Morgunblaðið - 05.11.1997, Side 48

Morgunblaðið - 05.11.1997, Side 48
48 ■i— MIÐVIKUDAGUR 5. NOVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM ÞETTA voru mjög góðir tón- leikar, en ein klukkustund er of stuttur tími með Björk, sögðu aðdáendur hennar í Hall Schaerbeek í Brussel á sunnudags- kvöld. Þá hóf Björk ásamt fríðu föruneyti næm tveggja mánaða tónleikaferð um Evrópu og Banda- ríkin til að kynna geislaplötuna Homogenic sem út kom í haust. Tónleikagestir sem blaðamaður talaði við sögðu tónlist Bjarkar hafa breyst mikið með nýju plöt- unni þótt hún sjálf héldi sérkenn- um sínum og raddbeitingu. „Tónlistin er alvarlegri," sagði ungur Belgi sem kvaðst fylgjast grannt með því sem Björk gerir, „og á vissan hátt ópersónulegi'i eða kaldari." Um þetta greinir fólk á, sumir tónlistargagnrýnendur sögðu um Homogenic að þetta væri hlýjasta plata Bjarkar. Kona sem virtist vera jafnaldra söngkon- unnar, um þrítugt eins og margir á tónleikunum, sagðist hafa hugsað, þetta er rauð tónhst eða rauðgul, þegar hún heyrði plötuna. „Þess vegna varð ég ánægð og ekki hissa að sjá þessa liti í sviðsmyndinni, sérstaklega í upphafi,“ sagði hún. Sviðsmyndin eða ljósin minntu í byrjun á innviði líkama og síðan var kastljósum ýmist beint fram í salinn eða ljós notuð á sviðinu til að kalla fram áhrif á sjó, geimi eða því sem tengist framtíð og kannski vísindum. 2.000 manna salur Schaerbeek í samnefndu hvei'fi í Brussel var þéttskipaður milli átta og níu á sunnudagskvöld og laust eftir klukkan níu komu stengja- leikarar og svo Björk inn á nær myrkvað svið. Ljósmyndari sem Morgunblaðið fékk á tónleikana var vonsvikinn yfir því að hafa ekki séð Björk almennilega meðan hann mátti mynda, hún var hálffal- in vegna lýsingarínnar, en tón- leikagestir voru greinilega hrifnir áf útkomunni. Björk flutti vitan- lega lög af Homogenic og eldri lög sem flestir ef ekki allir í salnum þekktu. Rafmagnaður kraftur og klassískir strengir Björk hreyfði sig talsvert á sviðinu, söng ekki bara til þeirra sem voru þar beint fyiár framan, og þau hlaup og kraftur í hreyfingunum mynduðu ákveðna mótsögn við tónlistina. I henni er vissulega kraftur en mörg -ríögin frekar hæg, með magnaðri undiröldu úr rafmagnsbúri Mark Bell. Á fyrstu tónleikum ferðarinn- ar stendur Richard Brown á svið- inu fyrir hann, hógvær náungi sem heilsaði uppá blaðamann eftir tón- leikana í Brussel meðan rætt var við fiðlu- og sellófólk. Þegar Björk þakkaði fyrir sig eftir lögin brostu margir í salnum, sennilega af því að með einu orði náði hún til þeirra sem stelpan Björk. „Þegar hún söng var hún hins vegar tónlistarkona sem náð hefur miklum þroska og svo er hún stjama, sem maður fellur í hálf- gerðan trans við hlusta á,“ sagði •iiíranskur tónleikagestur í Bjarkar- bol. Hann var í fylgd með yngri manni í bol með Sykurmolamynd yfir skyrtunni og sá var, eins og fleiri, með lítinn kíkí til að missa ekki af neinu. Með Björk ferðast átta manna sveit ungra strengjaleikara, ís- lenski strengjaoktettinn, og svo raftónlistarmaðurinn, ýmsir tækni- menn, raddþjálfari og líkamsrækt- arþjálfarinn Magni Erlendsson, sem sér um að teygt sé úr baki og slakað á vöðvum. Hann sagði það .^alveg nauðsynlegt fyrir manneskju mndir svo miklu álagi, ekki dygði að allt færi í hnút. Eflaust skila teygjumar sér því þótt Björk hafi verið hálflasin dagana fyrir tón- leikana gat fólk í salnum ekki bet- ur séð en hún væri í íinu formi. Fleira aðstoðarfólk er í ferðinni og alls er þetta um 25 manna hóp- BJÖRK Guðmundsdóttir Strengir og rafmagn í rútu og á hótelum Tónleikaferð Bjarkar ásamt átta manna íslenskri strengjasveit hófst í Brussel á sunnudaginn. Þórunn Þórsdóttir fór þang- ---------------y--------------- að og segir hér frá. I kvöld verður Björk í Frankfurt og kemur fram við afhendingu MTV-tónlistarverðlaunanna á morgun. Leiðin liggur svo víða um Evrópu og Ameríku fram í miðjan desember. ur, stundum fjölmennari. Hönnuð- urinn Daniel Adric var til dæmis baksviðs eftir tónleikana í Belgíu, að brjóta heilann um búning Bjarkar í MTV-þætti annað kvöld. Hann teiknaði á tímabili fót með Jean-Paul Gaultier, en er nú á eig- in vegum og hefur nokkrum sinn- um unnið með Björk. „Það er mjög spennandi og „spontant" eða unnið hratt af fyngrum