Morgunblaðið - 05.11.1997, Side 45

Morgunblaðið - 05.11.1997, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 45 I DAG ember, verður sjötugnr Njáll Þorgeirsson, Borg- arflöt 1, Stykkishólmi. Eiginkona hans er Guð- ríður Þórðardóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í Félagsheimilinu í Stykkis- hólmi, laugardaginn 8. nóv- ember, frá kl. 16-19. Ljósm.st. Mynd, Hafnarfírði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. september í_ Eyr- arbakkakirkju af sr. Úlfari Guðmundssyni Þuríður Jónsdóttir og Axel Isaks- son. Heimili þeirra er að Mýrargötu 9, Neskaups- stað. Pétur Pótursson, ljósm.stúdíó. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. maí í Dómkirkj- unni af sr. Hjalta Guð- mundssyni Margrét Elías- dóttir og Hermann Hauks- son. Heimili þeirra er að Reynimel 90. fr - Konan þín skilur þig greinilega mjög vel. Ást er... ... leikursem báðirgeta unnið. TM Reg U.S. P»l. 0«. - »* ligliu m«ivW (c) 1997 Loa Angete* Times Syndicate Arnað heilla f'rvÁRA afmæli. í dag, tj \/ miðvikudaginn 5. nóvember, er fimmtug Steingerður Axelsdóttir, Syðra-Laugalandi, Bsk., Eyjafjarðarsveit. Hún og eiginmaður hennar, Garðar Karlsson, eru að heiman í dag. Ljósm.stofa Óskars, Vestm. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. september í Landakirkju, Vestmanna- eyjum, af sr. Jónu Hrönn Bolladóttur Ingibjörg Þor- steinsdóttir og Lúðvík Jóhannesson. Heimili þeirra er að Gullsmára 8, Kópavogi. BRUÐKAUP. Gefin voru saman 13. ágúst af sr. Pálma Matthíassyni Guð- laug Jónsdóttir og Hannes Jónsson. Þau eru búsett nærri Ölveri. BRIPS IJmsjón Guðmundur l’áll Arnarson SNEMMA á síðari keppnis- degi Islandsmótsins í tví- menningi náðu Aðalsteinn Jörgensen og Matthías Þor- valdsson forystu og leiddu mótið fram að lokaumferð- unum. Þeir mættu íslands- meisturunum, Símoni Sím- onarsyni og Sverri Kristins- syni, í 30. umferð, en þá voru pörin í fyrstu tveimur sætunum. Austur gefur; enginn á hættu. Norður * 5 V K108 ♦ Á852 ♦ Á9853 Vestur Austur ♦ K103 ♦ G962 ¥ D 1 f G643 ♦ KG10743 11 111 ♦ 9 ♦ DG4 ♦ K762 Suður ♦ ÁD874 V Á9752 ♦ D6 ♦ 10 Vestur Norður Austur Suður Símon Aðalsteinn Sverrir Matthías Pass 1 spaði 2 tíglar Pass Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass Aðalsteinn „gildrupass- ar“ tvo tígla í þeirri von að makker enduropni með dobli. Það má taka tvo tígla þijá niður, sem gefur 500 og toppskor, en Matthías kýs að melda hjartalitinn, því hann þolir illa svar makkers á þremur laufum við dobli. Þá hækkar Aðal- steinn í geim. Símon kom út með lauf- drottningu. Matthías drap á ásinn, tók spaðaás og trompaði spaða. Hann fór heim á laufstungu og felldi spaðakónginn með tromp- un í næsta slag. Tók svo hjartakóng og drottningin kom frá Símoni. Enn fór Matthías heim með því að trompa lauf. Hann tók því næst á hjartaásinn, enda hugsanlegt að vestur ætti 3-2-5-3 og DG blankt í hjarta, en þá fást tólf slag- ir. Þegar Símon henti tígli í hjartaásinn, tók Matthías á spaðadrottningu, spilaði tígli á ás og laufi úr borði. Þannig fékk hann ellefta slaginn á trompníuna, þó svo að austur ætti G6 eftir í trompi. Það gaf 30 stig af 38 mögulegum að taka ellefu slagi í fjórum hjört- um. SKÁK llmsjðn Margeir Pétnrsson STAÐAN kom upp í síðustu umferð á al- þjóðlega Hellismót- inu sem lauk á laugardaginn. Þjóð- vetjinn Michael Bez- old (2.490) var með hvítt og átti leik, en Bragi Halldórsson (2.270) hafði svart og lék síðast 30. - Ha8-d8 sem leit vissulega vel út, en Þjóðveijinn fann ótrúlegan björgunar- leik: 31. Hd2!! - Hf8? (Teflir til vinnings, en svartur átti ekkert betra en 31. - Dxd2 32. Dg4 - Rf5 33. Rfl - Ddl 34. Dxf5 og niður- staðan verður jafntefli) 32. Bb2 - Ha2 33. Db3+ - Kh7 34. Bc3 (Með tvo menn fyrir hrók stendur hvítur nú til vinnings) 34. - Hal+ 35. Bfl - Da3 36. Dxa3 - Hxa3 37. Bb4 - Hal 38. Bxe7 - Hf7 39. Bd6 - a5 40. e5 - a4 41. Kg2 og hvítur gaf. Stuttu áður en staðan á stöðumyndinni kom upp var Bragi með unnið tafl. Hann þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. En það dugir ekki að tefla vel, ef heilladísimar standa með andstæðingnum. LYFJA Lágmúla 5 ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðamiðstöðina SÍMI 551 9800 Skagfirðingar! 