Morgunblaðið - 05.11.1997, Qupperneq 56
minni eyðsla - hreinni útblástur
meiri sparnaður
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1
MIÐVIKUDAGUR 5. NOVEMBER 1997
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK
Uppsagnir
53 lækna
, hafa tekið
gildi
UPPSAGNIR 53 sérfræðilækna hjá
Tryggingastofnun ríkisins hafa nú
tekið gildi og hefur lítil hreyfing orð-
ið á kjaramálum lækna undanfarnar
vikur.
„Staðan er nú svipuð og hún var
fyrir mánuði," sagði Kristján Guð-
jónsson, deildarstjóri sjúkratrygg-
ingadeildar Tryggingastofnunar, í
gær. „Astandið er óbreytt og það er
verið að reyna að komast að
niðurstöðu í þessu máli.“
Að sögn Rristjáns hafa nú 53
læknar sagt upp með löglegum
■hætti, sjö 1. september, 31 1. októ-
ber og 15 1. nóvember. Skipting
þeirra milli sérgreina er þannig að
uppsagnir 17 bæklunarlækna, 15
háls-, nef- og eyrnalækna, 12 skurð-
lækna og 9 þvagfæralækna hafa tek-
ið gildi.
Fáar uppsagnir til viðbótar
Hann sagði að aðeins væru örfáar
uppsagnir, sem lægju fyrir til við-
bótar. Pó myndu þrír skurðlæknar
að auki hætta 1. desember, fimm
svæfingarlæknar hætta 1. janúar og
þrír til viðbótar 1. febrúar svo eitt-
hvað væri nefnt.
Mikil óvissa hefur verið í kjara-
málum lækna og Jóhannes Gunnars-
son, lækningaforstjóri Sjúkrahúss
Reykjavíkur, líkti ástandinu vegna
uppsagna sérfræðilækna við upp-
lausn, í viðtali fyi-ir mánuði.
Kristján vildi ekki ganga svo
langt að segja að upplausn ríkti
vegna uppsagnanna, en ástandið
væri alvarlegt fyrir þá sjúklinga,
sem þyrftu að leita til sérfræðinga í
þessum sérgreinum, fengju þeir
ekki þjónustuna annars staðar.
Hann sagði að verið væri að ræða
allar hliðar þessarar deilu og svaraði
Jjegar hann var spurður hvort þok-
aðist í samkomulagsátt, að málið
væri á viðkvæmu stigi.
-------♦-♦-♦-----
Hálka á
fjallvegum
HÁLKA var á fjallvegum í gær og
fengust þær upplýsingar hjá Vega-
gerð ríkisins, að búast mætti við
áframhaldandi hálku.
Allir helstu þjóðvegir landsins
eru færir en hálka var á Hellisheiði,
í Þrengslum og á heiðum á Snæ-
^^^ellsnesi, Vestfjörðum, Norðurlandi
'og Austurlandi.
- -
I
• ■ *\,;v
■*;/«#':■: . " (J5W* i'í ' ' V,
t
ísAA,
Hafnarstræti opið
í jólaumferðinni
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
Hafnarstræti verði opnað aftur
tímabundið í tvo mánuði fyrir bfla-
umferð vegna jólaumferðar frá og
með næstkomandi laugardegi. Er
þetta í samræmi við yfirlýsingar
sem gefnar voru þegar Hafnar-
stræti var lokað fyrir tveimur
mánuðum.
I bókun Guðrúnar Ágústsdótt-
ur, forseta borgarstjórnar, kemur
fram að hún leggst ekki gegn því
að loforð um tímabundna opnun
Hafnarstrætis við Lækjargötu
verði efnt en ítrekar þá skoðun
sína að við óbreyttar aðstæður
þurfi Hafnarstræti að vera lokað.
Það sé skoðun umferðarsérfræð-
inga, sem unnu að umferðarskipu-
lagi skiptistöðvarinnar og tví-
stefnu á Hverfisgötu, að ekki sé
stætt á af öryggisástæðum að
beina farþegum SVR yfir götuna
úr biðsal í vagnana og að vagnar
SVR verði fyrir of miklum töfum á
Hverfisgötu í austurátt, sem komi
niður á tímaáætlun vagnanna um
bæinn.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæð-
isflokks fagna því að Hafnarstræti
sé opið en geta ekki fallist á að
opnunin sé bundin við 5. janúar.
Þeir telji að gatan eigi alltaf að
vera opin.
