Morgunblaðið - 05.11.1997, Page 49

Morgunblaðið - 05.11.1997, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 49 FOLK I FRETTUM Ostur er veislukostur ► OSTAKVOLD var haldið í Menntaskólanum í Kópavogi í síðustu viku af sérstökum Ostaklúbbi skólans sem var stofnaður á síðasta ári. „Klúbburinn var stofnaður til að stuðla að betri menningu innan skólans og til skemmtunar. Við höfum haldið tvö ostakvöld í ár og það hafa verið best sóttu viðburðir á vegum skólans. Við Sigurður erum báðir áhugamenn um mat og osta og vildum fá fleiri til að njóta þessa áhugamáls með okkur,“ sagði Vignir Rafn Valþórsson, annar af stofnendum Ostaklúbbsins. Ásamt ostum og meðlæti var boðið upp á óáfenga bollu í rauðvínslit til að skapa réttu stemmninguna. Að þessu sinni voru um 70 til 80 nemendur sem mættu á ostakvöldið og nutu CLOBNEY kloman 1 !V,'ti'i h.vvt M'Vtij.) \ -h hrvOiuvorkvimann som sotur eiv'ar krolur t'ram? r- orvétavÓ^fo6Ír08UV' stot»el „Við fengum fjárveitingu til að halda eitt kvöld í mánuði en við höfum ákveðið að sleppa kvöldinu í nóvember og halda frekar veglegra ostakvöld í desember," sagði Vignir sem mætti prúðbúinn eins og aðrir gestir kvöldsins. ptargtiiiÞfftMfr - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.