60 ára afmælis Skagfírðingafélagsins í Reykjavík og nágrennis verður minnst með sviðaveislu í félagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17, Reykjavík, laugardaginn 8. nóv. nk. og hefst kl. 19.30. Til skemmtunar verður hagyrðingaþáttur og Skagfirski kvartettinn Svanagerðisbræður og fleiri syngja undir stjóm Björgvins Þ. Valdimarssonar. Hinn vinsæli Hörður Ólafsson frá Sauðárkróki leikur fyrir dansi. Aðgöngumiðar kosta kr. 1.500 á mann og verða seldir í Drangey 6. nóv. nk. kl. 17—19 og við innganginn. Pantanir í símum 568 5540 og 581 2198/553 6679. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Hrútur (21. mars - 19. apn'l) ** Mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Þú þarft að Ieggja hart að þér við að klára eitthvert verk- efni. Naut (20. apríl - 20. maí) <r% Taktu ekki allt trúanlegt sem þú heyrir um menn og málefni á vinnustað. Komdu hugmyndum þínum á framfæri. Tvíburar (21. maí - 20. júni) 5» Farðu gætilega í íjármálum og taktu engar ákvarðanir nema í samráði við félaga þinn. Krabbi (21.jún(-22.júlí) H$í Láttu ekki freistast af gylliboðum í viðskiptum. Taktu af skarið og heim- sæktu fólk sem þú hefur ekki séð lengi. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Vertu á verði gagnvart fólki, því ekki eru allir traustsins verðir. Gefðu þér tíma í að gera hreint í kringum þig og lyftu þér svo upp í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Vertu ekki ýtinn gagnvart þínum nánustu. Gefðu fólki þann tíma sem það þarf til að hugsa málin. (23. sept. - 22. október) Það fer ekki vel að blanda saman leik og starfí. Það er kominn tími til að gera endurbætur á heimilinu. Sþorödreki (23. okt. - 21. nóvember) HifB Láttu ekki dagdraumana leiða þig út af sporinu. Þú þarft á öllu þínu að halda til að klára það sem hefur beðið um tíma. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) Farðu varlega í fjárhags- legt samstarf með öðrum þó freistandi sé. Hafðu alia- vega allt þitt á hreinu og gættu þín á smáa letrinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Þér býðst eitthvað nýtt í sambandi við vinnuna sem þú þarft að hugsa vel og vandlega. Þú ættir að fara í góðan göngutúr. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) ðh Þú hefur unnið vel að und- anförnu og það hefur ekki farið fram hjá yfirmönnum þínum. Hlustaðu á góð ráð vinar þíns í kvöld. Fiskar (19.febrúar-20.mars) !£* Þjóð veit, þá þrír vita. Gættu þess áður en þú treystir einhverjum fyrir viðkvæmu máli er þig varð- ar. Stjömusána á að lesa sem dægradvöl. Spár aí þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. STJÖRNUSPÁ SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ferð ekki troðnar slóðir og kemur fólki oft á óvart með uppátækjum þínum. SPÖ7T W0 L E I G A N I Medisanaóx/^ BUXURNAR fást nú í LYFJU LÁGMÚLA 5 Sérfræðingur á staðnum í dag l&Ítuh. Medisana VIRKA: A APPELSINUHUÐ ERIR BARNSFÆÐING ÁÁLAGSMEIÐSL Fáanlegar í 7 stærðum og 2 lengdum. LONG (niður fyrir hné) h Verö áöur kr. 6.989- MEDIUM (styttri) Verðáöuikr. 5.B5S- GRIPTU TÆKIFÆRIÐ MEÐAN BIRGÐIR ENDAST St 110 Áður kr. SÆOCT nú kr. 2.900 St. 120-140 Áðurkr.T^OCT nú kr. 5.900 St. 150-170 Áður kr. &90CT nú kr. 6.900 Úlpur eldri gerðir 1 St. 140-150 kr. 2.900 St. 120-150 Áður kr. ÍL900 nú kr. 4.900 St. 160-170 Áðurkr. ZÆOCT nú kr. 5.900 Gallar 1 Brettaúlpur ) St. 160-170 Áður kr.B;900 nú kr. 6.900 Nóvembersprengja > A • •• II________ og úlpum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.