Fjárskað-
ar í Skaft-
ártungu
MIKLIR fjárskaðar urðu í Skaftár-
tungu í V-Skaftafellssýslu í óveðri sl.
suimudag. I gær var búið að finna
um 120 kindur dauðar, en talið er að
mun fleiri kindur hafi drepist. Mjiig
vont veður gerði á sunnudagiim,
hvasst og snjókomu í litlu frosti. Fóð
hrakti undan veðrinu og fennti í kaf
í gilskorningum eða annars staðar
þar sem dró í skafla.
Jónas Erlendsson, bóndi í Fagra-
dal, fann eina kind á lífi í þessu gili
þegar hann gróf niður á kindahóp.
Kindin gat sig hins vegar hvergi
hreyft.
■ Mikill/15
Morgunblaðið/RAX
Sjávarútvegsráðherra um niðurskurð þorskveiðiheimilda í Barentshafí
„ÍSLENZK stjómvöld hafa velt því
fyrir sér að draga úr sókn íslenzkra
skipa í Smuguna þó engir samningar
við Norðmenn liggi fyrir. Það kom til
álita síðastliðið vor, en niðurstaðan
varð sú að gera það ekki. Eg er enn
þeirrar skoðunar að það komi til
greina í ljósi þess að Norðmenn virð-
ast ekki ætla að semja,“ sagði Þor-
- ■ steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
í samtali við Morgunblaðið.
Ráðgjafarnefnd Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins hefur lagt til að þorsk-
kvóti í Barentshafi verði skorinn nið-
ur um 300.000 tonn á næsta ári
vegna slakrar stöðu þorskstofnsins.
Lagt er til að leyfilegur afli verði
rúmlega 500.000, en hann var um
1*800.000 tonn á þessu ári.
Til greina kemur
að draga úr sókn
íslenzkra skipa
„Við höfum alltaf sagt við Norð-
menn að við værum reiðubúnir til að
taka tillit til ástands fiskistofna á
hverjum tíma, ef þeir hefðu áhuga á
samningum. Því miðui- hafa norsk
stjórnvöld engan áhuga haft á því að
leysa Smugudeiluna með samning-
um,“ segir Þorsteinn.
Jóhann A. Jónsson, framkvæmda-
stjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar,
segir að hann geri ekki ráð fyrir því
að sókn íslenzkra fiskiskipa í Smug-
una minnki, þrátt fyrir að heildar-
kvóti verði skorinn niður. Hann seg-
ir að veiðivonin hljóti að ráða sókn-
inni.
„Það kemur að því að við getum
fiskað mikið magn þarna í frjálsri
sókn. Því meira kemur það við
Norðmenn, sem kvótinn er meira
skorinn niður. Það hlýtur því að
hvetja Norðmenn til að ganga til
samninga frekar en hitt. Ef við
veiddum 30.000 til 40.000 tonn á ári,
eins og við höfum reyndar gert, en
heildarkvóti væri minni, ættu Norð-
menn frekar að fást að samninga-
borðinu,“ segir Jóhann A. Jónsson.
■ Þorskurinn/C7
89 í meðferð við
spilafíkn í ár
Körlum
er hættara
en konum
ÁTTATÍU og níu einstaklingar
hafa leitað til SÁA í meðferð við
spilafíkn fyrstu tíu mánuði ársins,
þar af þrettán konur. Flestir sem
leita sér meðferðar við spilafíkn
eru á aldrinum 25-35 ára.
Hjalti Björnsson, deildarstjóri
göngudeildar SÁÁ, segir að á síð-
asta ári hafi 95 spilafíklar leitað að-
stoðar SÁA þá 11 mánuði ársins
sem hún var í boði. „Það er því ekki
sjáanlegur marktækur munur á
fjölda spilafíkla milli ára og við
þurfum líklega að bíða í 2-3 ár til
að átta okkur á þróuninni."
Ráðgjafar SÁÁ hafa reynt að
átta sig á hvort fólki er hættara við
að falla fyrir spilafíkn vegna einnar
freistingar fremur en annarrar.
„Við höfum ekki fundið slíkt
munstur,“ segir Hjalti. „Þetta fólk
spilar í lottó, getraunum, kössum
Happdrættisins, okkar kössum, í
lokuðum spilaklúbbum, stundar
veðmál af ýmsu tagi eða spilar um
peninga í billjard. Erlendar rann-
sóknir segja okkur hins vegar að
eftir því sem gróðinn er skjót-
fengnari, þeim mun hættara er
fólki að ánetjast."
■ 89 í ineðferð/6