ofan í aðra eld- fasta skál með heitu vatni eða notið steikingarpottinn. Látið vatnið ná vel upp fyrir miðja skálina. Bakið í 50 60 mínútur. 5. Stingið hnífi ofan í miðjuna til að aðgæta hvort alit er hlaupið sam- an. Kælið. 6. Þeytið ijóma og berið með. IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Slæmt að vera hundur á Islandi í dag FYRIR nokkrum vikum birtist í Séð og heyrt viðtal við ung hjón á uppleið en ekki vildu allir vera sáttir við orðalag í umræddri grein og það var brugðið á það ráð að tala við blaða- manninn sem sagðist hafa látið þau lesa textann yfir og hefðu þau viljað hafa hann eins og hann var. Vildi blaðamaðurinn tala við þá konu sem hafði veg og vanda af umræddu at- riði en þar sem hún var ekki athyglissjúk vildi hún ekki sinna því. Og stóð nú stál í stál. Svo skotið var á fundi og sá seki fundinn. Reyndist hann vera heimil- ishundurinn. 230626-4059. Bragð valdhafa ÞAÐ er með ólíkindum hvað allir falla fyrir hinu margnotaða bragði núver- andi valdhafa að hækka gjöld upphaflega mikið meir en raunveruleg ætlun var, t.d. með hækkun nú- verandi símagjalda og þykjast svo vera að láta undan þrýstingi og draga hluta hækkunarinnar til baka. Og allir trúa að tek- ist hafi að knýja fram nokkra lækkun. Eiríkur Athyglisverður umræðufundur SÍÐAST liðinn sunnudag var mjög svo athyglisverð- ur umræðufundur í Loft- salnum í Hafnarfirði. Þar sátu fyrir svörum guð- fræðingarnir Björgvin Snorrason og Steinþór Þórðarson. Umræðuefnið var Spíritisminn og kirkj- an. Ræddu þeir um spá- dóma Biblíunnar og hvern- ig þeir passa inn í mann- kynssöguna og var síðar fjallað um sálina, hvort hún væri ódauðleg og hvort spíritisminn sam- ræmdist kenningum kirkj- unnar og kom þar margt athyglisvert í ljós. Guð- fræðingarnir sátu fyrir svörum og voru svör þeirra greinargóð og skýr og var fróðleikur þeirra um þessi mál afar mikill. Næstkomandi tvo sunnu- daga verður framhald á þessu og verður þá meðal annars rætt hvar dánir séu í dag og hvað þeir aðhaf- ist. Við viljum hvetja fleiri til að mæta í Loftsalinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði (húsi Skútunnar) nk. sunnudag kl. 14. Steinunn Theodórsdóttir, Sandra Mar Huldudóttir. Auglýsing frá Smash ÞEGAR við vorum að skoða nýja tölublað Undirtóna komum við auga á auglýs- ingu tískuvöruverslunar- innar Smash aftast í blað- inu. Þar voru þau að aug- lýsa svonefnd hip-hop (víð) föt, sem þeir áttu von á í nýrri búð sinni í Borgar- kringlunni. Einhverra hluta vegna var mynd af hverri einustu fyrirsætu í auglýs- ingunni af hörundsdökkum manneskjum. Hvemig í ósköpunum koma þeldökk skólabörn í skólastofu hip- hop klæðnaði við? Og Mike Tyson, aldrei sé ég hann klæðast hip-hop fötum. Einnig Ray Charles, tónlist- armaðurinn víðfrægi, ætli hann gangi í hip-hop klæðnaði? Við bara spyij- um. Þar sem Smash kallar sig tískuvöruverslun, er hún þar með að koma því á framfæri að þeldökkt fólk sé í tísku? Bara svona að pæla í þessu. Ungir menn. Tapað/fundid Gleraugu í óskilum GLERAUGU fundust í Ásgarði í sl. viku. Uppl. í síma 553-3596. COSPER HÖGNIHREKKVÍSI Yíkverji skrifar... AÐ er alltaf hvimleitt þegar fjölmiðlar éta upp fréttir úr öðrum fjölmiðlum og fara með eins og þeirra eigin fréttir væru. Vík- veiji hlustar undantekningalítið á