fram,“ sagði hann. „Eg útbý allt sjálfur, föt og fylgihluti, hvort sem það er risa- stór bangsi eins og einu sinni eða tennur eða . . . þú verður að horfa á verðlaunaafhendinguna í sjónvarpinu á fimmtudaginn." Tónlistarkona Björk og stengjasveitin koma fram í útsendingu MTV og þar verða líka eins ólíkar hljómsveitir og UA og Spice Girls. Björk er tilnefnd til verðlaunanna Besta tónlistarkona ársins, en hún hlaut þau fyrir tveimur árum. I gærkvöldi voru tónleikar í Am- sterdam, vel heppnaðir að sögn leiðangursmanna, sem héldu næst- um strax af stað í tveggja hæða rútu hópsins, nþttina eftir tónleik- ana í Brussel. Áður gafst tími til að tala við nokkra hljóðfæraleikara í strengjasveitinni; Jón Ragnar Ornólfsson, sem fer fyrir henni, Sif Tulinius, Sigurbjörn Bernharðsson og Imu Þöll Jónsdóttir. Þau sögðu svosem ekki nýtt að nota „klass- íska strengi" í nýrri tónlist, Zappa og McCartney hefðu gert það en kannski ekki svona mikið á tónleik- um. „Við spilum alveg eins og þetta sé sígild tónlist," sagði Jón, „mað- ur beitir sér eins og í hverju öðru verki,“ bætti Sigurbjörn við, „en hljóðheimur- er auðvitað allt annar.“ Sif sagðist þekkja svolítið svona stífar tón- leikaferðir, þessi væri rétt að byrja, en yrði örugglega mjög skemmtileg. „Maður þarf að passa að jafna orkuna yfir tímabilið, það er stress en líka mikil útrás að spila svona oft og víða fyrir fjöl- menni.“ Sigurbjöm sagði.slík tæki- færi afar sjaldgæf í sígildri tónlist og þetta væri frábær tilbreyting frá tónlistarnáminu. Strengjaoktettinn lék 6 lög inn á Homogenic í mars, en platan var hljóðrituð nærri Marbella syðst á Spáni. Þangað fór Björk til að komast frá Bretlandi og íslandi, áhrifum og verkefnum sem trufl- uðu. En samt er Homogenic afar islensk plata, hefur Björk sagt sjálf og sumir erlendir gagn- rýnendur. Kannski vegna þess að landið er svo sterkt í Björk, „ekki hægt að taka það úr henni,“ sagði tónlistargagm-ýnandi Times, og kannski líka vegna samvinnu við íslenska tónlistarfólkið. Sigrún Eðvaldsdóttir var í stengjasveitinni við upptökurnar en Ima Þöll kemur í hennar stað á tónleikunun. Nema í Bretlandi, þar sem Sigrún spilar. Auk þeirra sem þegar era nefnd skipa sveitina þau Guðrún Hrand Harðardóttir, Mó- eiður Anna Sigurðardóttir, Una Sveinbjarnardóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson. Evrópa, Bandaríkin, íslensk jól og plata Þriðju tónleikar ferðarinnar verða í Frankfurt í kvöld, svo fer hópurinn til Rotter- dam að spila í sjónvarpsþættinum annað kvöld og síðan verða tón- leikar í Flórens á föstudaginn. Næst kemur Lusanne þann 9. og París þann 10. Þá London 12. og 13. nóvember, Edinborg þann 15. og Dublin þann 17. Björk verður í Kaupmannahöfn 20. nóvember og Stokkhólmi 22. Svo verður gert tveggja vikna hlé en haldið til Bandaríkjanna 6. desember. Þar verður á tíu dögum farið til Boston, New York, San Francisco, Los Angeles, Seattle og Chicago. Að svo búnu er tími fyrir laufa- brauð og smákökur, en eftir jólafrí mun Björk hyggja á upptökur nýrrar plötu. Það verður þá vænt- anlega 16. plata hennar, ef taldar eru plötur með Sykurmolunum, Kuklinu og Tappa tíkarrassi. Björk hefur sungið eða spilað á fleiri plötum og endurunnið lög fyrir aðra tónlistarmenn, nokkuð sem hún segist vilja gera meira af í framtíðinni. Hún vilji ekki endi- lega vera bara söngkona, heldur tónlistarmaður. Gagnrýnendur Homogenic segja margir ótrú- legt að hægt sé að gera betur en á Homogenic, en þeir þurfa kannski að éta það oní sig. Björk hefur sagt Debut og Post eins konar fortíðarplöt- ur, þar sem unnið var úr upp- söfnuðum hugmyndum, en Homogenic sé í núinu eða næstum því. Textarnir era greinilega uppgjör ástar- sambands, margir þeh’ra að minnsta kosti, og þótt þeir hafi harðan brodd er mikil bjartsýni í þeim og hvatning til annarra. Um það til dæmis að treysta því að þeir verði elskað- ir, það sé öraggt, þeir horfi kannski í rangar áttir og taki ekki við. Þessi skilaboð hafa borist meira en milljón manns sem keypt hef- ur Homogenic nú þegar og 1.500 til 3.000 áheyrendur fá að heyra þetta á hverjum tónleikum. Þar er heildar- myndin framtíðar- leg og ef til vill að því leyti forsmekk- ur að næstu plötu, nýrri Björk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.