morgunfréttir Ríkisútvarpsins kl. 7.00 sem oftar en ekki eru byggðar á helstu fréttum Morgunblaðsins þann sama dag. Víkverji hefur í gegnum árin orðið þess áskynja, að það er algjörlega undir því kom- ið, hvaða fréttamaður er með morg- unvaktina hveiju sinni, hvort heim- ilda að fréttum Ríkisútvarpsins er getið. Ákveðnir fréttamenn hafa það greinilega sem starfsreglu, að vitna ekki í fréttir annarra fjöl- miðla, án þess að geta heimildarinn- ar og er það sjálfsögð vinnuregla, sem ætti að gilda um alla, en ekki bara ákveðna fréttamenn. Aðrir fréttamenn lesa beinlínis orðrétt upp úr Morgunblaðinu, taka kannski fyrstu tvær þijár máls- greinarnar orðréttar upp og fara með eins og þarna hafí frétt verið unnin af fréttastofu RÚV. xxx FYRIR réttri viku var fyrsta inn- lenda fréttin í fréttatíma Rík- isútvarpsins kl. 7.00 að morgni um samninga sem tókust kvöldinu áður í Ósló um heildarveiði úr norsk- íslenska síldarstofninum á næsta ári. Fréttamaðurinn las blygðunar- laust upp svo til alla baksíðufrétt Morgunblaðsins þennan dag, án þess nokkru sinni að geta þess, hvar hún hefði leitað fanga. Eru þetta boðleg .vinnubrögð?! í átta- fréttunum, klukkustund síðar, hafði fréttamönnum tekist að koma sín- um fingraförum á fréttina, með því að ná símasambandi við Jóhann Siguijónsson sendiherra á hóteli í Ósló. Hann gaf fréttamanni RÚV sömu upplýsingar, svefndrukkinni röddu og hann hafði veitt Morgun- blaðinu kvöldinu áður og ekkert umfram það. Því miður eru svona vinnubrögð einstakra fréttamanna allt of algeng, en Víkveija er kunn- ugt um að þau eru brot á þeim starfsreglum sem fréttastofan setur fréttamönnum sínum. xxx MARGIR hafa beinlínis ánægju af því að skammast út í Póst og síma, sem hefur enn eina ferðina orðið deginum ljósara undanfarna daga, í háværum mótmælum vegna nýrrar gjaldskrár Pósts og síma. Það þurfti íhlutun Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra sl. föstudag til þess að fá gjaldskránni breytt. Vík- veiji hallast að því að þjóðin sé orðin svo langþreytt á einokun þess- arar stofnunar að nýrri samkeppni á þessu sviði verði tekið opnum örmum af landsmönnum. xxx ENN eitt dæmið um óhóflega verðlagningu Pósts og síma, er gjaldskráin sem fyrirtækið setur upp fyrir svokallaðar hringilínur. Víkveiji minnist þess að í Dagsljósi í síðustu viku hafí áhorfendum stað- ið til boða að lýsa skoðun sinni á því hvort nýir kjarasamningar kenn- ara myndu leiða til betra skólastarfs eða ekki og voru af því tilefni gefin tvö símanúmer á skjánum, annað fyrir já og hitt fyrir nei, jafnframt því sem upplýst var að símtalið kost- aði 26 krónur. Á föstudaginn bauð svo fréttastofa bresku sjónvarps- stöðvarinnar Sky upp á sams konar innhringingar áhorfenda, þar sem áhorfendur áttu að lýsa skoðun sinni á því hvort breska bamapían sem hafði verið fundin sek um bams- morð í Boston, hefði hlotið sann- gjarnt réttarhald eða ekki. Slík hringing inn til sjónvarpsstöðvarinn- ar átti að kosta 10 pence, eða 11 krónur og 80 aura. Hvemig í ósköp- unum stendur á því að þjónusta sem þessi kostar næstum 2,5 falda upp- hæð á við það sem gerist í Bret- landi? Það skyldi þó aldrei vera að muninn mætti skýra með einokun á íslandi, en samkeppni í Bretlandi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.